Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 HANDBOLTI 59 - 1. flokkurkarla: Viðar með forystuna fyrir síðasta daginn Myrkrið fór illa með marga á miðviku- dagskvöldið VIÐAR Þorsteinsson úr Golf- klúbbi Akureyrar hefur forystu í 1. flokki karla fyrir síðasta keppnisdag. Viðar lék vel í gær og hefur fjögurra högga for- ystu á Ómar Kristjánsson úr GR sem var í fyrsta sæti eftir tvo daga. Jón Ó. Sigurðsson úr GR, sá er hafði forystu eftir fyrsta dag keppninnar er nú í sjöunda sæti þannig að þrír menn hafa skipað efsta sæti 1. flokks þá þrjá daga sem þeir hafa leikið. Skemmtileg og spennandi keppni þar. Myrkrið fór illa með marga kylfinga á miðvikudags- kvöldið. Þá varð nokkur seinkun á rástíma og síðustu menn í 1. flokki karla komu ekki inn fyrr en upp úr miðnætti og var þá orðið all skuggsýnt. Ekki hægt að leika golf en gert engu að síður. Myrkrið kom fyrst og fremst niður á þeim sem voru í efstu sætum því þeir komu síðastir inn. Jón Ö. Sigurðsson var í fyrsta sæti eftir fyrsta dag, lék þá á 75 högg- um, en í myrkrinu lék hann á tíu höggum meira og datt niður í fimmta sæti. Enn verr fór fyrir Haraldi Ringsted úr Golfklúbbi Akureyrar. Hann var í öðru sæti á 76 höggum eftir fyrsta dag, lék á 87 höggum annan daginn og datt niður í 17. sæti. Viðar virðist sjá vel í myrkrinu því hann var sá eini sem hrapaði ekki niður um mörg sæti. Var í þriðja sæti eftir fyrsta dag en komst upp í annað á mið- vikudaginn. Halldór Birgisson frá Golfklúbbi Homarfjarðar, Kristján Ástráðsson úr GR og Jón Þór Rósmundsson úr GR hröpuðu allir úr þriðja sæti niður í 13. til 18. sæti. í gær breyttist röðin talsvert, en trúlega hvergi eins mikið og hjá Helga Ólafssyni úr GR. Hann var í þriðja sæti eftir tvo daga en í gær lék hann mjög illa, notaði 87 högg, og datt niður í 17. sæti. Helgi er bróðir Ragnars Ólafssonar úr GR sem allir þekkja sem fylgjast með golfí. Viðar Þorsteinsson á einnig þekktan mann sem bróður því landsliðseinvaldurinn Björgvin Þor- steinsson er bróðir hans. 4. holan erfið FJÓRÐA holan hór á Jaðarsvelli hefur reynst nokkrum kepp- endum mjög erfið. Holan er ekki löng, aðeins 158 metrar, en hún refsar mönnum ali heiftarlega ef þeir eru ekki ná- kvæmir. Einn keppenda i 1. flokki karla lenti til dæmis í því á miðvikudaginn að leika holuna á 13 höggum, tíu högg- um yfír pari hennar, og annar I sama flokki varð að skrá aðra tveggja stafa tölu á skorkortið. Tíu högg þar. Sigri fagnað Sfmamynd/Kristján G. Arngrimsson Ámý Lilja Ámadóttir, nýbakaður íslandsmeistari í 2. flokki, ánægð eftir að hafa lokið keppni á mótinu í gær. Það er faðir hennar, Ámi Jónsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, sem fagnar henni. m 2. flokkur kvenna: Amý með yfirburði Umspil þurfti um þriðja sætið „NEEHEI, ég átti alls ekki von á því að vinna minn flokk. Ég var að velta því fyrir mér fyrir mót hvort ég yrði síðust eða næst síðust," sagði Árný Lilja Árnadóttir fyrsti meistarinn á Landsmótinu f golfi hér á Akur- eyri. Árný keppir fyrir Golfklúbb Akureyrar og er dóttir Árna Jónssonar framkvæmdastjóra GA. Fyrsti meistarinn var því svo sannarlega heimamaður. m Amý lék einstaklega vel og ör- ugglega í mótinu. Engar „sprengjur" og allt eins og það gerist best. Fyrir mótið hafði hún 24 í forgjöf og strax eftir fyrsta daginn var hún kominn með forgjöf sem færir hana upp í fyrsta flokk. Yfírburðir hennar voru, sem áður segir, miklir. Hún lék á 358 högum en Hildur Þorsteinsdóttir úr Keili, sem varð í öðru sæti, lék á 15 högg- um meira, sló 373 högg. Jafnar í þriðja til fjórða sæti urðu Akureyringamir Rósa Pálsdóttir og Sólveig Birgisdóttir en þær léku báðar á 376 höggum. Þær léku því umspil og þar vann Rósa á fjórðu holunni. Þær vom jafnar eftir að hafa leikið fyrstu, fjórðu og níundu holu en þegar þær léku fyrstu hol- una aftur hafði Rósa betur og varð því í þriðja sæti. Til gamans birtum