Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 37 Afmæliskveðja: Guðmundur Kr. Sigurðsson Guðmundur minn, þú fyrirgefur framhleypnina. Við bridgemenn eigum það til að taka „sjensinn" (ef hann gefst...) og stöndum eða föllum með ákvörðuninni. Sumum tekst að láta drauminn rætast, en öðrum mistekst. Bridgekeppnin sjálf, er í raun ekk- ert annað en endurspeglun lífins og á löngum ferli þínum í bridge- hreyfingunni, samofinn starfi Bridgesambands íslands frá upp- hafi, held ég að þú hafir uppgötvað þann sannleik. Og lagt þitt af mörkum. Guðmundi kynntist ég fyrir rúmum fímmtán árum. Það er ekki langur tími í lífssögu, en ég veit að mér fyrirgefst sökum æsku. Þá var Guðmundur aðalsp- rautan í stjómun hér á landi og hafði verið um árabil. Snöggur upp á lagið og ekki allra. Fádæma reikningsglöggur og til fyrirmynd- ar allur frágangur á því pappírs- fargani sem fylgir okkur bridgemönnum. Og ég, strákpatti, að stíga mín fyrstu spor í keppnis- bridge hafði dulítinn ótta af þessum rómsterka manni, sem sífellt var að skipta sér af hlutun- um. Orð hans voru lög og vei þeim sem möglaði. Það var með ólíkind- um hvað karlinn komst yfír. En allt þetta átti eftir að breytast og segir ekki lögmálið, að mennimir breytist með? Ég fór sjálfur að hafa bein afskipti af félagslegu hlið bridgemála og alhliða stjóm- un. Þar var Guðmundur mín hjálparhella, ætíð reiðubúinn að lána einstakt safn sitt af merki- miðum eða töflum, eða gefa góð ráð. Við sem stöndum enn í félags- starfinu emm heppnir að hafa haft Guðmund Kr. Sigurðsson að samferðamanni. Til em margar sögur af Guð- mundi, enda maðurinn meinfynd- inn á eigin kostnað yfirleitt. I eitt skiptið man ég, að Guðmundur var í spilarasæti þegar einhvem vant- aði og í andstöðunni var m.a. undirritaður. Eitthvað fór ég illa með Guðmund í spilinu og skap- maður eins og hann var ekki sáttur við útkomuna. „Þú spilar eins og sofandi næturvörður, drengur,“ sagði hann við mig. Ég reyndi að réttlæta spilamennskuna (ég var á fermingaraldri er þetta átti sér stað) en Guðmundur hristi hausinn og kvað endanlega uppúr: „Svona gera þeir víst í Kópavoginum.“ Og ekki meira um það. Það merkisár í sögu bridge- hreyfingarinnar 1985 skeði það að Guðmundur Kr. Sigurðsson gaf Bridgesambandi íslands íbúð sína að Hátúni í Reykjavík. Litlu seinna festu Bridgesambandið og Reykjavíkurborg kaup á húsnæði að Sigtúni 9 í Reykjavík. Gamall draumur margra varð að veruleika og Guðmundur braut blað í sögu bridge hér á landi. Hans framlag verður aldrei fullþakkað svo lengi sem bridge lifír hér á landi. Um þetta framlag Guðmundar þarf ekki að fara mörgum orðum. Enda leiðast honum langlokur. Guðmundur dvelst þessa dag- ana við Álftavatn í boði Lands- banka íslands en þar vann hann til margra ára. Hefur sú stofnun gert vel við Guðmund og til fyrir- myndar í okkar hraða samfélagfi þar sem manngildið virðist á und- anhaldi en önnur ógildi hafin til vegs. Guðmundur Kr. Sigurðsson er heiðursfélagi Bridgesambands ís- lands, Bridgefélags Reykjavíkur, Bridgefélags Skagfirðinga í Reykjavík og Breiðfirðinga i Reykjavík og einn af hvatamönn- um Bridgesambands Reykjavíkur. Fyrsta keppnin sem hann stjómaði var hjá Bridgefélagi Reykjavíkur 1949 (27 sveita keppni) þannig að ferill hans spannar hátt í 40 ár, því enn er hann að. Árlega eru haldin Guðmundarmót víðs vegaiT' um landið og enn er leitað til Guðmundar. Á Bridgehátíðum tekur hann gjaman að sér viðvik, ef hægt er að narra hann frá þátt- töku og í sumarbridge á hann sitt fasta sæti hvert kvöld, utan þá daga sem hann dvelur erlendis á hverju sumri. Minn maður, Guð- mundur Kr. Guðmundur Kr. Sigurðsson, þú afsakar enn á ný framhleypnina í mér. Ég þykist vita allt um óbeit^. þína á svona löguðu, en í okkar litla landi þar sem allir þekkjast, þykir það kurteisi að heiðra mann- fólkið á vissum tímamótum. Dagurinn i dag, 22. ágúst 1987, eru þannig tímamót í lífí þínu að Bridgesamband íslands, sem á þér svo mikið að þakka, gat ekki látið sem ekkert væri. Lifðu heill vinur. Ólafur Lárusson framkvæmdastjóri Bridge- sambands íslands Afmæliskveðja: Guðmimdur Guðleifsson 80 ára Hildegard Guðleifsson 60 ára Guðmundur Guðleifsson fæddur 22. ágúst 1907 Hildegard Guðleifsson fædd 2. júlí 1927 Við undirrituð viljum minnast þessara sæmdarhjóna með örfáum orðum á þessum merku tímamótum og þakka þeim fyrir góð kynni. Þau bjuggu á Langsstöðum í Flóa til ársins 1974 er þau fluttu út á Sel- foss. Það var fyrir rúmum 30 árum að kynni okkar hófust og gleymast þær stundir ei. Það er margs að minnast og margt getur skeð þegar ungmenni hittast á ókunnum stað. Og ekki fannst okkur nú Flóinn fallegur þegar við sáum hann fyrst — en þar sem gott fólk er, er gott að vera enda urðu sumrin okkar mörg á Langsstöðum. Guðmundur var og er mjög bamgóður og hann misnotaði ekki sitt starfsfólk, enda hafði hann sömu krakkana ár eftir ár. Hilde og Guðmundur eru