Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 27 Efra borð flugvélarvængs er lengra en hið neðra og því er loftstraumurinn hraðari við efra borðið. Þar sem loftþrýst- ingurinn við efra borðið er lægri myndast lyftikraftur yfir vængnum. Flugmaðurinn getur breytt lögun vængsins með væng- börðunum. Þannig eykst loftstraumurinn við efra borðið og þar með lyftikrafturinn. y> Reuter Hugsanleg orsök flugslyssins í Detroit Sérfræðingar bandarísku flugmála- stofnunarinnar segja að svo virðist sem flugmönnum DC-9 þotunnar, sem fórst nærri flugvellinum í Detroit í Bandaríkjunum á mánu- dag, hafi láðst að setja vængbörð flugvélarinnar í rétta stöðu í flug- taki. Hafi þeir ekki sett vængbörð þotunnar niður en með því móti eykst ljrftikrafturinn í flugtaki. 154 fórust er farþegaþotan skall niður á hraðbraut skammt frá flugvellin- um og er þetta annað mesta flugslys í sögu Bandaríkjanna. STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Átta alsamhæfð tölvukerfi sem ganga á yfir 20 tölviitegundir. •FJÁRHAGSBÓKHALD •SKULDUNAUTAR • LÁNARDROTTNAR •LAUNAKERFI • BIRGÐAKERFI •VERKBÓKHALD • SÖLUNÓTUKERFI •TILBOÐSKERFI Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækiö án þess að eiga það á hættu að „sprengja" kerfin því við bjóðum: • LITLA STÓLPA fyrir minnstu fyrirtækin. •STÓLPA fyrir flest fyrirtæki. • STÓRA STÓLPA fyrir fjölnotendavinnslu. Látum aflt fylgja með í „pakka“ ef óskað er, s.s. tölvur, prent- ara, pappír, disklinga, húsgögn, kennsla og góða þjónustu. Sala Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 10é Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaður Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. Noregur: Krabbameinsvaldur í áfengi Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NÆR allt áfengi sem selt er í Noregi inniheldur krabba- meinsvaldandi efnið ethyl- carbamat. Magnið af efninu er mismunandi eftir áfengisteg- undum en hefur mælst mest í vínum frá norðurhluta Spánar og í bandarísku viskii. Norska Áfengisverslunin hefur undanfarið staðið fyrir rannsókn- um þar að lútandi og lítur málið mjög alvarlegum augum. Áfengis- verslunin hefur óskað eftir því frá heilbrigðisyfirvöldum að þau setji efri mörk á magn ethylcarbamats í áfengi. Svar hefur ekki borist en rætt hefur verið um að banna sölu á einstaka áfengistegundum. Efnið verður til við gerjun vínsins og ber mest á því í vínum af stein- ávöxtum eins og kirsuberjum og plómum. Einnig hefur mælst mik- ið af efninu í bandarísku bour- bon-viskíi. Um það bil 250 Norðmenn deyja árlega úr krabbameini vegna áfengisneyslu en ekki er ljóst hvort ethylcarbamat á sök á því. Rannsóknir hafa sýnt að ef- nið er mjög krabbameinsvaldandi. Prófessor Olav Hilmar Iversen sem rannsakað hefur virkan efnis- ins segir að það auki líkur á krabbameini í húð, lifur og eitlum. Hann vill ekki skelfa um of þá sem gaman hafa af því að fá sér í glas: „í flösku af rauðvíni eru jú 1500 ólík efni og enginn veit hve hættuleg sum þeirra eru.“ I Kanada er lögbundið hámark efnisins í léttvíni 30 ppb (míkrógrömm í lítra) og í sterku víni 400 ppb. í Svíþjóð er hámark- ið 400 ppb fyrir bæði létt og sterk vín. í Noregi hafa engin mörk verið sett en Áfengisverslunin miðar við 800 ppb. Ekkert hámark á * Islandi Morgunblaðið leitaði til Hö- skuldar Jónssonar forstjóra Áfengis- og tóbakverslunar ríkis- ins og spurði hann um reglur hér á íslandi varðandi ethylcarbamat í áfengi. Hann sagði ekkert hám- ark vera lögfest um magn efnisins í útseldu áfengi en fylgst væri vel með því hvað gerðist í þessum efnum erlendis. Hér væru yfirleitt til sölu sömu tegundir og_ í ná- grannalöndunum og tækju Islend- ingar þátt í samnorrænu rannsóknarstarfi varðandi hættu- leg efni í áfengi. Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkisins kvaðst ekkert hafa heyrt um skaðsemi ethylcarbamatsins en taldi rétt að vera á varðbergi vegna þessa. Að sögn Jóns Edwalds starfs- manns Áfengisverslunarinnar finnst efnið ekki í áfengi sem framleitt er úr hreinum vínanda svo sem eins og ákavíti og vodka. LAUGARAS= frumsýnir jStfiksæSS' Sýnd í sal Akl. 3 — 5 — 7 — 9og11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.