Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 IÞROTTIR UNGLINGA Breiðablik Islandsmeist ari í 3. f lokki kvenna Um helgina 15,—16. ágúst fór fram síðasta umferð eða „túmering" í 3. flokki kvenna. Þar mættust sterkustu kvennalið landsins í þessum flokki; KR, Týr, ÍBK og Breiðabiik. Mótið fór þannig fram að allir spiluðu við alla, hvert lið spilaði tvo leiki á laugardeginum og einn á sunnu- deginum. I fyrstu ieikjunum á laugardegin- um mættust UBK og ÍBK og svo KR og Týr. Leiks UBK og ÍBK var beðið með eftirvæntingu því þessi tvö lið höfðu mæst til úrslita á Gull- og Silfurmótinu og þar skilið jöfn, 0:0, eftir spennandi leik. En í þessum leik yfírspiluðu Blikastelpumar lið Keflvíkinga algjöriega og sigriðu með 5 mörk- um gegn engu. í hinum leiknum sigraði KR Tý frá Vestmannaeyjum örugglega 5:2 en það var mál manna að KR og Breiðablik væru með bestu lið- in fyrir keppnina. Óvænt jafntefii KR Seinna um daginn sigraði Breiða- blik Tý örugglega en ÍBK kom mjög á óvart og gerði jafntefli við KR. Þetta þýddi að KR varð að vinna Breiðablik daginn eftir til að verða meistarar en Blikunum nægði jafntefli. í leiknum um 3. sætið sigraði ÍBK Tý 2:0 þannig að Vestmanneying- amir urðu að láta sér fjórða sætið duga. Blikamir meistarar Mikil spenna var í loftinu fyrir leik KR og UBK og greinilegt að bæði liðin ætluðu sér sigur. Leik- urinn byijaði rólega og greinilegt að nokkurs taugaóstyrks gætti hjá báðum liðum. En skömmu fýrir hálfleik skoraði Elísabet Sveinsdóttir glæsilegt mark fyrir Breiðablik beint úr aukaspymu. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks jafnaði KR og var þar Sara Smart að verki. En þrátt fyrir pressu KR-liðsins hélt Blikaliðið haus og Kristbjörg Harðardóttir var örugg í marki Breiðabliks. Leikurinn endaði því 1:1 og nægði það Blik- unum til að verða Islandsmeistar- ar. Það má því segja að titlunum í yngri flokkum kvenna hafi verið bróðurlega skipt því KR vann 2. flokkinn eftir úrslitaleik við Breiðablik. Úrslit leikja í 3. flokki: UBK-IBK 5:0 KR-Týr 5:2 Týr-UBK 0:3 ÍBK-KR 1:1 KR-UBK 1:1 Týr-ÍBK 0:2 Lokastaðan: 1. Breiðablik 2. KR 3. ÍBK 4. Týr íslandsmeistarar Brelðabllks i 3. flokki kvenna. „Við ætluðum að vinna íslands- meistaratitilinn“ - sagði Unnur María Þorvaldsdóttir, fyrirliði UBK Við ræddum lítillega við Unni eftir að titillinn var í höfn hjá Breiðabliksliðinu. Hún var að vonum kampakát og sagði: „Við ætluðum alltaf að vinna íslands- meistaratitilinn en ég verð að viðurkenna að ég var orðin dálítið smeyk undir lok leiksins gegn KR. Hins vegar tókst okkur að halda jafnteflinu og því varð draumur- inn að veruleika." Hveiju viltu þakka góðu gengi liðsins? „Við erum búnar að vera saman stelp- umar í tvö ár og því famar að þekkja hver aðra mjög vel. Einnig höfum við verið heppnar með þjálfara þessi ár og andinn er mjög góður í hópnum.“ Hvað tek- ur nú við? „Ég spila líka handbolta með Breiðablik og nú fer tímabil- ið að nálgast. En ætli ég hvíli mig ekki dálítið á íþróttum fyrst." Svo mörg voru þau orð Unnar og við óskum þeim Blikastúlkum til hamingju með titilinn. Unnur María Þorvaldsdóttir fyrirliðl Breiðabliks. LIA KR sem varð { 2. sati.. LIA ÍBK sem varð í 3. saeti. LIA Týs sam varð í 4. s»ti. Leiknir sigraoi í Færeyjum Fyrir skömmu tóku a- og b-lið 5. flokks Leiknis þátt í móti í Færeyjum og sigraði a-liðið í keppninni. íþróttafélag Fugla- fjarðar (ÍF) hélt mótið og var leikið í tveimur riðlum a- og b- liða. A-lið Leiknis sigraði í sínum riðli og b-liðið hafnaði í 2. sæti. Leiknir og ÍF léku til úrslita og vann Leiknir 2:0 í spennandi leik. Á myndinni eru úrslitaliðin, Fær- eyingamir til hægri og Leiknis- menn til vinstri. Leiknisstrákarnir eru í aftari röð frá vinstri Valdi- mar Stefánsson þjálfari, Gústaf Amarson, Birgir Guðmundsson, Kristinn Þ. Kristinsson, Geir Óm- arsson, Birgir Ólafsson og Eyjólf- ur R. Eiríksson. í fremri röð frá vinstri em Bryngeir Sigurðsson, Helgi Helgason, Erlendur Þ. Gunnarsson, Garðar Ásgeirsson, Gunnar Einarsson og lukkudísin Lovísa K. Einarsdóttir. Sjöunda f lokks mót Breiðabliks SUNNUDAGINIM 30. ágúst mun knattspyrnudeild Breiðabliks standa fyrir 7. flokks móti á Smárahvammsvelli í Kópavogi. Mótið hefst kl. 10 árdegis og verður keppt á fjórum völlum samtímis. Boðið verður upp á drykk og súkkulaði fyrir kepp- endur en engin eiginleg verð- laun verða í boði. Ráðgerð er að hafa tuttugu lið í keppnnni og em þeir sem áhuga hafa á að taka þátt beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Breiðabliks í síma 43699 fyrir þriðjudaginn 25. ágúst. Skrifstofan er opin milli kl. 16 og 18 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.