Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 29 ERLENT Washington, Reuter. KENNETH Adelman, einn helzti ráðgjafi Reagans Bandaríkjafor- seta í afvopnunarmálum, hefur ákveðið að segja af sér. Skýrði talsmaður þeirrar stofnunar Bandaríkjanna, sem fer með eft- irlit með vígbúnaði og afvopnun (ACDA), frá þessu f gær. Sagði talsmaðurinn, að Adelman, sem er yfirmaður ACDA, myndi láta af embætti „um miðjan október eða eftir að leiðtogafundur risa- veldanna hefur átt sér stað.“ Tilkynningin um þetta var birt aðeins nokkrum klukustundum eftir að Bandaríkjamenn og Sovétmenn höfðu náð samkomulagi um viðræð- ur milli utanríkisráðherranna George Shultz og Eduard She- vardnadze 15. september nk.. Markmiðið með þessum fundi verð- ur að rejma að leysa þau ágreinings- efni, sem eftir eru og standa í vegi fyrir samkomulagi um afvopnun og fyrir fundi æðstu manna risvaveld- anna. Adelman hefur hvað eftir annað mælt opinberlega með því sam- komulagi, sem nú virðist innan seilingar milli risaveldanna. Sam- kvæmt því á að leggja niður allar meðaldrægar og skammdrægar kjamorkuflaugar alls staðar í heim- inum. í afsagnarbréfi sínu til Reagans forseta, sem ACDA lét birta í gær, sagði Adelman: „Ég tel, að ég hafi náð því markmiði, sem ég einsetti mén Að aðstoða við að undirbúa nýja stefnu varðandi eftirlit með vígbúnaði milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem verði til að snarfækka kjamorkuvopnum og Panama: Stjórnin ræðst harka- lega á Bandaríkj anienn Háskólanumíhöfuðborginnilokaðvegnastúdentaóeirða kínaTgTæpiídÆuJSð!taS Panamahorg, Reuter. HÁSKÓLANUM f Panamaborg var lokað í gær um óákveðinn tfma, eftir að til átaka kom milli óeirðalögreglu og stúdenta fyrir framan háskólalóðina. Tíu stúdentar særðust f þessum átökum, er hermenn- imir skutu á þá gúmmíkúlum. Utanríkisráðuneyti Panama gagnrýndi í gær Bandaríkin harð- lega fyrir afskipi af innanríkismál- um landsins. í tilkynningu ráðuneytisins sagði, að frekari af- skiptasemi Bandaríkjanna yrði skoðuð sem fjandskapur í garð Pan- amastjómar. Þá kvartaði innanrík- isráðuneytið yfír erlendum fréttarit- urum í landinu og varaði við þvf, að stjómvöld í Panama, myndu ekki þola það, að haldið yrði áfram að dreifa „röngum fréttum," sem hefðu það markmiði að spilla áliti Panama erlendis. Bandaríska sendiráðið, sem hefur haldið uppi gagnrýni á Panama- stjóm fyrir að loka blöðum and- stæðinga sinna og fleiri mannrétt- indabrot, vildi ekkert tjá sig um tilkynningu Panamastjórnar. Upphafsmaður andófshryefíng- arinnar gegn Panamastjóm, Robert Diaz Herrera ofursti, kom stuttlega fram í sjónvarpi í gær. Þar fór hann fram á að fá að ganga á fund Oscars Brown, aðstoðarbiskups ka- þólsku kirkjunnar í Panama. Diaz, sem er 49 ára að aldri, virtist þreytulegur. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann kom opin- berlega fram, eftir að hann var handtekinn á mánudaginn var. Hann bar þess þó ekki merki, að honum hefði verið misþyrmt og sagði, að ekkert væri að sér líkam- lega. Diaz ofursti var áður næst æðsti maður hersins í Panama. Hánn hefur sakað Manuel Antonio Nori- ega, yfírmann hersins og mesta spillingu til kosningavika og morða. Radolfo Chiari de Leon innanrík- isráðherra staðfesti það í viðtali við fréttamenn í gær, að Diaz hefði verið ákærður um landráð. Tugir falla í fangauppreisn Sao Paulo, Reuter. LÖGREGLA réðst í gær inn i fangelsi þar sem fangar höfðu tekið gisla og hótað að brenna þá tíl bana ef kröfur þeirra yrðu ekki uppfylltar. Slitnað hafði upp úr viðræðum við fangana um lausn gislanna. draga úr hættunni á kjamorkustyij- öld.“ Adelman sagði ennfremur, að til- kynning Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovetríkjanna í síðustu viku, þar sem hann féll frá fyrri kröfum Sovétstjómarinnar um að hafa 100 meðaldrægar kjamorku- flaugar í Asíu, „væri gleggsta vísbendingin um það, að Sovétmenn hafa loksins fallizt á þessa stefnu.