Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Bróðemi Bandaríski hershöfðinginn Walter Moore (að neðan til hægri) sést hér á tali við sovéskan hermann, B. Najgaridze að nafni. Moore er eftirlitsfulltrúi Vestuiyeldanna á heræfíngum sem nú eru að hefjast Karpata-íjöllunum í Úkraínu. Seldum Gadhafi ekki dóttur okkar - segir fyrrverandi eiginkona Kashoggis SORAYA Kashoggi, fráskilin eiginkona miljónamæringsins Adnans Kashoggi, hefur borið fréttir um að dóttir þeirra, Na- bila Kashoggi, hafi gifst Moammar Gadhafi, leiðtoga Líbýu: „Við seldum dóttur okkar ekki og það stendur ekki til að selja hana. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir að fólk sé selt mansali,“ sagði Soraya Kas- hoggi. Kashoggi, sem fyrir skemmstu var talinn einn ríkustu manna heims, sagði í síðustu viku að frétt- ir af þessum toga væru uppspuni frá rótum. í þessum fréttum, sem meðal annars birtust í vestur-þýsku dagblöðunum Die Welt og Bild, sagði að Gadhafi hafi samþykkt að selja tilvonandi tengdaföður sínum 100 þúsund tunnur af hráolíu á fimmtán dollara fatið er hann gengi að eiga Nabilu. Olíufatið kostar um þessar mundir um tuttugu dollara. Sorya Kashoggi sagði í viðtali við Die Welt „Hvorki Adnan Kas- hoggi, né eftirlætisdóttir hans, Nabila, hafa nokkru sinni hitt Gad- hafi í lífi sínu. Og sá sem heldur Soraya og Nabila Kashoggi. öðru fram lýgur. Hélt hún því fram að einn helsti keppinautur Kas- hoggis um auðlegð og milljónir, Tiny Rowland frá London, hefði komið þessari kjaftasögu af stað. Adnan Kashoggi og Soraya skildu fyrir þrettán árum, en hún er enn meðal ráðgjafa hans. Hún var í afmælisveislu Kashoggis ásamt Nabilu á Spáni í upphafi mánaðarins: „Þar var Nabila miður sín vegna slúðursins um Gadhafi," sagði Soraya. „Þetta er ekki fyndið lengur." Bofors-málið: Indverskur ráðherra segir af sér til þess að stýra rannsókninni Forsætisráðuneyti Svía lamað vegna bréfaskrifta Indverja Ný|u Delí, Stokkhólmi, Reuter. RAÐHERRA í rikistjórn Rajivs Gandhi, B. Shankaranand, sagði í gær af sér til þess að stýra þing- rannsókn á Bofors-málinu svokallaða. Grunur leikur á að háttsettir embættismenn Ind- landsstjórnar hafi þegið að minnsta kosti 40 milljónir Banda- ríkjadala í mútur til þess að hygla Bofors-vopnaverksmiðjunni við gerð vopnasölusamnings fyrir hönd indverska hersins. Samn- VESTURGOTU 6 iTOr SIMI 177 59 HEUjARMATSEÐILL 21.-23. ágúst Forréttur Fylltur gaddakrabbi með fleurongs. Aöalréttur Heilsteiktar innbakaðar nautalundir „Wellington“ með fersku gulrótar „Julienne“ blómkáli og dillsteiktum kartöflum. Eftirréttur Jarðarberja sorbet með ferskum jarðarbeijum og nougat stöngum. Kr. 1.690,- Glæsilegur sérréttamatseðill. Guðmundur Ingólfsson leikur á pianó fyrir matargesti. ingurinn hljóðaði upp á vopn að andvirði 1,3 milljarðs dala. Shankaranand er sjötti ráðherr- ann í stjóm Gandhis, sem segir af sér, en heimildamenn innan Kon- gressflokksins sögðu að ólíkt hinum fyrri væri ráðherrann enn flokks- hollur. Stjómarþingmenn Kongress- flokksins verða í miklum meirihluta rannsóknamefndarinnar, en stjóm- arandstæðingar ætla ekki að taka þátt í nefndarstörfum þar sem stjómin hefur neitað nefndinni um völd til þess að kalla ráðherra á sinn fund og leyfí til þess að rann- saka aðra vopnasölusamninga, sem talið er að spilling hafí ráðið úrslit- um um. í Svíþjóð hafa tugþúsundir bréfa, sem stfluð eru á Ingvar Carlson, forsætisráðherra, valdið töluverðum vandræðum á skrifstofu hans. Höf- undar bréfanna eru Indveijar, sem vilja mótmæla mútugreiðslum Bo- fors og kreíjast þess að Carlson geri skurk í málinu. Bréfaskrifín væru í sjálfu sér ekki vandamál ef ekki væru lög í Svíþjóð, sem kveða á um að bréf til ráðherra skuli lesin af honum eða undirmanni hans. Móttöku bréfsins, efni og meðhöndlun ber síðan að skrá á þar til gert eyðu- blað. Eins og nærri má geta er þetta tafsamt verk, sérstaklega þegar haft er í huga að flest bréf- in, sem þegar eru orðin meira en 20.000 talsins, eru bæði löng og handskrifuð og til þess að gera líf hinna sænsku skrifkera enn erfíð- ara fyrir em fjölmörg bréfanna á hindí, en löggiltir slq'alaþýðendur úr hindí á sænsku dijúpa