Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
í
“4
SKÓL ASTEFN A
________Bækur
Siglaugur Brynleifsson
Arnór Hannibalsson: Skóla-
stefna — gagnrýni á fræðilegar
forsendur núverandi skóla-
stefnu íslenzka ríkisins ásamt
tillögum til úrbóta. Stofnun
Jóns Þorlákssonar, Reykjavík.
Hafi eitthvert rit einhvemtíma
verið timabært, þá er það þetta
rit. Og hafi rökstudd og skýr gagn-
rýni á vafsamar fræðikenningar
verið nauðsynleg, þá er það gagn-
rýni höfundar á þær kenningar,
sem hér um ræðir. Síðast en ekki
síst sýnir höfundur fram á að
umrædd skólastefna er reist á
pólitískri hugmyndafræði, sem
„miðar að því að klippa á alla
strengi, sem knýta daglegt skóla-
starf við hefðir þjóðarinnar. Slíkt
hefur ekki gerzt í neinu ríki á
Vesturlöndum fyrr“.
Höfundurinn fjallar um atferlis-
hyggjuna í fyrsta kafla ritsins, en
þær kenningar voru reistar á
darwinismanum um að maðurinn
væri dýrategund. Atferlishyggjan
telur að sömu rannsóknaraðferð-
imar séu gildar um hegðun
mannsins og fyrirbrigða dýraríkis-
ins. Orsakakerfi náttúrunnar gildir
um alla hegðun mannsins, sam-
kvæmt þessum kenningum.
Höfundurinn útlistar nánar kenn-
ingar helstu boðbera hennar í
Bandaríkjuunum, en til þeirra hafa
hugmyndafræðingar íslensku
skólastefnunnar sótt fyrirmyndir
sínar. Þessar kenningar hafa haft
þau áhrif í bandarísku skólakerfi
að svo mjög hefur þrengt að allri
fræðslu og menntun að nú hefur
verið horfið frá þessum kenning-
um þar. Þó gengu bandarísk
stjómvöld aldrei svo langt að gera
þessar kenningar að undirstöðu
skólastefnu ríkjanna, en það hefur
verið gert hér samkvæmt náms-
skrám.
„Vinstri" uppeldisfræði heitir
annar kafli ritsins. Þar er komið
að þeirri pólitísku hugmynda-
fræði, sem er inntak núverandi
skólastefnu, og er mótuð af hug-
myndafræðingum þeirrar stofnun-
ar sem telst heita Kennaraháskóli
íslands og þeirri einkennilegur
stofnun sem ber heitið Skólaþró-
unardeild menntamálaráðuneytis-
ins. Inntak skólastefnunnar er
„viðhorfabreyting" sem á að ger-
ast í skólum. „Það skal breyta
kennslu og námsefni á þann hátt
að á endanum öðlist bömin „rétt“
viðhorf... Þetta á að gerast þann-
ig, að „borgarastéttin" sem ræður
skólunum verði ekki vör við, hvað
verið er að gera og haldi, að hinar
nýju hugmyndir séu eðlilegar
„framfarir" ... Það er ekki verið
að gera annað en að leggja grunn-
inn að framtíð bamanna í lýðræð-
isþjóðfélagi."
Þar sem áhugi verkalýðsins á
byltingunni er horfinn, m.a. með
hvarfi stéttarinnar í hefðbundnum
skilningi kommúnista, þá er brýnt
að koma kommúnískum hug-
myndafræðum að með innrætingu
í kennslu og uppeldi. Þar var auð-
velt að hefjast handa og veiður æ
auðveldara eftir því sem heila-
þvegnar uppeldisstéttir hafa meiri
tíma til þess að sinna áhugamálum
sínum með yngri nemendum og
með lengri skólatíma. Þessi starf-
semi fellur mjög vel að kenninga-
kerfi atferlishyggjunnar,
kenningakerfi Piagets, Kohlbergs,
Blooms og Taba.
Aðalandstæðingur framgangs
hinnar kommúnísku hugmynda-
fræði er fjölskyldan, en „hún er
eðli sínu samkvæmt íhaldssöm
stofnun. Hún innrætir saklausum
bömum siði, venjur og trú hins
borgaralega þjóðfélags. Fjölskyld-
an er valdakerfi. . . Fjölskyldan
er því gróðrarstía afturhalds, höf-
uðandstæðingur stéttabaráttunn-
ar. Því ber að starfa að því að
útrýma henni. ..“
Þess vegna ber að auka með
öllum ráðum hið svonefnda kyn-
slóðabil, sem er beinlínis tilbúið
áróðurshugtak.
Það er tvennt sem helst er eitur
í beinum nýmarxista: íslensk
tunga og saga þjóðarinnar. Því
hafa þeir að stefnumarki þær
ljóðlínur sem Stephan G. Step-
hansson leggur fjandanum í munn:
„Ið greiðasta skeið til að skrílmenna þjðð
er skemmdir á tungunni að vinna.
