Morgunblaðið - 22.08.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.08.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 3 Ford Escort CL1.3 5 dr. 462.000.- Ford Escort CL 1.4 5 dr. 472.000.- Ford Orion CL 1.6 4 dr. 498.000.- Aðeins fáeinar bílar af hverri gerð. Greiðslukjör í sérfíokki: Útborgun aðeins kr. 150.000 og eftirstöðvar til allt að 24 mánaða, eða við tökum eldri Escortinn uppí. Opið laugardaga frá 10-17. SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633 Brezka ríkið styrkir náms- menn um rúm- lega 5 milljónir BREZKA utanrikisráðuneytið hefur úthlutað 21 íslenskum náms- manni styrk að fjárhœð samtals £83.000 eða rúmlega 5 milljónir íslenskra króna. Styrkimir eru veittir til frmhalds- náms á háskólastigi og er meginhluti fjársins úr sérstökum sjóði ráðuneyt- isins, FCO Scholarships and Awards Scheme, en British Council leggur einnig til fjármagn f þessu skyni. Styrkimir eru notaði til að greiða niður skólagjöld styrkþegans að veruiegu eða öllu leyti, en brezkum menntastofnunum er gert að selja þjónustu sína á kostnaðarverði þegar erlendir nemendur eiga í hlut. Nokkr- ir styrkþeganna hafa fengið fjár- hagsaðstoð frá Ráði háskólarektora (Committee of Vice Chancellors), en það hefur sérstaka fjárveitingu til að greiða niður námsgjöld framúr- skarandi erlendra nemenda sem stunda rannsóknir, þannig að þeim er gert að greiða sama gjald og krafizt er af brezkum námsmönnum. (Úr fréttatilkynningu.) Þrír menn á gúmbáti niður Jökulsá á Fjöllum Bresk sjónvarpsmynd kveikti áhugann ÞRÍR ungir svisslendingar snéru fyrir skömmu aftur úr för sinni nið- ur Jökulsá á Fjöllum. Hugmyndina að ferðinni fengu þeir eftir að hafa séð þátt breska sjónvarpsins um för hópsins „Iceland breakthro- ugb“ niður ána. Að sögn Lukasar Zumsteg eins leiðangursmanna var ferðin skipulögð eftir bók breska hópsins og engin þátttakenda þekkti staðháttu hér. Ólíkt bresku ofurhugunum báru svissnesku Ieiðangurs- mennirnir allan kostnað af honum sjálfir. Útbúnað og vistir fluttu þeir með sér inn i landið. í kröppum dansi með þessum afleið- ingum. Beeler náði landi af sjálfs- dáðum á hinum bakkanum. Tókst Stefan með miklum erfíðismunum að ná stjóm á bátnum, réri honum til Beelers en í sameiningu komust þeir til Lukasar. Þetta var eina óhapp ferðarinnar. „Við höfum um nokkurt skeið eytt sumarleyfum okkar í álíka ferðir. Hingað til höfum við látið okkur svissneskar ár nægja en nú þótti okkur tími til kominn að takast á við erfíðara verkefni. Eftir að hafa lesið okkur til um Iceland breakthro- ugh leiðangurinn vorum við stað- ráðnir í því að leika það afrek eftir," sagði Zumsteg. Leiðangursmenn voru fjórir í upp- hafí ferðar, Lukas, bróðir hans Stefan, Roland Beeler og félagi þeirra sem þurfti að snúa heim á miðri leið þar sem sumarfrí hans var styttra en hinna. Við Grímsstaði hófst erfíðasti áfangi leiðarinnar. Þar rennur áin ( djúpu gljúfri. Hún er mun straum- harðari en nær upptökunum og vatnsföll á við Dettifoss og Selfoss torvelda for að sögn Zumsteg. Ferð- inn gekk þó að mestu áfallalaust. „Við komum hingað með allan okkar útbúnað og vistir frá Sviss ( byijun mánaðarins. Eftir að hafa tdlað okkur upplýsinga hér í Reykjavík héldum við norður til Mývatns þar sem heimamaður féllst á að keyra okkur upp í Kverkfjöll í jeppa sínum,“ sagði Lukas. „í Kverkflöllum hófst ferðin niður ána. Til fararinnar notuðum við stór- an gúmbát sem ber hæglega íjóra menn. Hann er sérstaklega styrktur fyrir svona svaðilfarir og op á botnin- um sjá til þess að vatn safnist ekki í bátinn. Eins og Iceland breakthrough hóp- urinn hófum við ferðina við upptök árinnar sem rennur úr fallegum helli í jökulröndinni. Við gengum alltaf fyrst eftir árbökkunum og könnuðum hvað framundan væri. Síðan gengum við aftur til búðanna þar sem við höfðum átt næturstað, létum bátinn síga niður í gljúfrið og sigldum næsta kafía. Þá þurfti að hífa bátinn aftur upp úr gljúfrinu og þannig gekk þetta koll af kolli." Hann sagði að hópurinn hefði að- eins verið tóif daga í siglingu eftir ánni, en ferðin öll stóð í fjórar vik- ur. Aðeins tók 1-2 klukkustundir að sigla hvem áfanga, afgangur tímans fór í undirbúning. Skammt fyrir neðan Dettifoss féll Beeler útbyrðis. Zumsteg hafði farið í land til þess að ljósmynda félaga sína í bátnum. Beeler og Stefan lentu „í Sviss eru helstu erfíðleikamir að stýra framhjá klettum í árfarveg- inum. Hér þarf ekki að hafa áhyggjur af því en straumharka Jökulsárinnar kom okkur mjög á óvart. Okkur tald- ist til að ölduhæðin f kröppustu álunum næði þremur metrum," sagði Zumsteg. „Fossamir voru einnig stórfenglegir og ólíkir öllu því sem við höfum áður séð.“ Hann sagði þá hæstánægða með árangur ferðarinnar. í lok vikunnar dvöldu þeir félagamir á tjaldstæðinu í Laugardal. Þar bjuggu þeir sig undir að halda til heimabæjarins Windisch þar sem Stefan vinnur sem bílvirki, Beeler ekur vörubíl og Lukas iærir byggingarlist í háskóla. MorgunblaÆð/Ámi Sæbcrg Lukas Zumsteg, bróðir hans Stefan og Roland Beeler. Þeir félagar sáu breska sjónvarpsmynd sem varð kveikjan að ferð þeirra i gúm- báti niður Jökulsá á Fjöllum. Nú seljum við siðustu bílana af Ford Escort og Ford Orion árgerð 1987 á verulega lækkuðu verði. Komið og reynsluakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.