Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 21 600 SKIPA FLOT Aftafflotinn / BANDARÍKJANNA í hverri doild eru: Semtals 680 skip 15 deildir FLUGMÓÐUR- SKIPA ir-.lU 1 flugmóAurekip 2b«tiskip 4 tundurspillar 4fr*igátur 165 4 deildir ORRUSTUSKIPA 1 orructuskip 4 tundurspillsr 4frsigátur 36 SÉRDEILDIR , Érthi-r 'TJ .4, Skiptil liAsflutnings oglandgöngu 75 TUNDURDUFLADEILDIR jAl. Tundursiadarar oglaitarskip 31 AÐSTOÐARSKIP 27 birg&a-og viögoróaskip 36 laitarskip, dráttar- bátar, sjúkraskip p.fl. 63 10 deildir BIRGÐASKIPA 7 birgdaskip 1 tundurspillir 3fraigátur 110 15 deildir FYLGDAR- SKIPA 1 tundurspillir 2 - 3 fraigátur 60 100ÁRÁSARKAFBÁTAR ^.A 100 40 ELDFLAUGAKAF- BÁTAR • 40 manna á Barentshafi og í íshafinu. Bátar þessir eru af gerðunum Typh- oon og Delta og eru búnir lang- drægum kjarnorkuflaugum. Því hefur verið haidið fram þetta að kynni að leiða til röskunar jafn- vægis, stigmögnunar átaka og hugsanlega notkunar kjarnorku- vopna. John Mearsheimer og skoðanabræður hans telja að árásir á eldflaugabátana í upphafi átaka þar sem beitt væri hefðbundnum vopnabúnaði gætti leitt til kjarn- orkustyrjaldar. Segja þeir hinir sömu að með þessu væri ráðist gegn kjarnorkunerafla Sovétmanna og ógnaijafnvæginu raskað. Því kynnu sovéskir flotaforingjar að grípa til kjarnorkuvopna þegar á fyrstu stigum hugsanlegra átaka ef þeir teldu sig ekki geta varið eldflaugabátana. Talsmenn flotans rökstyðja þessa hlið áætlunarinnar á þann veg að Sovétmenn geri ráð fyrir því að ráðist verði með hefðbundnum vopnabúnaði að eldflaugabátum þeirra. Þeir hafi alltaf gert ráð fyr- ir því. Hefur í þessu samhengi verið vitnað til greinar er Sergei Gorsh- kov, fyrrum yfirmaður Sovétflot- ans, ritaði fyrir nokkrum árum. Gorshkov segir mikilvægasta verk- efni flotans vera að ráðast gegn kjarnorkuherafla óvinarins sem leynist í hafinu til að hindra að unnt verði að beita honum. Dr Áætlaðar kafbátatálmanir NATO í Noregshafi eftir teikningu í sovéskum gögnum. (Heimild:GIUK-hliðið eftir Gunnar Gunnarsson). stódvar kafbáta- leitarvéla f # sosus r*%> þy rlumódurskip 4 kaf bétaleitarvólar • ••• captor yfirlýsta stefnu stjórnvalda, að spenna á milli austurs og vesturs myndi frekar vaxa heldur en hitt. En hann gerði sér jafnframt ljóst að ófullnægjandi varnir gætu rask- að stöðugleika og orðið til þess freista sovéskra herfræðinga sem aftur kynni að leiða alvarlegs óvissuástands. Á þeim tíma sem lið- inn er frá því greinin birtist í Aftcnposten hafa ráðamenn vai'n- armála í Noregi að mestu leyti fallist á röksemdir Jans Ingebrigts- en. Lögð hefur verið þyngri áhersla á varnarsamstarf ríkja Atlantshafs- bandalagsins en áður og minna er rætt um sjálfstæðar varnir Norð- manna. Johan Jörgen Holst, núverandi varnarmálaráðherra Noregs, sagði á ráðstefnu um NATO og flotastefnu Bandaríkja- stjórnar, sem haldin var í Osló í apríl á þessu ári, að flotavernd Bandaríkjamanna á Noregshafi samræmdist fyllilega öryggishags- munum Norðmanna. Holst lagði jafnframt áherslu á að fyrirkomulag þeirrar verndar yrði rætt á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins og lagði til að herskip annarra ríkja, til að mynda fastaflotinn á Atlants- hafi, tækju þátt í þeim aðgerðum. Holst kvað Norðmenn hlynnta því að fram færi reglulegt eftirlit og æfingar án þess þó að skipin væru staðsett á Noregshafi allt árið um kring. Þeir sem gagnrýna flotastefnu Bandaríkjastjórnar benda einkum á þijú atriði máli sínu til stuðnings; áhættu, gildi og kostnað. Áhættan er einkum talin tvíþætt. í fyrsta lagi sé engan veginn unnt að ábyrgjast varnir flugmóðurskipa