Morgunblaðið - 15.08.1987, Page 19

Morgunblaðið - 15.08.1987, Page 19
T'ufi-r TPi'írií. smn*n«Anrií i rnr** ’invmTW.’M MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 81 19 Tónlistarfólk morgnn- dagsins með tónleika í Bústaðakirkju á morgun Úr tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir málið. Til dæmis er tæplega hægt að láta hundrað manns sitja undír stjómanda, sem kann mun minna en allir hinir. í deildinni í Utrecht eru góð tækifæri til að fá að stjóma og þá með kennara við hliðina á sér. Yfir veturinn em nokkrar stakar vikur, þegar er unnið með hljóðfæraleikumm, allt frá tveimur píanóum og upp í hljóm- sveit. Þá er tekið fyrir eitt verk á dag, og hver stjómunamemi fær 20—45 mín. á verk með kennara við hliðina á sér, sem gagnrýnir og segir til. Síðan em þessar tamir yfirfamar á mynd- bandi. Tíminn milli þessara vikna er notaður til undirbúnings, til að hlusta á æfíngar og skoða stjómendur, lesa og hugsa. Stjómun er ekki aðeins spuming um að veifa sprotanum, heldur að kynna sér til dæmis stflteg- undir og fleira í þeim dúr, til að geta svo túlkað í hljóðum það sem stendur á pappímum." Gerður Gunnarsdóttir, sem er að komast inn í góðar og virtar hijómsveitir, til dæmis útvarps- hljómsveitimar. Þetta er því spuming um hæfni, en líka hvað maður er reiðubúinn að gera sér að góðu.“ Þau Guðmundur og Gerður segjast ekki þurfa að kvarta yfír tónlistarlífínu í kringum sig úti. í Amsterdam er tónlistarlífíð ekki aðeins ríkulegt, heldur líka fjöl- breytt, meðal annars mikið um nútíma tónlist og ákveðnir hópar, sem eingöngu sinna henni. En svo er líka Concertgebouw- hljómsveitin, sem hefur spilað lítið af nýrri tónlist til þessa, þó kannski verði breyting þar á eft- ir ráðningu nýs aðalhljómsveitar- stjóra. í Köln er líka ýmislegt í boði og Gerður segir allt tónlist- arlíf þama hafa tekið fjörkipp, eftir að byggt var nýtt og glæsi- legt tónlistarhús í staðnum. — Ef til vill hægt að hafa það í huga hér, með annað augað á teikningunum að tónlistarhúsinu okkar í Laugardal. Á morgun, sunnudag, verða haldnir tónleikar í Bústaðakirkju á hefðbundnum tíma, kl. 20.30. En það er ekki gamalgróin hljóm- sveit sem spilar, heldur hefur Guðmundur Óli Gunnarsson smalað saman liði undir sína stjóm. Mest fólki sem er heima í sumarleyfí frá námi erlendis. Guðmundur Óli er sumsé nem- andi í hljómsveitarstjómun við tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi, en býr sjálfur í Amst- erdam, sem er aðeins steinsnar frá. Á efnisskránni em þijú verk, oktett eftir Hróðmar I. Sigur- bjömsson, sem er að læra tónsmíðar við sama skóla og Guðmundur Óli, fíðlukonsert nr. 5 í A-dúr, K-219 eftir Mozart og balletttónlistin Appollon Musa- getes eftir Stravinskí. Einleikari á fíðlu er Auður Hafsteinsdóttir, sem er að læra á fíðlu í Boston og konsertmeistari Gerður Gunn- arsdóttir, sem er í fiðlunámi í Köln. Auður hefur verið í Boston í fjögur ár, fór þangað eftir að hafa lokið Tónlistarskólanum. Hún byijaði í tónmenntaskólan- um átta ára, valdi á milli flautu og fiðlu þá. Einhvern veginn varð tónlistin fljótlega ofan á, kom líka á undan skólanum, þó hún klár- aði stúdentspróf. En hvemig var að koma út í nám? „Mér leið vel í skólanum heima. Það voru allir svo kátir og það var svo gaman að spila. Uti er meira álag, fleiri krakkar og meiri samkeppni. En það er líka spennandi að spila með krökkum frá mörgum löndum með mismunandi bakgrunn og menntun. Hvað tónlistina varðar, þá var ekki erfitt að koma út, en það er meira mál hvað allt er stórt og svo að þurfa að standa á eigin fótum, vita hvað maður vill og fylgja því eftir. Ég verð líklega í Boston í eitt eða tvö ár í viðbót, fer