Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Úr Hollandsferð GÍ: Háskólagarður- inn 1 Utrecht Laugardaginn 2. maí fórum við ferðafélagamir úr GI að skoða jurtagarð háskólans í Utrect. Þar tók á móti okkur forstöðumaður jurtagarðsins og er hann jafnframt yfirmaður sinnar deildar við háskól- ann. í fylgd hans skoðuðum við þann hluta garðsins þar sem rækt- aðar eru steinhæðaplöngur (fjalla- plöntur) frá öllum heimsálfum. Verið er að breyta garðinum til að ná sem líkustum jarðvegi og lands- lagi er hentar plöntunum og er þeim eðlilegt. Ekki geta þeir samt búið til há fjöll, en með aðstoð gam- als borgarvirkis komast þeir ótrú- lega hátt þar sem stór hluti „fjallsins" er undirstaða þess. Virk- ið er svo að innan notað í þágu háskólans í friðsamlegum tilgangi. En af stað — á eftir prófessomum upp hæðina. Fyrst bar fyrir augu blómstrandi, smávaxnar alparósir í sterkbleikum lit, varla að sæist í grænt laufíð fyrir blómskrúði. Prímúiur í öllum regnbogans litum (ætli mínar verði svona fallegar?). Úpp, upp, hvað var nú þetta fallega gula? Cotyledon var kallað aftur eftir röðinni (og ég sem aldrei hef nennt að læra latnesku nöfnin),— þá er bara að reyna fyrir sér með fræsáningu næsta vor. Undarlegt hvað það getur verið bratt upp þessa „litlu" hæð. Stöðugt heyrðist kallað: Hvað er þetta? Og alltaf fékkst svar á latínu, oft fylgdi þó íslenska nafnið með: skógarblámi, villitúlípanar, krókusar, anemónur, vepjuliljur, lævirkjaspori, rósalauk- ur og ótal margt fleira. Mikið var af blómstrandi runnum, svo sem snækvistur, síberíukvistur, töfratré, gullsópur, og alparósir stærri en þær sem fyrst heilluðu alla, sígrænn gróður. Ýviður (taxus) margskonar og furur af öllum stærðum og gerð- um. Að ekki sé minnst á burknana, sem kúrðu sig inn á milli kletta við fossinn, því auðvitað var þama hjal- andi lækur og vatn með sínu fuglalífi og voru fuglamir þar í óðaönn að útbúa sér bústað við árbakkann eða í hólma í vatninu. Þegar niður fyallið var komið blöstu við blómstrandi kirsubeijatré í mis- munandi bleikum lit ásamt magn- olíum, yfir þessu gnæfði röð af hrossakastaníu með sín ljósgrænu blóm. Þá var komið að kennslureitun- um, en þar em allar plöntutegundir sem ræktaðar em í garðinum vel merktar. Þar geta svo nemendur komið og fengið sér sprota eða hvað sem þeir annars þurfa af plöntunni til tilrauna, því verklegt nám þeirra fer að hluta til fram þama í garðinum. Því vilja þessar plöntur verða ansi rytjulegar. Þegar leiðsögninni var lokið fengum við hálfa klst. til þess að kanna betur það sem hver og einn hafði áhuga að að skoða. Allir út um allt! — Þegar komið var í rútuna aftur var haldið í barrtijágarðinn Pinet- um Blijdentum í Hilversum. Því sem þar bar fyrir augu get ég ekki lýst. Þið kannið hann bara sjálf þegar næst verður farið til Hollands. Ingibjörg Steingrímsdóttir. SÚ NÝJA OG GLÆSILEGA í HAFNARFIRÐI Hefur þú prófað Súperstöð ESSO við Lækjargötu í Hafnarfirði. Þar leggjum við áherslu á mjög fjölbreytt vöruúrval og alla venjulega þjónustu bensínstöðva, auk sjálfsalaþjónustu allan sólarhringinn. En það er líka sitthvað annað í boði: • Bílaþvottur í fullkominni þvottastöð. Völ er á 13 mismunandi þvottakerfum. • Þjónustuskýli. Þar er vatn, loft, olíusuga og ryksuga undir einu þaki, bíleigendum til hægðarauka. Það er enginn krókur aö koma við á Súperstöðinni -það er þérogbílnum í hag. Olíufélagið hf Lækjargötu 46 - Hafnarfirði - Sími 651988 Þörungavinnslan á Reykhólum: Rekstrar- áætlanir standast Miðhúsum, Reykhólasveit. REKSTUR Þörungavinnslunnar á Reykhólum hefur gengið vel í sumar. Fyrirtækið hefur selt þangmjöi til Finnlands og Skot- Iands og hafa allar rekstaráætl- anir staðist. í samtali við Kristján Þór Krist- jánsson, forstjóra Þörungavinnsl- unnar, sagði hann að verksmiðjan hefði gengið vel í sumar. Öflun hefði gengið vel og sala á þang- mjöli væri í góðu lagi. — Búið er að selja 1000 tonn til Finnlands en þeir nota þangmjölið til snefilefna- gjafa fyrir húsdýr. Einnig eru Skotar búnir að kaupa 1000 tonn og er þegar búið að afgreiða 500 tonn af þangmjöli til þeirra. Allar rekstraráætlanir hafa staðist og hægt hefur verið að standa í skilum við alla skuldunauta og erj því all- ir ánægðir hvað þá hlið varðar, sagði Kristján. Ennfremur sagði Kristján að nú væri að hætta fullt af fólki og væri það aðallega skóla- fólk sem væri á förum. Hinsvegar væri erfitt að reka verksmiðjuna með tíðum mannaskiptum, sagði Kristján að lokum. — Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.