svo norðarlega þar þeim sem stafi mikil ógn af flugsveitum Sovét- manna auk þess sem unnt sé að veija siglingaleiðirnar á Atlantshafi sunnar en geit er ráð fyrir. Stans- field Turner, fyrrum flotaforingi, sem var yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna í valdatíð Carters forseta, hefur bent á að sovéskir kafbátar njóti aðeins flugvélavernd- ar lengst í norðri á leiðinni frá Murmansk inn á Atlantshaf. Því kunni flugvélarnar að ógna flug- móðurskipunum verði þau send svo norðarlega. Turner telur að flugvél- ar herafla Atlantshafsbandalagsins á flugvöllum á Bretlandi og í Suð- ur-Noregi geti geit sama gagn og flugvélar frá flugmóðurskipum. Turner hefur ennfremur látið það álit í ljós að hann fái tæpast trúað því að herforingjar muni framfylgja stefnunnni á tímum vaxandi spennu. Linton F. Brooks segir í grein sinni „Flotastyrkur og þjóðarör- yggi“ (Naval Power and National Seeurity) að hinir færustu sérfræð- ingar flotans hafi komist að þeirri niðurstöðu að framvarnarstefnan sé framkvæmanleg og dómur þeirra vegi þyngst allra því þeim sé ætlað að hrinda áætlunum þessum í fram- kvæmd reynist það nauðsynlegt. Brooks vitnar í grein eftir Henry Mustin, flotaforingja yfirmann sóknarflota NATO á Atlantshafi, sem segir: „Því hefur aldrei verið haldið fram að unnt sé að vinna auðveldan sigur á Sovétríkjunum Á átakatímum er skipum sökkt, flug- vélar eru skotnar niður og menn týna lífi. Herafli Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins væri vissulega ógnvænlegur en ekki ósigrandi. Sóknarflotinn gæti. . . varist loft- árásum Sovétmanna með aðstoð AWACS ratsjárvéla Atlantshafs- bandalagsins og flugvéla banda- ríska flughersins og þetta höfum við sýnt fram á á æfingum. Sovét- menn. . . gera sér ljóst að hreyf- anlegt skotmark á hafi úti (þ.e.a.s. flugmóðurskip, innsk. höf.) er mun líklegra til að standast árásir en flugvöllur á landi“. Sókn til norðurs Umdeildasti liður flotastefnunar er tvímælalaust sá sem lýtur að sókn bandarískra kafbáta til norð- urs á átakatímum. Verkefni þeirra væri að granda kafbátum Sovét- Philip A Petersen, sem starfar á vegum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins, segir í grein sem birtist nýlega í tímaritinu International Defense Review. „Sovétmenn hafa ævinlega gengið að því sem vísu að Bandaríkjamenn myndu freista þess að toitíma kjarnorkuherafla þeirra í hafinu á upphafsstigum vopnaðra átaka. Með því halda kaf- bátum búnum langdrægum kjarn- orkueldflaugum nærri fóstuijörð- inni er bæði auðveldara að veija bátana og erfiðara að finna þá og granda þeim“. Orð Gorshkovs gefa því til kynna að Sovétmenn myndu sjálfir leggja áherslu á að granda eldflaugakafbátum óvinarins og að þeir gangi að því sem vísu að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama. I raun eru Sovétmenn aðeins að yfirfæra kenningar sínar um varnir á landi til sjávar. Vestrænir sérfræðingar hafa löngum verið sammála um að herafli Sovétmanna myndi freista þess að eyða banda- riskum kjarnorkuvopnum á landi með hefðbundnum vígbúnaði. Því er svo við að bæta að erfitt getur reynst að skilja á milli ákveðinna gerða kafbáta og hafa yfirmenn Bandaríkjaflota margoft lýst yfir því að allir kafbátar séu „viður- kennd“ skotmörk á átakatímum. Færa má að því gild rök að Sovét- menn gripu ekki til kjarnorkuvopna þótt eldflaugabátum þeirra yrði ógnað. Svipaðar reglur gilda um beitingu kjarnorkuvopna bæði í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þau lúta pólitískri stjórn. Það er því ekki í valdahring einstakra her- foringja að beita skammdrægum (taktískum) kjarnavopnum hvað þá öflugari vígtólum. Einnig hafa sov- éskir herforingjar fullyrt í viðtölum að ekki sé unnt að takmarka kjarn- orkustríð skelli það á. Stigmögnun kjarnorkuátaka endar í gagn- kvæmri gereyðingu og vitaskuld þykir hvorugum aðilanum það fýsi- legur kostur. Loks er þess að geta að yfirmenn herafla Sovétmanna koma yfirleitt úr landhernum enda tekur herfræði þeirra fyrst _ og fremst mið af sigrum á iandi. Augljós ávinningur Gagnrýnendur framvarnastefn- unnar viðurkenna nauðsyn þess að siglingaleiðum yfir Atlantshaf verði haldið opnum. En þá greinir á um hvernig standa beri að þeim vörn- um. Talsmenn áætlunarinnar benda hins vegar á að ýmislegt vinnist með því að ógna eldflaugakafbátum Sovétmanna. Hluti árásarkafbáta þeirra verði þá að halda sig í grennd við eldflaugabátana og halda uppi vörnum fyrir þá. Þar með geti Sov- étmenn ekki sent nægilegan fjölda árásarkafbáta inn á Noregshaf. Gæti Sovétstjórnin á hinn bóginn gengið að því sem vísu að árásark- afbátar Bandaríkjamanna héldu sig fjarri eldflaugabátunum væri flota- foringjum óhætt að senda fleiri árásarbáta og herskip suður á bóg- inn. Þá telja bandarískir flotafor- ingjar að yfirráð yfír Noregshafi séu skilyrði fyrir því að Bandaríkja- menn geti ábyrgst öryggi Noregs og annarra bandamanna sinna á óvissu- og átakatímum. Kafbátasmíði Sovétmanna héfur tekið stórstígum framförum á und- anförnum árum. Þeim hefur tekist að gera kafbáta sína hljóðlátari og hafa fengið aðstoð frá fyrirtækjum í Noregi og Japan í því skyni. Lin- ton F. Brooks sagði á fundi með íslenskum blaðamönnum að sala fyrirtækjanna Kongsberg og Tosh- iba á hátæknibúnaði til Sovétríkj- anna væri vissulega áhyggjuefni en sérfræðingar hefðu löngum gert sér ljóst að bregðast þyrfti við hljóðlát- ari kafbátum Sovétmanna í nánustu framtíð. Hættuna kvað hann vera þá að Sovétmönnum tækist að smíða hljóðlátari eldflaugakafbáta. Þá kynnu sérfræðingar þeirra að álykta sem svo að ástæðulaust væri að halda Qölda árásarkafbáta í nágrenni Kóla-skaga til verndar þeim. Þar með yrði unnt að beita mun fleiri árásarbátum á Atlants- hafi sem gjörbreytti allri vígstöð- unni á norðurslóðum. Brooks bætti því hins vegar við að samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar væri með öllu ókleift að smíða kafbát sem ekkert heyrðist til þar sem öll hljóð væru samkvæmt skilgreiningu mælanleg. Framfarir í smíði hljóð- látra véla dygðu því ekki til. Hafa ber í huga að grundvallar- atriði framvarnastefnunnar eru áætlanir um viðbrögð á spennutím- um. Það er því beinlínis rangt að leiða af þessari áætlun þá niður- stöðu að umsvif flota Bandaríkja- manna muni stóraukast hér við land á friðartímum. Sú staðreynd að bandarísk flugmóðurskip hafa sam- tals dvalist 41 dag við æfingar á Noregshafi undanfarin tíu ár rennir stoðum undir þetta. Ótti við auknar kafbátaferðir við landið er einnig ástæðulaus. Framvarnastefnan miðar að því að draga hugsanlega víglínu fyrir norðan Island og binda stóran hluta árasarkafbáta Sovét- manna við varnir eldflaugabáta þeirra. í þessu felst engin „nýjung“ þar sem bæði stórveldin gera ráð fyrir því að lagt verði til atlögu við kafbáta með langdrægar eidflaugar innanborðs á fyrstu stigum vopn- aðra átaka. Hvorugur aðilinn telur slíkar árásir marka upphaf kjarn- orkuátaka. Framvarnastefnuna er því unnt að skilgreina á þann hátt að hún sé ekki árásarstefna heldur áætlun hinna færustu sérfræðinga um hvernig tryggja megi öryggis- hagsmuni ríkja Vestur-Evrópu og treysta fælingarstefnu Atlantshafs- bandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.