Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma,
JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR NJARÐVÍK
Skarði, Skarðshreppi,
Skagafjarðarsýslu,
sem lóst á heimili sinu 25. júlí sl. verður jarösungin frá Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 16.00.
Ólafur Lárusson,
Hallveig Njarðvfk, Torfi Ólafsson,
Páll Pétursson, Guðbjörg Helgadóttir,
Tinna Pálsdóttir, Ólafur Torfason,
Heba Pálsdóttir, Helgi Torfason.
t
Sonur minn og bróðir okkar,
MAGNÚSINGISIGURÐSSON
viðskiptafræðingur,
er lést af slysförum 23. júlí, veröur jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.30.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Árný Guðjónsdóttir,
Guðjón Sigurðsson,
Oddur Sigurðsson.
+
Jarðarför mannsins míns og fööur okkar,
ÁSGEIRS BLÖNDALS MAGNÚSSONAR,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Þeir
sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfólag íslands njóta þess.
Njóla Jónsdóttlr,
Jóhann GunnarÁsgeirsson,
Magnús Asgeirsson,
Sigurður Ásgeirsson.
+
Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
KARLS PÁLSSONAR,
fyrrv. útgerðarmanns frá Flatey á Skjálfanda,
ferfram fró Hafnarfjarðarkirkju i dag, föstudaginn 31. júlí, kl. 10.30.
Helga Guðmundsdóttir,
Anna Karlsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir,
Baldur Karlsson, Erlingur Karlsson,
Guðmundur Karlsson, Pálml Karlsson,
Ragnar Karlsson, Sverrir Bergman,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÁRNA GfSLASONAR,
Ásbúðartröð 9,
Hafnarfirði,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 31.
júlí kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag Is-
lands.
Ester Kláusdóttir,
Ásgeir Árnason, Slgrfður Jóhannesdóttir,
Páll Árnason, Bryndís Skúladóttir,
Kristín Árnadóttir, Elnar Sindrason,
Hólmfríður Árnadóttir, Friðrik Rúnar Guðmundsson,
Anna Pálfna Arnadóttir, Aðalsteinn Asberg Sigurðsson
og barnabörn.
Minning:
Sveinn H. Þórðar-
son fyrrv. skattstjóri
Fæddur 21. febrúar 1916
Dáinn 22. júlí 1987
Það kom okkur hjónunum á
óvart, þegar við komum heim til
okkar, fyrra miðvikudag, eftir fárra
daga ferð norður í land, að frétta
að Sveinn mágur minn hafði andast
þá um morguninn. í vor hafði
Sveinn gengist undir mikla læknis-
aðgerð, en afturbati gekk seint, svo
hann fór aftur í sjúkrahús og von-
aði ég að hann fengi heilsuna aftur.
Þó við Sveinn værum úr sama
byggðarlagi, þá kynntumst við
raunverulega ekki fyrr en ég giftist
Debóru systur hans, því hann hafði
ungur að árum farið að heiman í
skóla á vetrum og í atvinnu á sumr-
um.
Nokkrum árum áður hafði hann
gifst konu sinni, Þórunni Helgadótt-
ur úr Hafnarfirði. Þau voru þá búin
að koma sér upp fallegu húsi á fögr-
um stað í Hafriarfírði, þar sem þau
hafa búið síðan.
Ég hef ekki svo lítið að þakka
þeim hjónum, allt frá fyrstu tíð, því
við Debóra giftum okkur í Hafnar-
firði og þau hjónin héldu okkur
brúðkaupsveisluna á heimili sínu.
Og í hvert skipti sem við hjónin
komum á heimili þeirra var okkur
vel fagnað.
Það var alltaf gleðiefni hjá okkur
á Hvammstanga þegar Sveinn og
Þórunn komu með dætur sínar,
Þóru og Þórdísi, til okkar. Þá fór
hann að rilja upp minningar frá því
hann var drengur í foreldrahúsum
og var við sjóinn og lækina að
veiða, en veiðiskapur var uppá-
haldstómstundagaman hans alla
tíð.
Sveinn var ljúfur og hlýr í við-
kynningu, vandaður og traustur í
samskiptum. Til hans var gott að
sækja ráð ef vanda bar að höndum.
Ég þakka honum samfylgdina.
Blessuð sé minning hans.
Við hjónin vottum hans ágætu
konu, Þórunni, og dætrum ásamt
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur.
Asvaldur Bjarnason
Það er sárt að verða sífellt vitni
að því, að menn, sem gegnt hafa
um áratugaskeið erilsömu og
slítandi starfí, fái ekki, þegar því
loks lýkur, notið hvíldarinnar og
frelsisins nema örskamma hríð.
