Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 .38 t Eiginmaður minn og faðir okkar, SNORRI JÓNASSON loftskeytamaður, Öldugötu 9, Reykjavfk, andaöist í Landakotsspítala 20. ágúst. Guðrún Jörgensen, Stefania G. Snorradóttir, Sigrún S. Snorradóttir, Snorri J. Snorrason, Carsten J. Kristinsson. t Móðir okkar, GUÐLAUG SIGFÚSDÓTTIR, lést á Elliheimilinu Grund aöfaranótt 20. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Hulda Brynjúlfsdóttir, Þóra Kristin Jónsdóttir, Sigrún G. Jónsdóttir. t Konan mín og móðir okkar, GUÐLEIF JÓHANNA JÓH ANNSDÓTTIR, Kárastig 14, Hofsósi, andaöist í Sjúkrahúsi Sauöárkróks 20. ágúst. Jóhann Kristinsson og börn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTÓFERS KRISTÓFERSSONAR, Sörlaskjóli 11, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Ís- lands eða aðrar líknarstofnanir. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Kristrún Kristófersdóttir, Styrmir Gunnarsson, Oddrún Kristófersdóttir, Guömundur Magnússon, Smári Kristófersson, Þóra Valentínusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík. Sigrún Stella Guðmundsdóttir, Jón Þórður Jónsson, Kristín Bjarney Guðmundsdóttir, Þór Nielsen, Sigurjón Guðmundsson, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir og barnabörn. t Innilegt þakklæti færum við öllum sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR MATTHÍASAR HJARTARSONAR, Blönduhlið 4, Reykjavfk. Guðmundur Þórðarson, Þurfður Þorsteinsdóttir, Gyða Þórðardóttir, Gissur Jóhannsson, Díana Þórðardóttir, Gunnar Guðjónsson, börn og barnabörn. t Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS STEFÁNSSONAR frá Dvergasteini, Fáskrúðsfirði, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgfunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Sigríður Runólfs- dóttir — Minning Fædd 1. desember 1899 Dáin 16. ágúst 1987 Tengdamóðir mín er látin, 87 ára gömul. Hún var fædd 1. desember 1899 í Neðradal í Biskupstungum. Á öðru ári fluttist hún að Iðu í sömu sveit með foreldrum sínum og 2 systrum. Þar drukknaði faðir henn- ar, Runólfur Bjarnason, árið 1903, en hann var ferjumaður á Hvítá. Móðir hennar, Guðrún Markúsdótt- ir, gekk þá með fjórða barnið, sem varð sonur og fékk nafn föður síns. Guðrún bjó áfram á Iðu með ráðs- manni, Páli Jónssyni, miklum ágætismanni, sem hafði að leiðar- ljósi í lífinu: „Orð skulu standa." Með þeim ólst Sigríður upp ti! 14 ára aldurs. Bar hún mikla virð- ingu fyrir Páli og hlýhug til hans alla ævi. Árið sem Sigríður fermd- ist flutti móðir hennar austur í Meðalland, sína heimabyggð, með börnin fjögur, til foreldra sinna að Bakkakoti. Þar átti Sigríður heima þar til hún giftist Sumarliða Sveins- syni og flutti til hans að Feðgum. Þar bjuggu þau til ársins 1945 að þau fluttu til Hveragerðis. I Hvera- gerði bjuggu þau þangað til þau fluttu til okkar í Bitru. Voru þau sjálfs síns með smá aðstoð frá okk- ur. Árið áður en þau fluttu í Hveragerði hafði móðir hennar flutt til þeirra og fylgdi hún þeim þang- að og bjó hjá þeim uns hún lést á heimili þeirra 1965, 91 árs. Einnig flutti með þeim Sveinborg, systir Sumarliða. Höfðu þau alltaf átt heimili saman, utan tvö síðustu ár hennar, sem hún dvaldi á sjúkra- húsi. Hún lést 1985, 93 ára. Nú er einn eftirlifandi