Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 33

Morgunblaðið - 01.08.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1987 33 mannaparadísir. Ég ferðast mjög mikið og áhugi minn beinist sér- staklega að löndum, sem gefa nýja lífsreynslu — verst þykir mér að geta ekki lifað nógu lengi til að sjá allan heiminn," sagði Eduardo og bætti því við, að ferðalagið væri ekki erfitt, en þreytandi þó, vegna hins mikla aksturs. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef séð fram að þessu, landið er eins og ég vonaðist til, nýtt og framandi fyrir mér,“ sagði hann að lokum. „Þetta er mjög erfið leið að fara,“ sagði Sergio, „en góð til að skoða, það er svolítið kalt, en við erum undir það búin, svo að það gerir ekkert til. Verst er, að veðrið er ekki nógu bjart, það væri betra fyrir myndatökur að hafa meira sólskin,“ sagði hann að lokum og Ferðalangarnir stöldruðu lengi við Dynjandafossana. Sjá má Fiat Panda-bílana sem þeir ferðast á í ferð «inni nm landið. Hjónin Roberto Toniolo og kona hans, Tina. Sergio Garretti og Eduardo Strattabosco. viðtalið endaði, eins og reyndar flest önnur samtöl blaðamanns við ítali úr þessum hópi, á þéttri spuminga- röð frá þeim um sólarganginn á íslandi, þeim er það augljóslega mikið nýnæmi, að hafa enn lesbjart þegar komið er undir miðnættið. „Skrýtið að sjá engin tré“ Enrico Davoli er læknisfræði- nemi frá Róm, sem hefur lokið 5 árum af 6 í grundvallarfræðunum, á síðan sémámið eftir, önnur 5 ár í viðbót. Hann fjármagnar námið, og íslandsferðina, með þvi að selja myndbandsspólur með læknisfræði- legu efni. Hvers vegna kom hann til íslands? „Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að skoða þetta land, einkum þar sem við fömm akandi á einskonar einkabílum utan alfara- leiða og getum að miklu leyti ráðið sjálf ferðahraðanum, emm ekki rígbundin af að fylgja öllum hinum. Svo þykir mér mjög gaman að kynnast nýju fólki og er að vonast til að geta átt einhver samskipti við Islendinga,“ sagði Enrico Davoli. Hann brosti út undir eym, þegar blaðamaður spurði, hvað honum þætti eftirtektarverðast hér. „Það er margt, landslagið er svo ólíkt því sem er heima, sérkennilegt og fallegt, útsýnið af fjöllunum er stórkostlegt. Þó getur það orðið til- breytingarlaust, eins og í gær á leiðinni frá Hveravöllum til Búðar- dals. Tvennt held ég þó, að sé athyglisverðast, a.m.k. hvað mig snertir. Það er svo skrýtið, að sjá engin tré, allt er svo nakið og þú getur allsstaðar séð frá þér. Hitt er hvað hér em fallegar stúlkur, þær em einstakar, svo . . . falleg- ar!“ Fylgist með fram- leiðslunni í fríinu Roberto Toniolo er með alla íjöl- skylduna með sér í einni Pöndunni. Þetta er í annað sinn, sem hann fer í slíka ferð með Safariland-ferða- skrifstofunni, fór einnig þvert yfir Ástralíu fyrr á árinu. Kona hans, Tina, og bömin Luca, 16 ára, og Gabriella, 14 ára, fóm einnig með í þá ferð. Hann áætlar að fara einn- ig í Brasilíuferðina í lok ársins, en óvíst er hvort fjölskyldan kemst þá með vegna skólagöngu bamanna. Það verður eðlilega fyrst fyrir blaðamanni, að spyija hvers vegna hann og fjölskyldan taki þátt í öllum þessum ferðum. „Skýringin er sú, að ég er fram- kvæmdastjóri Safariways, sem er systurfyrirtæki Safariland-ferða- skrifstofunnar og framleiðir hús- vagna. Við útbúum líka Pöndumar og með ferðalögunum næ ég að slá tvær flugur í einu höggi, að prófa framleiðsluna sjálfur og sjá hvernig bílamir reynast við mismunandi aðstæður, og svo að njóta ferðalags Ferðalangarnir fá sér hressingu. með fjölskyldunni. Ég hef alla tíð ferðast mikið og eftir að ég eignað- ist Qölskyldu, höfum við ferðast saman. Við höfum að mestu farið um Evrópu og ævinlega í húsbíl," sagði Roberto Toniolo. U_m safari-ferðina sagði hann: „Ég held að þessi ferðamáti henti mjög vel, fólkið er ánægt. Þetta er allskonar fólk úr flestum þjóðfé- lagsstéttum og, eins og þú sérð, á öllum aldri. Það hefur sýnt sig, að því líður vel í hópnum og vill halda hópinn, aka vegi, sem þó em ekki alfaraleið. Ég held, að vinsældir þessarar ferðar séu ekki síst vegna þess, að fólkinu tekst að sigrast á hinu óþekkta. Jafnvel þó að hópur- inn fari ákveðna leið, meira og minna í samfloti, og sé vel verndað- ur, þá fær fólkið sérstaka tilfinn- ingu við þátttökuna, það er einskonar „ég get“-tilfinningu. Það er töluverð áskomn að komast þessá tvö þúsund eða fímm þúsund kílómetra, sem hver ferð tekur yfír og það er persónulegur sigur að takast á við þá áskomn og ljúka ferðinni. Við reynum að fínna slóð- ir, sem er nýnæmi að, og ég held að ísland sé einmitt dæmigert fyrir það, fyrir ítali, að vera ókunnugt ævintýraland. Roberto kvað þessa ferð um ís- land ekki vera mjög erfiða, en aftur á móti ánægjulega. „Ástralía var miklu erfíðari, það var vegna hit- ans. Hann gat farið upp í 52 gráður á Celsius í Pöndunum og þó með alla glugga opna! Hér er allt auð- veldara, sumir vegir em erfíðir, en útsýnið og landslagið bæta það vel upp,“ sagði Roberto að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.