Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 18

Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L ÁGÚST 1987 KHTHREin merkið tryggir góða vöru. Ertu að leita að: Gervitunglamóttökuloftneti, kapal eða loftnetskerfi sjónvarps eða útvarpsloft- neti, loftnetsmagnara, sjónvarpskapal (tvær gerðir), jarðkapal 7, 10, 15 mm? ÞÁ HEFUR KATHREIN RÉTTA EFNIÐ FYRIR ÞIG. OG VANTIR ÞIG AÐSTOÐ HAFÐU ÞÁ SAMBAND. Einnig: Stentor kallkerfi og TOA magnarakerfi. Glamox flúrskinslampa. RCA transistora, IC rásir og díoður. 4, 7 og 12 víra skermaður tölvukapail. Georg Ámundason & Co., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík. Sími 687820. 4| En Jóhann á raun- hæfa mögnleika Skák Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson á nú raun- hæfa möguleika á því að verða einn af þeim þremur þátttakend- um sem komast áfram af milli- svæðamótinu í Szirak í Ungveijalandi. Tíu umferðum af sautján er lokið og Jóhann er í öðru til fjórða sæti. Takist þetta verður hann annar íslendingur- inn sem kemst í áskorendakeppn- ina, eins og allir vita náði Friðrik Ólafsson þeim árangri árið 1958 á miUisvæðamótinu í Portoroz. Jóhann byijaði mjög vel á mótinu og var einn efstur eftir sex um- ferðir. Slæmt tap fyrir heimamann- inum Adoijan setti hins vegar strik í reikninginn en nú er Jóhann kom- inn á fullt skrið aftur og hefur eftir tapið unnið tvo örugga sigra. í þeim skákum afgreiddi Jóhann andstæð- inga sína þannig í b}njuninni að þeir fengu aldrei möguleika á að tefla taflið. Það er hins vegar ekki við neina liðléttinga að etja í Szirak. Fyrir ffam voru Beljavsky, Ljubojevic, Nunn, Portisch, Andersson og Salov álitnir sigurstranglegastir, en And- ersson hefur nú heltst úr lestinni og það er við hina fímm sem Jó- hann berst nú um eitthvem hinna þriggja farmiða sem í boði era á áskorendamótið í Kanada í febrúar. Að loknum tíu umferðum var staðan þessi: 1. Beljavsky (Sov- étríkjunum) 7v. 2-4. Jóhann Hjartarson, Salov (Sov- étríkjunum) og Nunn (Englandi) 7 v. 5-6. Ljubojevic (Júgóslavíu) og Portisch (Ungveijalandi) 6v. 7. Milos (Brazilíu) 5v. 8. Andersson (Svíþjóð) 5 v. og ólok- in skák. 9-10. Benjamin (Bandaríkjunum) og Velimirovic (Júgóslavíu) 5 v. 11. Christiansen (Bandaríkjunum) 4v. og ólokin skák 12. Marin (Rúmeníu) 4v. 13. Adoijan (Ungveijalandi) 4 v. 14-16. Todorcevic (Mónakó), Flear (Englandi) og de Villa (Spáni) 3v. 17. Bouaziz (Túnis) 2v. 18. Allan (Kanada) 1 v. Jóhann á eftir að mæta eftirtöld- um skákmönnum á mótinu: 11. umferð: Hvítt gegn Todorcevic 12. umferð: Svart gegn Ljubojevic 13. umferð: Hvitt gegn Milos 14. umferð: Svart gegn Benjamin 15. umferð: Hvítt gegn Salov 16. umferð: Svart gegn Allan 17. umferð: Hvítt gegn Beljavsky. Jóhann virðist ekki eiga eftir erf- iðari andstæðinga en helstu kep- pinautar hans. Erfíðastir verða auðvitað Ljubojevic, Salov og Beljavsky, en hinn fyrstnefndi þeirra heftir aldrei reynst nægilega taugasterkur í lok slíkra móta til að komast áfram. Jóhann hefur allt- ént hvítt á Sovétmennina tvo og hinir fjórir andstæðingar hans ættu að vera viðráðanlegir. Hann hefur t.d. unnið þijár síðustu skákir sínar við Benjamin. Við skulum nú líta á sigra Jóhanns í tveimur síðustu umferðum. Þar réð góður byija- naundirbúningur hans úrslitum. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Marin (Rúmeniu) Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 -- cxd4 4. Rxd4 — e6 5. Rc3 — a6 6. Be2 - Dc7 7. 0-0 - Rxd4 Svartur vill greinilega forðast troðnar slóðir, en langalgengast er að sjálfsögðu 7. — Rf6. 8. Dxd4 - b5 9. Be3 - Bb7 10. Hfdl - Hc8? Svartur hefur teflt byijunina of framlega og ekki hirt um að þróa kóngsvæng sinn. Eftir öflugt svar hvíts verður svörtu stöðunni senni- lega ekki bjargað 11. Bf4! - Dc6 12. a4! - bxa4 Ömurlegur leikur, en kjaminn í áætlun hvíts er sá að eftir 12. — b4? 13. Bb5! getur svartur þegar gefíst upp. 13. Dxal - Rf6 14. Bxa6 - Bxa6 15. Dxa6 - Dxa6 16. Hxa6 - Bb4 17. Rb5 - 0-0 17. — Rxe4? var að sjálfsögðu svar- að með 18. Hd4! 18. c3 - Bc5 19. Bd6 - Hfd8 20. Ra7! - Bxa7 21. Hxa7 - Ha8 22. Hxa8 — Hxa8 23. e5 — Rd5 24. c4 — Rb6 25. b3 og fáum leikjum síðar gaf Marin þetta gleðisnauða endatafl. I næstu umferð á eftir fékk hinn nýbakaði enski stórmeistari Glenn Flear svipaða meðferð. Þar varð Flear einmitt á sama ónákvæmni og Jóhanni sjálfum í skák hans við sovézka stórmeistarann Mikhail Gurevich á mótinu í Moskvu í júní. Hvítt: Flear (England) Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - Kristy Swanson og Matthew Laborteaux í myndinni Hættulegur vin- ur. sér til það vélmenni. Paul kennir stundum við háskóla og fram- kvæmir krafningar því hann er að rannsaka starfsemi heilans. Paul er svona 14 ára. Einn góðan veðurdag skýtur elliær kerling vélmennið í tætlur. Um sama leyti er kærasta Pauls drepin af drykkfelldum föður hennar. Paul verður svo mikið um það að hann rænir líkinu, fer með það á rannsóknarstofuna sína, opnar á því höfuðkúpuna og tyllir tölvukubb úr kollinum á vélmenn- inu sínu oná heila kærastunnar. Svo lokar hann aftur og stendur uppi með hallærislega unglinga- Frankenstein um fermingaraldur Kulkmyndlr Arnaldur Indriðason Hættulegur vinur (Deadly Friend). Sýnd í Bíóborginni. Stjörnugjöf: ★. Bandarísk. Leikstjóri: Wes Craven. Handrit: Bruce Joel Ruben. Framleiðandi: Robert M. Sherman. Kvikmyndataka: Phil Lathrop. Tónlist: Charles Bernstein. Aðalhlutverk: Matt- hew Laporteaux, Kristy Swanson og Michael Sharrett. Látið ykkur ekki bregða en svona er söguþráðurinn í hryll- ingsmyndinni Hættulegur vinur (Deadly Friend), sem sýnd er í Bíóborginni: Paul (Matthew Laporteaux) á vélmenni sem getur allt. Paul bjó myndaútgáfu af Frankenstein. Stúlkan lifnar við, hálft andlitið er þakið bláum augnskugga svo að það fari ekki framhjá neinum að stúlkan hafí verið dáin, hún labbar eins og R2D2 og drepur þá sem hún kemst í tæri við. Hvað eru menn tilbúnir að ganga langt í því að sjóða saman unglinga- og hryllingsmynd? Hryllir um 14 ára gamlan heila-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.