tengdafaðir minn, Sumarliði, 93 ára gamall. Eftir 66 ára hjúskap þar sem gagn- kvæm virðing og hlýja ríkti er nú sár söknuður og mikið skarð ófyllt. Tengdamóðir mín var mikil af- bragðs manneskja og hefðum við gjarnan viljað hafa hana lengur hjá okkur og reyna að endurgjalda henni að einhveiju leyti allt það sem hún hafði gert fyrir okkur. Öll fram- koma hennar einkenndist af hlýju og góðvild og engan veit ég sem kynntist henni sem ekki þótti vænt um hana. Hún var rausnarleg og gestrisin með afbrigðum. Oft undr- aðist ég dugnað þessarar smávöxnu konu. Fram á síðasta ár sá hún um heimili sitt, eldaði og bakaði og aldrei var hún verklaus, pijónaði sokka og vettlinga á vini og vanda- menn og stundum víst á fleiri. „En halda skaltu hvíldardaginn heilagan." Þá settist hún við orgel- ið og spilaði sálma og söng. En hún var góður orgelleikari og í mörg ár kirkjuorganisti í Langholtskirkju í Meðallandi. Hún var trúuð kona og viss um að líf væri eftir þetta líf. Engan hefi ég þekkt, sem þessi vísa átti betur við: Lítillátur, Ijúfur, kátur, leik þér ei úr máta. Varastu spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa. H.P. Eg kveð kæra tengdamóður með þakklæti frá mér og fjölskyldu minni. voru Bjami Jónsson Bjamasonar frá Núpsstað og Bóel, dóttir séra Jóns Brynjólfssonar sem fæddist 1735 og Ingibjargar Sigurðardótt- ur, en móðir hennar var dóttir Bóel, dóttir Jens sýslumanns Wíum. Kristín, móðir Runólfs, var dóttir Runólfs Sveinssonar í Klauf, sonar Sveins Eiríkssonar Sveinssonar og Aldísar Runólfsdóttur sem fæddist 1795. Sveinn var hálfbróðir Einars Eiríkssonar á Rofabæ. Guðrún, móðir Sigríðar, var glæsileg mannkostakona, hún var dóttir Markúsar Jónssonar, sem fæddist 1844, bónda að Bakkakoti í Meðallandi, og konu hans, Þor- gerðar Jónsdóttur sem fæddist 1841. Foreldrar Markúsar vom hjónin Jón Sveinsson sem fæddist 1808 og Sigurveig Sveinsdóttir sem fæddist 1806, Jónssonar í Vallna- túni, Sveinssonar. Foreldrar Jóns Sveinssonar, föð- ur Markúsar voru Sveinn Jónsson sem fæddist 1778 í Nýjabæ, bóndi í Hól í Meðallandi og kona hans, Ragnheiður Guðmundsdóttir sem fæddist 1768. Kona Markúsar var Þorgerður sem fæddist 11. nóvember 1841, dóttir Jóns Jónssonar sem fæddist 1799 og Guðrúnar Bjarnadóttur sem fæddist 1800 og því þau systk- inabörn Guðrún og Runólfur. Runólfur og Guðrún giftust 9. júní 1894. Bjuggu þau fyrst í Efri- Ey, en fluttust 1898 að Neðri-Dal í Biskupstungum, en að Iðu í Bisk- upstungum fluttust þau aldamóta- árið 1900. 18. september 1903 gerðist sá sorgaratburður að Runólfur dmkknaði í Hvítá í Biskupstungum frá 3 börnum, ungri konu sem gekk með 4. barn þeirra. Guðrún bjó á Iðu til 1913 en þá fluttist hún með bömin að Bakka- koti í Meðalland til afa síns og ömmu, þeirra valinkunnu hjóna, Markúsar Jónssonar og Þorgerðar. Sigríður átti heima á Bakkakoti þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sumarliða Sveinssyni á Feðgum í Meðallandi 26. maí 1921. Sigríður var glæsileg kona, hátt- prúð og siðfáguð, hógvær og virðuleg í framgöngu, miklum mannkostum búin og orðlagt val- menni, gestrisin og hjartahlý og alltaf reiðubúin að rétta hjálpar- hönd. Hún var vel gefin til munns og handa og var til dæmis organleik- ari í Langholtskirkju í Meðallandi