Morgunblaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987
31
Sovétríkin:
Nýjar tillögur um lang-
(tóegar kjamaorkuflaugar
Ronald Lehman (til vinstri), aðal samningafulltrúi Bandaríkjanna
og Alexei Obukhov, varaformaður sovézku samningaefndarinnar í
Genf, rétta hvor öðrum höndina, er þeir heilsuðust við upphaf fund-
arins í gær, þar sem sá síðamefndi kynnti nýjar tillögur Sovétmanna
um samning milli risaveldanna um fækkun langdrægra kjamorkueld-
flauga.
Genf, Reuter.
Sovétríkin lögðu í gær fram
uppkast að samningi um vem-
lega fækkun langdrægra
kjarnorkueldflauga. Jafnframt
var það tekið fram af þeirra
háifu, að samkomulag um geim-
vamir væri „alger forsenda"
fyrir samningnum.
Bandaríkjamenn lögðu sínar til-
lögur um þetta efni fram 8. maí
sl. Samkvæmt honum eiga risa-
veldin að fækka þessum vopnum
í 6000 hvort fyrir sig. Eins og er
þá ráða hvort þau hvort um sig
yfír um langdrægum 10.500 kjarn-
orkuvopnum.
Alexei Obukhov, varaformaður
sovézku afvopnunamefndarinnar,
sagði að það væri forsenda fyrir
þessum samningi, að stórlega yrði
dregið úr geimvamaáformum Re-
agans Bandaríkjaforseta. Jafn-
framt yrði að treysta ABM-samn-
inginn svonefnda frá 1972, sem
legði bann við vamarkerfum gegn
kjamorkuvopnum, svo að afstýra
mætti „vígbúnaðarkapphlaupi í
geimnum.
Á fundi sínum í Reykjavík í fyrra
náðu þeir Reagan og Gorbachev
Sovétleiðtogi í meginatriðum sam-
komulagi um að fækka langdræg-
um kjamorkuvopnum risaveldanna
niður í 6000. Það náðist þó ekki
vegna ósamkomulags um geim-
vamaáætlun Bandaríkjaforseta.
Perú:
Erlend bankaútibú
verða ekki þjóðnýtt
Málverk
gömlu
meistaranna
Sölusýning í
listamannaskálanum í EDEN
27. júlí-10. ágúst.
Verk eftir Jón Stefánsson,
Jóhannes Kjarval, Þorvald
Skúlason, Gunnlaug Blöndal,
Júlíönu Sveinsdóttur, Brynjólf
Þórðarson, Sverri Haraldsson,
Eggert Guðmundsson, Ásgeir
Bjamþórsson, Jón Þorleifsson
o.fl.
Opið alla daga og öll kvöld.
- segir forsætisráðherra landsins
Lima, Reuter
STJÓRN Alans Garcia forseta í
Perú hyggst ekki þjóðnýta útibú
erlendra banka f Lima. Stjórnin
áformar hins vegar að þjóðnýta
alla einkabanka landsins. Skýrði
forsætisráðherrann, Guillermo
Larco Cox, frá þessu í gær.
„Það er hugsanlegt, að þessi
áform eigi eftir að hafa áhrif á
stjóm erlendra bankaútibúa í
landinu, en það þýðir ekki, að þau
verði þjóðnýtt," sagði Garcia í við-
tali í gær.
Allt hefur verið á huldu um örlög
þeirra sex erlendu bankaútibúa,
sem starfrækt em í landinu, síðan
Garcia skýrði frá hinum róttæku
áformum stjómarinnar í stefnuskrá
þeirri, sem hann kynnti á þriðjudag.
Wales:
Ostundvísi er ljótur löstur
Llandudno, Wales, Reuter.
HÉR eftir munu brúðir í bænum
Llandudno í Wales ekki komast
upp með það átölulaust að mæta
of seint í kirkjuna. Hefur sóknar-
presturinn, séra Derek Richards,
látið þessi boð út ganga en hann
hefur stundvisina i meiri metum
en flest annað.
Séra Richards ætlar að senda
kórinn heim ef brúðurin kemur
meira en 10 mínútum of seint og
ef hún er ekki komi eftir stundar-
fjórðung munu hann sjálfur og
organistinn láta sig hverfa.
Séra Richards, sem er 56 ára
gamall, ókvæntur og fyrrum majór
í hemum, sagði í síðasta fréttablaði
sóknarinnar, að það væri óafsakan-
legt hneyksli þegar brúðurin mætti
20 mínútum of seint í kirkju en
hann minntist hins vegar ekkert á
brúðgumana. Einnig hótaði hann
því að sekta hvem þann mann um
1000 kr., sem kastaði pappírs-
strimlum við brúðkaup.
Meiriháttar
verðlækkun
ENGLABORNÍN
Laugavegi 17 Hefst á þriðjudag
Megum
við
aðeins
minna
á,..
... hún er komin
Marel TR-22 skráningarstöðin
Einföld skráning.
Engin stimpilkort.
Engin handreikningur.
Tengist launakerfi.
Hefur fjölmarga
uppgjörsmöguleika.
- 80 stafa skjár sem nýta
má fyrir ýmiskonar skilaboð.
- Tekur allt að 16 stafa
starfsmanna eða vörunúmer.
- Tengist VAX, IBM PC, HP
eða öðrum sambærilegum
tölvum.
- Lætur rafmagnstruflanir
ekkert á sig fá.
GÍSLI J. JOHNSEN SF. M1 P
NVBVLAVEGI 16 • PO BOX 39? • 202 KÓPAVOGUR • SIMI'64122?
Marel hf Höfðabakka 9, 112 Reykjavík
Sími (91) 686858. Telex 2124. Telefax (91) 672392