Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 9
- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 9 STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Tilboðskerfið í Stólpa er magnað •Tilboðsskrá og tilboðsgerð. • Uppgjör verkáfanga í magni eða prósentum. •Vísitöluútreikningur. • Arðsemisútreikningur. Öll einingarverð með eða án sölusk. Eftir vali í Stólpa eru átta alsamhæfð tölukerfi — stækkanleg eftir þörfum fyrir- tækisins. Munið söluskattinn 1. september nk. Kynntu þér málið — hafðu samband. Sala, þjónusta Hönnun hugbúnaðar Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. TSítamailcadutinn Mazda 626 2000 Coup’e 1984 Grásans, 35 þ.km. Vökvastýri, sóllúga o.fl. Fallegur bíll. Verð 470 þús. Subaru 1800 4x4 1986 Blásans. 21 þ.km. Splittaö drif, álfelgur o.fl. Afmælisbíllinn '86. Stöðvarleyti — talstöð — mælir Suzuki sendibill m/gluggum 1984. Hvítur, ekinn 104 þ.km. (vél uppt. aö hluta). Verö 370 þús. Skipti á dýrari fólksbíl. Honda Civic Schuttle 1984 Grásans, 5 gíra, ekinn 53 þ.km. Sóllúga o.fl. aukahlutir. VerÖ 390 þús. Saab 90 1985 Silfurgrár, 5 gíra, ekinn 32 þ.km. Úrvalsbíll. Verð 460 þús. Renault 9 GTL f83 56 þ.km. 5 gira. V. 270 þ. Nissan Micra DX '85 22 þ.km. sem nýr. V. 295 þ. Suzuki Pickup m/húsi '85 45 þ.km. V. 470 þ. M. Benz 230 E 86 14 þ.km. Einn m/öllu. V. 1480 þ. B.M.W. 316 ’86 14 þ.km. V. 590 þ. Ford Escort 1.3 ’86 26 þ.km. 5 dyra. V. 410 þ. Cherokee Chief '86 16 þ.km. Sjálfsk. o.fl. V. 1070 þ. A.M.C. Eagle 4x4 ’81 Station brll. Gott eintak. V. aðeins 320 þ. Peugout 205 GR '86 27 þ.km. V. 380 þ. Toyota Tercel 4x4 '85 34 þ.km. 2 dekkjag. o.fl. V. 490 þ. Ath: Mikið af bílum á 10-24 mán. greiðslukjörum. SÍS var það heillin! Á síðum Tímans í gær er þvi fundið allt til for- áttu, að Búnaðarbanka sé breytt i hlutafélag. Þar er möguleikinn á sölu _ Búnaðarbankans, auk Útvegsbankans, m.a. borinn undir Pál Péturs- son, formann þingflokks framsóknarmanna. Hann afgreiðir málið með kjamyrtum hætti: „Þetta er fráleit hug- mynd“! Ekki stendur heldur á svari varðandi Útvegs- bankann: „Ég hefi heldur ekki neina trú á að það sé nokkuð annað fyrir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra að gera, en að staðfesta kaup SÍS á Út- vegsbankammi." Svo einfalt er málið. Það á „bara“ að reka bankana upp á Auðkúlu- heiði Sambandsins. Helzt kjósendur líka. Ein hún- vetnzk þjóð, einn fagur- grænn Framsóknar- flokkur og einn voldugur SÍS-banki (með eina hjá- leigu: Búnaðarbanka?). „Hundadaga- s1jórn?“ „Hundadagar enda þann 23. águst sem er næstkomandi sunnudag- m-“. Þannig hefst stutt fréttaskýring á SÍS- bankasiðu Timans i gær. Þar er látið að því liggja að SÍS-herferðin inn i bankakerfið og viðbrögð við henni innan Sjálf- stæðisflokksins geti leitt til þess „að stjómin spryngi eftir að hafa starfað rúmlega út hundadagana, sem hóf- ust sem kunnugt er þann 13. júli sl.“ Fréttaskýringin (merkt BG) endar á þess- um orðum: „Fyrir þá sem áhuga hafa á sögulegum tilvijj- Hugmyndir um aó selja Bunaðarbanka i s!aö Ulvegsbanka: Málamiðlunartilraunir erunúírífandigangi Búnaðarbankiekki seldur af ríkis- stjórn fyrirfram il Páll. Petursson tormaöur þingllokks Framsóknarmanna Sala á Búnaðarbanka er fráleit hugmynd Verður stjórnin hundadagastjórn? Joo BakJvin um Utvegsbanksmaiið Ekki banabiti stjórnar Dagblaðið Tíminn heldur sig á Útvegs- bankamiðum í gær sem aðra daga vikunnar um þessar mundir. Reiðarinn [SÍS] getur reitt sig á trúmennsku skips- hafnarinnar, þó að aflabrögðin séu á stundum hálfgert reiðarslag fyrir úthald- ið. Staksteinar henda reiður á málflutn- ingi Tímans í dag. Þeir vitna jafnframt til ummæla Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins á baksíðu Morgunblaðsins í gær sem og ættfræði- þekkingar blaðafulltrúa SÍS. unum er okkur sagt að brezki sjóliðsforingiim sem hratt Jörundi, sem kallaður hefur verið hundadagakonungur, úr stóli á sínum tíma, hafi heitið Josef Banks. Segi menn svo að kimni sé skóggangssök á Tímanum. Steingrímur hófyrtur Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur hóflegri ummæli en Páll Pétursson, þing- flokksformaður, þegar Morgunblaðið ber undir hann likur á stjómarslit- um vegna ágreinings Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um bankamálin. Hann sagði orðrétt: „En að vera með hót- anir um stjómarslit dettur mér ekki i hug þvi að þetta er á valdi við- skiptaráðherra og við verðum að sætta okkur við það sem hann gerir eftir að hafa ráðfært sig við okkur. Því þó að þetta sé mikilvægt mál em önnur mál mikilvægari og ríkisstjóminni verður að takast þar sitt ætlun- arverk". Búnaðarbank- inn Loks skal vitnað til Tíma- orða varðandi hugsan- lega sölu á Búnaðarbank- anum: „Samvinnumenn hafa hvergi látið upp hug sinn um kaup á Búnaðar- banka, enda hafa þeir talið sig vera að kaupa Útvegsbankann. Augljós- lega yrðu kaup á Búnaðarbankanum mun erfiðari viðfangs, þar sem hann yrði þeim mun dýrari en Útvegsbanki. Em þá ótaldir pólitískir örðugleikar sem kynnu að verða við það að fá Búnaðarbanka breytt i hlutafélagabanka, sam- anber viðtöl annars staðar á síðuimi." Hér er vitnað til Höllu- staða-Páls: „Þetta er fráleit hugmynd." Vitlaus ætt- færsla Á sama tíma og Tíminn telur að ríkis- stjómin kunni að fara frá vegna þess að Josef Banks hét Josef Banks komast aðrir spekingar að þeirri niðurstöðu að þeir Sveinn Benediktsson (bróðir Bjama og Péturs) hafi verið bróðir HaUgríms Benediktsson- ar (föður Geirs). Af þessari röngu ættfærslu, sem fyrst var kynnt í Þjóðviljanum, síðan leið- rétt þar, en engu að síður endurtekin af Hermanni Sveinbjömssyni, blaða- fuUtrúa SÍS, í DV í gær, draga menn síðan álykt- anir um ættarsamsæri gegn SÍS-veldinu. Er furðulegt að menn, sem em jafn illa að sér um ættir og hér er lýst, skuli leitast við að byggja veik- an málstað sinn á ætt- fræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.