Morgunblaðið - 01.08.1987, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
Málin rædd við Davíð borgarstjóra og Arnfinn Jónsson skólastjóra Vinnuskólans.
Þessi sýndi góð tilþrif í dekkjakasti.
Liðlega 600 krakkar á
lokahátíð Vinnuskóla Reykjavíkur
á Þingvöllum
Morf^unblaðið/Sigurður Jónsson
Keppt var í ýmsum íþróttagreinum, þó ekki hafi þær alltaf verið hefðbundnar.
Selfossi. _
VINNUSKÓLI Reykjavíkur
hélt lokahátíð sina á Þingvöll-
um 30. júlí. Þar skvettu liðlega
600 krakkar úr klaufunum og
luku formlega veru sinni í
skólanum sem Reykjavíkur-
borg stendur fyrir. Krakkam-
ir eru á aldrinum 14-15 ára
og hafa fengist við ýmis konar
verkefni í júní og júlí á vegum
vinnuskólans.
Þegar flest var í Vinnuskólan-
um voru þar 1.100 krakkar við
störf. Það eru heldur færri krakk-
ar en í fyrra og er ástæðan að
sögn forsvarsmanna sú að 15 ára
krakkar hafa átt betra með að
fá vinnu annarstaðar.
Krakkamir hafa í sumar séð
um hirðingu á Miklatúni, í Hljóm-
skálagarðinum, Fossvoginum og
Laugardalsgarðinum. Auk þess
hafa stærstu íþróttasvæðin verið
undir þeiira umsjá hvað hirðingu
snertir. Utlit þessara svæða í
Reykjavík ber krökkunum gott
vitni en umtalað er hversu snyrti-
legt og þrifalegt er á þessum
svæðum.
Krakkamir í Vinnuskólanum
hafa tekið að sér garða hjá elli-
lífeyrisþegum og öryrkjum,
hreinsað þar og snyrt. Alls eru
það um 300 garðar sem unnið
hefur verið í og er mikil ásókn í
þessa þjónustu. Þá hafa krakk-
amir hjálpað til í Viðey við
fomleifauppgröft og við vatns-
lögn.
Vinnuskólinn hefur vakið
mikla athygli enda þarf mikið og
gott skipulag þegar svo margar
vinnuhendur eru annars vegar.
Það eru 60 leiðbeinendur sem
sinna vinnustjómun auk þeirra
sem sjá um yfírstjómina. Skólinn
hefur fengið menn í heimsókn
erlendis frá sem hafa verið að
kynna sér starfsemi skólans.
Það var eins og á Þingvöllum
við þjónustumiðstöðina væri úti-
hátíð í gangi þegar lokahátíðin
stóð sem hæst. Fólk var þar í
óða önn að grilla pylsur og á flöt-
unum voru krakkamir í leikjum.
Sumir gengu á stultum, aðrir
voru í snaggaralegum fótbolta
þar sem snilldartaktar sáust,
nokkrir reyndu kúluvarp og aðrir
skutu niður dósir meðan krafta-
karlar reyndu með sér í víkinga-
íþróttum. Sumir tóku það bara
rólega og létu fara vel um sig í
grasinu og ræddu málin.
Davíð Oddsson borgarstjóri
heimsótti hátíðina, gekk um
svæðið og heilsaði upp á ungling-
ana. Þeir krakkar sem rætt var
við báru Vinnuskólanum gott orð
og voru sammála um að starfs-
andinn í hópunum væri svo góður
að það væri hreinlega ómissandi
að mæta í vinnuna. I ágúst kváð-
ust flestir ætla að slappa af fram
að skóla en sumir voru búnir að
fá sér eitthvað að gera, svona til
að drýgja sumarkaupið sem þau
sögðu fljótt að eyðast upp.
Tvær hljómsveitir spiluðu á
lokahátíðinni, Bláa bílskúrsband-
ið og Vaxandi með Bjama
látúnsbarka innanborðs. Það var
því þrumustuð við bílpallinn sem
hljómsveitimar spiluðu af og
ágæt stemmning. Krakkamir
klöppuðu með og sungu öðra
hveiju af krafti enda á ferð kraft-
mikill blómi Reykjavíkur.
Sig. Jóns.
Þessar tóku hraustlega undir með iátúnsbarkanum.
Hluti hópsins úr Vinnuskólanum á lokahátiðinni.