Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
23
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
IV
Hér verður ekki fjallað um starfs-
hætti Alþingis, samkvæmt nýjum
þingsköpum, sem verið hafa um-
ræðuefni fyrr í þessum pistlum. Það
er hinsvegar ekki úr vegi að drepa
á eitt veigamikið atriði. Samkvæmt
stjómarskrá lýðveldisins er Alþingi
friðheilagt . Enginn má raska friði
þess né frelsi.
Þannig má ekki - meðan þing
stendur -, svo afmarkað dæmi sé
tekið, „taka neinn alþingismann
fastan fyrir skuldir án samþykkis
þeirrar deildar, er hann situr í, né
heldur setja hann í varðhald eða
höfða mál á móti honum, nema
hann sé staðinn að glæp. Enginn
alþingismaður verður krafínn reikn-
ingsskapar utan þings fyrir það,
sem hann hefur sagt í þinginu,
nema þingdeidin, sem í hlut á, leyfí.
Ennfremur eru alþingismenn ein-
göngu bundnir við sannfæringu
sína og eigi við neinar reglur frá
kjósendum sínum." (íslandssaga
Einars Laxnes).
Alþingi og þingheimur standa
hinsvegar frammi fyrir viðvarandi
þjóðardómstóli, sem kveður upp
dóma á fjögurra ára fresti eða tíðar
í almennum kosningum. Fjölmiðlar,
sem tröllríða íslenzku samfélagi, sjá
dyggilega um það, að ekkert fari
fram hjá misvökulum almennings-
augum. Og „það er smátt sem
hundstungan fínnur ekki“, segir
máltækið.
Alþingi fær því sína gagnrýni
ómælda. Þrátt fyrir það vill þjóðin
ekki missa nöldrið sitt, ef svo má
að orði komast. Enda er Alþingi
homsteinn lýðræðis, þingræðis og
þegnréttinda.
Þennan homstein má að vísu
móta betur að samtíð og framtíð.
En hann á að vera íhaldssamur og
breytast hægt. Flan er aldrei til
fagnaðar.
Borgarráð:
Hugmynda-
samkeppni
umbætta
umgengni
BORGARRÁÐ hefur vísað til
umsagnar umhverfismálaráðs
og skólamálarráðs, drögum
að hugmyndasamkeppni um
bætta almenna umgengni í
borginni.
Að sögn Bjöms Friðfinnssonar
framkvæmdastjóra lögfræði- og
stjómsýsludeildar, er starfandi
nefnd á vegum borgarráðs, sem
fjallað hefur um hugmyndasam-
keppni með það í huga að bæta
almenna umgengni í borginni. f
drögum nefndarinnar er lagt til
að samkeppnin verði haldin um
ný ruslaílát á staumm í borginni
og ný slagorð í líkingu við „Hrein
torg fögur borg“. Nefndin leggur
til hugmyndasamkeppnin verði
almenn en að auki verði grunn-
skólabömum gefinn kostur á
þátttöku.
Leiðrétting
Undir baksíðumynd af trétöflu, sem
fannst við fomleifauppgröft í Viðey í
blaðinu í gær láðist að geta ljósmynd-
arans, sem tók myndina af töflunni.
Nafn hans er Hans U. Vollertsen.
Beðizt er velvirðingar á þessu.
Landlæknir:
Bæklingnr ætlaður ferða-
mönnum í utanlandsferð
Skordýr bera ekki eyðnismit
Heilbrigðisyfirvöld hafa gef-
ið út bælding sem ætlaður er
ferðamönnum er hyggja á
ferðalög til hitabeltislanda og
annarra landa. í bæklingnum
er lögð áhersla á hvemig veij-
ast á eyðni.