við hér alla hringi Ámýjar en hún lék mjög jafnt og örugglega alla dagana. Pyrsta daginn lék hún á 90 höggum, ann- an daginn á 92 höggum, þann þriðja á 90 og í gær lék hún á 86 högg- um. Tölumar fyrir hverjar níu holur vom þannig; 44-46-47-45-45-45- 41-45. Tveimur vísaðúr keppni Tveimur keppendum á Lands- mótinu í golfí hefur verið vikið úr keppni. Bjöm Axelsson úr Golf- klúbbi Akureyrar, sem leikur í meistaraflokki, og Sigurður H. Ringsted, einnig úr Golfklúbbi Ak- ureyrar, en hann leikur í 1. flokki karla. Bjöm var svo óheppinn að rita und- ir skorkort sitt sem sýndi ekki réttan höggafjölda. Hann rak þó sjálfur augun í það skömmu síðar og tilkynnti það dómara mótsins. Ekkert var hægt að gera annað en vísa honum frá keppni þar sem skorkortið sem hann undirritaði sýndi of lágt skor. Ef það hefði sýnt of hátt hefði skorið verið látið standa og Bjöm haldið áfram keppni. Hann sýndi drengskap með því að greina frá mistökunum sjálf- ur og leikur nú sem gestur. Sigurður svaf yfír sig og var vikið úr keppni fyrir vikið. Þetta ber ekki að skilja þannig að menn megi ekki sofa á golfmótum. Sigurður hefur greinilega fylgst vel með keppninni í myrkrinu á miðvikudaginn, vakað frameftir því síðustu menn komu seint inn. Þegar hann mætti sfðan upp á golfvöll í gærmorgun mætti hann sfnum riðli þar sem hann ók meðfram annari holunni og þar með var þátttöku hans í mótinu lokið. Símamynd/KGA. Inga Magnúsdóttir, sem hefur örugga forystu í meistaraflokki kvenna, horfir á eftir kúlu sinni eftir högg á Landsmótinu í gær. Við hlið hennar stend- ur eiginmaðurinn, Biigir Bjömsson. í blaðinu í gær var missagt að Birgir tæki ekki þátt í Landsmótinu. Það er auðvitað vitleysa, Birgir keppir í þriðja flokki og er hann hér með beðinn velvirðingar á mistökunum. Siggi Sveins níundi marka- hæstur frá upphafi Sigurður Sveinsson er i níunda sæti yfir markahæstu menn f vestur þýsku 1. deildinni í handbolta frá upphafi, þó hann hafi aðeins leikið þar í sex ár. Sigurður hefur skorað samtals 725 mörk, þar af 252 úr vita- köstum. Mörk án vítakasta því 473 hjá kappanum. Siggi er lang marka- hæstur allra íslend^ inganna sem leikið hafa í þýsku deild- inni. Hann á eflaust eftir að bæta mörg- um mörkum við í vetur og er harla ólíklegt að nokkur íslendingur eigi eftir að skora jafn mikið og hann í deildinni í framtíðinni. Frá Jóhannilnga Gunnarssynií Þýskalandi Listi yfir markahæstu menn f deildinni frá upphafi er þannig: leikir mörk/vfti ArnoEhret 195........1275/539 Erhard Wunderlich 175........1089/425 HaraldOhli 200........... 859/240 - Jerzey Klempel 101........ 834/206 Jochen Prank 157........ 763/305 Manfred Freizler 232......... 829/33 Uwe Schwenkel 219........ 816/251 Zaravko Miljak 127........ 725/312 Sigurður Sveinsson 141...,.... 725/252 KNATTSPYRNA Mara- dona verður með! Nú er frágengið að Diego Mara- dona, fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspymu, leikur með „heimsliðinu" gegn úrvali ensku deildarinnar á Wembley- leikvanginum í Lundúnum eftir rúma viku, 8. ágúst, í tilefni 100 ára afmælis ensku deildarinnar. Þar verða einmitt á meðal áhorfenda vinningshafamir þrír í íþróttaget- raun Morgunblaðsins; Þórarinn Jóhannsson, Sigurður Samúelsson og Haukur Harðarson. Andy Williamson, talsmaður ensku deildarinnar, sagðist í gær hafa fengið staðfestingu frá umboðs- manni Maradona í Englandi þess efnis að leikmaðurinn vildi taka þátt í leiknum með „heimsliðinu" og yrði með nema félag hans, Na- poli á ítalfu, hefði eitthvað við það að athuga. Reiknað er með að uppselt verði á leikinn; að áhorfendur verði því 98.000. En^jt blöð hafa gert þvf skóna undanfarið að Maradona hafí farið fram á 100.000 sterlingspund, um 6,3 milljónir króna, fyrir að taka þátt f leiknum, en Williamson vildi ekki staðfesta það. Aðrir leik- menn gefa vinnu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.