mjög félagslynd og góð heim að sækja Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. enda vinimir margir. Og ekki er síðra að koma til þeirra að Lyng- heiði 15, en var á Langsstöðum, ávallt glaðværð í fyrirrúmi og svo er gaman að spjalla við þau um liðna tíð því með þetta mörg ár að baki er margs að minnast. Við teljum að með komu Hilde að Langsstöðum hafi opnast nýr heimur fyrir Guðmund. Þau eignuð- ust þrjú böm sem öll búa á Selfossi og nú em bamabömin orðin 7. Það er svo margs að minnast frá dvöl okkar á Langsstöðum, að það væri nánast að gera upp á milli atburða að nefna eitthvað eitt frem- ur en annað. En það ber að þakka þessum ágætu hjónum samveruna á Langsstöðum árin sem við vomm þar fyrir rúmum 30 ámm. Elsku Hilde og Guðmundur, við óskum ykkur alls hins besta á kom- andi ámm. Ykkar lífsglöðu kaupa- krakkar. Óli, Silla og Gugga. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Organisti Daníel Jónsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Fermdur verður Karl Rúnar Karls- son frá Bandaríkjunum, staddur á Sogavegi 220. Organisti Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Hunger Friðriksson. í lok messunnar verður stutt ferm- ingarathöfn og altarisganga. Fermdir verða: Ragnar Karl Stef- ánsson, Laugalæk 36 og Trausti Hafsteinsson, Bröttugötu 3. Flutt verður hátíðatón og leikið á orgelið í 20 mínútur fyrir mess- una. Sr. Þórir Stephensen. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Bragi Skúla- son. FRÍKIRKJAN f REYKJAVÍK: Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: „Nú róttlætist sá sem trúir". Fríkirkjukórinn syngur. Söngstjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa með altarisgöngu kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. UMFH. Allir velkomnir. Kaffisopi á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJ A: Messa kl. 11. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. HJALLAPRESTAKALL: Messa kl. 14íKópavogskirkju. Dómpróf- astur, sr. Ólafur Skúlason, setur sr. Kristján Einar Þorvarðarson inn í embætti sóknarprests. Nýi sóknarpresturinn prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þor- bergi Kristjánssyni. Organisti Kjartan Sigurjónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14 (ath. breyttan messutíma). Dómpróf- astur, sr. Ólafur Skúlason, setur sr. Kristján Einar Þorvarðarson inn í embætti sóknarprests Hjallaprestakalls. Hinn nýskipaöi sóknarprestur prédikar. LANGHOLTSKIRKJ A: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Bragi Skúlason. Organisti Jón Stefáns- son. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Minni á guðsþjónustu í Áskirkju kl. 11. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Safn- aðarferð í Skálholt, þar sem sótt verður messa kl. 14. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 f.h. Þátttaka tilkynnist í síma 611550. Sóknarnefnd. SELJASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11 í Ölduselsskóla. Séra Gylfi Jónsson. FRÍKIRKJAN f HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Örn Falkner. Einar Eyj- ólfsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18, nema á laugardög- um, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ. Hámessa kl. 14. KAPELLA St. Jósefsspítala, Hafnarfirði: Hámessa kl. 10, rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR. Hámessa kl. 8.30, rúmhelga daga er messa kl. 8. KFUM og K. Almenn samkoma á Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Ræðumenn Sigríður Óladóttir og Málfríður Finnbogadóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fflad- elfía. Almenn guðsþjónusta kl. 20. GARÐA- OG VÍÐISTAÐASÓKN- IR. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 11. Garðakórinn syngur. Organ- isti Þorvaldur Björnsson. Séra Bragi Friðriksson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma á Lækjartorgi kl. 16 á sunnudag og hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Brigader Ingi- björg Jónsdóttir talar. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 20.30 verður bænasam- koma. Kaffi á eftir. Sér Örn Báröur Jónsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Séra Gunnþór Ingason. SIGLUFJARÐARSÖFNUÐUR: Guðsþjónusta að Vík í Héðinsfirði sunnudaginn 23. ágúst. Lagt verður af stað frá bátahöfninni kl. 10. Komið vel búin. Kirkjukór og lúðrasveit Siglufjaröar taka þátt í guðsþjónustunni. Björgun- arsveitin Strákar mun aðstoða við lendingu í Héðinsfirði. Séra Vigfús Þór Árnason. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Teo van der Weele frá Hol- landi predikar. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta verður kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 10. Kirkjukórar Njarðvíkursókna syngja. Organisti Gróa Hreins- dóttir. Séra Þorvaldur Karl Helgason. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Séra Þorvaldur Karl Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.