til nýs kennara í haust, en svo vildi ég reyna eitt- hvað annað, hugsanlega eink- atíma. Annars er svolítið einhæft líf til lengdar að vera í skóla, gleypa allt, sem kennarinn segir og sem stenzt svo kannski ekki, þegar á reynir svo ég væri til í að leita mér að vinnu á einhveij- um fallegum stað í Evrópu. Góð tilhugsun eftir Ameríkudvölina." En hvað er að segja um Moz- art-konsertinn og hvernig þú berð þig að við spilamennskuna? „Þennan konsert lærði ég í Boston, fór yfír hann þar með kennaranum mínum, en hef ekki spilað hann áður með hljómsveit og held mikið upp á hann. Það er reyndar alltaf hægt að fínna eitthvað nýtt hjá Mozart, enda- laust hægt að finna ný og ný atriði til að takast á við. Ég læri verkin utanað alveg frá byijun, spila nótnalaust alveg eins og óperusöngvarar syngja ekki með nótur. Ég læri nótumar strax, en vil svo fá langan tíma til að verða sátt við verkið, at- huga öll möguleg sjónarhom og ákvarða svo mitt eigið. En það er að vísu ekki alltaf hægt að vinna svona. Stundum verða hlutimir að ganga hraðar fyrir sig.“ Guðmundur Óli hefur líka ver- ið viðloðandi tónlist lengi. Móðir hans er tónlistarkennari og kenndi honum á píanó, þegar hann var krakki. Þegar hann nálgaðist táningsaldurinn tók hann að blása í lúðra, svo á þeim aldri hékk hann ekki í sjoppum, heldur í Hljómskálanum. Og ein- hver fleiri hljóðfæri átti hann við, en ákvað svo að taka til við stjómun, stjómaði kóram í tvö ár eftir stúdentspróf. Þá var stefnan tekin á Utrecht og þar hefur hann verið í fímm ár. Fyrst í þriggja ára fomámi, áður en hann fékk að taka inntökupróf í stjómun. En hvað segir Guð- mundur um hljómsveitarstjórnun sem fag? „Stjómun er ungt fag, ekki nema um tuttugu ár síðan var farið að líta á stjómun sem fag, sem væri hægt að læra, og það er ógnarmikið af goðsögum bæði um fagið og einstaka stjómend- ur. En kennslan er kannski svolítið skrítin, því námið hlýtur fyrst og fremst að ganga út á að fá reynslu. Það er aðal vanda- konsertmeistari í þetta skiptið, byijaði á blokkflautu fjögurra ára og á fíðlu sjö ára í Tónskóla Sig- ursveins, þaðan sem hún útskrif- aðist svo. Nú er hún búin að vera í tónlistarháskólanum í Köln í fjögur ár og klárar hann eftir eitt ár. En hvað tekur þá við? „Ég vil gjaman halda áfram námi, en þá í einkatímum, hjá einhveijum góðum kennara. Það era einhveijir slíkir í til dæmis Amsterdam og London. Hins vegar held ég að ég vildi búa áfram í Köln og fara bara á milli. Ég er byijuð að spila svolí- tið með í kammersveitum. Þetta era þá sveitir, sem eru fastar að nafninu til, en með spiluram sem koma og fara. Þær era ætlaðar fyrir fólk, sem vill spila, en kær- ir sig ekki um að vera í fullri vinnu, svo þetta er mest ungt fólk. Það er nóg um slík tæki- færi í Köln. Það er hins vegar mjög erfítt Um faramesti tónlistamema úr skólunum héma heima eru þau Guðmundur og Gerður sammála um, að hvað varði kunnáttu í hljóðfæraleik, þá sé undirbúning- urinn góður. Fræðilega hliðin sé kannski veikari, henni verði nauðsynlega að sinna betur, því hún skipti miklu máli erlendis. Gerður kann að segja frá því, að í Kölnarskólanum sé aðsóknin orðin svo mikil, að það hafi verið gripið til þess ráðs, að láta alla umsækjendur gangast fyrst und- ir fræðilegt próf. Standist þeir það, fái þeir að þreyta próf á hljóðfæri, annars ekki. Þar með ákvarði fræðileg kunnátta hvort nemandinn fær yfírleitt að reyna við sjálft hljóðfærið. — Gagnlegt að hafa þetta í huga... Á þennan hátt mæltist þessum ágætu tónlistamemum, en á morgun fáum við svo að heyra, hvernig þeim og félögum þeirra spilast... í Bústaðakirkju kl. 20.30 ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.