Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 51 Laugavegur Takmörkum umferð einkabíla Þar sem nýlokið er við annan áfanga í breytingu Laugavegar, þá er eðlilegt að spyrja sig hvers kon- ar umferð sé æskileg á nýja Laugaveginum. Mér finnst ýmislegt mæla á móti umferð einkabíla. Þegar umferð er í hámarki er ekki heilsusamlegt að ganga vestur Laugaveg, frá Snorrabraut. Og samkvæmt nýlegum mengunar- rannsóknum er Reykjavík með mengaðri borgum í Evrópu vegna útblásturs vélknúinna ökutækja. I framhaldi af því er rétt að minna •• Olvun á úti hátíðuin: Ekki stjórn- endum hátíð- anna að kenna Velvakandi góður. Margt hefur verið skrifað og skrafað um drykkjuskap ungling- anna í Húsafelli um verslunar- mannahelgina. Á aðrar samkomur var varla minnst, hvað þá að fylli- ríið á þeim hafi verið tíundað. Stjórnendur mótsins og lögregla var spurð í útvarpi og blöðum hvers vegna ekki hefði verið strangt vínbann og því fylgt eftir með leit. Stundum hafa fjölmiðlar fárast yfir „ofstæki og þröngsýni bindindis- postula sem vilja banna allt“ o.s.frv. Þá eru áfengisbönn aðeins talin gera illt verra. Það er þægilegt að skella skuld- inni á mótshaldara, þótt þeir hafí tæplega haft vín á boðstólum. Eða var kannski opinn bar á Húsafelli? Fengu vínsalar aðgang að hátíð- inni, kannski gegn prósentum? Hvar fá unglingarnir áfengi? Hvers vegna sækjast 14—18 ára ungling- ar eftir áfengi? Halda þeir að ekki sé hægt að skemmta sér án þess? Unglingadrykkja er vandamál sem varla verður upprætt með því að beina ailri athyglinni að einni helgi og einum stað. Ef til vill hafa þó þeir ölkæru einmitt sótt í Húsafell vegna þess að fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á Húsafelli sem „sukkstað" og fyrirfram búnir að dæma og setja stimpil á þá skemmt- un sem þarna átti að fara fram. Borgfirðingar lögðu mikla vinnu og ljármagn í Húsafellsmót. Þeir hefðu átt skilið allsgáða gesti og betri umgengni. Kristín á rannsókn sem gerð var á breskum börnum fyrir nokknim árum síðan, sem benti ótvírætt til þess að börn er búi við miklar umferðargötur sýni lakari árangur í skólum. Sérstakur vagn á þessari leið hlýtur að vera neyðarúrræði fyrst og fremst vegna þess að það hefur í för með sér aukin vagnaskipti, sem er einn helsti veikleiki þessa leiða- kerfis. í rauninni væri vel viðunandi að banna umferð einkabíla einungis frá kl. 13 til kl. 18, alla virka daga, þegar umferðin er sem mest. Kaupmenn eru smeykir við þetta fyrirkomulag. Líklega er þetta ein Kæri Velvakandi Þar sem þú býður öllum til leiks í dálkum þínum ætla ég að nota- færa mér það. Þá er ég, eins og flestir aðrir, með kvartanir í garð fjölmiðla, það er útvarps, sjónvarps og blaða. Þessir fjölmiðlar þrástag- ast á fátækt og vinnuþrælkun á íslandi. Við þetta fólk, sem þessu heldur fram, vil ég segja að það hefur hvorki hugmynd um virkilega vinnuþrælkun né verulega fátækt. Ég er uppalin á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, í þorpi við sjávarsíð- una, og þar sá ég konur bera kol, við og salt á bakinu. Það var þræl- dómur. Ég vissi um börn sem ekki gátu borðað sig södd og aldrei fengu mjólk. Þetta var fátækt. Þá var vinnudagurinn langur, bæði í þorpum og sveitum, 