Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 29 Útgefandi nnftfftfetfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjórl HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Utlánum bóka fækkar Neysla almennings á því efni, sem nýtt er til fræðslu og skemmtunar í tómstundum, hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Skjáir, gögn á myndböndum og tölvu- disklingum hafa víða komið í stað bókarinnar. Myndbanda- leigur hafa sprottið upp eins og gorkúlur; þær eru líklega fleiri hér en á nokkrum öðrum stað á jarðarkringlunni. Reksturinn hefur verið sveiflukenndur bæði vegna afskipta lögreglu og sam- keppni frá þeim miðlum, sem senda mönnum efni á skjái á heimili þeirra, sjónvörpunum. Útvarpsstöðvum hefur fjölgað og mjög færist í vöxt að efnt sé til námskeiða um allt milli himins og jarðar á þeim tímum sólarhrings, þegar fólk gengur ekki almennt til vinnu sinnar. Á öllum þessum sviðum hafa ein- staklingar látið að sér kveða og standa að rekstri þjónustu- stöðva fyrir eigin reikning. Sú skoðun nýtur almenns stuðnings í hátæknivæddum ríkjum Vesturlanda, að bókin standi hinum nýju miðlum og hinni nýju tækni snúning. Bóka- útgáfa hefur síður en svo dregist saman hér eða í ná- grannaríkjum. Tölvutæknin hefur auðveldað alla bókagerð og nú er svo komið, að tækni- vædair höfundar geta á heimil- um sínum gengið frá handriti inn í prentvélina. Bókaleigur í einkarekstri þekkjast hvorki hér né annars staðar. Hins vegar hafa góð bókasöfn um aldir verið talin til marks um gæði menntastofn- ana og hátt menningarstig þjóða. Varðveisla og söfnun bóka hefur um langan aldur verið ástríða margra Islendinga og í engu landi er bókaeign jafn almenn og meðal okkar. Bóka- söfn á vegum sveitarfélaga eru einnig hluti af menningarlegum arfí þjóðarinnar, sem hún þarf að hlú að og gæta. Lestrarfélög einstakra sveita og hreppa minna á, hve miklu menn voru fúsir til að fóma í því skyni að hafa aðgang að bókum, þegar erfíðaTa var að nálgast þær en nú. Nýlega birtist frétt hér í Morgunblaðinu um ársskýrslu bókafulltrúa ríkisins fyrir árið 1985. Þar segir meðal annars að mörg bókasafnanna séu úr tengslum við umhverfí sitt, lok- aðar og lítt virkar stofnanir sem aðeins séu sóttar af hluta íbúa og eigi ekki virkan þátt í upp- byggingu menningar- og at- vinnulífs. Við viðvömn af þessu tagi er nauðsynlegt að staldra og einnig þau orð bókafulltrúa, að almennt séu bókasöfn í fjár- svelti og margar bæjar- og sveitarstjómir hafí lítinn skiln- ing á gildi bókasafna í menning- arstarfi sveitarfélaganna. Hvergi hafa sést tillögur um að hið opinbera taki að sér að leigja út myndbönd, á hinn bóg- inn hefur komið fram hér í blaðinu í umræðum um fyrr- greinda skýrslu bókafulltrúa ríkisins, að líklega hafí dregið úr útlánum á svokölluðum af- þreyingarbókmenntum, þýdd- um skáldsögum, eftir að myndbandaeign varð jafn al- menn og raun ber vitni. Sum myndbönd em þannig gerð, að einkaaðilar sjá sér engan hag í að hafa þau til útleigu. Væri ekki ástæða fyrir bókasöfn að huga að deild fyrir slík mynd- bönd? Þá er ljóst, að almenn útbreiðsla á hljómflutnings- tækjum vekur aukinn áhuga á plötum og hljóðsnældum. Hafa bókasöfnin fylgst nægilega vel með þróuninni á þessu sviði? Orðið „bókasafn“ er kannski orðið of þröngt fyrir þá menn- ingarstarfsemi, sem þarf að reka í einstökum byggðarlög- um. Með þessari tilgátu er alls ekki verið að leggja til, að bók- in hætti að verða burðarás menningarstofnana af þessu tagi, heidur hitt, að stofnanimar verði jafn mikilvægur þáttur í uppbyggingu menningar- og atvinnulífs og þær vom áður. Að sjálfsögðu er eitthvert samhengi milli ákvarðana ein- stakra sveitarstjóma um fjár- veitingar