Svo hefur farið um svila minn,
Svein H. Þórðarson, síðast skatt-
stjóra í Reykjanesumdæmi, er lézt
í Landakotsspítala 22. júlí sl. á 72.
aldursári.
Sveinn fæddist á Hvammstanga
21. febrúar 1916, sonur Þórðar
Sæmundssonar, skósmiðs og
símstöðvarstjóra þar, og Guðrúnar
Karólínu Sveinsdóttur. Hún var
ættuð úr Borgarfirði, og mun það
hafa ráðið nokkru um að Sveinn
var sendur til náms í Reykholts-
skóla. Þaðan lá leiðin síðar til
Reykjavíkur til frekara náms, og
lauk Sveinn stúdentsprófí vorið
1939, en prófi í viðskiptafræðum
úr Háskóla íslands 1943. Að því
loknu hófst starfsferill Sveins, fyrst
sem verðlagsstjóra á Vestfjörðum
1943-44, þá sem fulltrúa hjá toll-
stjóranum í Reykjavík 1944-60.
Næstu sjö ár var hann svo aðalend-
urskoðandi Pósts og síma og fór
þá eftirlitsferðir víða um land.
Sveinn tók við embætti skattstjóra
í Reykjanesumdæmi sumarið 1967
og gegndi því, unz hann lét í fyrra
af störfum fyrir aldurssakir.
Sveinn átti um langt árabil, eða
1951-69, sæti í niðuijöfnunamefnd
Hafnarfjarðar og var endurskoð-
andi bæjarsjóðs Hafnarflarðar og
bæjarfyrirtækja 1960-67. Þá
kenndi Sveinn við Iðnskóla Hafnar-
ijarðar nokkur ár.
Sveinn kynntist á námsárum
sínum í háskólanum Þórunni
Kristínu, elztu dóttur hjónanna
Helga Ólafssonar trésmíðameistara
í Hafnarfirði og Þóru Guðrúnar
Kristjánsdóttur. Þau Sveinn og Þór-
unn giftu sig vorið 1946 og reistu
sér brátt myndarlegt einbýlishús á
Ölduslóð 9 í Hafnarfirði. Þar var
þá melur, sem þau voru fljót að
rækta upp, og var garður þeirra,
þegar fram liðu stundir, eitt sumar-
ið valinn fegursti garður bæjarins.
Voru þau hjónin alla tíð mjög sam-
hent í að fegra heimili sitt og
umhverfi þess. En það var helzta
áhugamál Sveins auk veiðiferða á
sumrin, og tók hann þá einkum
ástfóstri við Hlíðarvatn í Selvogi,
þótt veiðistaðimir yrðu að lokum
margir. Eitt sinn dró hann t.a.m.
milli 50 og 60 fiska upp úr Kleifar-
vatni og suma þeirra stóra, og var
sú veiðiferð lengi í minnum höfð.
Þau Sveinn og Þórunn eignuðust
tvær dætur, Þóm Guðrúnu, sem
gift er Amóri Egilssyni lækni, og
Þórdísi Helgu, gifta dr. Vigfúsi Jó-
hannssyni líffræðingi. Bamabömin
vom orðin fimm þegar Sveinn lézt
og vom þau mjög hænd að afa
sínum, sem var bamgóður með af-
brigðum.
Þótt Sveinn virtist þeim, er lítt
vora kunnugir honum, stundum
nokkuð þungur á brún, var hann
undir niðri gleðimaður og naut sín
þá oft vel á góðra vina fundi. Við,
sem þekktum hann gerst, söknum
hans mjög og vottum nú Þómnni,
dætmnum og fjölskyldum þeirra,
svo og þremur eftirlifandi systmm
hans, innilega samúð.
Finnbogi Guðmundsson
Við andlát Sveins Þórðarsonar,
fyrrverandi skattsljóra, verður mér
hugsað með þakklæti í huga til
áranna sem við unnum saman á
skattstofu Reykjanesumdæmis. Við
Sveinn hófum störf á sama tíma
innan skattkerfisins vorið 1967,
+
Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug viö andiát og útför
MARINÓS SIGURÐSSONAR,
Bakka,
Bakkafiröl,
Lára Höjgaard og aðrir vandamenn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlót og út
för dóttur okkar, systur, barnabarns og fraenku,
VÖLU VIGDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR.
Óla Helga Sigfinnsdóttir, Slguröur Fannar Guönason,
Guöný Björg Siguröardóttir, Sigfinnur Fannar Sigurðsson,
Valgerður Ólafsdóttir, Sigflnnur Karlsson,
Þorbjörg Sigurðardóttir, Pétur Guðbjartsson,
Vlggó Slgfinnsson og fjölskylda,
Geir V. Guðnason og fjölskylda.
