Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐÖ), FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Meiðyrðamál í borgardómi: Ogilt ummæli í lögregluskýrslu NÝLEGA gekk sá dómur í Borg- ardómi Reykjavíkur, að ógilt voru ummæli f lögregluskýrslu, sem kona hafði viðhaft um sambýlis- mann sinn. Forsaga þessa máls er sú, að máls- aðilar voru í sambúð um nokkurt skeið. Sambýliskonan taldi sig sæta harðræði af hendi sambýlismannsins og leitaði hún til lögreglunnar af því tilefni. Við skýrslutöku hjá lögregl- unni bar hún sambýlismanni sínum á brýn að hann legði á sig hendur, hótaði sér og bömum hennar lífláti, líkamsmeiðingum og að hún sætti stöðugum ofsóknum af hans hálfu. Ásakanir hennar urðu til þess að ríkissaksóknari fór fram á það við lögreglustjórann í Reykjavík, að hann áminnti manninn. Sambýlismaðurinn undi þessu ekki, en hann taldi aðdróttanir þær, sem konan hefði viðhaft hjá lögregl- unni, ósannar. Höfðaði hann því mál til ómerkingar á ummælunum og til heimtu skaðabóta. Til rökstuðnings kröfu sinni benti stefnandi á að hann hefði hvorki hótað stefndu né heldur hennar fólki lffláti eða líkamsmeiðingum eða ann- ars konar ófamaði, né heldur hafi hann lagt á þau hendur eða gert til- raunir til slíks, svo sem stefnda haldi fram. Ummælin taldi stefnandi vera mjög meiðandi fyrir æra sína og þvf varða við ákvæði 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Því væri samkvæmt 241. gr. sömu laga heimilt að dæma um- mælin dauð og ómerk. Stefnda tók til vamar og taldi í fyrsta lagi að stefnandi hefði sýnt af sér tómlæti, með því að hirða ekki um án ástæðulauss dráttar að halda uppi rétti sínum og væri málshöfðun- arheimild hans þvf niður fallin samkvæmt 29. gr. hegningarlaga. í öðra lagi taldi stefnda umrædd um- mæli sönn og sönnuð og sönnuð ummæli verði ekki ómerkt. Dómarinn taldi 29. gr. hegningar- laga ekki eiga við um ómerkingar- kröfu í meiðyrðamáli og hefði stefnandi því ekki glatað rétti sfnum til að fá ummælin ómerkt. Dómari taldi henni rétt að leita til lögreglu vegna þess harðræðis, sem hún taldi sig sæta og tjá sig þar um samskipti málsaðila á þann veg sem efni væra til. Taldi hann ljóst af fram- burði vitna fyrir dómi að á ýmsu hefði gengið í sambúðinni, þannig hefði komið fram, að stefnandi ónáð- aði stefndu þráfaldlega með símhringingum og heimsóknum á vinnustað og heimiii. „Eigi að síður verður að telja sem svo, sem háttað er sönnunarstöðu í máli þessu, að gegn eindregnum andmælum stefn- anda, hafi stefnda eigi fært nægar sönnur að réttmæti þess harkaiega sakaráburðar, er hún dróttaði að stefnanda í greind skipti. Verður því að telja eins og hér stendurá, að stefnda hafi farið út fyrir þau tak- mörk, er setja verður eðlilegu tjáning- arfrelsi við þess háttar hagsmuna- gæslu, er hér átti sér stað. Hin tilgreindu ummæli stefndu um stefn- anda og aðdróttanir hennar í hans garð þykja ótilhlýðilegar og móðg- andi fyrir stefnanda f þeim búningi og við þær aðstæður, sem þær vora fram settar við. Ber því að ómerkja ummælin í heild samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940. Ómerking- in var þó ekki látin ná til ummæla um ónæði á vinnustað og