Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 15 Mynt Maríu Stuart, Skotadrottningar _________Mynt_____________ Ragnar Borg Á fyrstu öldum Skotaríkis voru Íítil not fyrir mynt. Konungarnir höfðu með sér myntmeistara á ferð- um sínum og peningarnir, sem slegnir voru, og það með frumstæð- um tækjum, voru einfaldlega of grófir. Svo fór þó að aukin þörf varð fyrir mynt. Voru þá settar upp myntsláttur í helstu bæjunum. Á dögum Alexanders III. (1249—86), á gullöld Skotlands, voru a.m.k. 15 myntsláttur Þeim fækkaði þó fljótt. Mynt Maríu Stuart er aðeins slegin af tveimur myntsláttum, í Edinborg og í Stirling, á árunum 1565 til 1567. María Stuart var dóttir Jakobs V. Skotakonungs og seinni konu hans, Maríu af Guise. Hún fæddist hinn 8. desember 1542 í Linlithgow, nærri Edinborg. Mai’ía kynntist aldrei föður sínum, því hann féll í orrustu 5 dögum eftir að hún fædd- ist. Jakob konungur hafði eignast tvo syni, en þeir dóu báðir í æsku. Því varð María drottning við fall föður síns og það í stríðshijáðu landi. Skoskir aðalsmenn höfðu lengi átt í illdeilum hver við annan og sífelld- ar skærur voru á landamærunum við England. María var krýnd í kastalanum í Stirling hinn 11. sept- Silfurryal frá 1567, sleginn að Hinrik látnum. Seinast voru þess- ir peningar slegnir 15. og 16. júlí 1567. ember 1543. Hinrik VIII. Englands- konungur vildi sameina þessi tvö ríki, sem svo lengi höfðu þrætt, og hvatti því til ráðahags með þeim Maríu og Játvarði syni sínum. Þessu hafnaði móðir Maríu og þá boð Hinriks II. af Frakklandi, að hún giftist Frans, syni hans. Giftinguna samþykkti svo skoska þingið í júlímánuði árið 1548, með þeim skilmálum þó, að Hinrik II. verði Skotland, svo sem væri það hans eigið ríki, en viiti um leið sjálf- stæði þess. María var svo send til Frakklands af öryggisástæðum og ólst upp við frönsku hirðina. Hinn 24. apríl 1558 giftist hún ríkisarf- anum í Notre Dame-dómkirkjunni í París. Frans tók við ríki föður síns að- eins 15 ára að aldri. Hann var veikburða og andaðist ári síðar. Skömmu síðar sneri María heim til Skotlands, sem enn var undirlagt af innanlandsdeilum. Var hún illa undir það búin að stjórna þessu óvinveitta landi. Móðir hennar hafði haft með höndum forsjá í fjarveru hennar, en hún var nýlega látin. Hafði henni gengið slaklega að skipta við höfðingjana í landinu. María Stuart var nú 18 ára, há, tíguleg og fögur, en hispurslaus og ástríðufuil að eðlisfari. Hún var Silfurryal frá 1566 með nöfnum þeirra Maríu og Hinriks, en hennar nafn á undan. blandin stolti og vorkunnsemi er hún kom til Edinborgar, en þar bjuggu um þær mundir 40.000 íbú- ar. Hún settist að í Holyrood-kast- ala. Móttökur landsmanna voru kaldar og hún saknaði allsnægt- anna og þægindanna sem hún hafði vanist við frönsku hirðina, en ekki var hægt að veita í landi hennar. María Stuait hafði tekið kaþólska trú á Frakklandi og hélt fast við hana, en varð að láta sér lynda að mótmælendatrú héldist sem þjóðtrú í Skotlandi. Skamma stund hafði María verið í Skotlandi og stýrt ríki sínu er kólna tók enn vináttan með henni og Skotum. Þeir undu því illa að hún hugði frekar á munaðarlíf, en aivarleg störf. María hélt því fram, að hún ætti tilkall til ensku krúnunnar, þar sem Elísabet I. hefði fæðst utan hjóna- bands og væri því ekki löglegur