Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 31 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ Ólafur Ormsson Heimsókn í nýja útvarpshúsið Það var á sólríkum sumardegi að ég átti erindi í nýja útvarps- húsið í Efstaleiti. Nes-Háaleiti, leið þrjú á endastöð ekki langt undan og þegar komið er úr strætisvagnin- um er ekki nema um það bil fimm mínútna gangur yfir í Efstaleiti. Tilsýndar er nýja útvarpshúsið, stór og voldug bygging og á göngu að útvarpshúsinu urðu á vegi mínum fuglar, stórir og smáir, og ég fór að hugleiða hvort þeir væru þama í eins konar móttökunefnd á vegum Markúsar Amar, svona fram eftir sumri þegar þeir færu sumir til fjar- lægra landa. Það em tæp tíu ár síðan Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýja hús- inu og þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur á jarðveginum, þá hafa fuglamir haldið tryggð við staðinn og líklega eitt og eitt hreiður í ná- grenninu. Það er nefnilega víðsýnt þama á hæðinni, Kópavogurinn og Bessastaðahreppur í næsta ná- grenni og Fossvogurinn, og þar sem fuglamir finna frið í náttúrunni þar á maðurinn að geta fundið sér framtíðarbústað. Á hlaðinu úti fyrir útvarpshúsinu voru þrír eða fjórir kvikmyndatöku- menn að störfum í sólskininu. Búið að gróðursetja tré þar í nágrenninu og ég er ekki frá því að þessi glæsi- lega bygging tæki sig vel út á póstkorti, litmynd sem mætti þá senda vinum og vandamönnum á hátíðarstundum. Útidyrahurðin opnaðist þegar ég átti eftir svona þijá, fjóra metra að henni og ég gekk inn án þess að snerta hurð- ina. Á hægri hönd, gjaldkerar og auglýsingamóttaka og ég hélt áfram inn ganginn. Þar var ungur drengur á ferð, á að giska, tíu, tólf ára og spurði vinsamlega hvort hann gæti aðstoðað mig. Ég kvað svo vera, sagði honum að ég væri á leið á fund Gunnars Stefánsson- ar, dagskrárfulltrúa. — Komdu. Ég veit hvar hann er, sagði drengurinn og ég elti hann um húsið, eftir göngum, á fyrstu hæð og yfir í herbergi í fræðslu- og skemmtideild. Á vegi okkar varð Helga Þ. Stephensen með búnka af hljómplötum í fanginu, heilsaði vingjamlega, brosti og svo var hún komin í símann eiginlega áður en ég vissi af. Vernharður Linnet birt- ist, tók nokkur spor, eins og ballet- dansari á hálu gólfinu og þegar ég hafði lokið erindi mínu við Gunnar Stefánsson, á vistlegri skrifstofu hans, þá kom ekki annað til greina af hálfti stjómanda bamaútvarpsins en að ég skoðaði mig um. Ég var boðinn velkominn inn á skrifstofu bamaútvarpsins þar sem Sigurlaug Jónasdóttir fræddi mig enn frekar um starfsemi deildarinnar, aðbúnað og annað þar til hún þurfti að hverfa af vettvangi að sinna sínum Gunnar Stefánsson störfum að Linnet tók við og gerð- ist nú leiðsögumaður um húsið. Við komum inn í húsakynni leik- listadeildar, heilsuðum upp á Jón Viðar Jónsson og Gyðu Ragnars- dóttur og Vemharður hafði orð á því að þau væm næstum í einangr- un, þar sem þau væm svo langt frá fræðslu- og skemmtideild þar sem fjörið væri upp á dag hvem. Jón Viðar blaðaði í handriti og kvað það vera langt í frá að þau Gyða væm í nokkurri einangrun, þau væm bara svona rétt að koma sér fyrir og undirbúa sig fyrir öfluga starf- semi á komandi tímum. Svo var litið á gosbmnninn fyrir miðju húsinu á fyrstu hæð og komið við hjá tækni- mönnum og svolítil innsýn gefin í daglegan útvarpsrekstur. Fyrir þann sem ekki þekkir til útvarpsreksturs neitt sem heitið getur er svona stund einstaklega ánægjuleg og ekki spillti það fyrir Jón Viðar Jónsson að lokinni heimsókn í nýja útvarps- húsið, að í leið þijú, Nes-Háaleiti, hitti ég mann sem var meira en lttið tilbúinn til að ræða um fjölmiðlana, nýju rásimar og rás 1 sem við höf- um búið við svo lengi. Hann tilheyrir ’68-kynslóðinni og hefur lifað með poppinu í rúm þijátíu ár og meira segja verið uppi á sviði og lamið trommur í bítlabandi ámm saman. Mikið