hringingar á heimili, þar eð nægar sönnur vora taldar vera færðar fyrir þeim. Ekki var talinn grandvöllur fyrir greiðslu skaðabóta. Þorgeir Örlygsson, borgadómari kvað upp þennan dóm. Grettir dreginn síðasta spölinn. Dýpkunarskipið Grettir: Sökkt á tólf hundr- uð metra dýpi Dýpkunarskipið Grettir, sem kom til landsins árið 1947, var á mánudagskvöldinu dregið út Faxaflóa og í fyrrakvöldi var því sökkt á tólf hundruð metra dýpi um 70 mílur suður af Reykjanesi. Vitaskipið Árvakur dró Gretti á áfangastað, þar sem honum var sökkt, en ferðin tók um sólarhring. Siglingamálastofnun veitti leyfi til að sökkva skipinu, en mæltist til þess að farið yrði svo langt út til að koma í veg fyrir að veiðarfæri flæktust í skipsflakinu. Dýpkunarskipið Grettir var smfðað í Skotlandi fyrir ríkissjóð árið 1947 og í þijá áratugi vann það við hafnir um allt land. Þetta var gufuskip, með 228 hestafla vél og hið fyreta og eina sinnar tegund- ar sem íslendingar hafa eignast. Árið 1977 var skipinu lagt og sama ár fékk Hafnamálastofnun nýtt dýpkunartæki, sem einnig er nefnt Grettir. Nýi Grettir sökk í Faxaflóa í mare 1983 og síðan hefur stofnun- in ekki haft dýpkunartæki sem Neytendafélagið og Kaupmannasamtökin: Afgreiðslutími verði frj áls getur unnið þar sem eru föst botn- efni. Grettir gamli var illa farinn eftir 10 ára legu á lóð Hafnamálastofn- unar í Kópavoginum, en þar verður nú reist nýtt 800 fermetra húsnæði fyrir starfsemi stofnunarinnar, að- allega líkanatilraunir af höfnum, og að auki verður reist þar 600 fermetra þjónustuhús fyrir vita og hafnir landsins. 14 manna áhöfn var að öllu jöfnu á Gretti og var Guðjón Guðbjöms- son skipstjóri í lengstan tíma, frá 1948 til 1962. Lárus Þoreteinsson var síðasti skipstjóri Grettis, frá 1965 til 1977. V erslunarmannaf élagið á móti ins tilkostnaðar," segir í bréfí KÍ. Nokkrar athugasemdir eru gerðar UMSAGNIR þriggja hagsmuna- aðila um tillögu um fijálsan afgreiðslutíma verslana í Reykjavík voru lagðar fyrir borgarráð síðastliðinn þriðjudag. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis er hlynnt fijálsum af- greiðslutíma, Kaupmannasam- tök íslands mæla með þvf að hann verði til reynslu i eitt ár en Verslunarmannafélag Reykjavíkur leggst á móti sam- þykkt tillögunnar. Afgreiðslu málsins var frestað í borgarráði. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis segist í bréfi sínu hafa samþykkt að mæla með samþykkt tillögunnar um frjálsan afgreiðslu- tíma smásöluverelana, „enda yrði um að ræða þjónustubót fyrir neyt- endur. Lengi hefur tíðkast rúmur afgreiðslutími á vörum, sem vart mega teljast nauðsynlegar hollustu- vörar". NRON leggur þó til að athugað verði hvort borgaretjóm gæti ekki, í samvinnu við Verðlagsstofnun, látið gera víðtæka verðkönnun áður en kemur til rýmkunar afgreiðslu- tíma. Síðan yrði fylgst reglulega með þvi hvort þessi breyting hefði í för með sér sýnilega hækkun vöru- verðs. Kaupmannasamtök íslands segja núverandi ástand vera óviðunandi vegna mismunandi reglugerða um afgreiðslutíma á höfuðborgarsvæð- inu og mæla því með að afgreiðslu- tími verði gefinn frjáls í eitt ár. „Þó gerum við okkur ljóst að með því lengist vinnutími