Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
42
Minning:
PETUR GEORGS
SON AKRANESI
Fæddur 5.júní 1931
Dáinn 24. júlí 1987
... en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur. Hávamál
Hann hét fullu nafni Pétur As-
bjöms Georgsson og var fæddur á
Melstað á Akranesi þann 5. júní
1931. Foreldrar hans voru hjónin
Georg Sigurðsson, sjómaður og vél-
stjóri frá Melstað og Vilborg Oiafs-
dóttir, ættuð úr Ólafsvík. Fjögurra
^ára að aldri missti Pétur föður sinn,
en hann fórst með mb. Kjartani Ól-
afssyni þann 14. desember 1935,
aðeins 29 ára að aldri. Þau Vilborg
og Georg eignuðust þrjú böm og sér
Vilborg nú á bak öðru bami sínu,
en eldri dóttirin, Sigríður, lést 6. júní
1971, 41 árs að aldri. Hún var gift
Vilmundi Jónssyni. Eftir lifir yngri
systirin Katrín, gift Janusi Braga
Sigurbjömssyni.
Það er mikið áfall ungum dreng
að missa föður sinn þegar viðkvæm
ár fara í hönd, og hefur sá missir
vafalaust markað djúp spor í sálarlíf
Péturs. Sýndi það sig síðar hve mikla
umhyggju hann bar fyrir ungviðinu,
og hve mikils virði hann taldi að hlúð
__væri að honum fyrstu árin, enda
fann hann ávallt hjá sér hvöt að leið-
beina unga fólkinu á fyrstu sporum
þess um hið hrjóstruga umhverfi hins
daglega lífs. Unglingar löðuðust því
að Pétri, þar sem þeir fundu hjá
honum það öryggi og þann styrk sem
þá oft vanhagar um á erfiðum aldri.
Umhyggja og hugulsemi voru þeir
eðlisþættir sem hvað fyrst komu
fram í skapgerð Péturs. Strax á
unga aldri aðstoðaði hann móðursína
við að afla til heimilisins — til að
halda því saman — og fór hann að
_ v'inna störf sem venjulega voru ætluð
þeim sem eldri voru og reyndari. Var
hann móður sinni ómetanlegur styrk-
ur, bæði þá og reyndar alla tíð síðan.
Betri son en Pétur getur nokkur
móður varla óskað sér, enda mat
Vilborg son sinn mikils. Voru ávailt
með þeim miklir kærleikar.
Eins og svo margir ungir menn á
Akranesi í þá daga fór Pétur til sjós,
en þó að sjórinn yrði ekki starfsvett-
vangur hans mátti alla tíð síðan
glöggt heyra að taugar hans til sjó-
mennskunnar og sjómanna voru
sterkar. Tengsl Péturs við sjávarút-
veginn héldu þó áfram eftir að hann
hætti til sjós, en hann hóf nám í
netagerð og varð sú iðn síðan hans
aðalstarf. Þjónusta við sjómenn og
• undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar
varð þannig vettvangur hans og undi
hann vel við það hlutskipti.
Pétur var áhugamikill þátttakandi
í leik sem í starfí. Hann varð lands-
þekktur knattspyrnumaður um og
uppúr 1950. Lék hann þá með „gull-
aldarliði" Akumesinga og landsliðinu
og sýndi hann þar þann kraft og þor
sem síðar áttu eftir að einkenna
hann svo mjög. Félögunum féll vel
að leika með Pétri, hann var útsjón-
arsamur og ósérhlífinn, hvort sem
hann var innan vallar eða utan.
Þann 22. nóvember árið 1952 taldi
Pétur einn sinn mesta gæfudag, en
þá gekk hann að eiga eftirlifandi
eiginkonu sína, Emilíu Jónsdóttur frá
Grund, dóttur Ragnheiðar Þórðar-
dóttur og Jóns Arnasonar, síðar
alþingismanns. Sá dagur var upphaf-
ið að hamingjusömu hjónabandi, sem
hvergi bar skugga á. Fljótlega reistu
þau sér hús í nágrenni æskustöðva
Péturs við Sóleyjargötuna, en árið
1965 flytja þau í nýtt hús við Grund-
artún, þar sem þau bjuggu í æ síðan.
Þau hjónin eignuðust fjórar indælar
dætur: Ragnheiði Jóhönnu, gifta
Gunnari Einarssyni, skipstjóra, Vil-
borgu, gifta Hafþóri Harðarsyni.
bónda, Margréti, gift Herði R. Harð
arsyni, rafmagnsverkfræðingi, og
Petreu Emilíu, sem enn býr í for-
eldrahúsum. Barnabörnin eru nú átta
að tölu.