til bókasafna og þess áhuga, sem stjómendur sveitar- félagsins telja vera hjá almenn- ingi á að nýta sér þjónustuna. Fram hjá þeirri staðreynd verð- ur ekki komist. Bókafulltrúi ríkisins segir, að á árinu 1985 hafí útlánum úr bókasöfnum fækkað um 200 þúsund bækur. Gegn þessari þróun verður að spoma. Það er jafn mikilvægt og að reka góða skóla að halda uppi menningarstarfsemi með bókasöfnum. Áhugaleysi á bókasöfnum er mikið áhyggju- efni, þótt skiljanlegt sé að fólk vilji frekar fá afþreyingu frá útlöndum á myndbandi með íslenskum texta en með því að lesa þýdda skáldsögu af svipuð- um gæðaflokki. Ráðstefna um þróun rækjuvinnslu: Fjörutíu rækjuverk- smiðjur vinna ársafl- an á þremur mánuðum ísafirði. NÚ ERU um fjörutíu rækjuverksmiðjur starfandi í landinu og geta þær afkastað ársafla rækjuveiðanna á þremur mánuðum ef unnið væri á tólf tíma vöktum. Þó hafa stjórnvöld gefið út vinnsluleyfi til tíu aðila í viðbót. Þetta kom meðal annars fram í framsöguerindi Benedikts Valssonar hjá Þjóðhagsstofnun á ráðstefnu um þróun rækjuvinnslu á íslandi sem hófst á ísafirði í gær. Umfang rækjuvinnslu í útflutn- ingsafurðum þjóðarinnar hefur vaxið úr 2% árið 1980 í 11% á síðasta ári og er rækjuvinnslan nú þriðja stærsta útflutningsgreinin í sjávarútvegi í verðmætum talið. Mannafli í rækjuvinnslu jafngilti 210 ársverkum árið 1980 en reikn- að er með að þau verði milli 700 og 800 á þessu ári. Benedikt sagði jafnframt að happa og glappa aðferðin hefði víða orðið forsjálninni yfirsterkari í fíár- festingum í þessari atvinnugrein og sagði að heildamýting fjármagns væri slök. Hann tók þó fram að við ísafjarðardjúp, þar sem rækjuveiðar og vinnsla hefur lengst verið stund- uð, væri ástandið betra en víðast annarsstaðar. Ráðstefnan sem standa mun til laugardags er haldin af Rannsókn- arstofnun flskiðnaðarins og Félagi rækju- og hörpudisksframleiðenda. Um 100 manns sitja ráðstefnuna. Jón Jóhannesson útibússtjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins á ísafirði setti ráðstefnuna og stjóm- ar henni. Auk hans og Benedikts Valsson- ar flutti Halldór Hermannsson fyrrverandi rækjuskipstjóri á ísafirði ágrip af sögu rækjuveiða og vinnslu. Að loknum framsöguerindum á fimmtudag var ráðstefnugestum boðið að skoða rækjutogarann Tasi- ilaq frá Angmagssalik, stærsta togara Grænlendinga, en hann er rúm 2.000 tonn. Togarinn er búinn tölvubúnaði á vinnslulínum frá Póls- tækni á ísafirði. Þá heimsóttu menn rækjuverksmiðju O.M. Olsen, Póls- tækni og Skipasmíðastöð Marse- líusar þar sem verið er að smíða lítinn rækjutogara. Þá skoðuðu menn og starfsemi Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins á ísafírði. — Úlfar - ... ÍJI-* Morgunblaðið/Úlfar Ágústason Ráðstefnugestir skoða rækjutogarann Tasiilaq frá Angmagssalik á Austur-Grænlandi, en hann er talinn stærsti og best búni rækjutogari á norðurhveli jarðar. Allar vogir og annar rafeindabúnaður tengdur vinnslulínum í skipinu eru frá fyrirtækinu Pólstækni á ísafirði. Frá vinstri Erla Einarsdóttir er verið hefur ritstjóri „íslenskra fyrir- tækja“ undanfarin fjögur ár og Halldóra Rafnar nýráðinn ritstjóri. íslensk fyrirtæki 1988: Skrá yfír starf- andi fyrirtæki HAFINN er undirbúningur bókarinnar „íslensk fyrirtæki 1988“, sem kemur út í janúar næstkomandi. Þetta er í 18. sinn sem Fijálst fram- tak gefur bókina út. í henni er skrá yfir og upplýsingar um öllstarf- andi fyrirtæki á íslandi, en þau munu vera rúmlega tiu þúsund. Þá eru í bókinni ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar, svo sem skrá yfir útflytjendur, ítarleg skipaskrá, umboðaskrá og vöru- og þjónustu- skrá. Meðal nýmæla er kennitala fyrirtækja sem taka við af nafnnúmmerum