Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
19
Austur-Evrópa:
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir KRISTJÁN JÓNSSON
Lögmál markaðaríns
láta ekki að sér hæða
Stjórnmálamenn og hagfræð-
ingar í allri Austur-Evrópu munu
því fylgjast með því fullir eftir-
væntingar hvort ungverskum
ráðamönnum tekst að smeygja sér
úr þeirri spennitreyju, sem hug-
takið „full atvinna“ er orðin, án
þess að afleiðingin verði félags-
legt og pólitískt öngþveiti.
Ungverjar ríða á vaðið vegna þess
á efnahagslegu umbótaskeiði
þeirra er nú runnin upp „stund
sannleikans".
Skuldum vafðir
Ungveijar verða að færa í
nútímahorf stóru, ríkisreknu iðn-
fyrirtækin sem eru mönnuð of
Ungverjaland hefur siðustu ánn venð álitið efnahagsleg fyrir-
mynd annarra Austur-Evrópulanda en nú hrannast erfiðleikarnir
upp. Eitt helsta einkennið á efnahag kommúnistarikja hefur ver-
ið stöðugt verðlag en fyrir skömmu var verðlag hækkað í
Ungveijalandi í annað sinn á þessu ári. í maí var verðlag á kjöti
og ýmsum öðrum undirstöðumatvörum hækkað um 20 af hundr-
aði og i síðustu viku varð svipuð hækkun á brauði, hveiti,
rafmagni, gasi og tóbaki. Annað „vestrænt" fyrirbrigði er atvinnu-
leysi sem nú er orðin opinberlega viðurkennd staðreynd í landinu
og ráðamenn viðurkenna að ekki einu sinni sósialisminn geti al-
gjörlega komið í veg fyrir það.
ótt greina megi afsökunar-
tón í yfirlýsingum ráða-
manna þá ætla þeir hvergi
að hvika. Janos Kadar, hinn aldr-
aði flokksleiðtogi, gaf nýlega í
skyn að mögur ár væru framund-
an og brýna nauðsyn bæri til að
spara, einnig í yfirstjórn kom-
múnistaflokksins. Nýskipaður
forsætisráðherra, Karoly Grosz,
hefiir hvatt starfsmenn fyrirtækja
til „sveigjanleika" og valdamenn
vara fólk við því að fleiri óþægi-
legar breytingar en verðhækkanir
séu í vændum. Fyrst mætti nefna
atvinnuleysi.
Ráðamenn í Ungverjalandi eru
fyrstu kommúnistaleiðtogamir
sem viðurkenna að atvinnuleysi,
sem stafar af breytingum á að-
stæðum og uppbyggingu atvinnu-
veganna, sé óhjákvæmilegt og
nauðsynlegt. Reszo Nyers er hag-
fræðingur og hefur um tuttugu
ára skeið barist fyrir efnahagsleg-
um umbótum. í júní ritaði hann
í tímarit nokkurt í Búdapest að
viðurkenna yrði „þá efnahagslegu
staðreynd að atvinnuleysi vegna
breyttra aðstæðna væri óhjá-
kvæmilegt, jafnvel undir sósía-
listískri stjórn".
Ivan Berend, formaður ung-
versku vísindaakademíunnar,
sagði nýlega: „Hugmyndin um
fulla atvinnu var áður nokkuð sem
ekki mátti hrófla við en aðstæður
hafa breyst og ríkisstjómin telur
nú að atvinnuleysi vegna breyttra
aðstæðna sé óhjákvæmilegt".
I Sovétríkjunum hafa ráða-
menn sagt að atvinnuleysi komi
ekki til greina í umbótaáformum
þeirra. Sovéskur hagfræðingur,
sem nýlega reyndi að færa rök
fyrir því að atvinnuleysi gæti ver-
ið óhjákvæmilegt, fékk stuttara-
legt svar frá Gorbachev sjálfum:
„Það verður ekki þolað".
Tugrnilljónir atvinnu-
lausra?
í Ungverjalandi er þegar byrjað
að segja fólki upp störfum. I maí
vom 10 þúsund manns opinber-
lega skráðir „í atvinnuleit".
Uppsagnirnar eru enn sem komið
er ekki margar að tiltölu en þær
eiga sér hins vegar vart fordæmi
í sögu alþýðulýðveldisins. For-
stjórar sumra ungverskra iðnfyr-
irtækja halda því fram að
áðumefnt „óhjákvæmilegt at-
vinnuleysi" verði að fara upp í
einn eða tvo af hundraði vinnu-
færra í landinu en það merkir 50
til 100 þúsund manns.