Árið 1978 reisa þau Milla og Pét-
ur sér sumarbústað í landi Stóra-
Fjalls í Norðurárdal. Tóku þau þegar
miklu ástfóstri við þann stað og þar
undu þau sér vel í faðmi náttúrunnar
meðal vina og kunningja. Síðan komu
bömin og tengdabörnin í heimsókn
með barnabömin, enda alltaf glatt á
hjalla hjá afa og ömmu.
Það var gott að heimsækja Millu
og Pétur, hvort heldur sem var á
Gmndartúnið eða í sveitina. Góður
hugur og létt lund réði ríkjum. Gest-
risni sat í fýrirrúmi. Þótt Pétur væri
þannig daglega hress og kátur, bjó
alvaran aldrei langt undan. Pétur var
maður framkvæmda og hann átti sér
hugsjónir, sem skyldu rætast til
heilla landi og lýð. Hann gerði mikl-
ar kröfur til annarra á sama hátt
og til sjálfs sín, en þegar uppskeru
var náð var hann líka fyrsti maður
til að þakka og gjalda vel þeim sem
með honum störfuðu. Þau verðmæti
sem hann átti, hvort heldur þau vom
andleg eða efnaleg, taldi hann skyldu
sína að deila með öðmm, enda gerði
hann það ótæpilega. Þeir menn sem
starfað hafa undir stjórn Péturs full-
yrða að betri húsbónda og betri
mann væri ekki að finna.
Fyrir rúmlega sjö ámm tókst Pét-
ur á við vágest þann mikla, sem
margar fjölskyldur hrjáir og leggur
í rúst. Þar fór fram hörð rimma, sem
um síðir lauk með algjörum sigri
Péturs. Hann taldi þau síðustu sjö
ár sem hann lifði sín mestu ham-
ingjuár. Hann gekk mannræktar-
samtökum þeim á hönd, sem hafa
það að aðaltakmarki sínu að sam-
hæfa reynslu sína, styrk og vonir,
svo að þau megi leysa sameiginlegt
vandamál sitt og séu fær um að
hjálpa öðmm til að losna frá áfengis-
bölinu. Eins og á öðmm sviðum þar
sem Pétur kom nærri, gaf hann sig
allan í þetta verkefni. Hann hjálpaði
mörgum að feta sig áfram til betra
lífs og meiri sjálfsþekkingar. Hlýjar
hugsanir og þakkir streyma frá
fjöldamörgum vinum og félögum
hans í því starfi.
Nú er komið að leiðarlokum hérna
megin samvemstunda. Þó óskir okk-
ar séu að þær hefðu mátt vera fleiri,
ber okkur að þakka fyrir það sem
okkur var úthlutað. Það er sárt að
missa góðan vin og fá ekki að njóta
frekari samvista við hann um sinn,
en minningin um góðan dreng lifir
og veitir okkur styrk á erfiðum
stundum.
Guð gefi okkur æðmleysi til að
sætta okkur við það sem við fáum
ekki breytt, kjark til að breyta því
sem við getum breytt, og vit til að
greina þar á milli.
Milla mín, við Jónína og synirnir
sendum þér og flölskyldunni okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Þú átt til
æðmleysi, sem þú notar, einnig er
samheldni fjölskyldu þinnar mikil og
hjálpar ykkur að komast yfir það
erfiða tímabil sem framundan er.
Guð blessi ykkur öll.
Ásmundur Ólafsson
Föstudagurinn 24. júlí sl. var
bjartur og fagur. Pétur kom á skrif-
stofuna mína geislandi af lífi og
fjöri. Hann sagðist ætla í vikufrí,
„og þegar ég kem heim aftur dríf
ég af stað fyrirhugaðar nýfram-
kvæmdir við Nótastöðina". Að
kvöldi sama dags var Pétur allur.
Oft er stutt á milli iðandi lífs og
svefnsins langa.
Einhvers staðar stendur skrifað:
„Þegar tindinum er náð fæst
hvíldin." Þegar ég hugsa til baka
til Péturs vinar míns fínnst mér
einmitt að hann hafí staðið á tindin-
um þegar hann var burt kallaður
svo skyndilega. Allt í kringum hann
streymdu jákvæðir straumar, fyrir-
tækið sem hann stjómaði, Nóta-
stöðin hf., gekk með miklum
ágætum. Hann hafði tryggan hóp
samstarfsmanna, sem kunnu svo
sannarlega að meta sinn holla hús-
bónda sem var þeim ætíð sem góður
vinur.
Allir sem höfðu viðskipti við Pét-
ur virtu heiðarleika hans og greið-
vikni. I einkalífí var Pétur
auðsjáanlega hamingjumaður, kona
hans, Emilía Jónsdóttir, var honum
góður lífsförunautur og dætumar
flórar og bamabömin voru honum
áberandi nátengd.
