Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 ^QamiMŒíáíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þessum þætti hefur aldrei verið ætlað að vera eintal sálar- innar eða óskeikull æðsti dómstóll. Þátturinn á að vera vettvangur fyrir umræðu, upp- lýsingar og skoðanaskipti um íslenskt mál: Umsjónarmaður tekur því með þökkum bréfum þar sem önnur sjónarmið er aðhyllst en hann sjálfur hefur talað fyrir, ekki síst þegar slík bréf eru vel og rösklega stíluð. í þessum þætti og næsta munu birtast bréf af þessu tagi, og eruð þið öll þá hvött til þess að láta ykkar skoðun í ljósi á því sem til umræðu hefur verið. Orðið er laust og vel þegið. ★ Jakob Bjömsson í Reykjavík skrifar mér svo: „Ég vil byija á því að þakka þér fyrir þætti þína um íslenskt mál, sem ég les yfirleitt reglu- lega. En ég verð að gera athugasemd við það sem þú segir í þætti þínum í dag (8. ágúst 1987) um sögnina að slátra. I mínum huga merkir sögnin að slátra að aflífa dýr sem maðurinn hefur fóðrað og alið upp í þeim tilgangi að nýta þau dauð og eru alfarið í umsjón mannsins og á hans valdi þegar þau eru aflífuð. Oft nýtir maðurinn slík dýr jafnframt lifandi, en því aðeins tölum við um að slátra þeim að hafa megi af þeim not dauðum líka. Þannig tölum við ekki um að slátra fjárhundum eða hús- köttum, heldur um að lóga þeim. Langoftast er um að ræða not af dýrinu dauðu, eða hlutum þess, til matar, en þó sjaldnast eingöngu. Oft er líka um að ræða annarskonar not einnig, t.d. af húð dýrsins. Stundum eru þau not jafn mikilvæg eða mikilvægari en matarnotin, og má minna á mikilvægi sauð- skinnsins fyrir íslendinga á liðnum öldum í því sambandi. Það getur því varla talist annað en eðlileg merkingarbreyting og málþróun að tala um að slátra loðdýrum sem alin eru í búrum vegna skinnanna ein- göngu. Með hliðsjón af þessu er mér algerlega óskiljanleg andstaða þín og fleiri við að tala um að slátra eldisfiski og öðrum eldis- dýrum úr sjó eða vötnum, t.d. eldisrækju. Þar er þó um að ræða aflífun dýra sem maðurinn hefður fóðrað og alið upp að hluta og stundum öllu leyti í þeim tilgangi að hafa af þeim not dauðum. Oftast meira að segja matarnot eingöngu. Notkun nafnorðsins slátur um innmat úr dýrum ætti ekki að vera nein hindrun í þessum sambandi. Það er mjög misjafnt eftir dýrum að hve miklu leyti innyfli þeirra eru nýtt enda þótt kjötið sé nýtt, og fiskur, þar á meðal eldisfiskur, hefur þar ekki neina sérstöðu. Lifur úr físki er t.d. mjög oft nýtt ef grundvöllur er fyrir því. Slátur í þrengstu merkingu takmark- ast í hugum flestra við blóðmör, lifrarpylsu, lundabagga og þvílíkar afurðir. Samt tölum við um að slátra hrossum enda þótt við nýtum ekki innyfli þeirra til að búa til úr þeim slíkar afurð- ir. Hvað er þá til fyrirstöðu að tala um að slátra t.d. eldis- dýnim sem lifa í vatni eða sjó? Ég tel því eftirfarandi orða- notkun rétta og eðlilega: Við slátrum dýrum sem við höfum fóðrað og alið upp að verulegu leyti eða öllu, í þeim tilgangi að nýta þau dauð, til matar og/eða annars. Við lógum dýrum sem við höfum fóðrað og alið upp til að hafa af þeim not meðan þau eru lifandi, en eru gagnslaus dauð. Stundum lógum við raun- ar líka dýrum sem ætluð voru til slátrunar, þ.e. til að hafa af þeim not dauðum, en sú fyrir- ætlan fór að verulegu eða öllu leyti út um þúfur t.d. vegna sjúkdóma í þeim, þannig að þau urðu gagnslítil eða gagnslaus 401. þáttur dauð og förgunin, fremur en nýtingin, varð aðalmarkmiðið með aflíftminni. Dæmi: Bóndinn varð að lóga fé sínu vegna sauð- ijárpestar. Við veiðum dýr sem fara um frjáls úti í náttúrunni, á landi, sjó eða í lofti, í þeim tilgangi að hafa not af þeim dauðum, til matar og/eða annars. Við föngum dýr sem fara fíjáls um úti í náttúrunni í þeim til- gangi að hafa not af þeim lifandi. Við eyðum dýrum sem fara um fijáls úti í náttúrunni eða við eða í bústöðum manna í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þau valdi okkur tjóni eða angri okkur á annan hátt. Málvemdarmenn vinna mjög gagnlegt og virðingarvert starf. En þeir eins og allir aðrir verða að gæta sín að fara ekki of- fari. Annars fer hjá þeim um verndun málsins eins og fór hjá Bakkabræðrum um vemdun Brúnku sinnar. Með bestu kveðjum." ★ Þar með lauk hinu mikla bréfi Jakobs Björnssonar. Ég þakka honum fyrir að hafa tjáð sitt sjónarmið skilmerkilega_ og tal- að rösklega fyrir því. Áður en ég geri við það athugasemdir, langar mig til að biðja um ykk- ar álit á aðalefni þess og líka því síðasta um málvemd og athafnir Bakkabræðra gagn- vart Brúnku, með alkunnum afleiðingum. ★ í Dv 15. þessa mánaðar er svofelld fyrirsögn: Prófdómari bitinn af bræðrum. Umsjónar- manni hnykkti nokkuð við, enda til skamms tíma málið nokkuð skylt. Hann kannast reyndar við að líkamshlutar hafí verið bitnir af mönnum, svo sem eyru og nef, en aldrei fyrr heyrði hann að prófdómarar væm bitnir af fólki, hvað þá bræðr- um, enda metur DV þetta til útsíðufréttar. SIMAR 21150-21370 SOLUSI.I l ARliS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOKOAUSON HOL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: í suðurenda á 3. hæð við Kleppsveg Mjög góð 4ra herb. íb. 95,7 fm nettó. Nýtt baö. Nýtt Danfosskerfi. Sólsvalir. Góö sameign. Mikiö útsýni. Úrvalsíbúðir í smíðum Fullb. u. trév. nœsta sumar. 3ja og 4ra herb. viö Jöklafold. Öll sam- eign fullgerð. Frábær greiöslukjör fyrir þá sem kaupa í fyrsta sinn og eru komnir meö lánsloforö frá Húsnæöisst. Byggjandi Húni sf. Vinsam- legast kynniö ykkur nánar greiöslukjörin og fáiö eintak af teikn. og frágangslýsingu. Skammt frá Nýja miðbænum Úrvalseign viö Háaleitisbraut nánar tiltekiö parhús, 212,4 fm nettó. Allt ein8 og nýtt. Frábært skipulag. (4-6 svefnherb.) Bflskúr 23,9 fm nettó. Skipti hugsanleg á góöri 4ra-5 herb. íb. Á úrvalsstað við Funafold Stórt og glæsil. raöhús í smíöum. Tvöf. bílsk. Allur frág. fylgir utan- húss. Húsiö stendur í fremstu röð rótt viö Gullinbrú. Húsiö getur oröiö fbhæft næsta sumar. Byggjandi Húni sf. 4ra-5 herb. ibúð óskast til kaups helst viö Bakkavör á Seltjnesi. Óvenju góöar greiðslur í boöi. Afh. samkomul. Einbýlishús í Seijahverfi óskast tll kaups. Tvöf. bílsk. eöa bílsk. meö vinnuplássi þarf að fylgja. Mjög góöar greiðslur I boði. Fjöldi fjársterkra kaupenda einkum sð fbúAum miðsvæAls f borginnl, sérhæAum og ennfremur aö einbýlÍ8húsum og raöhúsum f Fossvogl, Smáfbhverfi, Vestur- borginni og á Nesinu. Margskonar elgnaskiptl möguleg. Opið í dag, laugardag, kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASTEIGWASAIAW ELDHU SKROKURINN Gott með kaffinu Hvemig væri að freista fjölskyl- dunnar með nýbökuðu meðlæti? Eg hef orðið vör við að yngri húsmæður veigra sér við að fara út í að baka úr þurrgeri, en málið er að það er mun auðveldara en þið haldið. Flest- ar hrærivélar í dag eru með hnoð- spaða, og ef leiðbeiningum er fylgt nákvæmlega er þetta lítið mál. Reyn- ið þessar tvær uppskriftir með þurrgeri í, og einnig „kryddmunk- ana“, þeir koma