Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 17 Hugvitið í Kringlunni Orð í belg um heiti verslana eftirÞórð Kristinsson Nú er víðfræg Kringlan komin í gagnið í svonefndum nýja miðbæ. Við þann atburð eykst verslunar- rými í Reykjavik um 9 prósent, vöruframboð hlýtur einnig að auk- ast, en tala neytenda tekur ekki stökkbreytingu. Því er ljóst að ein- hverstaðar kemur munurinn niður. Úrval vörutegunda er svipað við Laugaveg og í Kringlunni og óttast nú margir að verslun við Laugaveg og aðrar götur gamla miðbæjarins kunni að dragast mjög saman af þeim sökum. Nýjungagimi okkar Islendinga er viðbrugðið svo óttinn er varla ástæðulaus. Og reyndar hafa nokkrir kaupmenn brugðið á það ráð að versla bæði við Lauga- veg og í Kringlunni til að hafa vaðið fyrir neðan sig. En þetta er ekki umræðuefnið. Hugvitið sem áður er nefnt og blómstrar við Laugaveg og reyndar víðar um byggt ból á Islandi, hefur einnig náð að skjota rótum í Kringl- unni. Enda vart við öðru að búast í húsi þar sem bæði er hátt til lofts og vítt til veggja og hugarílugið nær að blaka vængjum sínum fijáist og óbeislað. í húsinu, sem er á þremur hæðum, eru 72 verslanir, en þar af er 5 enn óráðstafað. Af þeim 67 verslunum sem í gagnið eru komnar ganga 28 undir fram- andi heitum sem sum hver minna okkur á staði og stundir úti í hinum stóra heimi og sýna svo ekki verður um villst hvílík menningarþjóð við íslendingar erum. Heiti hinna 38 eru hins vegar því miður líkust hjá- kátlegri tímaskekkju á skökkum stað í gljáfægðri heimsmenningu Kringlunnar. Það eitt út af fyrir sig, er auðvitað hið versta mál með því að þessi íslensku heiti eru ögn fleiri en hin og heyrast því senni- Fyrir rúmum þremur árum dásamaði sá er þetta skrifar hugvitið sem haft er í frammi í verslunarheitum við Laugaveg; birtist grein- in í Morgunblaðinu 10. maí 1984. En svo sem er kunnugt þá hefur Laugavegurinn verið helsta verslunargata Reykjavíkur frá því að elstu menn muna og jafnvel lengur. Þar eru m.a. verslanirnar Bella, Bentína, Lady Rose, Lollipopp, Ping Pong, Partý og Tína Mína; verslanirnar Bettý og Bangsi-Fix eru við Bankastræti, Ossa er við Kirkjustræti, Passi- on við Snorrabraut, Mína við Hringbraut og Dídó við Hverfisgötu; Bimm Bamm og Bombay eru hins vegar í Hafnarfirði, Traffic í Keflavík, Mózart í Vest- mannaeyjum og Chapl- in og Perfect á Akureyri. lega oftar í auglýsingum útvarps- stöðvanna eða sjást í sjónvarpi og í auglýsingum dagblaðanna. Norræn kennslu- miðstöð á íslandi DAGANA 13. og 14. ágúst var haldin á Hótel Sögu í Reykjavík ráðstefna um kennslu í norræn- um málum á íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Þátttakendur voru um 50 og komu frá Finn- Hjallaprestakall; Sóknar- prestur settur í embætti NÝKJÖRINN sóknarprestur Hjallaprestakalls i Kópavogi séra Kristján Einar Þorvarðarson verð- ur settur inn í embætd sitt á sunnudag af séra Ólafi Skúlasyni dómprófasti. Messan hefst kl. 14.00 í Kópavogs- kirkju. Séra Kristján prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Þor- bergi Kristjánssyni. Séra Þorbergur hefur fram að þessu þjónað þeim hluta Digranessprestakalls er nú hef- ur hlotið nafnið Hjallaprestakall. Formaður sóknamefndarinnar Hilm- ar Björgvinsson lögmaður flytur ávarp í lok guðsþjónustunnar. Sóknameftidin vinnur nú að því ásamt prestinum að ganga frá starfs- aðstöðu. Þórður Kristinsson Áhrifagjamir unglingar eiga því á hættu að verða fyrir óæskilegum áhrifum af ofnotkun íslenskunnar. En sjálfsagt er sá ótti ástæðulaus, að minnsta kosti ef horft er til þess hve vel hefur gengið að læða and- blæ heimsmenningar í verslunar- heitin á tiltölulega fáum ámm. Og treysta verður á að hugvitsmenn haldi vöku sinni og afmái sem allra fyrst heiti eins og Hagkaup, Skífan, Rammagerðin, Penninn, Búnaðar- banki íslands, Skæði og fleiri slík, sem við höfum orðið að þola fyrir augum okkar og eyrum alltof lengi; því grannt verður að fylgjast með straumum tísku og menningar ef ekki á illa að fara. Rétt er að nefna að erlend vöm- merki bera ávallt erlend heiti, en ekki íslensk og verður svo áfram sem betur fer. En reyndar athygli- vert í því samhengi að nokkrir íslenskir framleiðendur vöm, sem kallast samkeppnisfær við erlenda vöm, hafa tekið upp sið þennan í seinni tíð og gefíð vöra sinni fram- andi heiti; enda kaupir hástemmdur landinn varla íslenska vöm sem sækir heiti sitt í móðurmálið. Skárra væri það nú. En talandi um erlend heiti er- lendra vömmerkja, þá má auðvitað nota þau beint sem verslunarheiti, sem