Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 3 Ford Escort CL1.3 5 dr. 462.000.- Ford Escort CL 1.4 5 dr. 472.000.- Ford Orion CL 1.6 4 dr. 498.000.- Aðeins fáeinar bílar af hverri gerð. Greiðslukjör í sérfíokki: Útborgun aðeins kr. 150.000 og eftirstöðvar til allt að 24 mánaða, eða við tökum eldri Escortinn uppí. Opið laugardaga frá 10-17. SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633 Brezka ríkið styrkir náms- menn um rúm- lega 5 milljónir BREZKA utanrikisráðuneytið hefur úthlutað 21 íslenskum náms- manni styrk að fjárhœð samtals £83.000 eða rúmlega 5 milljónir íslenskra króna. Styrkimir eru veittir til frmhalds- náms á háskólastigi og er meginhluti fjársins úr sérstökum sjóði ráðuneyt- isins, FCO Scholarships and Awards Scheme, en British Council leggur einnig til fjármagn f þessu skyni. Styrkimir eru notaði til að greiða niður skólagjöld styrkþegans að veruiegu eða öllu leyti, en brezkum menntastofnunum er gert að selja þjónustu sína á kostnaðarverði þegar erlendir nemendur eiga í hlut. Nokkr- ir styrkþeganna hafa fengið fjár- hagsaðstoð frá Ráði háskólarektora (Committee of Vice Chancellors), en það hefur sérstaka fjárveitingu til að greiða niður námsgjöld framúr- skarandi erlendra nemenda sem stunda rannsóknir, þannig að þeim er gert að greiða sama gjald og krafizt er af brezkum námsmönnum. (Úr fréttatilkynningu.) Þrír menn á gúmbáti niður Jökulsá á Fjöllum Bresk sjónvarpsmynd kveikti áhugann ÞRÍR ungir svisslendingar snéru fyrir skömmu aftur úr för sinni nið- ur Jökulsá á Fjöllum. Hugmyndina að ferðinni fengu þeir eftir að hafa séð þátt breska sjónvarpsins um för hópsins „Iceland breakthro- ugb“ niður ána. Að sögn Lukasar Zumsteg eins leiðangursmanna var ferðin skipulögð eftir bók breska hópsins og engin þátttakenda þekkti staðháttu hér. Ólíkt bresku ofurhugunum báru svissnesku Ieiðangurs- mennirnir allan kostnað af honum sjálfir. Útbúnað og vistir fluttu þeir með sér inn i landið. í kröppum dansi með þessum afleið- ingum. Beeler náði landi af sjálfs- dáðum á hinum bakkanum. Tókst Stefan með miklum erfíðismunum að ná stjóm á bátnum, réri honum til Beelers en í sameiningu komust þeir til Lukasar. Þetta var eina óhapp ferðarinnar. „Við höfum um nokkurt skeið eytt sumarleyfum okkar í álíka ferðir. Hingað til höfum við látið okkur svissneskar ár nægja en nú þótti okkur tími til kominn að takast á við erfíðara verkefni. Eftir að hafa lesið okkur til um Iceland breakthro- ugh leiðangurinn vorum við stað- ráðnir í því að leika það afrek eftir," sagði Zumsteg. Leiðangursmenn voru fjórir í upp- hafí ferðar, Lukas, bróðir hans Stefan, Roland Beeler og félagi þeirra sem þurfti að snúa heim á miðri leið þar sem sumarfrí hans var styttra en hinna. Við Grímsstaði hófst erfíðasti áfangi leiðarinnar. Þar rennur áin ( djúpu gljúfri. Hún er mun straum- harðari en nær upptökunum og vatnsföll á við Dettifoss og Selfoss torvelda for að sögn Zumsteg. Ferð- inn gekk þó að mestu áfallalaust. „Við komum hingað með allan okkar útbúnað og vistir frá Sviss ( byijun mánaðarins. Eftir að hafa tdlað okkur upplýsinga hér í Reykjavík héldum við norður til Mývatns þar sem heimamaður féllst á að keyra okkur upp í Kverkfjöll í jeppa sínum,“ sagði Lukas. „í Kverkflöllum hófst ferðin niður ána. Til fararinnar notuðum við stór- an gúmbát sem ber hæglega íjóra menn. Hann er sérstaklega styrktur fyrir svona svaðilfarir og op á botnin- um sjá til þess að vatn safnist ekki í bátinn. Eins og Iceland breakthrough hóp- urinn hófum við ferðina við upptök árinnar sem rennur úr fallegum helli í jökulröndinni. Við gengum alltaf fyrst eftir árbökkunum og könnuðum hvað framundan væri. Síðan gengum við aftur til búðanna þar sem við höfðum átt næturstað, létum bátinn síga niður í gljúfrið og sigldum næsta kafía. Þá þurfti að hífa bátinn aftur upp úr gljúfrinu og þannig gekk þetta koll af kolli." Hann sagði að hópurinn hefði að- eins verið tóif daga í siglingu eftir ánni, en ferðin öll stóð í fjórar vik- ur. Aðeins tók 1-2 klukkustundir að sigla hvem áfanga, afgangur tímans fór í undirbúning. Skammt fyrir neðan Dettifoss féll Beeler útbyrðis. Zumsteg hafði farið í land til þess að ljósmynda félaga sína í bátnum. Beeler og Stefan lentu „í Sviss eru helstu erfíðleikamir að stýra framhjá klettum í árfarveg- inum. Hér þarf ekki að hafa áhyggjur af því en straumharka Jökulsárinnar kom okkur mjög á óvart. Okkur tald- ist til að ölduhæðin f kröppustu álunum næði þremur metrum," sagði Zumsteg. „Fossamir voru einnig stórfenglegir og ólíkir öllu því sem við höfum áður séð.“ Hann sagði þá hæstánægða með árangur ferðarinnar. í lok vikunnar dvöldu þeir félagamir á tjaldstæðinu í Laugardal. Þar bjuggu þeir sig undir að halda til heimabæjarins Windisch þar sem Stefan vinnur sem bílvirki, Beeler ekur vörubíl og Lukas iærir byggingarlist í háskóla. MorgunblaÆð/Ámi Sæbcrg Lukas Zumsteg, bróðir hans Stefan og Roland Beeler. Þeir félagar sáu breska sjónvarpsmynd sem varð kveikjan að ferð þeirra i gúm- báti niður Jökulsá á Fjöllum. Nú seljum við siðustu bílana af Ford Escort og Ford Orion árgerð 1987 á verulega lækkuðu verði. Komið og reynsluakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.