Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987' 13 Kjörin hafa batnað mikið síðan í vetur“ Morgunblaðið/BAR Þórunn S. Jónsdóttir, afgreiðsludama í Hagkaupi: Vinnuaðstæður eru alltaf að batna. - segir Þórunn S. Jónsdóttir af- greiðsludama hjá Hagkaupi ÞÓRUNN Steinunn Jónsdóttir hefur unnið 28 ár við afgreiðslu- störf hjá sama vinnuveitanda og afgreiðir nú í fatadeild Hag- kaups á Laugavegi. Þar hefur hún verið síðustu fjórtán árin. í vetur voru gerðir nýir kjara- samningar á flestum sviðum at- vinnulífsins, þar á meðal til handa félögum í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, og þykir það ekki tíðindi. En í þetta skipti sögðust samningamenn leggja sérstaka áherslu á að hækka launin við tekju- lægstu hópana. Félagar í VR verða að teljast þar á meðal. Þórunn var því spurð að því hvort kjör hennar eftir batnað eftir samningana. „Kjörin hafa batnað mikið síðan í vetur,“ sagði Þórunn, „en það er nú svo, að ég á ekki íbúð og þarf að leigja og þegar búið er að borga alla reikninga ná endar illa saman. Mig minnir að ég hafi verið með um 26 þúsund á mánuði fyrir samn- inga, en nú er ég með um 40 þúsund." - Heldurðu að kaup verslunar- fólks sé svipað launum annarra ófaglærðra stétta? „Já, við erum með nokkuð svipað kaup eftir því sem ég hef lesið í blöðunum.“ - Ætlarðu að gera eitthvað sérs- takt í tilefni frídagsins og langrar helgar? „Eg ætla ekkert að gera. Eg er að fara í sumarfrí helgina á eftir og fer upp í Húsafell í sumarbústað sem Hagkaup á þar.“ - Ertu ánægð í vinnunni? „Já, ég er mjög ánægð. Vinnuað- stæður eru alltaf að batna og hér eru mjög góðir vinnufélagar og jrfír- menn. Og eigendumir eru nú alveg sérstakir. Ég hef líka gaman af afgreiðslustörfum." - Hefur aldrei hvarflað að þér á 28 árum að skipta um starf? „Jú, það hefur komið fyrir. Þegar ég var ung langaði mig að mennta mig og verða hjúkrunarkona, en ég veiktist sjálf af berklum og það varð aldrei úr því.“ Það verða að vera vaktaskipti ef opnunartíminn lengist # Morgunblaðið/BAR Asta Oskarsdóttir með fatastrangana í röðum fyrir framan sig* og aftan í Vogue á Skólavörðustíg. -segir Ásta Oskarsdóttir af- greiðslukona hjá versluninni Vogne ÁSTA Óskarsdóttir hefur unnið í fimmtán ár hjá versluninni Vogue á Skólavörðustíg, sem sel- ur meðal annars allskyns fata- efni. Við spyijum Ástu hvort kjör hafi batnað frá siðustu samn- ingum. „Kjörin hafa ekkert batnað hjá þeim sem eru búnir að vera lengi í starfí með samningun- um í vetur. Það voru þeir, sem voru nýbyrjaðir og með lægri laun en við, sem hækkuðu. Munurinn á launum okkar og þeirra hvarf al- veg, en mér fínnst ekki annað en réttlæti í því að lengri starfsaldur sé einhvers metinn. Þess vegna hækkaði Vogue sjálft kaupið við okkur sem verið höfum lengi." - Er fólk yfirborgað hjá Vogue? „Nei, mér er að minnsta kosti borgað samkvæmt taxta, fyrir utan leiðréttinguna sem Vogue gerði eft- ir samningana og ég nefndi áðan.“ - Og hvemig gengur að lifa af laununum? „Ég hef fyrirvinnu þannig að þetta gengur, en ég gæti ekki lifað af þeim ein með böm. Laun verslun- armanna hafa frekar dregist aftur úr en hitt. Þetta eru ekki góð laun miðað við þá sem vinna styttri vinnutíma. Fyrir nokkmm ámm vom laun betri í verslunarstétt, en ætli það eigi ekki við annars staðar líka.