Pétur var fæddur á Akranesi,
sonur hjónanna Georgs Sigurðsson-
ar frá Melstað og Vilborgar Ólafs-
dóttur. Hann var mikill
Skagamaður í eðli sínu, vildi vöxt
Akraness sem mestan og lagði sjálf-
ur gjörva hönd til góðra verka
Akranesi til framdráttar. Hann lét
aldrei mikið á sér bera útá við, en
hann var mun betur vakandi en
margur sá er mælir stór orð um
hvað sé aðalatriði til framfarasókn-
ar.
Ég sem þessar línur rita átti nær
dagleg viðskipti við Pétur. Þau vom
öll á einn veg, mér fannst hann í
einu orði sagt höfðingi. Okkar
áhugamál fóm víða saman, hann
var gamall fótboltakappi og fylgdist
ávallt vel með á því sviði. Fáir vita
hve dijúgan skerf hann lagði til
æskulýðs- og íþróttamála hér á
Akranesi, um það ræddi hann aldr-
ei en var ávallt reiðubúinn að vetja
til þeirra mála miklum fjármunum,
sem margir hafa notið góðs af.
I dag þegar hann er til moldar
borinn em margir sem fínna til
sárs söknuðar. Margir em þeir sem
kveðja hann með þakklátum huga,
hann sem vildi allra manna götu
greiða og leysti svo mörg vandamál
einstaklinga af lipurð og jákvæðum
huga.
Fyrir mína hönd og bræðra
minna, Sveins og Sturlaugs, þakka
ég einstaka samvinnu og vinskap.
Aldraðri móður, eiginkonu og
dætmm, sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi Guð
styrkja ykkur á erfiðum tíma.
Haraldur Sturlaugsson
Er sú sorgarfrétt barst um bæinn
okkar að Pétur Georgsson, neta-
gerðarmeistari, væri látinn setti
okkur öll hljóð og spurt var í innsta
hugskoti, hvers vegna einmitt hann,
maður í blóma lífsins sem búinn var
að koma svo miklu í verk og virtist
hafa svo mikið þrek. En þá er eins
og hendi veifað, skorið á strenginn.
Þá rennur upp fyrir manni sú stað-
reynd að enginn má sköpum renna,
maðurinn með ljáinn lætur ekki
segja sér fyrir verkum og eftir sitj-
um við hljóð með spum á vör, sem
enginn fær svar við.
Pétur Georgsson fæddist á Akra-
nesi þann 5. júní 1931, sonur
hjónanna Georgs Sigurðssonar frá
Melstað á Akranesi og Vilborgar
Ólafsdóttur, sem ættuð er úr Ól-
afsvík. Ungur lærði hann netagerð
og um langt árabil hefur hann veitt
forstöðu Nótastöðinni hf. á Akra-
nesi. Þetta fyrirtæki hefur vaxið
og dafnað með árunum og er nú
ein virtasta nótastöð landsins.
Pétur var mjög vitur og vinsæll
í sínu fyrirtæki, sem sést best á því
að meginhluti starfsmanna fyrir-
tækisins eru búnir að starfa þar í
áraraðir.
Eins og svo margir drengir á
Akranesi hafí hann yndi af að
sparka bolta og það var eins með
knattspymuna og annað, sem Pétur
tók sér fyrir hendur, hún átti hug
hans allan. Hann varð einn snjall-
asti knattspymumaður landsins og
spilaði í hinu fræga „gullaldarliði“
Skagamanna, sem lagði grunninn
að velgengni kanttspyrnunnar á
Akranesi æ síðan. Áuk þátttöku
sinnar með IA-Jiðinu spilaði hann
landsleiki fyrir ísland.
Ætíð hefur Pétur verið einn
dyggasti stuðningsmaður knatt-
spymunnar hér á Akranesi og hægt
er að fullyrða að velgengni hennar
hér allar götur síðan eigum við
ekki síst mönnum eins og Pétri að
þakka. Ávallt var gott til hans að
leita, hvort sem um var að ræða
fjárstuðning eða holl ráð, en nú er
skarð fyrir skildi.
Um leið og við knattspymumenn
á Akranesi þökkum Pétri samfylgd-
ina gegnum árin vottum við hinni
samheldnu fjölskyldu hans, ættingj-
um og vinum, okkar dýpstu samúð.
Hörður Pálsson, formaður
Knattspyrnufélags IA
í dag verður góður vinur og
vinnufélagi okkar, Pétur Georgs-
son, til grafar borinn. Það skarð
sem Pétur skilur eftir í okkar hópi
er stórt og verður ekki fyllt aftur.
Pétur var ekki aðeins stjómandi
fyrirtækisins og aðaleigandi frá
miðju ári 1986 heldur og sannur
félagi sem hafði næmt auga fyrir
mannlegum samskiptum og að
finna út ef vandi steðjaði að hjá
öðrum. Eins átti Pétur gott með
að gleðjast með öðrum yfír þeirra
sigrum. Þótt við höfum misst mikið
er missir Millu og fjölskyldunnar
margfalt stærri. Við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og vitum að þó Pétur sé genginn
þá hefur hann skilið eftir hjá okkur
öllum mikið af góðum minningum.
