Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Minning: * Arni Gíslason framkvæmdasíjóri Fæddur 15. nóvember 1920 Dáinn 24. júlí 1987 Alltaf er Ijósið að kvikna Alltaf er ljósið að slokkna Samnefndarar lífs og dauða erum vér Án afláts fæðumst vér og förumst í senn Sí og æ skapar spenna tímans nýtt mál Sí og æ skapar þensla rúmsins nýja menningu Og það sem vér höldum að sé lífið er dauðinn Og það sem vér höldum að sé dauðinn er lifið (Jóhannes úr Kötlum) Ámi Gíslason framkvæmdastjóri, Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði, lést á heimili sfnu 23. júlí sl. Ámi var fæddur á Bfldudal 15. nóvember 1920, sonur hjónanna Kristínar Kristjánsdóttur og Gísla Ásgeirssonar. Hann fluttist með for- eldrum sínum til Hafnarfijarðar um 1930 og bjó þar æ síðan. Ámi kvæntist Ester Kláusdóttur árið 1944. Þau eignuðust 6 böm: Ásgeir kennara, Keflavík; Pál verk- smiðjustjóra, Hafnarfirði; Kristínu hjúkrunarfraeðing, Reykjavík; Björg- úlf Kláus, sem lest árið 1976; Hólmfríði kennara, Hafnarfirði og Önnu Pálínu kennaraháskólanema, Reykjavík. Unglingsár Áma vom tímar kreppu og afkomuörðugleika hjá al- þýðufólki. Þegar þar á ofan bættist heilsuleysi heimilisföðurins leiddi af sjálfu sér að Ámi, sem var næst- elstur fjögurra systkina, varð snemma að leggja hart að sér við vinnu. Kröfuharðir tímar kreppuáranna kölluðu fram og efldu það eðlisupp- lag, sem einkenndi Áma alla tíð, þótt tímar og aðstæður breyttust: eljusemi, verkhyggni, samviskusemi og ósérhlífni. Þessir eiginleikar dugðu honum til þess, að þrátt fyrir erfíða tíma lauk hann vélvirkjanámi. Ámi gegndi um ævina ýmsum þeim störfum sem tengdust menntun hans, m.a. var hann verksmiðjustjóri Lýsis og Mjöls hf. um árabil og sfðan forstjóri þess í um áratug. Einnig starfaði hann hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. I þessum störfum naut sín verk- hyggni hans og lifandi hugmynda- auðgi við eflingu tækninýjunga. Hann lagði sig allan fram í störfum sínum. Glfma við lausnir vandamála fylgdu honum jafnt inn á heimiiið, sem inn á sjúkrastofur, þegar hann þurfti að dveljast þar um tíma vegna þverrandi heilsu sfðustu árin. Heilsufar Áma undir það sfðasta hefði orðið flestum öðmm orsök til þes að hverfa af vettvanngi vinnu og starfs og huga að hvfld eftir svo drjúgan starfsdag. Meðfædd þrotlaus elja og athafnasemi og lifandi áhugi á athafnalffinu hlaut þó að valda því að hann fyndi sér verkefni til að kljást við meðan einhver grið vom gefin. Hann féll um aldur fram, en þó er það svo að aldur slíkra manna sem hans er í raun allur þegar starfs- getan er brostin hvenær sem að því kemur á lífsleiðinni. Hvfld var Áma Gfslasyni ógeðfelldara meðal enn svo að hann vildi neyta þess í þeim mæli sem þurft hefði til þess að teygja lífdagana enn um sinn. Starf- sævi og lífdagar Áma Gfslasonar hlutu að falla saman. Hann var þann- ig gerður og þvf verðum við að sætta okkur við að ævidagamir yrðu færri en skyldi. Þótt starfið ætti hug hans í svo rfkum mæli þá fór þvf flarri að hann hrærðist þar á þröngu sviði. Öðm nær. Af mikilli eðlisgreind, þekkingu og lífsreynslu hafði hann víða sýn um þjóðmálin og þjóðlffið allt. Á uppvaxtarámm kynntist hann af eig- in raun lífskjöram alþýðuheimila þegar barátta þeirra var hvað erfið- ust og var áfallt félagshyggjumaður og traustur málsvari launafólks og sérstaklega þeirra, sem miður mega sín í þjóðfélaginu. Hann lá ekki á þeim skoðunum sfnum. Eigi heldur þótt hann gegndi stjómunarstörfum I einkafyrirtækjum um langt skeið. Þessum lífsskoðunum Áma kynnt- ist ég þegar á unglingsámm og hugsa oft til þess hversu þau hjón hljóta að hafa þurft að taka á þolin- mæðinni, þegar við Hjörtur bróðir tókum