Morgunblaðið - 01.08.1987, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
Mexíkó:
Flugvél skall
á hraðbraut
Mexíkóborg, Reuter.
FLUTNINGAFLUGVÉL með átta manns og sautján sýningarhesta
innanborðs steyptist til jarðar nálægt Mexikóborg í fyrrakvöld og
lenti á hraðbraut. Mikil umferð var á veginum og fleiri en þijátíu
manns fórust á jörðu niðri er flugvélin þeyttist logandi á bíla, heim-
ili og veitingahús við vegarbrúnina.
Þrír fórust með vélinni sjálfri,
einn af fjögurra manna áhöfn og
tveir af flórum farþegum. Fimmtán
hestar drápust í slysinu.
Flugvélin, sem var af Boeing
377-gerð og smfðuð á fímmta ára-
tugnum, tilheyrði mexíkanska
smáflugfélaginu Aero Caribe. Hún
var nýkomin frá Belizeborg, höfuð-
borg nágrannaríkisins Belize. Hún
millilenti í Mexíkóborg til þess að
taka hestana og fjóra mexíkanska
embættismenn um borð og átti
síðan að fljúga til Miami.
Að sögn sjónarvotta stóð reykur
aftur úr hreyflum vélarinnar er hún
hóf sig til lofts frá flugvellinum í
Skorið í nef-
ið á Reagan
Washington, Reuter.
Mexíkóborg. Skömmu síðar lenti
vélin í þrumuveðri og að sögn
þeirra, sem á horfðu, sáu þeir hana
verða fyrir eldingu. Síðan þögnuðu
hinir fjórir hreyflar vélarinnar, hún
fleytti kerlingar á tijám og braut
nokkur niður, sleit svo niður há-
spennulínu og skall niður á hrað-
brautina og sprakk. „Við fundum
jörðina skjálfa," sagði einn sjónar-
votta.
Fleiri en þijátíu manns fórust,
sem ýmist voru akandi í bflum á
hraðbrautinni, sátu á vinsælu veit-
ingahúsi við vegarbrúnina eða
bjuggu í nálægum húsum.
Björgunarmenn fundu lík í 26
sviðnum bílflökum. Nokkur hundr-
uð hermenn leituðu einnig í brakinu
í fyrrinótt, en um miðjan dag í gær
sögðust þeir vonlausir um að fínna
þar fleiri á lífí.
Reuter
Hjálparsveitir Rauða krossins bera burt á börum lík eins hinna fjör-
utíu, sem fórust í slysinu. í forgrunni liggur hræ eins hestanna, sem
vélin flutti.
Einn mesti
kókaín-
fundurí
söguBanda-
ríkjanna
Chicago, Reuter.
BANDARÍSK yfirvöld hafa
gert upptæk nær 2.300 kg. af
kókaíni, sem komið hafði ver-
ið fyrir í ávaxta- og græn-
metiskössum í vöruhúsi einu
í Chicago. Er verðmæti þess-
ara fíkniefna talið vera allt
að 250 millj. dollara. Þetta er
eitt mesta magn fíkniefna,
sem gert hefur verið upptækt
í einu í Bandaríkjunum.
Edwin Meese, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, skýrði
sjálfur frá þessu í gær. Sagði
hann, að forstjóri vöruhússins,
aðstoðarmaður hans og tveir
vörubflstjórar hefðu verið hand-
teknir. Tveir þessara manna eru
frá Kolumbíu, en hinir eru frá
Kúbu.
Lögreglumenn fylgdust með
því, er fíkniefnunum var skipað
upp í Florida og síðan flutt með
vörubflum fyrst til New York en
síðan til Chicago.
: Zimmermann gagnrýnir
i mannréttindabrot Sovétmanna
Vin, Reuter.
WARREN Zimmermann, aðlfull-
' trúi Bandaríkjanna á Mannrétt-
; inda og öryggismálaráðstefnunni
t í Vin, gagnrýndi Sovétiúenn harð-
lega f gær fyrir mannréttindbrot.
Lagði hann fram nýjar tillögur,
sem miða að þvi að afnema allar
hindranir á ferðafrelsi fólks.
Zimmermann sagði, að þrátt fyrir
nokkrar tilslakanir sovézkra stjóm-
valda við að láta pólitfska fanga lausa
og leyfa fleirum að flytjast úr landi,
þá hefðu þrír síðustu mánuðir valdið
vonbrigðum. „Við upphaf þessa þings
vissum við um 131 pólitfskan fanga,
sem látinn hafði verið laus. Síðan
hefur þessi tala hækkað, en eftir því
sem yið bezt vitum, þá hefur hún
,ekki énn náð 200."
Zimmermann sagði, að aðgerðir
Sovétmanna einkenndust af „svikn-
um loforðum." Hélt hann því fram,
að enda þótt fjöldi gyðinga hefði
aukizt, sem nú fengi árlega að flytj-
ast frá Sovétríkunum, þá væri hann
helmingi minni en á áninum 1970 -
1980.
Samkvæmt tillögum Bandaríkja-
manna nú bera að viröa til fulls óskir
fólks um að fá að flytja úr landi.