Börn að leik í Búdapest. Margt bendir nú til að margra ára tíma-
bil þolanlegra lífskjara og stöðugleika sé að baki í Ungveijalandi
og landsmenn verði að takast á við nýjan veruleika.
Þótt neitað sé að ræða mögu-
leikann á atvinnuleysi í Sovétríkj-
unum merkir það ekki að
stjórnendur þarlendra iðnfyrir-
tækja vildu ekki gjarnan losna við
þann óþarfa mannafla í fyrirtækj-
um sem einkennir atvinnulífið í
flestum Austur-Evrópulöndum.
Einn af helstu talsmönnum um-
bótastefnu Gorbachevs sagði
nýlega að margir sovéskir for-
stjórar vildu losna við fjórðung
eða jafnvel þriðjung starfsmanna
sinna. Þetta myndi hafa í för með
sér að tugmilljónir manna yrðu
atvinnulausar. Hann benti á að
stjórnvöld gætu hvorki sett fólkið
á eftirlaun eða á guð og gaddinn.
mörgu starfsfólki, illa rekin og
haldið á floti með gífurlegum
ríkisstyrkjum er mergsjúga óbeint
önnur atvinnufyrirtæki landsins.
Undanfarna tvo áratugi hafa ver-
ið gerðar umbætur á vissum
hlutum atvinnuveganna; mark-
aðslögmálin ráða t.d. ferðinni í
verslun með landbúnaðarafurðir.
Á hinn bóginn hafa umrædd leka-
byttufyrirtæki í iðnaði að mestu
leyti verið látin í friði.
Ástandið í efnahagsmálum
Ungveija er nú þannig að miðað
við höfðatölu skulda þeir meira
erlendis, aðallega í Vestur-Evr-
ópu, en nokkur önnur Austur-
Evrópuþjóð og megnið af
iðnfyrirtækjum þeirra getur ekki
framleitt vörur sem vestrænar
þjóðir vilja kaupa.
í hálf-opinberri skýrslu, sem
gerð var á þessu ári af ungversk-
um sérfræðingum, var skýrt frá
þeirri ótrúlegu staðreynd að Taiw-
an selur iðnríkjunum þrisvar
sinnum meira af ýmiss konar vél-
búnaði en öll ríkin í Comecon
(Efnahagsbandalagi kommúnist-
aríkja) gera samanlagt. Meira að
segja smáríkið Singapore selur
meira af slíkum vörum til Vestur-
landa en Sovétblokkin.
Ungveijar eru stoltir af sögu-
legri arfleifð sinni og það er þeim
þess vegna áfall að sjá smáríki í
Austur-Asíu ná tökum á iðnfram-
leiðslu framtíðarinnar meðan eina
örugga söluvara Ungveija á Vest-
urlöndum eru matvæli.
Spyrnt við fótum
Síðan 1956 hefur fjórum sinn-
um orðið pólitískt kreppuástand í
Póllandi og verðhækkanir voru í
öllum tilvikum dropinn sem fyllti
mælinn. Breytingar á verðlagi í
kommúnistaríkjum valda yfirleitt
erfiðleikum og stundum stórfelld-
um vandræðum. Þrátt fyrir þetta
hafa kommúnistaleiðtogar Áust-
ur-Evrópu reynt að finna leiðir til
að láta framboð og eftirspurn eiga
meiri þátt í verðmyndun í ríkjum
sínum. Ungveijar hafa gengið
lengst í þessum efnum og má
nefna að tómatar, salat og epli
eru nú seld á markaðsverði. Skrif-
finnar stjórnvalda verðleggja þó
flestar mikilvægar vörur og þjón-
ustu og um þriðjungur ríkistekna
fer til niðurgreiðslna.
Niðurgreiðslurnar valda því að
vísu að ýmsar daglegar nauðsynj-
ar eru hræódýrar en á móti því
vegur að skortur á sömu nauð-
synjum er víða landlægur í
kommúnistaríkjunum þótt
ástandið hafí hvað þetta snertir
verið með skásta móti í Ungveija-
landi.
Verðhækkanimar í síðustu viku
eru fyrsta skrefið í margvíslegum,
óvinsælum aðgerðum sem hafa
það að markmiði að landsmenn
aðlagi sig jámhörðum lögmálum
markaðsbúskaparins. Atvinnu-
leysi, lítið að vísu en samt ósvikið
atvinnuleysi, er annað skref í
sömu átt.
Heimildir: The Observer,
Time, The Economist.
LEIKFANG
HELGARINNAR
Fugl sem blakar vængium og flýgur
allt að 50 metra
Verður selt í dag og á morgun
á bensínstöðvum
ESSO, Ártúnshöfða og
SHELL, Vesturlandsvegi
Vs