Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 53
Umsjón/Andrés Pétursson MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 53^ Tvöfaldur FH-sigur á Hi-C Skagamótinu Mikil ánægja þátttakenda með mótið Hið svokallaða Hi-C Sakgamót fyrir 6.f lokk fór fram á Akra- nesi helgina 15.-17. ágúst. Mótið fór mjög vel fram og voru veðurguðirnir keppendum mjög hiiðhollir, sérstaktega þó á úrslitadaginn. Þetta var mikil sigurför fyrir FH-inga og sigr- uðu þeir bæði í keppni A- og B-liða í utanhússmótinu. Keppnin fór fram á hinu glæsi- lega nýja íþróttasvæði þeirra IA-manna við Jaðarsbakka. Þar hefur geysimikið starf verið unnið nú í sumar í sjálf- Andrés boðavinnu ivð að Pétursson búa til stórt gras- skrifar svæði. Að þessu sinni tóku 16 lið þátt í mótinu frá 8 liðum. Byijað var að spila á föstudeginum og spilað þindarlaust fram á sunnudag. FH vann keppni B-líða örugglega I keppni um 3.-4. sætið í keppni B-liða sigraði Breiðablik lið Víkings örugglega 4:0. Úrslitaleikurinn í keppni A- og B-liða fór fram á aðalvellinum að viðstöddum fjölda áhorfenda. í keppni B-liða kepptu heimamenn IA til úrslita við FH. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem þessi lið höfðu einnig mæst í úrslitum Tommamótsins og þá sigraði ÍA í jöfnum leik. En Hafnfírðingamir voru komnir til hefnda. Þeir spiluðu mjög góðan bolta og komu Akur- nesingum algjörlega í opna skjöldu með opinni sóknarknattspyrnu. Áð- ur en IA-menn voru almennilega vaknaðir var staðan orðin 4:0 fyrir FH. Mörk þeirra gerðu Sverrir Órn Þórðarson, Guðmundur Sævarsson 2, og Ólafur Stefánsson. Var annað mark Guðmundar beint úr auka- spyrnu sérstaklega glæsilegt. Það kom því ekki á óvart að hann var valinn besti sóknarmaður B-liða á Hi-C mótinu. Skaginn náði að minnka muninn með mörkum Hallgríms Ólafssonar og Valgeirs Sigurðssonar en Ólafur Stefánsson bætti einu marki við fyrir FH. Spennandi úrslitaleikur í keppni um 3.-4. sæti A-liða kepptu Breiðablik og Haukar. Haukar komu mjög á óvart í þessu móti og voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn sjálfan. En þeir náðu sér ekki á strik í þessum leik og Blikarnir sigruðu 5:0. Mörk þeirra gerður Jón Steindór Sveinsson 2, Kjartan Ásmundsson, Bjami Jóns- son og Eyþór Sverrisson. Hjá Haukunum átti Elvar Þór Guð- mundsson markmaður góðan leik og einnig átti Guðmundur Marinó Ingólfsson góða spretti inn á milli. í úrslitaleiknum sjálfum mættust FH og Víkingur. Leikurinn var fremur tíðindalaus í fyrri hálfleik. Sóknarleikur beggja liða var fremur máttlaus en þó vom FH-ingar öllu sterkari. Fyrirliði Víkings Atli Agn- arsson var ömggur í markinu og kom í veg fyrir að FH-ingar skor- uðu. Hann gat þó ekki stöðvað skot Siguijóns Sigurðssonar eftir að Sig- uijón hafði einleikið upp allan völlinn rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var mun fjömgri en sá fyrri. Víkingar sóttu í sig veðrið og bráðlega jafnaði Jón Bald- ur Valdimarsson leikinn 1:1. Hljóp nú meiri kraftur í leikinn og Sváfn- ir Gíslason breytti stöðunni í 2:1 fyrir Víking eftir góðan undirbún- ing Þorbjörns Atla Sveinssonar. En undir lok leiksins leiddist Lámsi Long þófið og skoraði tvívegis fyrir FH og tryggði þeim sigur á mótinu. Góö aöstaða á Akranesi Eftir að mótinu.lauk vom verðlaun- in afhent. FH sigraði semsagt tvöfalt og vom þeir vel að sigrinum komnir. Eftirtaldir leikmenn hlutu sérstök verðlaun: Sverrir Brynjars- son FH, Brynjar