náttúmlega er minnst fyrir- höfn; en einnig er unnt að sækja í þáu nokkra leiðbeiningu eða inn- blástur ef hugvitið er í ládeyðu stund og stund. Hins vegar er lítil hætta á því þar sem heitin þurfa ekki að bera neina merkingu; eina skilyrðið sem hugvitsmenn virðast setja heitunum er að þau eigi ekk- ert skilt við íslenskt mál eða menningu. Framandi hljómurinn skiptir megin máli, t.d. er Hanz mun æskilegra en Hans. Einnig er mikilvægt að reynt sé að koma við stöfunum c,x og z. Hljómfögur heiti í Kringlunni em mörg og snjöll: Hard Rock Café, Dídó, Stephanel, Califomia, Jari, Cosmo, Maxim, Coral, Bossanova, AHA, Meba, Benetton, Taxi, Clara, Sisley, Gen- us, Serina, Centmm. Þessi heiti bera höfuð og herðar yfír íslensku lágkúmna sem þama viðgengst og er nánast til skammmar í íslenskri verslunarhöll. Vansalaust er að kalla Hagkaup Save ways, Skífuna Record, Rammagerðina Frame up, Pennann La Ecritoire (eða Biiro eftir upphafsmanni kúlupennans), Búnaðarbankann Acrobank, Skæði Shoes og Áfengis og tóbaksverslun ríkisins Spiritus vini eða Spíró eða eitthvað lipurt, létt og fallegt í þá vem, svo dæmi séu tekin af handa- hófí. En það sem tekur út yfír allan þjófabálk er náttúmlega sá óþjóð- legi ósómi sem birtist okkur í heiti hallarinnar sjálfrar. Hvers vegna í ósköpunum heitir höllin Kringlan? Hvað kom yfír mennina? Hverslags málrækt er þetta mitt í mýrinni? Drottinn minn dýri. Þeir hljóta að hafa gleymt sér andartak og kannski of seint að leggja í að smíða nýtt skilti er þeir áttuðu sig daginn eftir opnunina. En hugvits- mönnum verður varla skotaskuld að bæta hér út. Og því fyrr því betra. Til bráðabirgða nægir t.d. að skipta um fyrsta stafínn og setja c fyrir k; Cringlan er mun æski- legra og þjóðlegra en Kringlan, og hefur auk þess þann höfuðkost að bera enga merkingu. Höfundur er prófstjóri í Hiskóla tslands. landi, Sviþjóð, Noregi, Dan- mörku, Færeyjum, Grænlandi og Norður-Þýskalandi auk íslensku þátttakendanna. Norræna mál- stöðin i Osló stóð fyrir ráðstefn- unni og megin verkefni hennar var að fjalla um hvernig við gætum best styrkt og bætt kennslu í Norðurlandamálum í þessum þremur löndum. Mörg erindi vom haldin og um- ræður og leiddu til margra hugmynda sem til bóta horfa. Meðal hugmjmda bar einna hæst og fékk hún stuðning allra, sú að stofna „Norræna kennslumiðstöð" á íslandi. Miðstöðin á að veita íslenskum kennumm upplýsingar um námsefni um Norðurlönd og vera tengiliður við að útvega náms- efni, einkum útvarpsefni og myndbandaefni. Einnig á hún að stuðla að því að nemendur á íslandi kynnist jafnöldmm á Norðurlöndum með nemendaskiptum, bekkjar- heimsóknum, bréfaskriftum og dvöl í skólabúðum. Nú þegar starfar Norræn kennslumiðstöð í Helsingfors. Slík miðstöð á að þjóna kennslu á öllum skólastigum og í öllum námsgrein- um t.d. landafræði, sögu, líffræði. Á ráðstefnunni vom menn sam- mála um að styrkja bæði stöðu Norðurlanda í hugum íslenskra unglinga og að þetta gerðist helst með beinum tengslum við jafnaldra þar. Þörf er því á fé til að brúa Atlantshafíð með bekkjaheimsókn- um og nemendaskiptum. Auk þess settu menn fram óskir um að sjón- varpið tæki oftar til sýningar vinsælt efni frá Norðurlöndum. (Fráttatilkynning) Viðeyjarskemmtun Laugardaginn 22. ágúst næstkomandi munu sjálfstæðis- félögin í Reykjavík efna til útiskemmtunar í Viðey. Samkoma þessi er ætluð fólki á öllum aldri og margt verð- ur til gamans gert, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. • Ferðir út í Viðey hefjast kl. 10.00 á laugardags- morguninn og verða með stuttu millibili fram til kl. 16.00. FariðverðurfráeystribakkaSundahafnar. • Bílastæði eru við vesturbakkann á athafna- svæði Eimskips. • Kynning á sögu Viðeyjar mun fara fram þrisv- ar sinnum um daginn undir leiðsögn Orlygs Hálfdánarsonar. • Grillveisla veröur haldin um hádegisbil. Veit- ingasala er einnig úti í eyju í Viðeyjarnaustum. • Lúðraflokkur leikur létt lög og Geir H. Haarde alþingismaður stjórnar fjöldasöng. • Allir geta tekið þátt í leikjum, sem skipulagðir verða á svæðinu og knattspyrnumót allra aldurs- hópa verður háð. • Davíð Oddsson borgarstjóri og Friðrik Soph- usson flytja ávörp. • Tjöld verða á svæðinu til skjóls ef þurfa þykir og flugbjörgunarsveitin sór um öryggisgæslu. • Miðaverð er 450 krónur, bátsferð og grillmat- ur innifalið. Ókeypis fyrir börn yngir en 12 ára. - □ l l/n. Reykvikingar eru hvattir til að mæta og njóta skemmtunar og útiveru í Viðey. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.