Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 19 I ÞINGHLEI Útvegsbankamál hin nýju: „Allar vildu meyjarnar með Ingólf i ganga“ ■ j ' ■ :■ . Hverjum g’lymur klukkan? Sjávarútvegurinn og SÍS-hringurinn takast á um meirihlutaeign í Útvegsbankanum. Eins og sjá má á bankamerkinu á bakhlið klukkunn- ar, sem við blasir á meðfylgjandi mynd af höfuðstöðvum Útvegs- bankans, liggja rætur bankans í sjávarútvegi fremur en „framsóknar- Qósinu", ef nota má lánsorð frá íjármálaráðherra. I Miðað við smæð íslenzks sam- félags og þjóðarbúskapar er bankakerfi okkar viðamikið, vægt til orða tekið. Það samanstendur af sjö bönkum, þijátíu og níu sparisjóðum og rúmlcga eitt hundrað lífeyrissjóðum, auk nok- kurra verðbréfamarkaða, sem eru tiltölulega nýir af nálinni. Þrátt fyrir þá staðreynd að öll samkeppni kemur almenningi til góða verður að telja líklegt að ögn færri peningastofnanir færu létt með þessa annars nauðsynlegu þjónustu peningamarkaðar. Það er því ekki út í hött að eitt vinsæl- asta umræðuefni hagspekinga margskonar hefur verið uppstokk- un bankakerfisins og hagraíðing þess. Hér verður ekki farið ofan í saumana á erfiðleikum Útvegs- bankans á gengnum misserum, né Hafskipsmálum, enda væri slíkt að bera í bakkafullan læk- inn. Því var hinsvegar aldrei um Álftanes spáð að ættjörðin frels- aðist þar. Og því var ekki um Útvegsbankann spáð, þegar þjóð- félagið lék á reiðiskjálfi vegna Hafskipsmála skammt að baki, að hann yrði sá Ingólfur dagsins í dag, sem allar gullmeyjar at- vinnu- og viðskiptalífsins vildu ganga með inn í framtíðina. En tími kraftaverkanna sýnist enn eiga stundir aflögu. II Átjánda dag marzmánaðar síðastliðins samþykkti Alþingi lög um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka íslands. Þegar Matthías Bjarnason, sem þá var ráðherra bankamála, mælti fyrir frumvarpi að lögum þessum sagði hann m.a.: „Frumvarp það sem hér liggur nú fyrir um stofnun hlutafélags- banka um Útvegsbanka Islands er byggt á samkomulagi stjórnar- flokkanna . ..“. Ekki vantaði það að Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkar vói-u samstiga í málinu við upphaf ferðar. Ráðherra vitnaði síðan til stjórnskipaðrar bankamálanefnd- ar, sem lagt hefði fram hugmynd um sameiningu Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunar- banka, sem og til tillögu Seðla- banka íslands um samnina sömu banka. Ráðherra sagði og viðræð- ur hafa farið fram um slíkan samnana en ekki leitt, enn sem komið væri, til þeirra málalykta sem vænst var. Frumvarp þetta væri því lagt fi-am sem fyrstu spor að frekari hagræðingu í bankakerfinu. Orðrétt sagði bankamálaráðherrann: „Hlutafjáráskrift og hlutafját'- kaup verða öllum fijáls, en áherzla verður lögð á aðild eftirtalinna aðila: hagsmunasamtaka fyrir- tækja og einstaklinga í sjávarút- vegi, núverandi viðskiptamanna Utvegsbanka Islands, Sambands sparisjóða og einstakra sparisjóða og loks annarra viðskiptabanka ef það mætti verða til að koma fram aukinni hagræðingu eða samruna í bankakerfinu". Það er ljóst af tilgreindum orð- um bankamálaráðherrans í febrúar síðastliðnum, þegar hann mælti fyrir samkomulagsfrum- varpi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að áherzla var lögð á eignaraðild hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Það er einnig at- hyglisvert að tengsl bankans við sjávarútveginn eru beinlínis und- irstrikuð í 2. grein laganna, sem hefst á þessum orðum: „Fiskveiðasjóði íslands skal, þrátt fyrir 1. málsgrein 2. greinar laga nr. 44/1976, um Fiskveiða- sjóð íslands, heimilt að taka þátt í stofnun hlutafélagabanka, sam- kvæmt 1. grein, með hlutafjár- framlagi sem nema má allt að 200 milljónum króna . . .“. Hér virðist bæði ákvæði lag- anna og framsaga ráðherra falla í sama farveg, hvað varðar vilja löggjafans, sum sé þann að sjáv- arútvegsaðilar styrki stöðu sína á peninga- og lánsfjármarkaði með eignaraðild að þessum nýja hluta- félagsbanka, Útvegsbanka ís- lands hf. Þetta er í samræmi við upphaf, tilgang og sögu bankans, en rætur hans liggja allar til sjáv- arútvegs. III Samband íslenzkra samvinnu- félaga spannar flestar tegundir atvinnurekstrar í öllum lands- hlutum. Engin önnur íslenzk samsteypa kemst nær því að telj- ast „auðhringur" í þjóðarbúskap okkar. SÍS hefur mikil viðskipti við Landsbanka Islands og óþarfi er að fjölyrða um tengsl Sambands- ins við Samvinnubankann eða innlánsstofnanir kaupfélaga. Við- skiptavinir Útvegsbankans eru hinsvegar, margir