16 til 18 tímar, að minnsta kosti í sveitum um slátt- inn. í Reykjavík þekkt ég fjölskyldu, þar sem húsmóðirin missti algjör- lega heilsuna, börnin voru mörg og heimilið þungt. Húsbóndinn varð að flýja á náðir bæjarins og það kostaði hann kosningaréttinn, einn helgasta rétt mannsins. Þá langar mig til að minnast á „skrefin". Það eru ekki bara hinar auknu byrðar almennings, og þetta kemur fyrst og fremst illa við aldr- að fólk, sem eru áhyggjuefni heldur svik stjórnmálamannanna. Gísli Jónsson prófessor hefur skrifað af leiðunum til að standast sam- keppni Kringlunnar sem er hálfgerð yfirbyggð göngugata. Á sínum tíma var gerð könnun á dreifingu við- skiptavina á Laugaveginum. Niðurstaða hennar var sú að versl- anir við biðstöðvar SVR voru með áberandi meiri viðskipti en þær verslanir sem fjær voru. Um leið og ég fagna fegrun Laugavegar, þá vona ég að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt til takmörkunar á umferð einkabíla. Ari Tryggvason vagnstjóri SVR. prýðisgreinar um málið en það er ekki nægilegt. Það þarf samtök. Við vitum að samtök eru máttur. Og hvað um svik stjórnmála- mannanna um afnám tekjuskatts? Hefur ekki loforði um afnám skatts- ins verið stungið eins og dúsu upp í kjósendur fyrir kosningar síðustu ára? Við erum of værukær. Maður er nefndur Ólafur M. Jó- hannesson. Yfirleitt les ég pistla Ólafs í Morgunblaðinu og líka þeir oft vel, meira að segja mjög vel. En hann brást mér þann 15. J)essa mánaðar. Þarna þeyttist Ólafur fram á ritvöllinn, með blaktandi bjórfána við hún. Ólafur vill í hasti hrófla upp sem flestum bjórkrám á sem flestum götuhornum og, takið eftir, sem næst vinnustöðum (allt í lagi að stelast úr vinnunni á krá). Þar á að hittast á kvöldin (allt í lagi með börnin heima, þau geta bara legið fyrir framan sjónvarpið, horft á glæpamynd eða annað sið- leysi). Þá vill Ólafur M. Jóhannesson hið skjótasta senda mann til Bret- lands að skoða ;,bjórmenninguna“. Ég legg til að Ólafur fari sjálfur í þá för. Að lokum, vill einhver kannski sjá fleiri stræstisvagna eins útlít- andi og þann er sýndur var í sjónvarpi 15. þessa mánaðar? Victoría Guðmundsdóttir Ofmælt að tala umfátækt og þrældóm á íslandi Hjartanlega þakka ég Jjölskyldu minni, sam- starfsfólki, vinum og kunningjum heimsóknir, kveÖjur og góðar gjafir í tilefni sjötugs afmœlis míns, þann 18. ágúst. MeÖ bestu kveÖjum, Guðjón Halldórsson. Þakka hjartanlega vináttu og virÖingu á 80 ára afmœli mínu, 12 þ.m. Sérstaklega þakka ég börnum mínum og fjölskyldum þeirra svo og systrum mínum og öllum sem heimsóttu mig meÖ gjöfum, blómum og heillaskeytum. GuÖ og gœfan fylgi ykkur öllum. Margrét Guðjónsdóttir, Hvítárdal, Hrunamannahreppi. * Gólfefni í miklu úrvali VATNSÞYNNANLEG EPOXY-GÓLFEFNI. Ásamt flotgólflagnarefnum og viðgerðarefnum fyrir gólf. Höfum verktaka á okkar snærum víða á landinu. Reykjavíkurvegi 26—28. Símar 52723/54766. 220 Hafnarfirði. Blaóburðarfólk i óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Ingólfsstræti Básendi Skúlagata Viðjugerði Skipholt Heiðargerði frá 50-70 o.fl. frá 2-124 VESTURBÆR KÓPAVOGUR Ægissíða frá 44-78 Vesturgata frá 1 -45 Nýlendugata Skjólbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.