hús á þeim á Vitastígnum hvenær sem okkur lék hugur á, og það var æði oft, til þess að skegg- ræða þjóðmálin og koma á framfæri ákveðnum skoðunum okkar, sem þá hafa án efa verið æði mikið málaðar hvítum og svörtum litum. En ljúf- mennskan og veraldarviskan ein- kenndu þau hjón þá sem ætíð og þau eru það fólk, sem ég hefi á lífsleið- inni haft hvað mesta ánægju og lífsfyllingu af að ræða við um lífið og Jtilverana. Ámi var fríður maður og karl- mannlegur og glæsileiki þeirra hjóna, Esterar og hans, vakti athygli hvar sem þau komu, jafnt þótt árin liðu. Það var engu líkara en tíminn með þau mörk, sem hann setur á mann- fólkið, veigraði sér við því að beita þeim á þessi fallegu hjón og héldi sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim, en kæmi f áratugs humátt á eftir. Eftir því sem árin liðu stækkaði ættbogi þeirra hjóna í Ásbúðartröð- inni og samheldni og samhugur foreldra, bama, tengdabama og bamabama var með eindæmum. Fátt var ánægjulegra en að fá að vera í þeim hópi þegar safnast var saman. Þar var ekki kynslóðabilið. Þar naut ljúfmennska Áma sín hvað best og sú sérstæða, persónulega og hugljúfa kímni, sem honum var gef- in. Hann sá það spaugilega í öllu sem að honum og hans nánustu sneri. Kímni hans var notaleg, og jafnvel stríðnisorðin vom sem atlot, aðferð hans til þess að tjá elsku sína á öllu þessu fólki, sem stóð honum næst. Kynnin og samskiptin við Áma og Ester og allt þeirra fólk hafa verið mér og mínu fólki ómetanlegur þáttur lífshlaupsins. Fyrir það þökk- um við þegar Ámi Gfslason er kvaddur hinstu kveðju. Geir Gunnarsson Þegar hún Hólmfríður hringdi á fimmtudagskvöldið var datt mér síst af öllu í hug að hún væri að tilkynna okkur lát föður síns, hans Árna Gísla. Ég læt aðra um að rifja upp ættir og feril athafnamannsins Áma Gfsla, eins og hann var ávallt nefndur af vinum og fjölskyldu, en lagnar til þess að senda henni Bíbí, eins og ættingjamir kölluðu Ester, og fjölskyldunni allri örstutta kveðju á þungbærri stund. Leiðir okkar Áma lágu saman í Vélsmiðju Hafnarfjarðar er ég hóf þar iðnám og síðar er ég kvæntist náfrænku Bíbíar varð kunnings- skapur að vináttu. Endurminning- amar úr smiðjunni em margar. Lærlingurinn sá fljótt hve frábær handverksmaður Ami var. Yfírveg- aður og athugull rasaði hann aldrei að verki en velti því fyrir sér þar til hann sá bestu lausnina. Trúlega skilja mig ekki margir þegar ég tala um fegurð í sambandi við raf- suðu en þó held ég að þeir finnist. Einnig mætti tala um listaverk í þessu sambandi. Ámi var einhver slyngasti rafsuðumaður sem ég hefi þekkt og á þessum smiðjuárum okkar, þegar Vélsmiðja Hafnar- ^arðar þjónaði hafnfírskri útgerð og erfitt var um varahluti, komu oftlega stór og vandasöm verkefni inn á gólf smiðjunnar. Ég sé enn fyrir mér stórsuðumar hans Áma. Þær vom oft á tíðum hin fegurstu listaverk. En svona var Ámi, á hveiju sem hann tók. Og hann bar víða niður, alltaf hugsandi um úr- bætur, hagræðingu, vélvæðingu, nýjar og áður ókannaðar vinnslu- brautir. Óþreytandi framfaramaður sem þjóðin öll á margt að þakka. Stutt er síðan við Ámi áttum spjall í síma. Hann var meðal ann- ars að leita að nýrri lóð undir fyrirtæki sitt. Nú er hann allt í einu farinn. Við hjónin og bömin okkar, sem áttu annað heimili hjá Bíbí og Áma, þegar á þurfti að halda, sendum innilegustu samúðarkveðjur til Bíbíar og fjölskyldunnar allrar, með þakklæti fýrir liðnar samvemstund- ir, heima jafnt sem á ferðalögum. Guðbjörg og Ásgeir Long Elskulegur tengdafaðir minn, Ámi Gíslason, er látinn, 66 ára að aldri. Ámi fæddist í Bíldudal 15. nóvember 1920, sonur hjónanna Kristínar Kristjánsdóttur og Gísla Ásgeirsson- ar. Æskuárin reyndust