erfingi eftir föður sinn, Hinrik VIII. (Þessu svöruðu Englendingar til, að hjúskapur Hinriks VIII. og Onnu Boleyn væri staðfestur af klerka- dómi, og því væri Elísabet, dóttir þeirra, réttborinn erfingi krúnunn- ar.) Sá sem næstur átti tilkall til ensku krúnunnar var Hinrik Stu- art, Darnley lávarður, en hann var, eins og María Stuart, barnabarn Margrétar Tudor. Hann hélt til Skotlands í febrúarmánuði árið 1565, að ráðurn móður sinnar, sem vonaðist til að þau María giftust. Elísabet Englandsdrottning og skoski aðallinn skelfdust og óttuð- ust afleiðingar þessa ráðahags. Darnley lávarður var drambsamur og drottnunargjarn, svallsamur og ósiðlátur, hávaxinn og með drengja- legt andlit. Hann kom vel fyrir og heillaði hina ungu drottningu svo mjög, að þau gengu í hjónaband hinn 28. júlí 1565. Ekki leið þó á löngu áður en drottning komst að hinu sanna inn- ræti eiginmanns síns. Fyrsta rimman milli þeirra varð í október, aðeins níu vikum eftir brúðkaupið. María vildi ráða til sín, sem for- ingja, James Hepburn, jarl af Bothwell, en Darnley vildi koma föður sínum í þetta starf. María hafði sitt fram. Fleira kom og til. Söngmaður einn við hirðina, ítalsk- ur, Riccio að nafni, var kominn í hina mestu hávegu hjá drottningu. Landsmenn undu þessu mjög illa og enn frekar þegar menn upp- götvuðu að bréf fóru milli Riccio og páfans, þannig að trúarbrögðum Skota gat verið hætta búin. Þar kom, að nokkrir menn gjörðu sam- særi gegn Riccio, en Darnley var sjálfur oddviti þeirra. Hinn 9. mars 1566 ruddust nokkrir menn, með tvo jarla og Darnley í forystu, inn í einkasali drottningar, drógu Riccio inn í næsta herbergi og drápu hann þar, hvað sem drottning sagði. Varð hún ákaflega reið og hét hefndum, og efndi þau hótunaryrði á nokkrum þeirra, er hún lét taka af lífi. Þótti Darnley illa skiljast við félaga sína, er hann kom þeim eigi undan, og þótt Maríu væri illa við hann áður, varð það nú hálfu verra eftir morðið á Riccio. Skömmum tíma þar á eftir, eða hinn 19. júní 1566, varð drottning léttari og ól sveinbarn. Sá nefndist Jakob og tók síðar við ríki af Elísbetu I. á Eng- landi og nefndist þar Jakob I. en Jakob VI. sem Skotakonungur. Að Riccio látnum komst Both- well, sá er fyrr er nefndur, í mikla kærleika við Maríu drottningu. Hann var af göfugum ættum í Skotlandi, djarfur maður og hug- rakkur, en ójafnaðar maður hinn mesti og óhlutvandur í flestu. Hin- rik Darnley flúði til Glasgow á aðfangadag 1566, að ráðum föður síns, en María, í fylgd með Both- well, fór til hans hinn 20. janúar 1567, til að tala hann á að snúa aftur til Edinborgar. Drottning vildi losa sig við eiginmann sinn, kon- unginn, -en þar eð skilnaður kom ekki til greina, var ekki um annað að ræða en að drepa hann. Konung- ur hélt að hann hefði veikst af stóru bólu, en margir héldu því fram að veikindin myndu af eitri vera. Þau komu svo aftur til Edinborgar hinn 30. janúar og dvaldist konungur í húsi nokkru, skammt utan við borg- ina, en það húsnæði hafði Bothwell útvegað. Var drottning þar nokkra daga hjá honum. Hinn 9. febrúar hélt hún til hallar sinnar, en þá sömu nótt varð sprenging í híbýlum konungs og lét hann þar líf sitt og þjónn hans. Þar eð María hafði aðeins farið frá konungi tveimur stundum áður en sprengingin varð, María Stuart 17 ára, há, lagleg, aðlaðandi