frá 1933—1945, hún var fyrsti org- anleikari í Langholtskirkju, að undanskildu því að Ingimundur Sveinsson, bróðir Kjarvals, hafði verið þar organleikari fyrir löngu. Vorið 1921 giftist Sigríður Sum- arliða Sveinssyni sem fæddist 9. október 1893, foreldrar hans voru hjónin Sveinn Þorsteinsson, sem fæddist 29. maí 1891 og dó 1944, og kona hans, Guðrún Eyjólfsdótt- ir, sem fæddist 21. september 1857 og dó 30. desember 1934, búendur að Feðgum í Meðallandi. F'eðgaheimilið var orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap, það var eitt af þessum gömlu skaftfellsku heimilum sem veittu gestum sínum eitthvað annað og meira en hinar rausnarlegu góðgerðir hins daglega brauðs sem var á borð borið. Enginn sem kom að Feðgum gleymir virðuleika og alúð húsmóð- urinnar og léttleika húsbóndans í tali og viðmóti. Sigríður lét ekki merkið falla þegar hún tók við stjórn heimilis- ins, hún var myndarleg rausnar- húsmóðir, mótttökurnar voru höfðinglegar hver í hlut sem átti, alltaf reiðubúin að líkna, hún var kona mannkærleikans. 1945 urðu Sigríður og Sumarliði að flytja frá Feðgum, því að sandur- inn lagði slægjur og hið fagra bæjarstæði á Feðgum í eyði, þá þyngdi að í Meðallandinu. Þau fluttu þá til Hveragerðis, þar sem þau hafa búið síðan og sami var rausnarskapurinn, þegar var litið inn. Þeim Sigríði og Sumarliða varð tveggja barna auðið, Sveinn sem fæddist 3. september 1922 á Feðg- um, giftur Lilju Bjarnadóttur sem fæddist 1933, nú látin, og Guðgeir sem fæddist 2. apríl 1929 á Feðg- um, kvæntur Hrefnu S. Ólafsdóttur sem fæddist 1932. Ég votta aðstandendum mínum dýpstu samúð og hinni látnu þakkir fyrir göfugt ævistarf. Það syrtir að er vinir kveðja, en eins og ylgeislar sólar lifa í frostrós- inni, eins lifir kærleikur göfugrar sálar í lífi kynslóðanna. Ingimundur Stefánsson Hrund Jónsdótt- ir - Minning Hrefna Ólafsdóttir í dag verður til moldar borin frá Kotstrandarkirkju Sigríður Run- ólfsdóttir, fyrrum húsfreyja að Feðgum í Meðallandi en síðar í Hveragerði. Sigríður fæddist í Neðra-Dal í Biskupstungum 1. desember 1899, en andaðist í Selfossspítala 16. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Runólfur Bjarnason, sem fæddist 1866, og Guðrún Markúsdóttir, sem fæddist 1873. Foreldrar Runólfs voru hjónin Bjami Jónsson sem fæddist 1838, bóndi í Efri-Ey í Meðallandi og Kristín Runólfsdóttir sem fæddist 1841. Foreldrar Bjarna voru Jón Jóns- son og Guðrún Bjamadóttir sem fæddist 1800 en foreldrar Guðrúnar Fædd 26. maí 1969 Dáin 11. ágúst 1987 Klukkan 19.45 þriðjudaginn 11. ágúst hringdi móðir Hrundar og tilkynnti að Hrund væri látin. Þvílíkt reiðarslag, að þurfa að horfa á eftir jafn miklum öðlingsunglingi og hún var. Manni finnst drottinn miskunnarlaus að taka jafn góða stúlku frá sínum nánustu. Við kynntumst Hrund þegar við tókum hana til að gæta barnanna okkar. Þetta var smá hnáta og heldur burðarlítil, en viti menn, þó smá væri sá maður fljótt að þarna var engin linka á ferðinni. Hrund var hjá okkur í Qögur sumur og þann tíma var alveg sama hvað hún var beðin að gera, það var allt unnið með góðri samvisku og trausti, og alltaf var hún glöð. Blessun guðs hvíli yfir henni. Elías Guðmundsson, Stóru-Ásgeirsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.