Áma erfíð. Faðir hans veiktist alvarlega af berklum og var langtímum saman upp frá því á Vífilsstaðahæli vegna sjúkdóms síns. Mörkuðu þessir erfið- leikar djúp sár í viðkvæma bamssá- lina og áttu ásamt harðri lífsbaráttu fólks á kreppuámnum eftir að móta lífsviðhorf Áma alla tið uppfrá því. Frá Bfldudal fluttist fjölskyldan til Hafnaríjarðar og var Ami þá næ- stelstur flögurra systkina. Ellefu ára gamall fór hann að sendast hjá Al- þýðubrauðgerðinni í Hafnarfirði og hélt því starfi jafnt sumar sem vetur með skólagöngu sinni. Hann hóf nám í vélsmíði hjá Vélsmiðju Hafnarfjarð- ar 1938 og lauk því 1942. Það lýsir því vel hver hamhleypa Ámi var til verka, að 25 ára gamall fluttist hann í nýtt, fullbúið eigið hús á Vitastíg í Hafiiarfírði. Ami kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Ester Kláusdóttur, 24. mars 1944. Eignuð- ust þau sex böm og em fimm á lífi. Síðustu stríðsárin var Ámi á tog- ara og sigldi margar og hættulegar ferðir með aflann til Bretlands. Hann vann um skeið hjá Vélsmiðju Hafnar- fjarðar eftir stríð og eftir það byijaði hann hjá Lýsi og mjöl, þar sem hann vann í allt um 27 ár, fyrst sem vél- smiður, síðan sem verksmiðjustjóri og síðustu 12 árin sem framkvæmda- stjóri. Áður en Ámi tók við fram- kvæmdastjórastarfi hjá Lýsi og mjöl, árið 1974, vann hann f nokkur ár hjá tæknideild Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og var það óefað áhyggjulausasta og skemmtilegasta tímabil í ævi hans, eftir að ég kynnt- ist honum, því þar var hann nær eingöngu að vinna við áhugamál sín. Hann tók við störfum fram- kvæmdastjóra Lýsis og mjöls 1974 og vann þar samfellt til 1982, er eigendur Lýsis og mjöls seldu fyrir- tækið og nýir eigendur tóku við. Síðustu árin rak Ámi eigið fyrir- tæki, Vörabretti sf., sem framleiddi vömbretti til vömflutninga. Átti hann mjög ánægjuleg samskipti við aðal viðskiptamenn sína hjá SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í sambandi við það fyrirtæki. Leiðir okkar Arna lágu saman fyrir rúmum 20 ámm, er ég ungur og taugaóstyrkur, tilvonandi tengda- sonur, steig mín fyrstu spor upp tröppumar á Ásbúðartröðinni. Þar kynntist ég fyrst Áma og Ester og því yndislega heimili, sem þau höfðu búið sér og bömum sínum. Það var óvanalegur friður og ró yfir heimilinu þar sem gott var að hvflast íjarri skarkala dagsins og ræða þau mál- efni, sem efst vom á baugi. Áma og Ester tókst að skapa óvenjulega náið, samheldið §ölskyldulíf, sem haldist hefur til þessa, þrátt fyrir að ungamir séu flognir úr hreiðrinu. Fjótlega snemst umræður okkar Áma um aðaláhugamál hans, sem þá var eins og alla tíð, sjávarútvegur og fískvinnsla og hvemig best mætti standa að þeim málum. Eg man ekki hvort ég hafði mikinn áhuga til að byija með, en þegar fram liðu stund- ir fór ekki hjá því, að ég hrifist af Áma og þeim vandamálum, sem hann var svo upptekinn af að leysa, að á endanum var ég orðinn jafn áhugasamur og hann, enda Ami sannfærandi og góður kennari. Oftast, þegar maður kom í heim- sókn utan vinnutlma var Ámi við skrifborðið sitt með uppdrætti og papplra allt í kringum sig til að end- urbæta gamla framleiðslu eða finna upp nýtt. Svona var Ámi alla tíð, sívinnandi og ósérhllfinn, leysandi sín og annarra vandamál, ef slíkt væri hægt. Hugsjónamaður, sem aldrei nokkm sinni efaðist um sann- færingu sína og var sínum hugsjón- um trúr, þó að stundum væri beint á moti einkahagsmunum hans. Ég minnist nú sérstaklga tveggja atriða. í fyrsta lagi, þegar loðnuveið- ar vom að bytja að einhveiju ráði, og Ámi hafði miklar áhyggjur af því að ekki væri hægt að nýta loðnu- hrognin landi og þjóð til gagns. Eftir miklar bollaleggingar hannaði Ami fyrstu