þeirra er við verel- un vinna og að lenging afgreiðsl- utíma muni leiða til hækkaðs vöruverðs til neytenda, vegna auk- við sjálfa regiugerðina og jafnframt óskað eftir því að fá skýringar hvere vegna reglugerðin taki ekki til lyfja- búða, bifreiðastöðva og bensínaf- greiðslna. VR leggst gegn afnámi reglu- gerðarinnar um afgreiðslutíma og segir „ómetanlegan stuðning" hafa verið af henni og að hún hafi stuðl- að að styttri vinnutíma afgreiðslu- fólks. í bréfinu segir: „VR gerir sér grein fyrrir því að núverandi ástand getur ekki varað til frambúðar, þar sem verelunum á höfuðborgarevæð- inu er mismunað eftir því í hvaða sveitarfélagi þær era staðsettar." Lausn á þessu felst þó ekki í af- námi reglugerðarinnar, að mati VR, og óttast félagið að samþykkt tillög- unnar muni skapa meiri vanda en henni er ætlað að leysa. o INNLENT Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Bach og Hándel-hátíð um vershmarmannahelgina NÚ UM verslunarmannahelg- ína verða seinustu Skálholts- tónleikar á þessu sumri. Barokksveit Sumartónleikanna flytur þar tvær efnisskrár með verkum eftir Bach og H&ndel. Tónleikar þessir eru sérstæðir að þvi leyti að leikið er á bar- okkhljóðfæri og f lágri still- ingu, eins og tíðkaðist á þeim tíma. Þetta er f fyrsta skipti sem það er gert hér á landi f flutningi hljómsveitarverka, og er hér þvf um sögulegan við- burð að ræða. Barokksveit Sumartónleikanna skipa 14 manns, sem verið hafa í Skálholti undanfamar vikur og æft saman undir leiðsögn Helgu Ingólfsdóttur og Ann Wallström. En hjá Ann Wallström er einmitt nýlokið námskeiði, sem hún hélt um túlkun barokktónlistar. Á laugardag kl. 15 verða flutt- ar tvær kantötur eftir J.S. Bach. Níu af 14 meðlimum barokksveitarinnar fyrir utan Skálholts- kirkju. Einsöngvarar eru Michael John Clarke, tenór, og Margrét Bóas- dóttir, sópran. Leiðari er Helga Ingólfsdóttir. Auk þess leika Mic- hael Shelton og Helga Ingólfs- dóttir sónötu fyrir fiðlu og sembal í h-moll, einnig eftir J.S. Bach. Á laugardag kl. 17 verður leik- in efnisskrá með verkum eftir G.F. Hándel. Fluttir verða tveir Concerti grossi í F-dúr og A-dúr. Konsertmeistari og leiðari er Ann Wallström. Einnig verður leikin tríósónata í g-moll fyrir tvær fiðl- ur, selló og sembal. Flytjendur era Ann Wallström, Lilja Hjaltadóttir, Ólöf Sesselja Óskaredóttir og Helga Ingólfsdóttir. A sunnudag kl. 15 verður end- urtekin fyrri efnisskrá laugar- dagsins. Kl. 17 á sunnudeginum er svo messa. Prestur er séra Guðmund- ur Óli Ólafsson og organisti Orthulf Prunner. Barokksveit Sumartónleikanna mun auk þess spila við messu. Á mánudag kl. 15 verða síðan seinni tónleikar frá laugardegi endurteknir. Áætlunarferðir verða tónleika- dagana frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og aftur frá Skálholti kl. 18. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Þetta er kjörið tækifæri fyrir tónlistarannendur að sameina bæði tónlist og ferðalög um Verel- unarmannahelgina og hlusta á ekta barokk í Skálholti. Mönnum er þó bent á að koma tímanlega því um seinustu tónleikahelgi var húsfyllir í Skálholti. (Fréttatílkynninif)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.