eftir áramót. „Undirbúningur bókarinnar hefst í raun í janúar því að mörgu þarf að hyggja,“ sagði Halldóra Rafnar ritstjóri „íslenskra fyrirtækja 1988“. „Upplýsingarnar þurfa að vera réttar og áreiðanlegar, en breytingar milli ára eru ótrúlega miklar. Við liggur að á hverri ein- ustu blaðsíðu þurfi að breyta einhveiju atriði, heimilisfangi, símanúmeri eða öðrum upplýsing- um en til að bókin þjóni tilgangi sínum þurfa upplýsingamar að vera nýjar og réttar. Þess vegna er haft samband við hvert einasta fyrirtæki árlega og eru sölumenn einmitt á ferðinni þessa dagana í þeim til- gangi að staðreyna hvaða fyrirtæki eru starfandi og hvort þær upplýs- ingar sem í bókinni eru séu réttar. Einnig er nokkuð um að forsvars- menn fyrirtækja hafí samband við okkur af fyrra bragði og láti vita um breytingar eða nýskráningar." Bókin „íslensk fyrirtæki" skiptist í fímm megin kafla; 1. Útflytjenda- skrá, 2. Vöru- og þjónustusskrá, 3. Umboðaskrá, 4. Fyrirtækjaskrá og 5. Skipaskrá. Að sögn Halldóru tekur fyrirtækjaskráin yfír mesta hluta bókarinnar og getur sá er kaupir skráningur, komið þar að öllum þeim upplýsingum sem hann vill. Einnig getur hann látið birta merki og myndir án þess að greiða aukalega fyrir. Þá getur fyrirtækið skráð sína þjónustu og þær vöru sem á boðstólum eru, í eins marga af flokkunum 1500, sem í Vöru- og þjónustuskránni eru og viðkom- andi kýs og jafnvel látið búa til nýja flokka. Sama gildir um um- boðsskrána. í hana geta fyrirtæki skráð umboð sín, án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Nokkur fyrirtæki hafí lýst yfír áhuga á því að fá eingöngu skrán- ingu í Vöru- og þjónustuskrána og verður nú f fyrsta sinn gefínn kost- ur á því. „Verið er að ræða ýmsar breytingar á vinnslu, uppsetningu og fleiru er varðar bókina," sagði Halldóra. ,En aðalatriðið verður áfram að „Islensk fyrirtæki" hvers árs sé áreiðanlegt uppsláttarrit." Byggingarkostnaður Leifsstöðvar: Upplýsingar um aukna fjárþörf komuáóvart í FRÉTT frá fjármálaráðuneytinu segir að í lok síðasta árs hafi ekki legið fyrir upplýsingar frá byggingarnefnd flugstöðvarinnár á Keflavíkurflugvelli um að kostnaður íslendinga næmi 1,2 miiyörð- um króna á þessu ári. Þess í stað hafi komið fram við afgreiðslu lánsfjárlaga rökstudd beiðni um 520 milljónir og þá fullyrt að það fjármagn dygði tii að taka flugstöðina í notkun í apríl. Upplýsingar í maí um aukna fjárþörf hefðu þvi komið fjármálaráðuneytinu mjög á óvart og vegna þess hafi það nú gert athugsemd. Þá segir enn fremur að bygg- inganefndin hefði upplýst í byrjun I maí að kostnaður íslendinga á árinu I geti numið allt að 700 milljónum ■ króna umfram þær 520 sem veittar voru á lánsfíárlögum. Á þessum tíma hefði nefndin verið komin í algert greiðsluþrot og fengið heim- ild til innlendrar lántöku að fjárhæð 480 milljónum króna. Þessar upp- lýsingar hefðu komið mjög á óvart enda hefðu engar upplýsingar kom- - ið frá byggingamefnd um breyttar forsendur byggingarkostnaðar. . í fréttinni segir að við fjárlaga- gerð nú liggi fyrir beiðnir um 250 milljónir króna vegna viðbótarfram- kvæmda og þannig hafi frá því í apríl birst á borðum ráðuneytisins beiðnir um aukafjármagn sem nema rúmlega 900 milljónum króna. Ráðuneytið spyr síðan þriggja spuminga: í fyrsta lagi hvers vegna ekki hafi verið gerð grein fyrir við- bótarfjárþörf vegna verðlagsbreyt- inga og gengisþróunar fyrr en við lokauppgjör efflrað flugstöðin var tekin í notkun? í öðm lagi hvaða ráðstafanir vom gerðar til að tryggja fíármagn til þeirra við- bótarframkvæmda sem nefndin tók ákvörðun um, samtals fyrir 250 milljónir, þar sem ekki hefði borist beiðnir til fjármálaráðuneytisins um slíkt? Og í þriðja lagi hvemig