hins veg- ar ekki af hveiju strái. Lögin kveða skýrar á um með- höndlun bréfanna. Séu sænsk stjómvöld hvött til að grípa til ein- hverra sérstakra ráðstafana ber viðkomandi ráðuneyti að koma við- komandi bréfí formlega á framfæri utanríkisviðskiptaráðherra, sem nú er Anita Gradin, en hann ber ábyrgð á vopnasölunni. Telji ráðherra grundvöll og ástæðu til þess að gera tilgreindar ráðstafanir ber honum svo skylda til þess að bera efnið undir ríkisstjómina. Le Pen boðið á árs- þings íhaldsflokksins St. Andrew’s, frá Guðmundi Heiðari Frfmannsyni fréttaritara Morgunblaðsins. JEAN Marie Le Pen, leiðtoga franska Þjóðernisflokksins, hef- ur verið boðið að ávarpa fund á ársþingi íhaldsflokksins, sem haldið verður í október í JBlack- pool. Ýmsum leiðtogum íhalds- flokksins þykir þetta misráðið. Sir Alfred Sherman, fyrram ráð- gjafí Maragaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, bauð Le Pen á þingið, en Sherman hefur ekki farið leynt merð aðdáun sína á þessum franska stjómmálamanni. Um leið og þeta var gert opin- bert, gaf Roy Hattersley, varaform- aður Verkamannaflokksins, út yfírlýsingu þar sem hann skoraði á Douglas Hurd innanríkisráðherra, að nota vald sitt til að koma í veg fyrir að Le Pen kæmist til landsins. Le Pen væri óæskilegur gestur og heimsókn hans ynni gegn almanna- heill. „Tory Reform Group“, en svo neftiist hópur manna sem er á önd- verðum meiði við Thatcher innan íhaldsflokksins, hefur íhugað að bjóða fyrrverandi eiginkonu Le Pen til þingsins ef boðið verður ekki dregið til baka. Hún hefur nú þegar valdið Le Pen vandræðum með því að sitja fyrir hjá „Playboy“-tímarit- inu og gagnrýna mann sinn fyrrver- andi harkalega í viðtaii við það. Argentína: Ó132. barn sitt Buenos Aires, Reuter. Kona nokkur í bænum Ventura Lloveras í vesturhluta Argentínu ól nýverið 32. bam sitt, en í viðtali við dagblaðið Clarin sagði hún að það yrði jafnframt hið síðasta. Konan, sem heitir Maria Benita Oli- vera, er 49 ára gömul, en örverpið var sveinbam. Ekki var sagt hvenær bamið hefði fæðst, en hins vegar var haft eftir frú Olivera: „Ég get ein- faldlega ekki eignast fleiri böm. Eitt enn og þá dey ég.“ Fílabeinsströndin: Ráðherra skilað Abidjan, Reuter. Ráðherra samgöngu og ríkisframkvæmda, hinum auð- uga Aoussou Koffi, var í gær skilað af mannræningjum sínum, eftir að hafa verið fjóra daga í haldi. Mannræningjamir vora tveir Frakkar, fyrram við- skiptafélagar Koffis, sem töldu að Koffi hefði leikið þá grátt. Ovíst er hvar Frakkam- ir era nú niður komnir eða hvers vegna þeir slepptu Koffi. Þetta er í fyrsta skipti sem háttsettum embættismanni er rænt á Fílabeinsströndinni, en hún hefur löngum þótt með stöðugustu ríkjum í Vestur- Afriku. Tyrkland Kúrdar drepa fimm þorpsbúa Diyarbakir, Reuter. Hryðjuverkamenn Kúrda drápu í fyrrinótt fimm óbreytta borgara í þorpinu Dargecit í suðausturhluta Tyrklands. Tyrkneskar her- sveitir leita enn þeirra, sem frömdu íjöldamorð á 25 þorps- búum, síðastliðinn þriðjudag. Talið er að hinn svokallaði Verkamannaflokkur Kúrdist- an, sem era kommúnísk öfgasamtök, standi að baki árásunum. Hann hefur einnig verið bendlaður við morðið á Olov Palme, fyrram forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Tyrkland: Nýtísku- leg moska Ankara. Næstkomandi föstudag vígja Ankara-búar hina nýju Kocatepe-mosku sína, en sú tók 20 ár í byggingu og er kostnaðurinn talinn nema um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Búið er að fægja hinn fímm tonna kertastjaka og 2.500 fermetra teppi þekur salargólf. Moskan er á margan hátt nýtískuleg. Til þess að hlífa kölluranum við gönguferðum upp 90 m háar mínarettumar var l}rftum fyrir komið í þeim, enda þarf að kalla fólk til bæna fímm sinum á dag. Moskan er sniðin eftir Bláu moskunni frægu, nema hvað hún er töluvert stærri og eiga 25.000 manns að komast fyrir undir 40 m hárri hvelfíngunni. Þegar moskan verður vígð verður hún hin þriðja stærsta í heimi og vafalaust sú nýtískulegasta, því undir henni verður þriggja hæða bfla- geymsla, ráðstefnusalir og verslanamiðstöð í stfl við Kringluna, nema margfalt stærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.