og blóðheit. hélt hún því fram, að ætlanin hefði verið að myrða hana. Almennt var þó talið að Bothwell bæri ábyrgð á glæpnum, en sýndarréttarhöld sýknuðu hann. Nokkrum dögum síðar barst Bothwell skjal eitt, og var hann þar beðinn að giftast Maríu drottningu. Lék það orð á, að þeir menn sem skjalið sömdu, hefðu gjört það fyrir þrábeiðni hans, fögur loforð og jafn- vel hótanir. Um þetta leyti fór drottning til Stirling. Þangað kom Bothwell með 1000 menn, tók drottningu, hafði hana á brott með sér og kvongaðist henni. Voru þá liðnir 3 mánuðir frá vígi Darnleys. Bothwell, sem hafði gifst annarri konu 6 mánuðum áður, sagði nú skilið við hana. Allt þetta bendir til þess, að drottning hafi eigi látið sér allt í augum vaxa. En nú var mælirinn fullur. Hinn 15. júní, mánuði eftir brúðkaupið, tóku skoskir aðalsmenn til vopna gegn þeim Maríu og Bothwell. Or- ustu varð afstýrt, með því skilyrði að Bothwell hyrfi af landi brott. Þau sáust aldrei framar, María og hann. Drottning var nú færð til Lochleven-kastala og höfð þar í haldi. Rannsókn, sem nú fór fram á ýmsum bréfum, er henni voru eignuð, varð til þess að skoski aðail- inn gjörðist henni algjörlega frá- hverfur, og hinn 24. júlí 1567 var hún neydd til að segja af sér, og sonur hennar varð konungur, Jakob VL í febrúar 1558 fæddist dóttir hennar og Bothwells. Henni var komið fyrir á Frakklandi og líkleg- ast gekk hún í nunnuklaustur. Eftir að hafa komist burt frá kastalanum, safnaði María liði, en var lítt ágengt. Hélt þó til bardaga með lið sitt, en er 300 af mönnum hennar voru fallnir, flýðu hinir og hún slapp naumlega. Hálfum mánuðí síðar, eða 16. maí 1568, flýði hún yfir til Englands, á náðir Elísabetar I. frænku sinnar. Elísabet átti ekki margra kosta vöi og aliir voru kost- irnir vondir. María Stuart dvaldi í fangeisi á Englandi í tæp 19 ár en var svo hálshöggvin hinn 8. febrúar 1587. Árið 1565 kom fram mynt með mynd af þeim Hinrik Darnley og Maríu Stuart. Á randskriftinni kom nafn Hinriks á undan nafni Maríu. Þessari mynt var mjög skjótlega kippt úr umferð og önnur kom, þar sem nafn Maríu kom á undan. Mynt Maríu Stuart kallast „ryal“ og gilti 30 skildinga. Til eru „ryal“- peningar frá árunum 1566 og 1567. Allir eru þessir peningar býsna sjaklgæfir. Á myntsafni Þjóðminjasafnsins og Seðlabankans eru örfáir breskir peningar, en aftur á móti þekkir safnvörðurinn þar, Anton Holt, breska mynt allra manna best hér á Islandi. Myntsafnið er opið á sunnudögum milli klukkan 2 og 4 og er við Einholt 4. Notaðir bílará sérstöku sumarverði!! verð áður verö nú 1. Mazda 626 LX Sedan 2. OL árg. 83 350,000' 310.000 2. Mazda 323 5 dyra 1.3 L árg. 83 2ZOÆO0- 250.000 3. Nissan Sunny Sedan árg. 82 230.000' 198.000 4. Daihatsu Charade Runabout árg. 83 230.000 210.000 5. Volvo 144 árg. 73 85.000 55.000 6. Nissan Cherry 3 dyra árg. 81 140,000' 100.000 7. Simca Horizon 5 dyra árg. 79 100.000 50.000 8. Ford Fairmont árg. 78 100.000' 65.000 9. Lada Samara árg. 86 240.000 220.000 10. Chevrolet Impala 4 dyra árg. 78 300.000 205.000 11. Daihatsu Charade 5 dyra árg. 79 110.000' 75.000 12. Ford Escort XR3i árg. 83 470.000- 430.000 Góð greiðslukjör! Opið laugardaga frá kl. 1- BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S. 68 12 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.