Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 Með sólhlíf i Putalandi Taiwan: Með sólhlíf í kínversku Putalandi og vanga- veltur um fréttamennsku BLAÐAÚTGAFA á Taiwan verð- ur að teljast blómleg í betra lagi; yfir þessar tæpu 20 milljónir, sem búa þar, rignir 44 milljónum eintaka á hveijum degi. Þar fyr- ir utan urmull af vikuritum og hvers konar skýrslum, sem stjórnvöld telja okkur hoUt að lesa. Langstærsta samsteypan kallast á ensku United Daily News, sem mér virtist eftir lýs- ingum að dæma, að hefði undir- tökin á blaðamarkaði landsins. í fyrsta lagi er samnefnt dagblað langútbreiddast í landinu og á vegum fyrirtækisins koma út á annan tug blaða og sérrita. Einn morguninn fór ég í heim- sókn í United Daily News og þar var svona ámóta annríki og Vafstur og á blöðum, hvar sem þau eru í heiminum. Kóreönsk stúlka, Lina H. Kae, sem hefur það fasta starf að leiða gesti og gangandi um rit- stjómina, var hin elskulegasta. Hún talar japönsku, mandarin, taiw- önsku, og kóreönsku reiprennandi. Kenneth Liu, ritstjóri En þar sem þekking mín á þessum tungum var takmörkuð, urðu þetta skrítnar samræður. Þessari blaða- samsteypu var komið á fót árið 1951 og blaðamenn eru 540 við Daily News eitt. Svo mikið skildi ég. Notkun tölva er auðvitað allsr- áðandi. Hver hafði skjá fyrir sig. Mér fannst frábært að horfa á stúlkumar skrifa inn þessi óteljandi kínversku. Og vafðist ekki aldeilis fyrir þeim. Töluvert fleiri karlar vinna við blaðamennsku en konur. Samsteypan hefur komið upp alls konar styrkveitingum og verðlaun- um og nokkmm sinnum á ári er efnt til alþjóðlegrar smásagna- keppni o g starfsmenn njóta almennt ýmissa hlunninda. Meðal annars hefur verið komið á stofn orlofs- og hvíldarheimilum fyrir starfs- fólkið aðeins fyrir norðan Tapei. Þangað ætlaði Lina með manninum sínum um helgina og bauð mér umsvifalaust að koma og vera næt- ursakir, eða lengur ef ég vildi og hún skyldi senda mér aðgöngumiða. Það gerði hún samvizkusamlega. Þá var fellibylurinn Alex skollinn á og hvorki mér né hundunum út sig- andi. Eitt virtasta blað landsins og gefið út af samsteypunni er The Economic News. Aðalritstjóri þess Frá Kínaglugga Flugvöllurinn - og örlítill Búdda Verið að taka upp kínverskan indjánaþátt í önnum við innskriftarborðin Kenneth Liu, hafði sent þau skila- boð, að hann ætlaði að gefa sér tíma til að hitta mig. Eftir skoðun- arferðina fórum við Lina út á kaffisjoppu að bíða eftir Liu. Eins og ritstjórum sæmir var hann of seinn á stefnumótið, En svo kom hann, snaggaralegur, hlýlegur og hress og pantaði umsvifalaust bjór handa okkur að drekka. Og tók til við að útskýra fyrir mér blaðaútg- áfu og veldi United Daily News. Mörg af þessum blöðum hafa út- breiðslu utan Taiwans, til dæmis í Bandaríkjunum og Frakklandi og gervihnattatækni kemur þar að góðu gagni. Liu spurði, hvað mér fyndist um blaðamennsku á Taiwan.Ég sagði, að mér sýndist fréttamennska hér ekki frjáls, altjend ekki á vestrænan mælikvarða. Farið væri kynlegum höndum um ýmsar fréttir, og leiðar- amir virkuðu gamaldags. Svo væru fréttir af atburðum á meginlandinu í sérstökum tón. Ég lyfti hikandi glasinu; vonandi hafði ég ekki móðgað hann? En Liu kippti sér ekki upp við þessar léttu yfirlýsing- ar. „Þú hefur ekki lesið blöðin með réttu hugarfari. Hélztu að þetta væri lýðræðisríki í venjulegum skilningi. Nú er margt að breytast, en við erum ekki famir að venjast því að skrifa upp á þessu nýju býti...Kannski er kínversk blaða- mennska öðruvísi en íslenzk,“sagði hann en bætti svo við„Og þó.“ Hann hallaði hugsandi undir flatt, „auðvitað er blaðamennska í eðli sínu alls staðar eins. Ef hún er góð. Svo að mér fínnst fróðlegt að heyra þetta. Ég vona, að þú skiljir, að ég á erfítt með að tjá mig um þetta. Málið er viðkvæmt. Ég held þó, að ég geti sagt, að efnahagsri- tið, sem ég stýri, virði í meginatrið- um það bezta og réttasta í blaðamennsku. Og fjölmiðlum hér hefur verið uppálagt aðeins tvennt hingað til: berjast gegn glæpum. Og vera á móti kommúnisma. Það em ágætar hugsjónir, en það bæt- ist vonandi fleira við nú. “ Það var ekki nokkur ástæða til að koma þessum elskulega manni í vandræði, enda ég ekki hingað komin til að hafa í frammi eintóm- ar útásetningar. Svo að ég sneri mér að því að spyija hann um ætt- ir og uppruna. Vinsælt umræðuefni Taiwana. Liu var fæddur á meginl- andinu, kom hingað ungur. Hann hefur margsinnis farið til megin- landsins, venjulega gegnum Tókíó, en eftir að Hong Kong leiðin hefur opnazt býst hann við að nota hana. Hann sagði það sama og Nancy Ying, skáld og hefur komið fram í grein, að ferðir þangað væm fræg- asta leyndarmál eyjarinnar. Hann sagðist vita þrennt um ís- land; Hófí hafði verið Ungfrú heimur, við ættum Nóbelsskáld í bókmenntum og höfðum háð og unnið þorskastríð við Breta. Taiwanar em ekki aðeins iðnir blaðalesendur, þeir horfa mikið á sjónvarp og þar em þijár stöðvar. Eg brá mér dagstund í þá stærstu CTS og mér skilst, að fréttir og fréttatengdir þættir, sem stöðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.