Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 29 Suður-Kórea: Herinnmun ekki hafa áhrif á kosningamar -segir Roh Tae Woo Seoul, Reuter. ROH Tae Woo, leiðtogi suður-kóreska stjórnarflokksins, sagði á finuntudag að hann áliti að hinn annars uppreisnargjarni herafli landsins myndi ekki skipta sér af þótt sijórnarandstaðan færi með sigur af hólmi í forsetakosningunum síðar á þessu ári. Roh Tae Woo „Það er eðlilegt að herinn styðji þann frambjóð- ^ f anda, sem þjóðin, velur sér af frjáls- i um vilja," sagði j Roh við frétta- menn í gær. Hann | verður forseta-1 frambjóðandi Lýðræðislega rétt- lætisflokksins, sem komst til valda árið 1979 með stuðningi hersins. Herinn hefur tvisvar sinnum steypt borgaralegri stjóm í landinu frá lokum síðari heimsstyijaldar. Leiðtogar stjómarandstöðunnar hafa eindregið hvatt herforingja til að sýna hlutleysi í forsetakosning- unum og á fimmtudag tók vamar- málaráðherra S-Kóreu, Chung Ho Yong, í sama streng og sagði: „Herinn á að vera hlutlaus. Það er bjargföst trú mín að hann eigi ekki að blanda sér í stjómmál und- ir neinum kringumstæðum." Þrátt fýrir þessar yfirlýsingar Rohs og Chungs láta stjómmála- skýrendur í ljós efasemdir um að hægt sé að treysta á aðgerðaleysi hersins og segja að hann hafi aldr- ei sést fyrir og ekki sé við því að búast að svo verði nú. Þótt Roh segi að herinn eigi ekki að skipta sér af því þótt stjóm- arandstaðan komist til valda, hefur hann ekki mikið álit á Lýðræðislega sameiningarflokknum, sem er sterkasta stjómarandstöðuaflið. Á fimmtudag sagði hann: „Því miður skortir stjórnarandstöðuna hæfni til þess að fara með stjóm lands- ins. Hún æpir aðeins sömu slagorð- in um lýðræði, en hefur enga burði til þess að verða ráðandi flokkur." Fellibylurá Filippseyjum Reuter Fellibylurinn Betty gekk yfir Filippseyjar á fímmtu- dag og lék skip, sem lágu við festar í höfninni fyrir utan Manila illa eins og sjá má á þessari mynd. Að minnsta kosti níu manns létu lífið og mörg þús- und misstu heimili sín í fellibylnum. Reagan vill láta reyna á Mið-Ameríku-sáttnmlami Ovíst hvort látið verður af stuðningi við skæruliða í Nicaragua Santa Barbara, New York, San Salvauior, RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti hefur lýst yfir því að hann ætli að láta reyna á friðaráætlun- ina, sem forsetar fimm Mið- Ameríkuríkja samþykktu á fundi í Guatemala í síðustu viku. Aftur á móti segja aðstoðarmenn forset- ans að enn gæti farið svo að hann Reuter. falist eftir nýrri aðstoð við skæru- liða í Nicaragua. „Við ætlum að reyna þessa áætlun til þrautar, halda raunverulega sam- ingafundi og gera almennilega tímaáætlun," sagði Reagan á fimmtudag. „Kjörorð okkar er: lát- um reyna á lýðræðið." Reagan lét orð þessi falla í bænum North Platte í Nebraska, þar sem hann nam staðar á för sinni til Santa Barbara í Kalifomíu. Hægri menn hafa gagnrýnt frið- aráætlunina og finna henni það helst til foráttu að ekki sé farið fram á að kúbanskt og sovéskt starfslið Sovétríkin: Flokksblað lýsir hörmuleg- um aðstæðum í vinnubúðum Moskvu, Reuter. SOVÉSKA dagblaðið Sovietskaya Rossiya , sem gefið er út af Kommúnistaflokknum, birti í gær grein um ástandið í sovéskum vinnubúðum. Þar er sagt frá ömurlegum aðstæðum fanganna, alvarlegum sjúkdómum og unglingum sem séu látnir þræla alla vikuna við hina ömurlegustu iðju og kunna varla að þvo sér. Opinskáar lýsingar af þessu tagi eru afar sjaldgæfar i sovéskum blöðum og það að Sovietskaya Rossiya birtir þessa grein þykir enn ein vísbending um að stjórnvöld séu aðeins að slaka á klónni, enda er þar gefið í skyn að stjórnun búðanna sé ábótavant. Blaðið segir frá fangabúðum í Leningrad. Þar sem því er lýst hvemig afbrotamennimir, sem flestir em unglingar, þramma frá vinnusvæðunum framhjá gaddavírsgirðingunum til íbúðar- skálanna undir ströngu eftirliti varðanna, segir höfundur greinar- innar, sem _ kallar sig A. Markovich: „í augum þeirra er ekkert að sjá nema leiða og upp- gjöf.