“ Adelmann tók við embætti 14. aprfl 1983. Hann hyggst nú snúa sér að ritstörfum og skrifa greinar fyrir ýms blöð og tímarit. Reuter Hermenn ráðast gegn stúdentum, sem komið höfðu sér upp götuvigjum fyrir framan Panamaháskóla. Ekki færri en tíu stúdentar særðust, er hermennimir skutu á þá gummikúlum. Adelman segir af sér hjá ACDA Var um árabil helzti ráðgjafi Reagans forseta í afvopnunarmálum Breskur dómstóll kveður upp tímamótaúrskurð: Leyfilegt að áætla ölvun ökiifnainia. aftur í tímanu Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsiiis. BRESKIR ökumenn geta nú átt von á þvi að verða dæmdir fyrir ölvun við akstur þótt áfengismagn í blóði þeirra sé undir leyfReg- iim mörkum þegar mæling fer fram. Hingað til hefur þeirri reglu verið fylgt hér í Bretlandi, að enginn skuli hljóta dóm fyrir ölv- unarakstur nema mælingar gefí ótvírætt til kynna, að áfengis- magn í blóði viðkomandi öku- manns sé óumdeilanlega yfir leyfilegum mörkum. Á þriðjudag- inn felldi hins vegar æðri dómstóll hér í landi úrskurð, sem kann að marka tímamót í þessum efnum. Dómstóllinn komst nefnilega að þeirri niðurstöðu, að þótt áfengismagn væri undir leyfileg- um mörkum við mælingu gætu ökumenn átt von á dómi fyrir ölv- unarakstur væri það mat sérfræð- inga, að viðkomandi hefðu verið ölvaðir þegar þeir sátu undir stýri. Samkvæmt dómsúrskurðinum er yfírvöldum sem sagt heimilt að áætla aftur í tímann áfengismagn í blóði þeirra ökumanna, sem grunaðir eru um að hafa Bakkus með í för. Bresk lögregluyfirvöld hafa lengi átt erfitt með að sætta sig við hversu vel þeir ökumenn hafa sloppið, sem grunaðir hafa verið um ölvun við akstur en ekki hefur verið unnt að mæla af einhveijum ástæðum fyrr en töluvert hefur verið um liðið frá því viðkomandi sátu undir stýri. Hafa yfírvöld því snúið sér til dómstóla til að láta á það reyna hvort ekki væri unnt að koma lögum yfír þessa öku- menn, sem gefíst hefíir tími til að láta renna af sér frá því þeir voru grunaðir um ölvunarakstur og þar til lögreglu gafst kostur á að mæla áfengismagn í blóði þeirra. Hafa að undanfömu verið rekin fyrir breskum dómstólum nokkur prófmál, sem að þessu lúta, og er niðurstaða dómstóla sú, að sérfræðingum leyfíst að áætla aftur í tímann áfengismagn í viðkomandi einstaklingum. Við slíkar áætlanir er meðal annars stuðst við upplýsingar um aldur, hæð og þyngd viðkomandi ein- staklings og áætlað þannig hversu lengi áfengið ætti að öllu jöfnu að vera að hverfa úr blóðinu. Gefí slíkt mat til kynna, að áfeng- ismagn í viðkomandi einstaklingi hafí verið yfír leyfilegum mörkum þegar hann stýrði ökutæki má hann eiga von á dómi fyrir ölvuna- rakstur. Þessi dómsúrskurður hefur sætt töluverðri gagnrýni hér í Bretlandi. Hafa til dæmis bresku læknasamtökin (Britishh Medical Association) lýst þeirri skoðun sinni, að úrskurðurinn sé vægast sagt byggður á afar hæpnum for- sendum og óvísindalegum grunni. Benda samtökin meðal annars á, að ákaflega misjafnt sé hversu fljótt renni af þeim sem innbyrt hafa áfengi og fráleitt sé að byggja mælingar og áætlanir á einhveijum stöðlum að þessu leyti. Meira að segja sé sami einstakl- ingurinn rnislengi að losna við áfengi úr blóði sínu, slíkt byggist á svo fjölmörgum þáttum, sem ógemingur sé að steypa saman í einhvem algildan mælikvarða. Samtök breskra bifreiðaeig- enda hafa einnig látið til sín heyra og gagnrýnt harðlega þann dóms- úrskurð sem nú liggur fyrir. Hafa talsmenn samtakanna skorað á ríkisstjómina og lögregluyfírvöld að koma í veg fyrir að menn verði dæmdir á grundvelli annars en þess, sem fínnist í lfkama þeirra við mælingu. Annað bijóti alvar- lega í bága við allar réttarvenjur og sé vafasamt fordæmi um það hvemig með sakamál skuli farið. Uppreisnin hófst í fyrradag er 250 fangar kveiktu f einni áimu byggingarinnar og tóku þar næst gíslana sem vora þijátíu talsins. Yfirmaður herlögreglunnar í Sao Paulo skýrði frá því að 29 menn hefðu látið lífið í átökunum í gær, 27 fangar og tveir lögreglumenn. Hann sagði einnig að margir þeirra fanga, sem létust, hefðu orðið fóm- arlömb blóðhefnda annarra fanga. Ails tóku 500 lögreglumenn þátt í innrásinni f fangelsið sem hýsir um 1100 fanga. Reuter Á myndinni sjást foreidrar eins fangans. Móðirin brestur í grát er hún fréttir að sonur hennar haf i verið í hópi þeirra sem týndu lífi í fangauppreisninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.