bygg- ingamefnd tókst að fjármagna umframfíárþörfína á byggingartím- anum? í fréttinni segir að ekki verði lagt mat á þær skýringar sem nefndin hefur gefíð á umframkostn- aði að svo stöddu. Fjármálaráðherra hafí óskað eftir að Ríkisendurskoð- un kanni málið í heild, bæði byggingarkostnað og tæknilega þætti tengda byggingunni. Búist er við greinargerð Ríkisendurskoð- unar í okóber eða nóvember. AF ERLENDUM VETTVANGI . eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Iran: A Stríðið við Iraka kemur í veg fyrir að valdabaráttan brjótist út fyrir alvöru. STJÓRNIN í Teheran reynir eftir megni að hafa uppi hótanir og stóru orðin eru ekki spöruð, hvað varðar Flóamálið. En inn- an hennar magnast ágreiningur og spenna. Meðan franir geta haldið kverkataki um stórveldin jafnt sem Flóaríkin eru kannski líkur á því, að forystumennirnir geti haft tök á sínu eigin stríði. Sem er sprottið af mörgu, meðal annars hugmyndafræðilegum afstöðumun sem hefðbundinni valdabaráttu. egar írakar réðust á írani íranir voru einatt að hóta, að 1980 og hrundu þar með á stað styrjöld, sem ekki sér fyrir endann á, fagnaði Khomeini er- kiklerkur og kallaði stríðið „guðsgjöf." Leiðtogarnir voru þá þegar famir að glíma við innan- landsvanda, sem virtist óviðráðan- legur og litu svo á, að stríðið dreifði huganum frá ólgunni og eygðu von um útbreiðslu bylting- arinnar. í nýjasta töíublaði tímaritsins The Middle East skrif- ar Ali Behrooz grein um innan- landságreininginn í Iran og er stuðzt við grein hans Behrooz bendir á, að fyrir nokkru ítrekaði Rafsanjani, for- seti íranska þingsins, útbreiðslu- hugmyndina er hann sagði við bænastund í Teheran.„Þegar bylt- ingin hófst vissum við, að hún myndi ná út fyrir landamæri ír- ans. Svo verður.Það er skylda okkar að útbreiða hana. Og það er rökrétt, að hún eigi hljómgrunn í írak.“ Stríðið réttlætir allt í augum írana. Eða fer að minnsta kosti langt með það. Ekki nokkrum, vafa bundið, að andófsöfl hefðu átt auðveldara uppdráttar, ef Khomeini hefði ekki tekizt að láta þjóðina standa ótrúlega þétt sam- an gegn Irökum. Síðan fleimm og fleimm.íranir hafa látið hvers kyns framfaramál þjóðarinnar sitja á hakanum vegna stríðsrekstursins, sem þeir nota hvert tækifæri að kalla heilagt . Nefna má, að sænskt verktaka- fyrirtæki, sem tók að sér vega- lagnir var látið breyta áætlun sinni og í stað vegalagna milli borga, var því skipað að leggja veg rakleitt að víglínunni. Saipa- verksmiðjan í Teheran sem setti saman Renaultbfla hefur verið tekin undir vopnaframleiðslu. Fleiri dæmi mætti nefna. Stríðið hefur einnig verið mikil- vægur liður í að ákvarða, hveijir em sannir fylgismenn imams. Það vom byltingarverðimir, sem tóku á sínum tíma b andaríska sendi- ráðið, er reyndu fyrstir að skil- greina þá. Áðalmaðurinn í þeim hópi bókstafstrúarmanna hefur verið Rafsanjani, sem að vísu, hefur átt nokkuð undir högg að sækja, eftir að það komst í há- mæli, að hann hafði haft afskipti af vopnasölumálinu. Andstaðan innan forystunnar gegn Rafsanj- ani er hvað hatrömmust af hendi Ali Khameini, forseta. Á þing- fundi fyrir skömmu gagnrýndu nokkrir þingmenn harkalega einn helzta samstarfsmann Rafsanjan- is, Hossein Moussavi af miklum gauragangi á Rafsanjanis. Kha- meini tók undir þessi orð.Málið þótti svo alvarlegt, að Khomeini klerkur þurfti að sögn að hafa bein afskipti af því. En óumdeilt er að staða Rafsanjanis hefur veikzt upp á síðkastið, einkum og sér í lagi, þegar séð var í lok síðasta vetrar, að stóra árásin sem myndi hefjast senn og bijóta Iraka á bak aftur í eitt skipti fyrir öll, koðnaði einhvern veginn niður. Rafsanjani hafði verið aðalskipu- leggjandi stórárásarinnar - sem var svo aldrei