Morgunblaðið - 22.08.1987, Page 52

Morgunblaðið - 22.08.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 IÞROTTIR UNGLINGA Breiðablik Islandsmeist ari í 3. f lokki kvenna Um helgina 15,—16. ágúst fór fram síðasta umferð eða „túmering" í 3. flokki kvenna. Þar mættust sterkustu kvennalið landsins í þessum flokki; KR, Týr, ÍBK og Breiðabiik. Mótið fór þannig fram að allir spiluðu við alla, hvert lið spilaði tvo leiki á laugardeginum og einn á sunnu- deginum. I fyrstu ieikjunum á laugardegin- um mættust UBK og ÍBK og svo KR og Týr. Leiks UBK og ÍBK var beðið með eftirvæntingu því þessi tvö lið höfðu mæst til úrslita á Gull- og Silfurmótinu og þar skilið jöfn, 0:0, eftir spennandi leik. En í þessum leik yfírspiluðu Blikastelpumar lið Keflvíkinga algjöriega og sigriðu með 5 mörk- um gegn engu. í hinum leiknum sigraði KR Tý frá Vestmannaeyjum örugglega 5:2 en það var mál manna að KR og Breiðablik væru með bestu lið- in fyrir keppnina. Óvænt jafntefii KR Seinna um daginn sigraði Breiða- blik Tý örugglega en ÍBK kom mjög á óvart og gerði jafntefli við KR. Þetta þýddi að KR varð að vinna Breiðablik daginn eftir til að verða meistarar en Blikunum nægði jafntefli. í leiknum um 3. sætið sigraði ÍBK Tý 2:0 þannig að Vestmanneying- amir urðu að láta sér fjórða sætið duga. Blikamir meistarar Mikil spenna var í loftinu fyrir leik KR og UBK og greinilegt að bæði liðin ætluðu sér sigur. Leik- urinn byijaði rólega og greinilegt að nokkurs taugaóstyrks gætti hjá báðum liðum. En skömmu fýrir hálfleik skoraði Elísabet Sveinsdóttir glæsilegt mark fyrir Breiðablik beint úr aukaspymu. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks jafnaði KR og var þar Sara Smart að verki. En þrátt fyrir pressu KR-liðsins hélt Blikaliðið haus og Kristbjörg Harðardóttir var örugg í marki Breiðabliks. Leikurinn endaði því 1:1 og nægði það Blik- unum til að verða Islandsmeistar- ar. Það má því segja að titlunum í yngri flokkum kvenna hafi verið bróðurlega skipt því KR vann 2. flokkinn eftir úrslitaleik við Breiðablik. Úrslit leikja í 3. flokki: UBK-IBK 5:0 KR-Týr 5:2 Týr-UBK 0:3 ÍBK-KR 1:1 KR-UBK 1:1 Týr-ÍBK 0:2 Lokastaðan: 1. Breiðablik 2. KR 3. ÍBK 4. Týr íslandsmeistarar Brelðabllks i 3. flokki kvenna. „Við ætluðum að vinna íslands- meistaratitilinn“ - sagði Unnur María Þorvaldsdóttir, fyrirliði UBK Við ræddum lítillega við Unni eftir að titillinn var í höfn hjá Breiðabliksliðinu. Hún var að vonum kampakát og sagði: „Við ætluðum alltaf að vinna íslands- meistaratitilinn en ég verð að viðurkenna að ég var orðin dálítið smeyk undir lok leiksins gegn KR. Hins vegar tókst okkur að halda jafnteflinu og því varð draumur- inn að veruleika." Hveiju viltu þakka góðu gengi liðsins? „Við erum búnar að vera saman stelp- umar í tvö ár og því famar að þekkja hver aðra mjög vel. Einnig höfum við verið heppnar með þjálfara þessi ár og andinn er mjög góður í hópnum.“ Hvað tek- ur nú við? „Ég spila líka handbolta með Breiðablik og nú fer tímabil- ið að nálgast. En ætli ég hvíli mig ekki dálítið á íþróttum fyrst." Svo mörg voru þau orð Unnar og við óskum þeim Blikastúlkum til hamingju með titilinn. Unnur María Þorvaldsdóttir fyrirliðl Breiðabliks. LIA KR sem varð { 2. sati.. LIA ÍBK sem varð í 3. saeti. LIA Týs sam varð í 4. s»ti. Leiknir sigraoi í Færeyjum Fyrir skömmu tóku a- og b-lið 5. flokks Leiknis þátt í móti í Færeyjum og sigraði a-liðið í keppninni. íþróttafélag Fugla- fjarðar (ÍF) hélt mótið og var leikið í tveimur riðlum a- og b- liða. A-lið Leiknis sigraði í sínum riðli og b-liðið hafnaði í 2. sæti. Leiknir og ÍF léku til úrslita og vann Leiknir 2:0 í spennandi leik. Á myndinni eru úrslitaliðin, Fær- eyingamir til hægri og Leiknis- menn til vinstri. Leiknisstrákarnir eru í aftari röð frá vinstri Valdi- mar Stefánsson þjálfari, Gústaf Amarson, Birgir Guðmundsson, Kristinn Þ. Kristinsson, Geir Óm- arsson, Birgir Ólafsson og Eyjólf- ur R. Eiríksson. í fremri röð frá vinstri em Bryngeir Sigurðsson, Helgi Helgason, Erlendur Þ. Gunnarsson, Garðar Ásgeirsson, Gunnar Einarsson og lukkudísin Lovísa K. Einarsdóttir. Sjöunda f lokks mót Breiðabliks SUNNUDAGINIM 30. ágúst mun knattspyrnudeild Breiðabliks standa fyrir 7. flokks móti á Smárahvammsvelli í Kópavogi. Mótið hefst kl. 10 árdegis og verður keppt á fjórum völlum samtímis. Boðið verður upp á drykk og súkkulaði fyrir kepp- endur en engin eiginleg verð- laun verða í boði. Ráðgerð er að hafa tuttugu lið í keppnnni og em þeir sem áhuga hafa á að taka þátt beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Breiðabliks í síma 43699 fyrir þriðjudaginn 25. ágúst. Skrifstofan er opin milli kl. 16 og 18 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.