hveijir, sam- keppnisaðilar SIS og kaupfélaga, meðal annars í sjávarútvegi. Það kom því flestum í opna skjöldu þegar SÍS-hringurinn sýndi tilburði í þá átt að ná meiri- hlutaeign í Útvegsbankanum. Sjávarútvegsaðilar og fyrirtæki í viðskiptum brugðu þá skjótt við og sendu inn hærra kauptilboð. Fjölmiðlar stóðu loks frammi fyrir frétt í gúrkutíð. Stjórnarflokkunum - og sér í lagi ráðherrum Alþýðuflokks - er vandi á höndum að afgreiða þetta mál með þeim hætti að vel sé á öllum sviðum: 1) að því er varðar sölu á eignarhluta ríkis í bankan- um, 2) hvað viðkemur framtíðar- stöðu bankans sjálfs og hagkvæmni í bankakerfinu, 3) síðast en ekki sízt er sú hlið máls- ins er snýr að framtíð stjórnar- samstarfsins og nauðsynlegum heilindum ogtrúnaði milli forystu- manna stjórnarflokkanna þriggja. í þessu sambandi hefur’ hug- mynd um sölu á öðrum ríkisbanka, Búnaðarbankanum, skotið upp kolli, en það er nýr flötur á mál- inu sem hér verður ekki fjallað um sérstaklega að sinni. Stefán Már Stefánsson, laga- STEFÁN FRIÐBJARNARSON prófessor, hefur látið viðskipta- ráðherra í té álitsgerð, að beiðni ráðherrans. Niðurstöður álitsins eru þær að ráðherra geti tekið hvoru tilboðinu sem er í hlutabréf Útvegsbankans eða hafnað báð- um, án þess að það bijóti í bága við lög eða góðar viðskiptavenjur. Viðskiptaráðherra hefur síðan óskað eftir því að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur tilnefni einn ráðherra hvor sér til samráðs - og stefnt var að því að ræða málið öðru sinni í ríkis- stjórninni nú í vikunni. Aldrei þessu vant skal þessum pistli lokið með tilvitnun í rit- stjórnargrein úr Þjóðviljanum: „Og nú snúast hjólin í við- skiptalífínu sem aldrei fyrr, svo að það hvílir mikil ábyrgð á þeim ráðherrum Alþýðuflokksins, við- skipta-Jóni og fjármála-Jóni. Þeir eiga nefnilega að gæta hagsmuna Jóns Jónssonar meðan risarnir takst á og sjá um leið til þess að friður ríki í ríkisstjórninni. “ Víst er að „viðskipta-Jón“, sem Þjóðviljinn nefnir svo, hefur al- þjóðarathygli þar til ákvörðun liggur fyrir um sölu hlutabréf- anna. Augu alþjóðar hvíla á honum. Þjóðin öll leggur við hlust- ir. „Sá á kvölina sem á völina.“ Doktor í uppeldis- og kennslufræðum SIGRÚN Guðmundsdóttir, kenn- ari, varði þann 31. júlí sl. doktors- ritgerð við Stanford-háskóla i Kaliforníu. Ritgerðin fjallar um „Notkun fagþekkingar hjá reyndum kennurum“ og var unn- in undir handleiðslu dr. Lee S. Shulman. Sigrún var nemandi í uppeldis- og kennslufræðideild skólans og sérhæfði sig í kennslufræði og kennaramennt- un, með mannfræði sem aukafag. Sigrún er með kennarapróf frá Kennaraskóla íslands, 1970, og B.Ed. (honours) frá Sussex- háskóla, Englandi, 1977. Hún hefur kennt í barna- og framhaldsskólum í Skotlandi og við Fossvogsskóla í Reykjavík. Rannsóknir Sigrúnar við Stan- ford-háskóla byggja á eðlislægum (qualitative) aðferðum og fjalla um það hvernig fjórir reyndir kennarar í sögu og bókmenntum hafa skipu- lagt fagþekkingu sína til kennslu. Fram kemur að þeir hafa búið til vel útfærð líkön af faginu, sem skipta má í þekkingu á þremur at- riðum: faginu, kennsluaðferðum og nemendum. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós hvernig reyndir kennarar þekkja fagið sitt öðruvísi en fræði- menn í faginu. Niðurstöðurnar tengjast verkefnum skólamanna Stanford-háskóla um endurbætur á kennslu í Bandaríkjunum, sem nú beinast einkum að bættri kennara- menntun. Árið 1982-1983 vann Sigrún Guðmundsdóttir með dr. Elliot W. Eisner við verkefnið „Stanford and the Sehools Study“ til að finna út hvernig kennsla fer fram í nokkrum Dr. Sigrún Guðmundsdóttir skólum á San Franciseo-svæðinu. Árin 1983-1986 vann hún með dr. Lee S. Shulman við verkefnið „Growth of Knowledge in Teach- ing,“ til að rannsaka hvernig kennaranemar læra að kenna. Auk styrkja frá Stanford-háskóla fyrir þessi verkefni, hefur Sigrún fengið fjárhagsstuðning frá Fræðsluráði Reykjavíkur, menntamálaráðuneyt- inu, Thor Thors-sjóðnum og bandarísku kvennasamtökunum PEO. Sigrún Guðmundsdóttir hefur skrifað greinar, kafla í bækur, og flutt fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum i Bandaríkjunum og Evrópu. Hún hefur verið stunda- kennari við Háskóla íslands og Háskólann í Þrándheimi, Noregi. Eiginmaður Sigrúnar er dr. Jón Steinar Guðmundsson, verkfræð- ingur, og eiga þau tvo syni. Kópavogsvöllui 2.delld Breið ablik - ÍBÍ ísafirði í dag kl. 14.00 <@> umbro umbro BYKO r\ /í V0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.