sagðist hann vera lukkulegur með gömlu, góðu Gufuna eins og hann orðaði það. — -Ég er allt í einu farinn að kunna að meta klassíkina, sinfóní- una, sem ég gat aldrei áður hiustað á. Þessar nýju rásir em að æra úr manni líftómna. Það er engin frið- ur, poppmússík frá morgni til kvölds. Þá kann ég nú betur að meta þá fjölbreytni sem rás 1 hefur upp á að bjóða, sagði hann og bauð mér lakkrís. Ég sagði honum að ég hefði ver- ið að koma úr nýja útvarpshúsinu, verið þar í stuttri heimsókn og feng- ið slíkar móttökur að ég ætti þær tæplega skilið. Þar kynnu menn að taka á móti gestum. — Já, og til verka. Þar em fag- menn, kunnáttumenn, vita hvað þeir em að gera, vita að þeir vinna á útvarpsstöð en ekki á upptöku- heimili fyrir vandræðaunglinga, sagði maðurinn og færði sig um sæti, settist við hlið mér og bauð meiri lakkrís sem ég þáði. — Veistu, að ég hafði bara gam- an af framhaldssögunni hans Guðmundar L. Friðfínnssonar, Blítt lætur veröldin. Karlinn las sér- kennilega, kannski ekki í úrvals- flokki Sheakspear-Ieikara hvað upplestur í útvarp varðar og svo öll erindin, bæði fróðleg og skemmtileg. Leikritunum vil ég ekki fyrir nokkum mun missa af, það vantar þó einhvem húmor í þá deild. Lífíð er ekki tómar hörmung- ar. Þegar Bylgjan byijaði þá stillti ég ekki á aðra rás vikum saman. Drottinn minn. Þvílík vonbrigði og svo er Hemmi í fríi á Spánarströnd- um. Það var þó hægt að hlusta á þættina hans. Nei, vinur minn, nýju útvarpsstöðvamar em tæplega samkeppnishæfar, þegar ég hug- leiði það hvaða fjölbreytni er í efnisvali á rás 1. — Ertu þá sem sagt hættur að hlusta á poppmússík? spurði ég og át síðasta lakkrísbitann. - Já, aðmestuhætturþví. Hlusta bara á Eric Clapton, hann er minn maður. Við eigum að standa vörð um gömlu Gufuna, Rás 1, hún hef- ur sérstöðu, sagði maðurinn og nú var vagninn, Nes-Háaleiti, kominn niður á Hlemm, þar sem maðurinn fór úr vagninum og þakkaði fyrir spjallið og ég sömuleiðis. Frá heimsmeistaramóti unglinga í Baguio City • • ÞROSTURIHAM Morgunblaðið/KGA Félagar í Val í sjálfboðavinnu við byggingu á nýju íþróttahúsi félags- ins. Knattspyrnufélagið Valur: * Iþróttahús og fé- lagsaðstaða fyrir rúmar 60 milljónir ÞESSA dagana eru Valsmenn að leggja síðustu hönd á 11.060 fermetra íþróttahús auk 550 fermetra tengibyggingar á þremur hæðum og er stefnt að vígslu iþróttahússins í byrjun september. Að sögn Haraldar Sverrissonar framkvæmdarstjóra Vals, hófust hyRgingarframkvæmdir árið 1981 en aðal framkvæmdir hafa ver- ið á þessu ári. Áætlaður byggingarkostnaður er rúmar 60 milljónir fyrir bæði húsin. „Valur kemur til með að spila Skák Guðmundur Sigurjónsson Allt fram í fjórðu umferð voru úrslit í skákum íslendinganna eins, en svo skildu leiðir. Þröstur tapaði fyrir Rússanum Ivanchuk á meðan Hannes féll fyrir Rechlis frá ísrael, en þá kom góður kafli hjá Þresti er hann vinnur Kokkila frá Finnlandi og Alaan frá Filipps- eyjum. í sjöundu umferð sleppur Svíinn Hellers frá honum með skrekkinn og nær jöfnu. Þröstur er kominn í 6.-8. sæti og er tíður gestur uppi á sviðinu, en þar eru fimm efstu borðin. Hannes tók því miður aðra stefnu út í salinn, er hann tapaði þremur næstu skákum. í áttundu umferð kemst hann þó aftur á blað með því að gera jafntefli við Dharmi frá Indónesíu, en þá tapar Þröstur fyrir Tékkanum Blatny. Þröstur lætur það ekki á sig fá og vinnur Sorin frá Argentínu í góðri skák og Hannes knésetur Kokkila. í tíundu umferð vinnur Hannes gúmmítöffarann Ballman frá Sviss og Þröstur vélar jafn- tefli af Sokolov hinum júgóslav- neska. Aftur gerir Þröstur jafntefli og nú við Rechlis, en Hannes tapar fyrir Frakkanum Degrave, en þeir mættust í síðustu umferð í Innsbruck og tryggði Hannes sér heimsmeistaratitilinn með því að sigra þennan ágæta dreng. Nú mátti Hannes hins veg- ar játa sig sigraðan. í næst síðustu umferð gerir Þröstur jafntefli við Femandez frá Spáni og er í tíunda sæti fyrir síðustu umferð. Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Hannesi er hann tapar fyrir Martin frá Nýja Sjálandi og gerir síðan jafn- tefli við Cruz frá Bólivíu í lokaum- ferðinni. Þröstur hefur hvítt gegn Puri frá Kanada í síðustu umferð og ljóst er, að vinningur tryggir hon- um gott sæti (6.—10.). Gæfan er honum þó ekki hliðholl og hann tapar þessari þýðingarmiklu skák. Við það féll hann niður í 18. sæti með 7 vinninga. Taflmennska hans í mótinu verðskuldaði þó betri endalok. Hannes Hlífar var heillum horf- inn. Hann fékk oft góðar stöður og stundum unnar,- en náði ekki að einbeita sér, þegar mest reið á. Því lék hann þessum skákum niður og uppskeran varð rýr: 5 vinningar og 45. sætið. En það er nauðsynlegt að kunna að taka mótlætinu og láta það stæla sig og herða, enda dijúgt veganesti, þegar næst skal leggja á brat- tann. Visa ísland á heiður skilinn fyrir að styrkja þessa ferð af mikl- um myndarskap. Að lokum skulum við líta á góða skák hjá Þresti úr 9. umferð. Hvítt: Sorin (Argentínu) Svart: Þröstur Þórhallsson Benkös-bragð 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - c5, 3. d5 - b5, 4. c4 Með breyttri leikjaröð er fram komið bragð, sem kennt er við ungverska stórmeistarann Benkö, en eins og ýmsir vita, bað hann um hæli hér á landi árið 1957, sem pólitískur flóttamaður, en fluttist síðan til Bandaríkjanna og býr þar. 4. - Bb7, 5. a4 - b4, 6. Rbd2 — g6, 7. e4 — d6, 8. e5 — dxe5, 9. Rxeö - Bg7, 10. Rd3 Hvítur leggur c5-peðið í einelti. 10. - Rbd7, 11. Be2 O-O, 12. 0-0 - Db6, 13. Rb3 - a5, 14. Be3 - Hac8, 15. Hcl - Re4, 16. f3 - Rd6, 17. Del Hann hótar að auka þrýsting- inn á c5-peðið með 18. Df2. 17. - Rf5, 18. Bf2 - Hfe8, 19. g4 - Rd6, 20. Be3 Hvítur er enn við sama hey- garðshomið. 20. - Ba6, 21. Df2 - Rb7 Þessi leikur lætur ekki mikið yfir sér, en hann er samt betri en 21. - Rxc4 eða 21. - Bxc4 því að svartur lendir í vandræðum eftir 22. Rdxcð. 22. f4 - e6! Loksins hefst gagnsóknin. 23. Bf3 - exd5, 24. Bxd5 - Rf6, 25. Bf3 - Hcd8! Allt í einu blómstrar staða Þrastar og hann gefur peð í þágu góðs málefnis. 26. RdxcS - Rxc5, 27. Bxc5 - Db8, 28. Dg2 - Hd3, 29. Rd4 - Dc7, 30. Bc6 Hvítu mennimir halda dauða- haldi hver í annan. Eftir þennan snotra leik hrynur hvíta staðan saman. 31. Hfdl Eða 31. Bxb7 — Dxc5 og ridd- arinn fellur óbættur hjá garði. 31. - Hxd4 Gegn þessum leik var lítið hægt að gera. 32. Bxd4 - Bxc6, 33. Dd2 - Ba8 Nú fer um kóng hvíts, enda á hann skammt eftir ólifað. 34. h3 - Dc6, 35. Kh2 - Df3, 36. Df2? Tapar strax, en vonlaust var einnig 36. Hel vegna Hd8 með hótuninni 37. - Hxd4. Ekki gekk heldur 36. Hc2 vegna b3! 36. - He2 Og Sorin gafst upp. alla sína heimaleiki í meistara- flokki í nýja salnum sem tekur 600 áhorfendur á handknattleik og tæplega 900 rúmast á körfubolta- leiki,“ sagði Haraldur. í tengi- byggingunni verður í kjallara aðstaða til líkamsræktar og á fyrstu hæð verða búningsklefar fyrir íþróttahúsið ásamt aðstöðu fyrir húsvörð. Þar er einnig gert ráð fyrir lítilli verslun með íþrótta- vömr, sælgæti og gos. Þá er gert ráð fyrir sánaböðum, ljósabekkjum og nuddklefa sem ekki verður tek- inn í notkun fyrr en síðar. Á þriðju hæð verður aðstaða fyrir létta leik- fími í sal sem nýttur verður sem félgasheimiii á kvöldin. Félagar í Val hafa stutt bygg- ingu hússins með kaupum á skuldabréfum, tekin hafa verið lán og íþróttahúsið er'þegar leigt út nokkur ár fram í tímann. Lögum samkvæmt á ríkissjóður og Reykjavíkurborg að styrkja fram- kvæmd sem þessa um 80% af byggingarkostnaði. „Við höfum fengið um 12% frá hinu opinbera en þeirra framlög eru óverðtryggð þannig að Valur kemur til með að standa undir um 45% af bygg- ingarkostnaði þegar upp er stað- ið,“ sagði Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.