gerð. Enn versnaði staða hans, þegar spurðist um hroðalegt mannfall í liði írana á útmánuðum. Þrátt fyrir langlund- argeð, virðist sem íranir fari ekki jafn himinlifandi og fullir tilhlökk- hugmyndafræðilegu eða pólitísku tilliti. Khameini komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að hug- myndafræðilegur ágreiningur hefði leitt til þess að flokkurinn var óstarfhæfur. Khameini viður- kennir, að Khomeini klerkur hafí verið andsnúinn stofnun flokksins frá byijun, því að klerkurinn hafí ekki litið svo á, að starf hans yrði islömsku byltingunni til fram- dráttar. Beinn þiýstingur frá Khomeini hefur án efa orðið til þess, að þrátt fyrir nokkra and- stöðu var ákveðið að hætta starfssemi hans. Khameini mun áður en til þess kom, hafa lagt til að þeir Rafsanjani færu báðir úr flokknum, en síðan yrði frei- Khameini Khomeini erkiklerkur unar, vegna hugsanlegs píslar- vættisdauða á vígvellinum. Ali Khameini forseti er fulltrúi prestanna og kaupahéðnanna, sem eru mjög valdamiklir. Enn eru svo, eins og fyrr segir greinir með Khameini og Moussavi, for- sætisráðherra. Khameini hefur ekki farið dult með andúð sína á Moussavi og kallað hann vesaling. Og það sem meira er - strengja- brúðu Khomeinis. Þetta var birt í samþykkt 99 þingfulltrúaþ Kha- meini beitti sér fyrir samþykkt- inni. Þar var farið fram á, að Khomeini skipaði andlegan eftir- mann sinn hið fyrsta. Khameini var það því áreiðan- lega töluvert áfall þegar Islamski lýðveldisflokkurinn IRP var, að skipan Khomeinis, leystur upp. Því að Khameini hafði vænt þess, að geta sótt stuðning í orði og borði frá flokknum. Rafsanjani ól með sér svipaðar vonir og það var eins og fyrri daginn erkiklerk- urinn í Qom sem hjó á hnútinn: hann ákvað bara að leggja flokk- inn niður. Fréttir um að IRP hafi verið leystur upp, gat að líta í nýlegum skýrslum sem bæði Rafsanjani og Khameini sendu frá sér. Khameini fjallaði á skorinorðan hátt um deilur innan flokksins og sagði umbúðalaust, að skipulag hefði verið í molum. Starf hans hefði verið á núlli, hvort sem væri í Rafsanjani stað að fínna nýjan grundvöll fyrir flokkinn. I greinargerð Rafsanjanis var gert lítið úr stöðu Khameinis for- seta. Þingforseti sagði síðan, að innan flokksins væru ýmsir hóp- ar, sem hefðu ólíkar skoðanir og þessir hópar virtust ekki getað sætt þær, hvað þá heldur unnið saman. Hann sagði, að í sjálfu sér hefði mátt vænta klofnings, þar sem sjálfur Imaminn, Khomeini, hefði kallað flokkinn runninn und- an rifjum Satans sjálfs. I skýrsl- unni kom ótvírætt fram, að eini maðurinn, sem hefur afgerandi og óumdeilanlega vald í landinu sé erkiklerkurinn:„Dirfíst einhver að segja erkiklerki, að hann hafí rangt fyrir sér, kann hann að vera til viðræðu um deiluefnið, svo að umfram allt skyldi íhugað, hvort flokkurinn er málstaðnum til framdráttar eða ekki.“ Það er svo einmitt staðfesting á valdi Khomeinis, að hvað sem öllum skoðanamun og fortölum leið var ákveðið, að flokkurinn skyldi leystur upp. Áreiðanlega verður það ekki Rafsanjani til framdráttar, en að svo stöddu ekki gott að ráða í, hvort það verður vatn á myllu Khameinis forseta. w Altjend: meðan stríðið við ír- aka heldur áfram og íranir draga ekki af sér í yfírlýsing-um, sem þeir að vfsu fylgja el^ki eftir nema að hluta til; meðan Khomeini lifir og virðist stjóma, mun valdabar- áttan í íran varla fara úr böndun- um.„ Það liggur við,“ segir í grein Behrooz,,, að maður geti í aðra röndina hræðzt þá stund þegar Khomeini erkiklerkur hverfur á vit feðra sinna. Þrátt fyrir allt, Því að kraftaverk þarf að gerast til að þá fari ekki allt endanlega á hvolf í þessu landi." -X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.