Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 15 MANNA Morgunblaðið/BAR „Fólk kemur þangað þar sem það er afgreitt eins og persónur en ekki eins og á færibandi.“ Bryn- hildur Hjálmarsdóttir umkringd leikföngum í versluninni FIDO, Iðnaðarmannahúsinu. Synd hvernig mið- bærinn er orðinn Brynhildur Hjálmarsdóttir í verlsuninni FIDO tekin tali í Iðnaðarmannahúsinu er gósen- land barnanna, Ieikfangaversl- unin FIDO. Þar vinnur Brynhildur Hjálmarsdóttir. Hún segir fimm ár síðan að hún kom út á vinnumarkaðinn aftur eftir langt hlé á meðan hún sinnti bameignum og uppeldi. Áður en hún byrjaði aftur hafi hún verið nokkuð kvíðin, en hún hafi strax séð þegar hún var byijuð að það hafði verið alveg ástæðulaust. Hún byrjaði í versluninni Smá- fólki áður en hún flutti sig yfir í FIDO, en sami eigandi er að báðum verslununum. -Er þér borgað samkvæmt taxta Brynhildur? „Nei, ég er lítillega fyrir ofan hann, en það er höfð hliðsjón af honum þegar mitt kaup er ákveðið." - Hvemig gengur svo að lifa af laununum? „Það færi eftir því hvað ég þyrfti að sjá fyrir mörgum. Ein gæti ég það, en með fjölskyldu yrði það sjálfsagt klippt og skorið." - Hvað fínnst þér um það að hafa opið allan daginn á Iaugardög- um eins og ráðgert er í hinni nýju Kringlu? „Mér finnst ágætt að einhveijar búðir séu opnar á kvöldin einhveija daga í viku, en að hafa búðir opnar allan daginn alla daga er vitleysa, mér finnst eiginlega engin þörf á því. Kaupmenn ættu að geta samið um það sín á milli að einhveijir þeirra hefðu opið frameftir ákveð- inn dag, aðrir þann næsta og svo koll af kolli. Nú er ég að tala um matvöruverslanir. Mér fínnst alveg ónauðsynlegt að aðrar verslanir en þær sem versla með lífsnauðsynjar séu opnar frameftir." - Búist þið við áhrifum hér af opnun Kringlunnar? „Fyrstu vikumar dregur Kringl- an úr viðskiptum í miðbænum. Þannig var það þegar Mikligarður opnaði. En fólk heldur mikilli tryggð við þá staði þar sem það er vant að versla og kemur aftur þegar frá líður. Annars er það synd hvemig mið- bærinn er orðinn. Útimarkaðurinn dregur hann niður. Það er svo mik- ill sóðaskapur í kringum hann og allir eru með það sama. Hann ætti kannski rétt á sér einn til tvo daga í viku, en ekki alla daga. Svo em verslanimar líka orðnar alltof ein- hæfar þar. Það em til dæmis þtjár bókaverslanir í röð í Austurstræti og annað er eftir því. Fjölbreytnin var miklu meiri hér áður, en ég byrjaði einmitt að vinna verslunar- störf hér í Reykjavlk í miðbænum hjá Ragnari H. Blöndal. - Hvað ætlarðu að gera um helg- ina? „Ég ætla að vera heima. Ég er að fara í frí um mánaðamótin. Þegar umferðin er svona mikil vil ég ekki fara út á land. Við maðurinn minn fömm oft niður í bæ að ganga þess-\ helgi ef veður er gott. Það er svo friðsælt og gott.“ - Hvemig líkar þér starfið? „Mér líkar mjög vel að vinna verslunarstörf, þau em svo lifandi. Hér myndast tengsl á milli við- skiptamanns og verslunarmannsins og það er mikið sama fólkið sem kemur hingað aftur og aftur. Fólk kemur þangað þar sem það er af- greitt eins og persónur en ekki eins og á færibandi." Af sérstökum ástæðum eru til sölu nokkrir TÍVOLÍBÁTAR (Bumping boats) Bátarnireru mað 2 ha. Suzuki mótorum og öðru tilheyrandi. Þeir eru hannaðir til veiða á vötnum og eru mjög stöðugir og ósökkvandi. Kjörið tækifæri fyrir: — Fjölskyldur eða samtök til að leigja út. — Veiðifélög. — Sumarbúðiro.fl. Upplýsingar í síma 96-21733 á Akureyri. HILLUSETT 2 GERÐIR - 2 LITIR HEILDSÖLUBIRGÐIR krrdlii KRISTJÁN ÓLI HJALTASON IÐNBÚÐ 2. 210 GARÐABÆ SÍMI 46488 Ljósmyndavörur, Skipholti — Úlfarsfell, Hagamel - Hraðfilman, Drafnarfelli - Filman, Hamraborg Kópavogi - Hjá Óla, Keflavík - Fótó, Vestmannaeyjum - Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi — Myndasmiðjan, Egilsstöðum — Ljósmyndastofa Leós, (safirði - Ljósmyndastofa Ólafs Árnasonar, Akranesi - Fuji Eiðistorgi, Seltjarnarnesi - Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. ______________________________________________________________________________
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.