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er,
við vonuðumst til að okkar sam-
starfstími yrði mikið lengri.
Vinnufélagar Nótastöðinni hf.,
Akranesi.
Pétur Georgsson, netagerðameist-
ari, er fallinn að foldu. Hljóðlega
hneig hann niður á bökkum Langár,
þar sem hann var við laxveiðar. Alla
tíð hafði hann yndi af útiveru og
veiðiskap og unni hinni fögru,
íslensku náttúru. Ég hygg að það
sé táknrænt fyrir líf hans og áhuga-
mál, að hann skyldi þannig kveðja
við faðm íslenskrar náttúru við feng-
sæla veiðiá á kyrru og fögru
hásumarkvöldi umvafínn friði og feg-
urð. í hug koma orð skáldsins:
Ég vil bindast þér, alheimsins eilífa sál,
og anda við náttúrubarm,
og tala svo hjarta míns helgasta mál
og huggast og þerra minn hvarm.
Ég kynntist Pétri vel síðustu tvö
árin, er við unnum saman í fyrstu
stjóm Fiskeldisfélagsins Strandar
hf. Það var ekki síst að tillögu og
ráði Péturs, að fiskeldisstöðinni var
valinn staður í Hvalfírði neðan við
prestssetrið í Saurbæ. Pétur var
allra manna áhugasamastur um
rekstur stöðvarinnar og framgang
fískeldisins. Hann var sívökull,
bjartsýnn og úrræðagóður, hreif
aðra með áhuga sínum og bjartsýni
og lét ekki deigan síga, þó að erfið-
leikar mættu, enda ekki hræddur
við að hafa storminn í fangið. Pétur
var þess mjög hvetjandi, að Fiskeld-
isfélagið hæfi jarðhitaleit í sam-
vinnu við Hvalfjarðarstrandar-
hrepp. Og þegar hinn góði árangur
varð af jarðhitaleit og borunum á
liðnu vori, gladdist Pétur innilega
og átti stórar framtíðarsýnir um
nýtingu jarðvarmans í þágu fiskeld-
is og til eflingar þessari nýju
atvinnugrein. Ég sá Pétur síðast á
fundi hinn 14. þessa mánaðar, þar
sem fjallað var um nýtingu jarð-
varmans. Eins og jafnan áður var
hann vonglaður og fullur áhuga og
bjartsýni. Það var gott að starfa
með Pétri. Hann var hreinskiptinn,
félagslyndur, réttsýnn og dreng-
lyndur og ávallt reiðubúinn til
þjónustu og fórnar fyrir þau mál-
efni, sem hann vissi að horfðu til
framfara og hagsbóta.
Við leiðarlok þakka ég Pétri
ágætt samstarf og elskuleg kynni
og bið honum fararheilla á eilífðar-
braut. Það er sárt að sjá honum á
bak langt um aldur fram, en minn-
ingin lifir um góðan dreng, öðling
og athafnamann, sem ávallt var
vingjamlegur, hjálpfús og góðgjarn
og allir eiga gott að gjalda.
Aðalstarf Péturs var að vera
framkvæmdastjóri Nótastöðvarinn-
ar á Akranesi. Til þess var hann
prýðilega fær og leysti starfíð af
höndum með miklum ágætum.
Hann ávann sér vinsældir og tiltrú
allra, bæði þeirra er hann vann fyr-
ir, sem hinna, er hjá fyrirtæki hans
unnu. Hann var ávallt vingjamlegur
og góðgjam, jákvæður og hlýr í
viðmóti og viðkynningu. Þess vegna
átti hann trúnað og vináttu félaga
sinna og samstarfsmanna og þá
ekki síst þeirra, sem hjá Nótastöð-
inni störfuðu og undir stjórn hans
heyrðu.
Við mennirnir lifum fyrst og
fremst við yl og kraft kærleikans
og góðvildarinar, sem faðir lífsins
hefur fengið okkur til að ávaxta
og gefa hver öðmm, en þó fyrst
og fremst ástvir.um okkar og heim-
ili og þeim, sem við lifum með og
störfum fyrir. Þannig lifði og starf-
aði Pétur Georgsson. Þess er gott
að minnast og fyrir að þakka á
kveðjustund.
Eiginkonu Péturs, frú Emilíu
Jónsdóttur, dætmm þeirra fjómm,
aldraðri móður hans og tengdamóð-
ur og öllum ástvinahópnum vottum
við hjónin okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan Guð að gefa þeim
sinn styrk, huggun og handleiðslu.
Þar sem góðir menn fara, þar
em Guðs vegir.
Jón Einarsson, Saurbæ