Frá hugsanaleysi er afturför óð
til apanna, bræðrunga sinna.“
Að þessu hafa hugmyndafræð-
ingamir unnið, ekki síst með
útgáfu þeirra bóka, sem Amór
Hannibalsson lýsir í VI. kafla rits-
ins „Málskemmdir með kenninga-
skæklum". Grundvöllurinn að
hugmyndum þeirra manna sem
mótað hafa námsskrár í móður-
máli em kenningar Benjamíns
Bloom ásamt hugleiðingum úr
„Málatferli" B.F. Skinners, sem
birtar em í bók Baldurs Ragnars-
sonar „Móðurmál" 1977. Þar em
einkennilegar kenningar heimild-
armanna höfundar bomar fram
ásamt á stundum nokkuð fmmleg-
um athugunum höfundar, frá eigin
bijósti. Amór Hannibalsson sýnir
mjög vel fram á hvers kyns fræði
hér er um að ræða. Það vill svo
til að „málvísindi“ Baldurs Ragn-
arssonar vom þá þegar nokkuð
síðbúin vísindi þegar þau komu
út, úrelt bull.
Amór Hannibalsson
Annar snillingur í „málvísind-
um“ er Indriði Gíslason, sem hefur
í fjölda ára verið einkar laginn að
koma út tilraunaútgáfum og nýj-
um og nýjum útgáfum rita sinna,
sem hafa meir en aðrar bækur
magnað andúð meðal nemenda á
öllu sem tengist íslensku. Höfund-
ur nefnir nokkur dæmi úr þessum
bókum Indriða, en afgreiðir „mál-
vísindi" hans í stuttu máli.
Eins og fjölskyldan er að áliti
hugmyndafræðinganna hefðbund-
in stofnun og því hemill á fram-
kvæmd réttra „viðhorfa“ þá er
saga þjóðarinnar enn meiri hemill.
Þess vegna hafa nýmarxistar tek-
ið það ráð að sleppa að mestu leyti
kennslu í sögu þjóðarinnar frá
upphafi fram til vorra daga. Sam-
kvæmt kenningum marxista
stefnir öll þróun að sköpun fram-
tíðarríkisins, kommúnísku sam-
félagi. Allt sem talið er að stefni
í aðrar áttir er af hinu illa. Þess
vegna ber sagnfræðingum skylda
til þess að velja úr fjölbreytileika
atburðarásar fortíðarinnar þá
þætti sem hafa gildi sem skref í
áttina að markmiðinu. Stéttabar-
áttan er hreyfill þess sem gerist í
þjóðlífinu og jafnframt inntak allr-
ar sögu. Þessi er höfuðkenning
marxismans og marxískrar sögu-
skoðunar. Þessi fræði eru orðuð
svo í námsskrá frá 1976: „Félags-
leg lagskipting (þ.e. stéttaskipt-
ing) er einskonar jafnvægisás
kerfísins. Togstreitan (þ.e. stétta-
baráttan) er hreyfiafl í þróun
þess.“ Hér koma til nýmálsfeluorð
(Arnór). Með slíkum feluyrðum er
leitast við að beiða yfir hráasta
marxismann og er það í stíl við
aðra óheilinda-tilburði námsskrár-
höfunda í öðrum þáttum. „Þar sem
svigrúm gefst ekki til að nemend-
ur fái . . . yfirlit yfir helstu
atburði sögunnar í heild“ er hug-
myndafræðingum auðveldur leikur
að velja þá þætti sem henta best
til pólitískrar innrætingar.
Arnór ræðir kenningakerfi
Piagets og Kohlbergs í III. og IV.
kafla og áhrif þeirra kenninga á
námsskrár og skólastefnu.
í þessum köflum sýnir höfund-
urinn fram á að þessar kenningar
standast ekki fræðilega gagnrýni,
eru aðeins gildar svo framarlega
sem eigin gefnar forsendur kenn-
ingasmiðanna um manninn sem
vél séu gildar. Sú forsenda virðist
talin rétt af hinum framfarasinn-
uðu skólastefnumönnum og verk
þeirra og athafnir virðast reyndar
gefa fulla ástæðu til þess að ætla,
að þeir séu sjálfir þess eðlis. Þeirri
manntegund er einkar vel lýst með
orðum Bjarna Thorarensen:
„Margur í mannslíki
moldvörpu andi
sig einn sénan fær —
hann sér ekki lengra.
Nærsýnni skepnu
nærri það stendur
sýnist sér smærra
því sjálf er hún nær.“
Það er e.t.v. ekki óeðlilegt að
hugmyndafræðingar og nýmarx-
istar telji svo mikla nauðsyn vera