Örn Valgeirsson ÍA, Ólafur B. Ólafsson Fylki, Guð- mundur Sævarsson FH, Þorbjörn Atli Sveinsson Víking, og Elvar Þór Guðmundsson Haukum. Foreldrafélag 6.flokks IA sá um mótið og fórst þeim það mjög vel úr hendi. Nokkur fyrirtæki studdu við keppnina og má þar fyrst nefna Vífilfell hf. sem studdi mótið mynd- arlega. Einstaklingaverðlaunin gaf verslunin Óðinn á Akranesi, verð- launin fyrir utanhússkeppnina gaf Lögfræðiskrifstofa Jóns Sveinsson- ar á Akranesi og verðlaunin fyrir innanhússkeppnina gáfu Almennar tryggingar. Aðstaðan í barnaskól- anum fyrir keppendur er mjög góð og þátttakendurnir hrósuðu mat- seldinni sérstaklega. Hafið þökk fyrir gott mót Akurnesingar. Sigurlið FH í flokki A-liða. Þessir knáu leikmenn hlutu einstaklingsverðlaunin: Sverrir Brynjarsson, FH; besti varnarmaður B-liða, Brynjar Öm Valgeirsson, ÍA, besti vamarmaður A-liða, Ólafur B. Ólafsson, Fylki, besti markvörður B, Guðmundur Sævarsson, FH, besti sóknarmaður B-liða, Þorbjöm Atli Sveinsson, Víkingi, besti sóknar- maður A-liða og Elvar Þór Guðmundsson, Haukum. besti markvörður A-liða. WHIIIIi, ..................... i i ■ -. uwnuHBLau. • —in. summam Sigurlið FH í flokki B-liða. Hressir strákar úr B-liði Þróttar. Þetta er sönn íþróttamennska, eftir úrslitaleikinn tóku FH-ingar og Víkingar hringinn saman. Knattspymuskóli KSÍ og Nutrasweet ÁRIÐ1986 setti Knattspyrnu- samband íslands, með stuðningi Evrópuknatt- spyrnusambandsins, á fót knattspyrnuskóla að Laugar- vatni. Þangað var stefnt efnilegustu 14 ára knatt- spyrnumönnu þjóðarinnar og þeim gefinn kostur á að æfa undir leiðsögn góðra þjálfara í vikutíma. Svo vel þótti til takast að KSÍ ákvað að reyna að gera knattspyrnuskólann að árlegum viðburði. Það er kostnaðarsamt fyrirtæki og því leitaði Knatt- spymusambandið til NutraSweet um stuðning. Það er alþjóðlegt fyrirtæki, með höfuðstöðvar í Sviss, sem framleiðir sætiefni í drykkjarvörur og matvæli. Sviss- lendingar brugðust vel við og styðja skólann í ár. Skólinn mun því nefndur Knatt- spymuskóli KSÍ og Nutrasweet. í fréttatilkynningu frá KSÍ segir: „Stuðningur Nutrasweet við knattspyrnuhreyfinguna mun verða henni ómetanleg lyftistöng og er sérstaklega kærkomin KSI í ár, sem hefur í tilefni af 40 ára afmæli sínu lýst árið 1987 „ár knattþrautanna", en knattspyrnu- skólinn er einmitt til þess ætlaður að auka tæknina og þar með feg- urðina í íslenskri knattspymu.“ Þeir 24 leikmenn sem sækja munu knattspymukla KSÍ og Nutras- weet í ár hafa þegar verið valdir og koma þeir alls staðar að af landinu. Þeir dvelja að Laugar- vatni í 5 daga við æfingar og leiki, auk þess sem þeim gefst kostur á að hlýða á ýmis erindi um knattspymuna og mikilvægi heilbrigðist lífemis og neyslu hollra og næringarríkra fæðuteg- unda. Leikmenn unglinga- og drengjalandsliða íslands munu ennfremur dvelja að Laugarvatni í 3 daga hvort lið til undirbúnings fyrir leiki í Evrópukeppninni í haust. Aðalkennari við skólann á Laug- arvatni verður Láms Loftsson, þjálfari unglinga- og drengja- landsliðanna, en hann mun njóta aðstoðar nokkurra reyndra ungl- ingaþjálfara, auk þess sem Jón Gíslason, matvælafræðingur, Sig- uijón Sigurðsson, skurðlæknir og Eyjólfur Ólafsson, knattspyrnu- dómari, munu halda fyrirlestra. Nokkrlr þátttakendur í knattspymuskóla KSÍ og Nutrasweet ásamt Helga Þorvaldssyni, sem sæti á í drengja- landsliðsnefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.