verkfærin, sem reyndust not- fær til að nýta loðnuhrogn og eftir- leikinn þekkjum við öll. í öðm lagi var atriði, sem Ámi sagði mér fyrir 15 ámm, þegar við vomm að skoða fiskimjölsverksmiðjur á Norður-Jótl- andi. Sýndi hann mér þá og útskýrði kosti gufuþurrkunar á mjöli, sem þá var eina sómasamlega vinnsluað- ferðin sem tíðkaðist I Danmörku. Útskýrði hann fyrir mér hvers vegna þetta væri framtíðin, en vegna fjár- magnsskorts væri því miður engin slík verksmiðja til á íslandi og því miður stöndum við svipað að málum I dag, þó nú séu ein eða tvær verk- smiðjur af öllum okkar verksmiðjum, komnar með þessa vinnsluaðferð. Síðustu árin var Ámi farinn að heilsu og þó sérstaklega síðasta árið, en Árni tók veikindum sínum með sérstakri karlmennsku og æðmleysi. Það þarf mikið sálarþrek fyrir mann, sem aldrei hefur fallið verk úr hendi, að takast skyndilega á við erfiðan- heilsubrest. Þegar kallið kom var það óvænt, þar sem honum virtist hafa verið að batna, er hann skyndilega varð bráðkvaddur við vinnu sína laust eftir hádegi fimmtudaginn 24. júlí. Sjá dagar koma, ár og aldir líða \ 9g enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða, hin dýpsta speki boðar líf og frið. I þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. Við hennar kirkju helgar stjömur loga og hennar líf er eilíft kraftaverk. Ámi unni þessu ljóði Davíðs Stef- ánssonar, sem sungið verður við jarðarför hans I dag. Hann var sjálf- ur með lífí sínu, dugnaði og manngæsku einn af bestu sonurr sinnar þjóðar og við aðstandendui hans, sem kveðjum hann I dag, minnumst með þakklæti og söknuði mikils manns og kærs ástvinar og biðjum guð að blessa eiginkonu hans við þennan mikla missi. Einar Sindrason í dag þegar ég fylgi afa minumf Ama Gíslasyni, til grafar, minnist ég þess er ég kom heim frá Dan- mörku þar sem ég hafði dvalist með foreldrum mínum mín fyrstu bemskuár. Ég fann þá strax hvað ég átti traustan vin þar sem afi I Ásbúðartröð var. Hann opnaði fyrir mér sinn stóra, kærleiksríka faðm og ég fann að ég var kominn heim. Það fylgdi því alltaf mikið öryggi að vita af afa mínum I Ásbúðartröð- inni. Hann var alltaf svo traustur og sterkur og kunni skil á öllum hlutum, sem forvitinn bamshugann langaði 'að fá svör við. Margar ferð- ir fómm við síðan saman og oft veiddum við silung I Hæðargarðs- vatni, við sumarbústaðinn þeirra afa og ömmu. Þar var skemmtilegt að vera með honum og þegar ég varð eldri og þroskaðri fann ég hvað hann bjó yfir mikilli lífsvisku, sem hann miðlaði mér á sinn ein- falda hátt. Ég veit að ég mun búa að sam- fylgdinni við afa minn alla mína ævi og vona að ég hafi erft eitt- hvað af hans góðu eiginleikum. Sindri t Faöir minn, bróðir okkar og fósturbróðir, GUNNAR FRIÐLEIFSSON, andaðist 28. júlí. Steinfríður Gunnarsdóttir, Anna Friðlelfsdóttir, Sólveig Friðleifsdóttir, Rakel Loftsdóttir, Aðalheiður Stefánsdóttir. t Sonur minn, SVERRIR ARASON, andaðist í Landakotsspítala 20. júlí. Útför hans hefur farið fram. Þakka auðsýnda samúö. Fyrir hönd sona hans, bræðra og annarra aöstandenda. Ari Agnarsson. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG EINARSDÓTTIR, Jöldugróf 24, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 29. júlí. Axel Konráðsson, Jón Þ. Benediktsson, Halldóra Gfsladóttir, Kristfn I. Benediktsdóttir, Kristþór B. Helgason og barnabörn. t Ástkær dóttir mín, móðir, systir og mágkona, UNNUR JÓHANNA BROWN, er lést af slysförum 24. þ.m. verður jarðsungin frá Bústaöakirkju í dag föstudaginn 31. júlí kl. 10.30. Þórdfs Sigurðardóttir, Margrét Matthfasdóttlr, Rögnvaldur Stefán Cook, Sigurður Gfsli Slgurðsson, Kristfn Þóra Beck.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.