Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK 187. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Tékkóslóvakía: Nítján ár frá innrás Var- sjárbanda- lagsins Vín, Reuter. í GÆR minntust Tékkar þess að nítján ár eru liðin frá þvi að her- ir Varsjárbandalagsins réðust inn í bandalagsríki sitt og bundu enda á vorið í Prag. Helstu stjórn- arleiðtogar, þar á meðal Alexand- er Dubcek, voru þá hnepptir i varðhald og hafa síðan verið í eiginlegu stofufangelsi. Auk þess féll fjöldi manns í ónáð í hreins- unum, sem sigldu í kjölfarið. Meðal þeirra, sem minntust inn- rásarinnar voru mannréttinda- samtökin Charta ’77 og málgagn kommúnistaflokksins, Rude Pravo. Mannréttindasamtökin Charta ’77 sendu frá sér áskorun til stjómvalda um að herir Sovétríkjanna í landinu yrðu látnir hverfa til síns heima og að pólitískum föngum yrði sleppt. „21. ágúst er ekki liðin tíð í vomm hugum, heldur eilífur dagur og áhrifa innrásarinnar gaetir enn þann dag í dag,“ sagði í tilkynningu sam- takanna. I Tékkóslóvakíu gætir lítið þeirra breytinga til aukins fijálsræðis, sem Mikhail Gorbachev, aðalritari sov- éska kommúnistaflokksins, telur vænlegastar til framþróunar kom- múnistaheimsins. Málgagn tékkneska kommúnista- flokksins, Rude Pravo, minntist í gær innrásar Varsjárbandalagsins undir forystu Sovétríkjanna, til þess að stöðva „Vorið í Prag“. I grein í blaðinu var sagt að aðgerðin hefði verið nauðsynleg til þess að tryggja sigurgöngu sósíalismans. „Styrkur flokksins á þessum erfíð- leikatímum lá í tengslum hans við alþýðuna og í bandalagi hans og samvinnu við önnur sósíalísk ríki." Blaðið sagði að innrásin hefði átt sér stað vegna þess að „gagnbylting- aröflin vildu ekki manneskjulegan sósíalisma, eins og múgæsingar- seggir þeirra héldu fram, heldur niðurrif sósíalismans. Hagsmuni eins sósíalistaríkis er ekki hægt að slíta frá hagsmunum heimssósíalismans, bætti Rude Pravo við. IBLIÐ VIÐRINU A AKUREYRI Morgunblaðið/Sverrir Taka Hollendingar þátt í tundurduflaslæðingu? Vonast eftir stuðningi Vestur-Evrópusambandsins Haag, Brilssel, Reuter. Hollendingar kváðust í gær reiðubúnir að taka þátt í að slæða tundurdufl á Persaflóa að því tilskildu, að flest aðildarríki V estur-E vrópusambandssins styddu það. Belgíustjórn vill einnig íhuga þetta mál og hafa um það samvinnu við önnur Evr- ópuríki. „Við krefjumst ekki einróma samþykkis aðildarríkjanna en von- umst að sjálfsögðu eftir sem mestum stuðningi," sagði talsmað- ur hollenska utanríkisráðuneytisins í gær en í fyrrakvöld lýsti Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hol- Færeyjaheimsókn Vigdísar forseta: „Formsatriði heimsóknarinn- ar skipta okkur engu máli“ - segir Atli Dam, lögmaður Færeyja FÆREYSKA blaðið 14. septem- ber hefur varpað fram þeirri spurningu hvort væntanleg heimsókn Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, til Færeyja um mánaðamótin verði opinber eða óopinber heimsókn. Telur blaðið að þar sem Margrét Danadrottning verði ekki á staðnum hljóti heimsóknin að vera óopinber. Margrét er, sem kunnugt er, einnig þjóðhöfðingi Færeyinga en það var færeyska landstjórnin sem bauð Vigdísi til Færeyja. Morgunblaðið hafði samband við Atla Dam, lögmann Færeyja, í gær og spurði hann hvort mögu- legt væri að um væri að ræða brot á lögunum um ríkjasamband Færeyja og Danmerkur. Dam tók því fjarri og skýrði frá því að land- stjórnin hefði í samræmi við sambandslög og siðareglur látið danska utanríkisráðuneytið um að koma heimboðinu á framfæri við forsetann. Hann bætti því við að Margréti drottningu hefði verið kunnugt um boð landstjómarinn- ar og verið því mjög hlynnt. Dam var spurður hvort heim- sóknin væri opinber eða óopinber. „Landstjómin bauð einfaldlegá Vigdísi til landsins til að staðfesta og styrkja vináttutengsl þjóðanna. Formsatriði heimsóknarinnar skipta okkur engu máli í því sam- bandi," sagði Atli Dam. lands, yfir öllum að óvörum, að stjómin væri í grundvallaratriðum reiðubúin til að senda tundurdufla- slæðara inn í Persaflóa. Aðildarríki Vestur-Evrópusambandsins, sem er vamarsamtök, eru Frakkland, Bret- land, Ítalía, Vestur-Þýskaland, Belgía, Holland og Luxemborg. Til þessa hafa Hollendingar ekki viljað senda tundurduflaslæðara til Persaflóa nema í samvinnu við liðs- afla á vegum Sameinuðu þjóðanna en van den Broek segir nú, að á þeim vettvangi verði ekkert aðhafst og því verði Evrópuríkin að leggja sitt af mörkunum til að tryggja fijálsar siglingar um Persaflóa. Talsmaður belgíska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að stjóm- in vildi ræða um þátttöku í tundurduflaslæðingu á Persaflóa í samvinnu við önnur Evrópuríki en kvað of snemmt að segja af eða á um hana. Tvö aðildarríkja Vestur- Evrópusambandsins, Frakkar og Bretar, hafa þegar sent tundur- duflaslæðara en Italir hafa ákveðið að gera það ekki. Vestur-þýska stjómarskráin bannar öll umsvif hersins utan vamarsvæðis NATO og Luxemborg, sem er landlukt, hefur engan sjóher. Spánn: Taka þátt í flotaæf- ingum NATO-ríkja Madrid, Reuter. SÍÐAR í mánuðinum mun spænski herinn í fyrsta sinn taka þátt í sameiginlegum heræfing- um Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Skýrði talsmaður utanrík- isráðuneytisins frá því í gær. Spænski sjóherinn tekur þátt í flotaæfingum NATO á Norður- Atlantshafi, „Ocean Safari“ eins og þær nefnast, og mun leggja til sjö herskip og einn kafbát auk flugvéla. Þátttaka Spánveija markar nokk- ur tímamót því að til þessa hafa þeir ekki verið með í hemaðarlegu samstarfi í NATO vegna deilunnar við Breta um yfirráðin yfir Gíbraltar. Sjá grein á bls. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.