Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁG.ÚST 1987 mnmn „Hve m'ikiá gefur atvmnulaus garr\l\r\g'i ^firle'itt L £jórfé?" Ég tek þessi föt...! Með morgnnkaffinu Ég skil ekki af hverju hann giftist ekki þeim öllum? HÖGNI HREKKVÍSI " þETTA Ef? NS-TI GRÍMUBÖNINgoRINN HANS." Þessir hringdu . . í fccpah loV^X7v\ Eyjólfur Konráð verði framkvæmdastj óri NATO Einar Vilhjálmsson hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi fyrirspum varðandi svokall- aða þjóðargjöf sem átti að klæða landið gróðri. Þeir sem höfðu yfir- umsjón með þessu mættu gjarnan gefa það upp hve mikið hafi kom- ið í hlut Áustfirðingafjórðungs. Ég hef flogið þar yfir og hef ekki séð nein merki þess að neitt af þjóðargjöfinni hafi skilað sér þangað. Einnig vildi ég gjaman fræðast um það hvernig fé til malbikunarframkvæmda skiptist á milli landshluta með sérstöku tilliti til Austfírðingafjórðungs. Að lokum vil ég koma með eina uppástungu. Ég tel að Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður eigi að verða framkvæmdastjóri NATO. Ég tel rétt að íslendingur gegni þessu embætti vegna þess sem er að gerast í hafinu í kring- um okkur núna. Ég held einnig að Eyjólfur Konráð sé hæfasti maður Islendinga í þetta starf.“ Málvillur í sjónvarpi Sigurlaug Tryggvadóttir hringdi: „A sunnudagskvöldið fylgdist ég með þætti um ungt fólk á Is- landi í sjónvarpinu. Fólkið var myndarlegt og gladdi augað en þátttakendur, þar á meðal stjórn- andi hefðu þurft að vanda betur málfarið. Góða fólk, látið ekki heyrast aftur í tæki sem öll þjóðin á setn- ingar eins og þessar: „Okkur hlakkar til“, „okkur kvíðir fyr- ir“ og „kvíðir ykkur ekki fyrir?“. Vildu nú ekki forráða- menn sjónvarpsins hlutast til um það að íslensku máli sé ekki mis- þyrmt svona fyrir framan alþjóð. Þið unga fólk sem eigið kost á góðri menntun, leggið meiri rækt við móðurmálið.“ Ellilífeyrisþegi hringdi: „í tilefni af þessum mikla áhuga sem ríkisfjölmiðlamir virð- ast hafa á einhveijum sértrúar- flokkum í Bandaríkjunum eins og slíkt hafi einhveija þýðingu fyrir heimsbyggðina eða hitt þó heldur þá langar mig til að segja það að Ólafur söguprófessor Hansson sagði að allir fæddust með trúar- þörf, mismunandi sterka. í sumum tilfellum væri hún svo sterk að þegar bamið væri komið til vits og ára þá yrði það annað hvort froðufellandi kommúnisti eða froðufellandi í einhveijum sértrúarsöfnuði. Þetta vissi Karl Marx og Lenin, hans spámaður, bannaði öll trúarbrögð, nema marxismann náttúrulega, og þeir sem ekki hlýddu vom ofsóttir og svo er enn í öllum kommúnist- aríkjum. Kommúnistarnir mynda stærsta sértrúarflokkinn enn í dag þótt kommúnisminn gefi aðeins steina fyrir brauð því að hungrið fylgir alls staðar kommúnisman- um.“ Köttur týndur Kona á Framnesveginum hringdi. Bröndóttur og hvítur angóraköttur, fress, fór að heiman frá sér 10. ágúst og hefur ekki sést síðan. Ef einhver hefur rekist á köttinn er sá beðinn að hringja í síma 24993 eða 76206. Bíll skemmdur í skjóli nætur Sesselía Jónsdóttir hringdi. Son- ur hennar varð fyrir því að einhver eða einhveijir gengu hringinn í kringum bílinn hans og rispuðu hann með einhveiju beittu svo að nú verður að sprauta bílinn nær allan. Bíllinn er rauður Ford Scorpion, skráningamúmer R—34112, af árgerð 1986 og stóð við Iðufell 3. Þetta hefur gerst aðfaramótt miðvikudagsins 19. ágúst eða snemma að morgni. Ef einhver hefur orðið vitni að þessu er hann vinsamlega beðinn að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. Góð þjónusta Ánægður viðskiptavinur hringdi: „Ég vil lýsa yfir ánægju minni með búðina Boltamanninn á Laugavegi. Ég hef fengið þar mjög góða þjónustu og þá sérstak- lega hjá stráknum sem ég talaði við í síma 19. ágúst. Ég hringdi í verslunina og keypti vörur út á Visa—kort og hann var mjög lið- legur í alla staði.“ Barnaburðarpoki gleymdist í Dyrhólaey Maður hringdi: „Ég skildi eftir rauðan barna- burðarpoka af gerðinni Bergans uppi á Dyrhólaey, utan við hliðið, þriðjudaginn eftir verslunar- mannahelgina. Finnandi er beðinn að hringja í síma 82201.