í frétt frá Landlæknisembætt-
inu segri, að í skýrslu frá alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni frá því í
mars síðastliðnum, kemur fram
að eyðni hefur aukist meir meðal
fíkniefnaneytenda en samkyn-
hneigðra. Meðal fíkniefnaneyt-
enda ber mikið á ungum konum
sem eru á aldrinum 20 til 29 ára
og eru vændiskonur. Því ber að
beina forvamaraðgerðum mest að
þeim hópi.
Þá kemur fram að tölur frá ít-
alíu sýna að 58% vændiskvenna í
Aviano, sem neyta eiturlyfja, eru
með jákvæða mótefnamælingu
gegn eyðniveirunni. Talið er að
svipað hlutfall sé í mörgum öðrum
borgum í S-Evrópu og í Afríku.
I fréttinni segir enn fremur að
ferðamenn og aðrir veiti því fyrir
sér hvort skordýr sem nærast á
blóði manna geti borið eyðnismit.
„Slíkar vangaveltur eru skiljanleg-
ar þar sem eyðni smitast með
blóðblöndun og vitað er að sumir
smitsjúkdómar geta borist með
skordýrum. Útbreiðsla eyðnismits
nieðal Afríkubúa bendir hins vegar
ekki til þess að skordýr stuðli að
útbreiðslu sjúkdómsins. Smit af
völdum eyðni er mjög sjaldgæft
meðal bama undir 15 ára aldri
nema hjá þeim yngstu sem hafa
smitast af móður í meðgöngu eða
við fæðingu. Tíðni smitsins fer
síðan ört vaxandi eftir að ungling-
ar fara að stunda kynlíf. Böm á
þeim aldri sem smit er hvað fágæt-
ast verða mest fyrir biti af völdum
moskítóflugna. Einnig má benda
á að eyðnismit er fágætt meðal
einstaklinga sem komnir em yfír
sextugt.
Ef skordýr skipta máli við út-
breiðslu sjúkdómsins væri út-
breiðsla sjúkdómsins með öðmm
hætti en hann er. Þá ber þess að
geta að aldrei hefur verið sýnt
fram á að smitun hafí átt sér stað
til manna með skordýmm."
(Úr fréttatilkynningu)
PANASONIC
F0T0RAFHLAÐAN
Sú rétta í myndavélina.
Rafborgsf.
s.11141.
loridaferðirnar eru alltaf að lækka í verði, þökk sé hagstæðum samning-
um Ferðaskrifstofunnar Polaris og beinu flugi Flugleiða. Florida er sam-
nefnari fyrir sumar og sói allt árið.
eiðin liggur beint til Orlando og þaðan er ekið til St. Petersburg og dval-
ið í góðu yfirlæti við Mexicoflóann.
kkar farþegar láta vel af hótelunum Alden og Lamara. Allar hótelíbúð-
irnar eru með vel búnu eldhúsi, smekklegum húsgögnum, sjónvarpi og
öllum þægindum. Og ekki má gleyma sundlaugunum og hótelgörðunum."
eynslan sýnir að viðskiptavinir Polaris kunna að meta lága verðið og
góðu þjónustuna. Starfsfólk Polaris vinnur fyrir þig.
nnifalið í þessu ótrúlega verði er flug, akstur til og frá flugvellinum í
Orlando og hótelgisting.
isney World, Epcot Center og Sea World eru ævintýrastaðir sem gera
ferðina ógleymanlega fyrir unga sem aldna. Pantið fljótt, því í fyrra seld-
ust ferðirnar upp á svipstundu.
Ilt þetta færðu fyrir 23.900.-pr. mann (miðað við 2 fullorðna og 2 börn
í íbúð) eða 33.610.- pr. mann (miðað við 2 fullorðna í studio). Já, það
er einmitt þess vegna sem fólk talar um Ferðaskrifstofuna Polaris.
* Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.
Flugvallarskattur er ekki innifalinn.
FERÐASKRIFSTÖFAN
POLAR/S
Kirkjutorgi 4 Sfmi 622 011
POLARIS
visriiais