Felldar verði niður hömlur á brott-
flutningi fólks, sem rökstuddar eru
með tiliiti til öryggishagsmuna við-
komandi rfkis.
Zimmermann taldi upp mörg til-
felli, þar sem sovézkum þegnum hefði
verið meinað að flytjast úr landi sök-
um þess að þeir eða foreldrar þeirra
hefðu haft aðgang að ríkisleyndar-
málum allt að því 16 ár aftur f tfmann.
Reuter
Hryðjuverk á Filippseyjuki
Mannréttindaráðstefnan í Vín:
Filippseyskur lögreghunaður. liggur fallinn fyrir utan lögreglu-
stöð, sem skæruliðar kommúnista réðust á f gær. Tveir félagar
hans féllu einnig i árásinni. Aðrir tveix- verðir Inganna vorii felld-
ir annars staðar á eyjunum í gær. Hryðjuverk kommúnista hafa
færst f aukana eftir að þingið tók til starfa f sfðustu viku og eru
hersveitir stjómarinnar því vel á verði. Ramos, yfirmaður hersins,
sagði þó f gær að vopn og byssupúður myndu aldrei bijóta skæru-
liðana á bak aftur ein og sér, höfuðatríði væri að bæta kjör
alþýðunnar og gera hana ánægða með tilveruna.
REAGAN Bandarílgaforseti und-
irgekkst i gær minniháttar
skurðaðgerð á nefi. Við rannsókn
f vikunni kom f Ijós að hann var
með húðkrabbamein á nefínu og
læknar ákváðu að fjarlægja það.
í gærkvöldi var talið að Reagan
þyrfti kannski að gista á sjúkrahúsi
f nótt, en ekki er talið að eftirköstin
verði nein að ráði. Læknir Reagans
segir að krabbameinið sé ekki hættu-
legt og breiðist ekki út.
Reagan birtist opinberlega í fyrra-
dag með plástur á nefinu og sló á
létta strengi við blaðamenn. „Það er
alltaf hlegið að neflnu á mér,“ sagði
hann. „Ég var of mikið úti í sólinni
og það þarf aðeins að krukka í nef-
broddinn á mér.“
Reagan hefur tvisvar áður gengist
undir svipaða aðgerð.
Brottrekstur KGB-manna frá Noregi:
Reuter
Thorvald Stoltenberg, utanríkis-
ráðherra Noregs, á fréttamanna-
fundinum sfðastliðinn fimmtu-
dag, þegar tilkynnt var um
brottrekstur KGB-mannanna.
Norsk yfirvöld reyndu
að halda málinu leyndu
Frá Tore Johansen, fréttaritara Morgunblaðsins i Ósló.
NORSK stjómvöld reyndu að Gang hinn 22. júli varð þess
halda brottrekstri Sovét-
mannanna fjögurra leyndum,
en fregn í blaðinu Verdens
valdandi að fréttaleyndin var
rofin. í fréttinni var upplýst
að verslunarfulltrúinn Valeri
I. Rechetnikov væri KGB-
maður og stundaði njósnir á
norskri grund.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins vildi hvorki neita því né játa að
frétt VG hefði orðið til þess að
Sovétmenn ákváðu að grípa til
gagnaðgerða og lýsa tvo norska
stjómarerindreka óvelkomna til
Sovétríkjanna, en þar með reyndist
ógjömingur að halda málinu
leyndu.
Það hefur áður gerst í Noregi
að Sovétmönnum hafl verið vísað
úr landi án þess að það hafl verið
játað opinberlega. Ástæðan er sú
að norsk stjómvöld hafa kosið að
flrra Sovétmenn álitshnekki til þess
að samskipti landanna bíði ekki
varanlegt tjón af. Meðal þeirra, sem
hafa gagniýnt þessi vinnubrögð er
Káre Willoch, formaður utanríkis-
máladeildar Stórþingsins og fyrr-
verandi forsætisráðherra, en hann
telur ekki forsvaranlegt að halda
málum sem þessum leyndum
— Sovétmenn verði að vita hvað
njósnastarfsemi geti haft í för með
sér.
„Menn verða að gera greinarmun
á því að fresta opinberun máls og
að halda því algerlega leyndu,"
sagði forsætisráðherrann fyrrver-
andi, sem ennfremur hefur verið
orðaður við framkvæmdastjóra-
stöðu NATO þegar Carrington
lávarður lætur af störfum. „Það
getur verið rétt að fresta því að
skýra frá málum sem þessum til
þess að komast hjá fjaðrafoki og
úlfaþyt, en að mínu viti á almenn-
ingur heimtingu á að vita málavexti
eins fljótt og kostur er.“ Willoch
var ekki þekktur fyrir að fara leynt
með brottrekstur erlendra sendifull-
trúa í stjómartíð sinni.
Gert var ráð fyrir því að Rússam-
ir tveir, sem eftir voru í Ósló, þeir
Rechetnikov og Korpusov, flygju til
Moskvu í dag, en öllum að óvörum
fóm þeir, án þess að kveðja kóng
eða prest, síðdegis í gær.