“ - Hvemig líst þér á opnunartíma verslana eins og hann er ráðgerður í Kringlunni, til 19.00 á hveiju kvöldi, 20.00 á föstudögum og frá 9.30 til 18.00 á laugardögum? „Þetta er ekki hægt fyrir mann- eskju sem vinnur allan daginn í verslun. Það verða að vera vakta- skipti. Þetta er aldeilis enginn bót verð ég að segja. Nú er tekið af fólki aftur það sem búið er að beij- ast fyrir lengi, sumsé styttri vinnutíma. Flestir aðrir en verslun- arstéttin eiga frí á laugardögum. Hvemig eigum við til dæmis að kaupa inn sem vinnum allan daginn í verslun." - Em verslunarmenn á Skóla- vörðustígnum kvíðnir yfir tilkomu Kringlunnar? „Eg hef ekki orðið vör við það. Þótt Kringlan sé stór og mikil verð- ur allaf fólk sem fer í bæinn til að versla. Þegar nýjabmmið er farið af þessu færist þetta í svipað horf aftur.“ - Ætlarðu að breyta til þessa löngu fríhelgi? „Ég flýg til Bandaríkjanna á föstudaginn í sumarfrí og verð því í Chicago um helgina." Ólafía Sigurðardóttir afgreiðir í Víði Austurstræti. Morgunblaðið/Sverrir Helga Sigurðardóttir afgreiðir í blómabúð. Eg er komin af verslunarfólki Helga Sigurðardóttir afgreiðir í blómabúðinni Blóminu í Hafn- arstræti. Hún sagði að foreldrar sínir væri verslunarfólk og hefði hún því verið viðloðandi verslun- arstörf af einhverju tagi frá því hún var krakki. Þegar Helga var spurð um launa- kjör verslunarmanna sagði hún að sér þætti þau frekar bágborin. „Kaup eftir launataxta VR er það lágt að varla er hægt að framfleyta sér á því. Það getur vel verið að smærri verslanir borgi sínu starfs- fólki eitthvað umfram taxta en það er ömgglega ekki gert í stórmörk- uðunum og verður starfsfólkið þar því að láta sér nægja taxtakaupið" sagði Helga. Hún sagðist ekki hafa fylgst sérstaklega með þróun kjaramála verslunarfólks undanfarin ár en sagðist þó halda að þau hefðu stað- ið í stað undanfarið eftir að hafa tekið kipp fyrir nokkmm ámm. Aðspurð um opnunartíma versl- ana sagði Helga að fólk virtist ekki gera sér fullkomlega grein fyrir því að lengri opnunartími hefði óhjá- kvæmilega í för með sér hærra vömverð. „Flestum fínnst eflaust þægilegt að geta verslað um helgar en það er spuming hvað fólk segði ef því væri sagt að það leiddi til hærra vömverðs. Annars er ég ekki hlynnt því að fólk vinni of langan vinnudag því verslunarstörf geta verið mjög þreytandi þegar fólk verður að standa upp á endann all- an daginn". Að lokum var Helga spurð að því hvort hún tæki sér frí frá vinnu á frídegi verslunarmanna. Hún sagðist ætla að gera það í þetta sinn en hefði ekki alltaf gert það. Helga verður þó ekki í algjöm fríi um helgina þar sem hún mun vinna að því gera upp gamalt hús á með- an hún er í fríi frá verslunarstörfun- um. Guðfinna Agnarsdóttir vinnur á skrifstofu Málarabúðarinnar. Það er mikið um yfirborganir Á skrifstofu Málarabúðarinn- ar hittum við Guðfinnu Agnars- dóttur sem hefur unnið þar í tíu ár. Hún sagði sín kjör vera ágæt I dag þar sem hún fengi ekki greidd laun samkvæmt taxta VR. „Það er augljóst að það fram- fleytir engin fjölskyldu á taxta- laununum og eru flestir þeirra meðlima sem ég þekki í VR yfir- borgaðir að einhverju leyti.“ Aðspurð um hvemig henni litist á að lengja vinntíma verslunarfólks sagðist Guðfínna vera því andvíg. „Ég held að flestir sjái sér fært að versla á þeim tíma sem verslanir em opnar núna. Það væri kannski ' lagi að lengja vinnutímann ef af- greiðlusfólki væri skipt niður á vaktir sem væm ekki lengri en átta tímar“. Guðfínna sagðist ætla taka sér frí á frídegi verslunarmanna enda tæki hún þessa hefð alvarlega. Hún sagði að verslunarfólk ætti að sýna samstöðu og sameinast um að halda þessari hefð við. Sjálf kvaðst hún ætla að taka það rólega og slappa af um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.