á óvart! Horn með hnetufyllingu Úr þesssari uppskrift fást um 24 stk.: 250 g hveiti, 120 g smjör, 25 g þurrger, 25 g sykur, a/< dl mjólk, ylvolg, 1 egg Fylling: 50 g hnetukjamar, 50 g smjör, 50 g sykur. (1 egg til penslunar). Bræðið smjörið og látið mjólkina út í. Haldið blöndunni ylvolgri og leysið þurrgerið upp í henni. Setjið sykur og egg í skál, hrærið létt, síðan er hveiti og mjólkurblöndunni hrært saman við og deigið hnoðað þar til sprungulaust. Jafnið aðeins með höndunum, breiðið klút yfír skálina og geymið á hlýjum stað til hefíng- ar, helzt í 1 klukkutíma. Útbúið fyllinguna á meðan. Malið hnetukjamana í kvöm eða fínsaxið með hníf og hrærið saman við sykurinn og mjúkt smjörið. Látið bíða í kæliskáp þar til deigið er til- búið. Stráið aðeins hveiti á borðið og skiptið deiginu í 3 hluta. Fletjið út í kringlóttar kökur, um 25 sm í þver- mál, og skerið út með kleinujámi eða hnff 8 þríhyminga úr hverri köku. Látið rúma 1 tesk. af fyllingu á hvem þríhyming, rúllið þeim svo upp frá breiðari enda, þrýstið endun- um vel saman og látið þá snúa niður. (skoðið mynd) Hrærið eggið létt saman og pensl- ið homin. Setjið þau svo á bökunar- Húseignin Hverfisgata 48 í Hafnarfirði til sölu Járnvarið timburhús í góðu ástandi, 64 fm að grunn- fleti, haeð, ris og kj. með fullri lofthæð. Á hæðinni eru 3 stór herb., eldh., baðherb. og forstofa. í risi eru 2-3 herb. og í kj. með sérinng. er 1 herb., eldh., þvottah. og geymsla. Laust strax. Ekkert áhv. Einkasala. Opið í dag frá kl. 12.00-16.00. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími: 50764. plötu og látið eftirhefast í 10-15 mínútur (með dúk breiddan yfir). Bakið í neðstu rim í 225 gráðu heit- um ofni (200 gráðu heitum blásturs- ofni) f um 5-10 mínútur. Homin em bökuð þegar þau em orðin rétt að- eins gulleit, létt og loftkennd. V anillu-munngæti 24 stk. 50 g þurrger, IV2 dl mjólk, 150 g smjörlíki, 350 g hveiti, 2 msk. sykur, 1 egg Fylling: 50 g smjörlíki, 50 g sykur, 2 tesk. vanillusykur. Egg til penslunar og perlusyk- ur. Deigið meðhöndlað á sama hátt og fyrir homin. Látið hefast í um 30 mínútur. Eftir hefíngu er deigið sett á hveiti stráð borð og hnoðað létt. Deilið í tvo hluta og fletjið hvom um sig út í um 25x35 sm lengju. Smyijið fyllingunni á og rúllið upp lengjunum. Skerið hvora rúllu í 12 sneiðar, þrýstið létt ofan á með hendinni. Sett á smurða plötu, breitt yfir og látið eftir- hefast í um IV2 tíma. Þá penslað með hrærðu eggi og perlusykri stráð yfir. Bakið í 250 gráðu heit- um ofni (225 gráðu heitum blástursofni) í 5-7 mínútur. Kryddmunkar Þessa á að bera fram volga. Þeir em steiktir í olíu eða plöntu- feiti (palmin). 2 egg, 125 g sykur, 300 g hveiti, 2V2 tesk. lyftiduft, 200 g eplamauk, V< tesk. kanill, Múskat á hnífsoddi, aðeins salt, 2V2 matsk. brætt smjör, Hýði af V2-I sítrónu. Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið eplamauki, hveiti, lyftidufti og kryddi út í. Síðast rifnu sítrónuhýði og bræddu smjöri. Deigið sett á kaldan stað, látið kólna vel, og siðan flatt út í um 1 sm þykkt. Stingið út litlar kök- ur og steikið í heitri feiti þar til þær fá brúnan lit (líkt og kleinur). Feitin er nægilega heit þegar hún kraumar kringum eldspýtu sem stungið er niður í hana. Úr þessari uppskrift ættu að koma um 25 kökur. Uppskriftimar í dag eru aðal- lega ætlaðar þeim yngri og óreyndari í bökunarlistinni. Þess- vegna svo nákvæmar lýsingar. Gangi ykkur vel, Jórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.