Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 33 AKUREYRI Iðnsýning 1987: Morgunblaðið/KJS Bakarameistaramir Birgir Snorrason, Snorri Kristjánsson og Júlíus Snorrason, en þeir era jafnframt eigendur þess. Krisljáns bakarí opnar Konditorí KRISTJÁNS bakari opnar í dag nýtt Konditori bakarí við Hrisar- lund 3, en á þessu ári er haldið upp á 75 ára afmæli þess. „Kostnaður við viðbygginguna verður á bilinu 12-15 milljónir króna, en hún hefur verið umtöluð og um- deild, og vakið athygli, sem er bara af hinu góða,“ sagði Snorri Kristjáns- son, sem er eigandi bakarísins ásamt sonum sínum. „Við höfum reynt að leggja talsvert í innréttingar, en þær eru allar úr marmara, og gefst fólki kostur á því að kaupa veitingar þama og neyta þeirra innandyra. Snorri sagði að með sanni mætti segja að bakaríið hefði tekið stakka- skiptum á þeim 75 árum síðan það var stofnað, en til að byija með var það rekið í litlum kjallara en væri nú komið í 1.900 fermetra húsnæði. Mjólkursamlagssvæði KEA: Bændur að minnka mj ólkurinnlagnir ÞEIM bændum fer nú fjölgandi dag frá degi á mjólkursamlags- svæði KEA sem framleitt hafa mjólk umfram fullvirðisréttinn og hættir eru að leggja inn mjólk. „Það stefnir allt í að heildarmjólk- urframleiðslan á svæðinu verði ekki nema um 1,3 milljónir lítra en á tíma- bili virtist sem hún yrði 300 þúsund lítrum meiri," sagði Þórarinn Sveins- son, mjólkursamlagsstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Af þeim rúmlega 250 bændum sem eru á svæðinu eru 20 hættir að leggja inn mjólk og fer þeim fjölgandi með hveijum deginum sem líður, auk þess sem greinilegt er að margir bændur hafa dregið saman mjólkurinnlagnir og þá jafnvel gefíð mjólkina kálfunum. Framleiðsl- an í ágústmánuði hefur því dregist meira saman en ég hélt að hún myndi gera. Reyndar hafa sumir þeir sem á tímabili voru hættir að leggja inn mjólk fengið keyptan kvóta og þvi hafíð mjólkurinnlagnir á ný, en ann- ars eru bændur nú allmargir komnir fram yfir fullvirðisréttinn," sagði Þórarinn að lokum. Morgunblaðið/Sverrir Blús í Mývatnssveit Þýski tónlistarmaðurinn og flakkarinn Hans, sem hefur viður- nafnið Blues and Boogie, er nú á ferð um Norðurland. Hann hélt tónleika í Hótel Reynihlíð sl. fimmtudags- og föstudags- kvöld og þar var þessi mynd tekin. Hans syngur blús og blautlegar vísur og er megnið af þvi frumsamið af honum, byggt á eigin reynslu. I kvöld leikur Hans í Hótel Húsavík, á sunnudag verður hann í Hótel Blönduósi, á mánudag í Vertshúsinu á Hvammstanga og á þriðjudag í Sæluhúsinu á Dalvík. Rúmlega 40 fyrirtæki taka þátt í sýningnnni UNDIRBÚNINGUR fyrir iðnsýninguna sem haldin verður í íþrótta- höllinni í tilefni 125 ára afmælis Akureyrar er nú vel á veg kominn og fyrirtækin sem taka þátt í henni i þann mund að koma upp sýn- ingarbásum sinum. Rúmlega 40 norðlensk fyrirtæki munu sýna afurðir sínar þar og mun áreiðanlega kenna ýmissa grasa í sýningar- básunum í íþróttahöllinni. Þorleifur Þór Jónsson er fram- kvæmdastjóri Iðnsýningarinnar og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að undirbúningur fyrir hana hefði hafist í mars með því að fyrir- tækjum norðanlands hefði verið skrifað bréf, þar sem hugur þeirra til þátttöku í sýningunni var kann- aður, og var hann greinilega mikill því þátttökulistinn var fullskipaður nær strax. „íþróttahöllin þótti strax kjörinn vettvangur fyrir sýninguna, og í sumar hefur verið unnið að frá- gangi í kringum hana og hún m.a. máluð að utan þannig að segja má að hún verði hinn ákjósanlegasti sýningarstaður," sagði