“ Taska með bláum röndum tapaðist Sigríður hringdi: „Föstudaginn 14 ágúst sl. kl. 14 var ég stödd í biðskýli SVR við Rauðarárstíg á móti Austur- bæjarapóteki og gleymdi þar lítilli ferðatösku með bláum röndum og rennilás. I töskunni var bara lítil, blá pijónahúfa og við handfangið var fest nafnspjald með símanúm- eri mínu og heimilisfangi sem er ekki langt frá biðskýlinu. Ef ein- hver sem les þessar línur veit hvar töskuna er að finna er hann beðinn að hringja í síma 13968. Fundarlaun." Vínrauð ferðataska tapaðist M.S. hringdi: „Lítil vínrauð ferðataska tapaðist fyrir utan Umferðarmiðstöðina sl. sunnudagskvöld. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 53230 eða 50842. Fundarlaunum heitið." Víkverji skrifar Skilningur manna á nauðsyn gróðurverndar og uppgræðslu landsins fer stöðugt vaxandi. Þó hefur Víkvetji heyrt þær raddir að verið sé að mála skrattann á vegg- inn, ástandið sé ekki eins slæmt og fram hefur komið í skýrslum sér- fræðinga og birst hefur í fréttum, landið sé ekki að blása upp. En hvað hefur ekki blasað við í þurr- viðrinu í sumar? Standandi á Kambabrún hefur Víkveiji séð allt Suðurlandsundirlendið hulið mold- armekki. Oft er sagt að svona sé komið fyrir okkur vegna rányrkju forfeðr- anna, þeir hafi rúið landið, sem var skógi vaxið milli flalls og §öru. En gleymum því ekki að þeir höfðu ekki annað sér til lífsbjargar en gæði landsins sjálfs. Þeir þurftu að höggva skóginn til eldsneytis og beita hann búpeningi til viðurværis. Ólíklegt er að nokkur hafi leitt hugann að því þá að með því gæti gróður landsins verið í hættu. En nú vitum við betur — og höfum alla burði til þess að snúa þessari þróun við. Og það er skylda okkar. xxx Fyrir nokkru sagði Ómar Ragn- arsson í sjónvarpsfrétt frá manni, sem hefði um skeið tekið að sér flag á Reykjanesi og unnið að því í frístundum að rækta það upp. Hann hefði „tekið flag í fóst- ur“ eins og Ómar orðaði það. Hefði fjölskyldan og ekki síst börnin haft mikla ánægju af þessu. Hvatti Ómar fleiri til þess að fara að dæmi þessa manns og fjölskyldu hans, taka flög í fóstur. Það þarf ekki að ganga í neinar grafgötur um hvílíka ánægju við- komandi geta haft af þessu og hver áhrifin geta orðið. Setjum okkur t.d. í spor barnanna, sem sjá gróð- ursnautt flag breytast í gróðurvin — og það fyrir þeirra tilverknað. Þau hljóta að líta öðrum augum á gróður landsins þegar þau vaxa úr grasi — og erfitt er að trúa að þau gangi ekki um með varúð, þegar á vegi þeirra verður svæði þar sem gróður er viðkvæmur. XXX * Inæsta nágrenni höfuðborgar- innar, og sennilega flestra þéttbýlissvæða landsins, blasa hvarvetna við flög, sem kjörin eru til að rækta upp. Hvemig væri t.d. að breyta helgarakstrinum í smá „fóstur“-ferð. Ólíklegt er að slík ferð væri til minni gleði en þeyting- ar um þjóðvegina. Og enginn þarf að efast um uppeldisgildið. Þegar báðir foreldrar vinna úti, og fjölskyldan í raun tvístruð alla daga, er henni fátt eins nauðsynlegt og að vera saman á frídögum. Þá er æskilegt að fínna eitthvað, sem allir geta unnið jafnt að — finna sameiginlegt verkefni, sem bömin vinna með foreldmm sínum og systkinum. XXX En umgengni má víðar vera betri en úti í náttúmnni. Ef til vill emm við hætt að taka eftir því þótt msl sé á götum og gangstétt- um — slíkt er svo algengt. Utlend- ingur einn sagði Víkveija að Islendingar ættu falleg heimili en þeir hirtu lítið um umgengnina ut- anhúss. Ruslið stakk hann í augun. Hvernig væri að fá börnin þama til liðs? Fá þeim það verkefni að tína msl af gangstéttinni fyrir framan húsið, eða sameiginlega sæu börn úr nálægum húsum um gangstéttina út að næsta horni. Gera þeim það metnaðarmál að halda henni hreinni. Ömggt má telja að börn, sem væm alin upp við slíka iðju, myndu aldrei henda ösku og sígarettu- stubbum úr öskubakka bíls síns á gangstéttina, eins og Víkveiji varð vitni að nú nýlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.