“ í greininni í Sovietskaya Rossi- ya segir einnig að fongunum sé gert að hlýða reglum búðanna út í ystu æsar, en þó skipað að vinna á sunnudögum — sem eiga sam- kvæmt reglunum að vera einu frídagar þeirra. Búðastjómin mun hafa gripið til þessa ráðs til þess að reyna að framfylgja áætlun Sovétstjómarinnar um fram- leiðslumagn á boltum, skrúfum og öðrum vamingi, sem fangamir smíða. „Það er óskiljanlegt að þrátt fyrir það, sem virðist vera afar strangt eftirlit með hreinlæti og heilbrigði í búðunum, skuli koma þar upp smitsjúkdómar, og þeir meira að segja mjög skæðir," bætir Markovich við. Hann segir einnig frá því að föngunum sé gert erfitt fyrir-að samlagast þjóðfélaginu á ný. Ungum manni, sem er í þann veginn að ljúka refsivist sinni í búðunum, hefur verið meinuð inn- ganga í herinn. „Pilturinn er á leið út á meðal fólks á ný og vill axla einhveija ábyrgð," segir höf- undurinn. „Hann vill gegna herþjónustu og vera þannig jafn- oki jafnaldra sinna, en honum er bannað það.“ Markovich vitnar í stjómmála- fræðslustjóra búðanna, Alexander Sukalo. Sukalo segir:„Við reynum að endurmennta þá [fangana], að þjálfa þá til vinnu og kenna þeim hvað mönnum beri að gera — að byggja upp, ekki rífa niður. En sumum þeirra, sem em hér, verð- um við að kenna að þvo sér, sofa við rúmföt, skipta um nærföt einu sinni í viku og að halda á skeið." Sukhalov segir að hann hafi viljað bæta tengslin milli fang- anna og yfirmanna búðanna og meira að segja skrifað álitsgerð um það, en búðaforingjamir hafi tekið henni fálega. „Þeir segja: „Þú ert borgari á meðal okkar [hermannanna], varst kallaður til starfa eftir að hafa lokið prófi við háskólann þinn og hefur engan skilning á því við hvað við þurfum að glíma. Þú skalt bara gera eins og þér er sagt,““ vitnar stjóm- málakennarinn í yfirmenn sína. Að lokum kemur í blaðinu fram álit yfírmanns fangabúðastjóma í Leningrad-héraði, Alexanders Sekhovs. Hann segir: „Við rekum fangelsi, ekki heilsuhæli. Við buð- um engum inn fyrir gaddavírinn, svo allt þetta tal um slæman að- búnað er lýðskmm. Nemendur okkar em glæpamenn, sem hafa fengið réttlátan dóm, og þeir vita það.“ Yfirfullur skáli f sovéskum fangabúðum. Fangar við grjótnám. Einungis handverkfæri eru notuð við slíkt í vinnubúðunum. Myndimar era teknar 1977. verði kvatt brott frá Nicaragua. Einnig em þeir ósáttir við að skæm- liðum í Nicaragua sé ekki gert hátt undir höfði. Reagan sagði að Bandaríkjamenn yrðu að vera reiðubúnir til að vinna með þeim sem vildu frið í Mið- Ameríku en bætti síðan við: „það verður að vera í samræmi við hags- muni þeirra, sem beijast fyrir frelsi í Nicaragua." Reagan minntist ekki á aðstoð Bandaríkjamanna við skæmliða í Nicaragua. Aftur á móti sagði How- ard Baker, starfsmannastjóri Hvíta hússins, að forsetinn myndi ákveða 30. september hvort hann ætlaði að fara fram á meira fé handa skæmlið- um en þær hundrað milljónir dollara, sem veita á fram að þeim degi. Stuðningsmenn friðaráætlunarinnar hafa farið þess á leit við forsetann að hann biðji ekki um umframað- stoð. Sagði Baker að það ylti á því hvort raunvemlegur árangur næðist í Mið-Ameríku. Varaforseti Nicaragua Sergio Ramirez, varaforseti Nic- aragua, sagði í viðtali, sem birtist í dagblaðinu New York Times í gær, að stjóm landsins væri reiðubúin til að veita aftur fullt pólitískt frelsi og afnema öll höft af fjölmiðlum, ef Bandaríkjamenn hættu að aðstoða skæmliða í Nicaragua. „Það er ekki hægt að halda frið ef gagnbyltingar- menn halda áfram hernaðarbrölti og Bandaríkjamenn halda áfram að styðjaþá,“ sagði Ramirez. „Ef Reag- an bindur ekki enda á aðstoðina gerir hann út af við áætlunina." Kvað Ramirez stjóm sína vera að undirbúa nauðsynlegar reglugerðir og tilskipanir til þess að uppfylla skilyrði samkomulagsins og bætti við að hún yrðu reiðubúinn til að gera svo 7. nóvember. Lokafrestur samkomulagsins miðar við þann dag. Sagði Ramirez að þeir hópar, sem legðu niður vopn, fengju full pólitísk réttindi. Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, lagði Mið-Ameríku sátt- málann fyrir þingið í San Salvador í gær. Skömmu áður höfðu skæmlið- ar vinstri manna skotið niður þijá lögreglumennn í höfuðborginni og sært tvo aðra. Duarte sagði að frið- ur væri í seilingarfjarlægð og bætti við: „Verði aftur á móti engin breyt- ing á getur enginn unnið, en víst er að allir tapa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.