Friðrik Dungal
rafvirki- kveðjuorð
Það vom váleg tíðindi sem bár-
ust til eyma okkar félaganna að
morgni þess 23. júlí. Stórt og óbæt-
anlegt skarð var hoggið í gamla
vinahópinn, Friðrik Dungal var lát-
inn. Þessu var erfítt að trúa,
spumingar þutu um hugann, af
hveiju hann svona ungur með allt
lífið framundan. En eins og svo oft
vill verða þegar spurt er stórra
spuminga verður fátt um svör. Frið-
rik, eða Frikki eins og við félagamir
kölluðum hann, var góður vinur,
hjálpsamur og góður drengur. Hann
hafði þann kost umfram okkur hina
félagana að gefast aldrei upp þótt
á móti blési, þótt við hinir segðum
„nei, þetta gengur aldrei", hélt
Frikki einn áfram og sigraðist að
iokum á vandamálinu. Þessi kostur
lýsir best þeirri manngerð sem
Frikki bjó yfir. Það er erfitt að
ímynda sér þögn í kringum Frikka
þar sem áður var glens, glaðværð
og eitthvað spennandi að gerast.
Hann var svo fullur af orku sem
smitaði aðra í kringum hann, ein-
hveijum drífandi krafti sem hann
bjó yfir í ómældu magni. Við teljum
okkur lánsama að hafa átt þess
kost að kynnast Frikka og notið
vinskapar og hjálpar hans, við
munu ætíð geyma Frikka í hugum
okkar sem góðan vin og félaga.
hann með margra ára starfsreynslu
í opinberri þjónustu en ég nýkominn
frá prófborði. Atvikin höguðu því
svo til að ég tók við starfí skrifstofu-'
stjóra hjá honum í ársbyijun 1969
og vann undir hans stjóm í 7 ár.
Samstarf okkar var mjög gott og
bar þar aldrei skugga á. Hann hafði
einstakt lag á að láta mann finna
til ábyrgðar á starfinu og fylla
mann áhuga á að leysa það sem
best af hendi. Sveinn var framúr-
skarandi samviskusamur og
vandaður maður sem gerði miklar
kröfur til sjálfs sín svo og til starfs-
manna sinna. Honum var mjög
annt um að starfíð á skattstofunni
gengi vel fyrir sig og starfsmenn
sýndu bæði réttsýni og jafnræði
milli gjaldenda við úrlausn mála
þeirra. Eftir að ég flutti mig um
set innan skattkerfisins héldum við
áfram ánægjulegum samskiptum.
Starf skattstjóra er bæði kröfu-
hart og erilsamt og er það unnið á
vissan hátt fyrir opnum tjöldum
fyrir almenningi. Oft verða þeir
fyrir óvæginni gagnrýni einstakl-
inga sem vilja persónugera þá fyrir
það sem þeir telja á sig hallað.
Reynir þá mjög á skaplyndi skatt-
stjóra til að leysa úr þeim oft á
tíðum persónubundnu vandamálum
gjaldanda. Tel ég að Sveinn hafi
ieyst starf sitt vel af hendi.
Þrátt fyrir sífellda erfiðleika
skattkerfísins til að ráða til sín
hæft og vel menntað starfsfólk átti
Sveinn starfsmannaláni að fagna,
en hann hafði alltaf á að skipa
góðu og samhentu starfsfólki. Það
segir vel hvem mann hann hafði
að geyma. Til hans réðust margir
ungir menn og konur beint frá próf-
borðinu og gengu hjá honum fyrstu
spor sín í skattkerfínu. Margir
þeirra hafa með ámnum tekið við
ábyrgðarstörfum innan og utan
skattkerfisins.
Sveinn lét af starfi skattstjóra
fyrir aldurs sakir fyrir liðlega einu
ári. Var það ósk okkar og von þá
er við kvöddum hann að hann
mætti eiga mörg góð ár framundan
en það fór á annan veg. Árið varð
aðeins eitt. Er sárt til þess að hugsa
að hann skuli ekki hafa getað notið
lengur þess innleggs er hann hafði
stofnað til með vinnu sinni í opin-
berri þjónustu í 43 ár og notið
afraksturs þess með ijölskyldu sinni
og vinum og til að sinna áhugamál-
um sínum, sérstaklega silungsveiði
sem honum var svo hugleikin.
Eiginkonu hans, fjölskyldu og
vandamönnum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hjölli, Tobbi, Kolli
og Gvendur.