Þorleifur. „Inni í höllinni verða 38 fyrirtæki með sýningarbása fyrir sínar afurð- ir og á útisvæðinu verða fimm fyrirtæki með sýningaraðstöðu. I vikunni var síðan hafíst handa við að koma sýningarbásunum upp og nú er allt tilbúið fyrir fyrirtækin að hreiðra þar um sig,“ sagði hann. Iðnsýningin verður einhver stærsta sýning sem haldin hefur verið hér norðanlands, og einnig sú lengsta, en hún mun standa í tíu daga samfleytt. Fram til þessa hafa sýningar af þessu tagi einungis staðið yfir eina helgi. „Þetta er a.m.k. í fyrsta sinn sem svona stór sýning er haldin í svona langan tíma,“ sagði Þorleifur, og kvað sýninguna, sem haldin hefði verið úti undir berum himni í Hafn- arstræti á 100 ára afmæli bæjarins, viðameiri en þessa. „Það verður reynt að bjóða upp á ýmis skemmt- iatriði á sýningunni, sérstaklega á kvöldin, og er meiningin að vera með tískusýningar, tónlistarflutn- ing þar sem Stórsveit Iðnsýningar- Síðustu sumartón- leikarnir SÍÐASTA sumartónleikaröðin verður nú um helgina er þau Laufey Sigurðardóttir, fiðluleik- ari, og Richard Talkowsky, sellóleikari, flytja dúó fyrir þessi hljóðfæri í Akureyrarkirkju, Húsavíkurkirkju og Reykjahlíð- arkirkju. Laufey lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Bimi Ólafssyni árið 1974 og síðan hélt hún til framhaldsnáms í Boston í Bandaríkjunum. Þar lagði hún stund á fíðluleik hjá prófessor George Neikrug, sem einnig var aðalkennari Talkowskys, sem lauk BA-prófí frá skólanum árið 1975. Þau Laufey og Talkowsky hafa spilað saman áður, m.a. í Banda- ríkjunum, á Spáni, þar sem Talkow- sky er búsettur, og hér á íslandi. Á efnisskránni eru verk eftir Giord- ani, Haydn, Kodaly og Jón Nordal. Tónleikamir á Akureyri hefjast klukkan 17 á sunnudag, á Húsavík klukkan 20.30 á mánudag og í Reykjahlíðarkirkju klukkan 20.30 á þriðjudag. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. innar kemur fram og Michael Clark og hljómsveit, og svo ætlum við að bjóða gestum upp á það að fara í heimsóknir í ýmis fyrirtæki í bæn- um þar sem hægt verður að kynnast því hvernig framleiðslan fer fram og afurðimar verða til. Ég er ekki farinn að átta mig á því fullkomlega hvemig sýningin mun koma út fjárhagslega; það fer náttúrlega eftir aðsókninni, en ég held að heildarveltan í sambandi við sýninguna verði í kringum 2,5 milljónir króna. Það búa nú um 20 þúsund manns á öllu Eyjafjarðar- svæðinu og ég hef svona leikið mér að því að giska á að í kringum 3.000 fullorðnir borgi sig inn og 2.000 krakkar, en það eru tölur úr lausu lofti gripnar og vitanlega mun þetta ráðast mikið af veðri,“ sagði hann að lokum. Iðnsýningin verður opnuð af iðn- aðarráðherra daginn fyrir afmælið, 28. ágúst, og stendur hún fram til 6. september. í tengslum við sýn- inguna verður svo haldin ráðstefna um iðnaðarmál í ráðstefnusalnum, 'Skipagötu 14, sama dag og sýning- in hefst. Morgunbl aðið/KJ S Þorleifur Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnsýningarinnar, fyrir framan íþróttahöllina þar sem sýningin fer fram. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGID! Við erum fluttir í nýtt húsnæði v/Laufásgötu VIÐ EIGUM Á LAGER: Handfærabúnað • línubúnað • togveiðibúnað • rækjuveiðibúnað • og margt fleira HÖFUM UMBOÐ FYRIR: Hampiðjuna, Vélsmiðjuna Odda, Plastein- angrun, J. Hinriksson, Fram (keðjur), Moririn (net), Engel (flotvörpurogjiet). SANDFELL HF v/Laufásgötu, Akureyri, sími 96-26120. Strandvegi 77, Vestmannaeyjum, sími 99-2975. Suðurtanga, ísafirði, sími 94-3500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.