Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 41 Minning: Guðrún Elísabet Agústsdóttir Fædd 15. janúar 1940 Dáin 14. ágúst 1987 Guðrún Elísabet lést í Landspítal- anum 14. ágúst sl. Gunna Beta, eins og hún var jafnan kölluð, var fædd og uppalin á ísafírði. Hún var einkadóttir frú Kristínar heitinnar Asgeirsdóttur og Ágústar Péturs- sonar fyrrverandi athafnamanns og kaupmanns á ísafírði. Þegar Gunna Beta fæddist bjó Guðbjörg föðursystir hennar í sama húsi ásamt 7 ára gamalli dóttur sinni, Petrínu Georgsdóttur. En Ágúst reyndist litlu frænku sinni, Petu, sem besti faðir. Þannig ólust þær upp saman, Gunna Beta og Peta, og voru þær ætíð samrýndar og hjálpsamar {garð hvor annarrar og slíka vináttu og systrakærleika hefí ég aldrei þekkt hvorki fyrr né síðar. En að einu leyti var Gunna Beta í mínum augum alveg sérstök. Þó að hún hafí verið einkadóttir foreldra sinna gerði hún aldrei nein- ar kröfur fyrir sjálfa sig. Það var eins og hún gerði sér far um að vera til hliðar, hóglát, stundum með íhugandi svip, en svo kom brosið góða eins og hún vildi segja: Þetta er allt í lagi. Þrátt fyrir að Gunna Beta væri ekki framhleypin í samræðum eða í umgengni við aðra var hún mjög vel greind og gaf greinargóð svör ef svo bar undir. Alltaf var Gunna Beta til í að spjalla létt saman. Ævistarf Gunnu Betu var af- greiðslustarfið og fyrr á árum vann hún í verslun pabba síns ásamt Petu. Eftir að Ágúst hætti að versla vann hún um margra ára skeið í Bjömsbúð á ísafírði og sfðasti vinnustaður hennar var Gamla bakaríið á staðnum. En hvar svo sem Gunna Beta starfaði lá leiðin fyrst heim og síðan til Petu og fjölskyldu. Og þeja synir Petu og Lúlla, Ágúst og geir, eignuðust sínar fjölskyldur og bamabömin eitt af öðru, var um- hyggjan og hjálpsemin með bama- bömin stóra gleðin hennar. Aldrei heyrði ég Gunnu Betu vera með ámælisorð eða önugheit í annarra garð. Frekar kaus hún að þegja eða sagði: Finnst þér það? Lífsganga Gunnu Betu var fyrst og fremst að hugsa ekki um eigin hag, heldur um velferð annarra. Samkvæmt orðum Jesú Krists er kærleikurinn fylling guðdómsins, m.a. að elska náungann eins og sjálfan sig. Páll postuli lýsir gmnntóni kær- leikans m.a. svo: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Hann breiðir yfír allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. (1. Kor. 13k, 4.. og 7. vers). Við Úlfar biðjum Drottin að blessa og hugga Ágúst föður Gunnu Betu og Petu sem hefir misst svo mikið, Lúlla, Ágúst, Ásgeir og Kötu og bamabömin. Ásdis Erlingsdóttir Fer inn á lang flest 6 heimili landsins! Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífíð hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sb. 1945 - Kr. Pétursson) Þegar mér barst sú fregn að hún Gunna Beta væri dáin, setti mig hljóða, þrátt fyrir að ég vissi að hún barðist við erfíðan sjúkdóm. Þessi tími sem veikindi hennar stóðu yfír, var henni erfiður. Það vom ófáar ferðimar sem hún þurfti að fara undir læknishendur suður í Reykjavík. Þá komu best í ljós þeir góðu kostir sem hún var búin. Hún stóð sig eins og hetja allan þennan tíma og hélt alltaf þessari einstöku ró, sem einkenndi alltaf hennar framkomu. Guðrún Elísabet var fædd á ísafirði, dóttir hjónanna Kristínar Ásgeirsdóttur, sem nú er látin, og Ágústs Péturssonar, sem nú lifír einkadóttur sína. Gunna Beta ólst líka upp með föðursysturdóttur sinni, Petrínu Georgsdóttur, og vom þær frænkur alla tíð eins og bestu systur. Þegar maður hugsar til baka, og minningamar koma fram í hugann, man ég sérstaklega þegar Gunna Beta var bam hvað það var ánægjulegt að sjá hvað Peta var natin við hana. Eg man þegar þær sem ungar stúlkur, Inga systir mín og Peta vinkona hennar, vom að spóka sig í bæjarlífinu á ísafírði, með þessa litlu stúlku þá með sér. Því alltaf var tekið eftir Gunnu Betu, bæði sem bami og svo sem fullvaxta konu, því hún var falleg kona, hæglát og hógvær, lét lítið yfir sér en var samt mikil persóna. Gunna Beta missti móður sína fyrir mörgum ámm og hélt þá heimili með föður sínum. Hún annaðist hann af sérstakri alúð. Það var ekki lítið lán fyrir Ágúst að fá að eiga þessi ár með einka- dóttur sinni. Því fátt er fallegra, þegar maður hugsar til þess en þegar fólk er búið að ala upp böm- in sín, og árin færast yfír og heilsunni hrakar, að bömin sýni þá natni að hugsa um foreldra sína á efri ámm. Þetta gerði Gunna Beta með miklum sóma. Gunna Beta var öll sín ár á ísafirði, hún vann sem ung stúlka lengi í blómabúð sem þau störfuðu saman við, hún, faðir hennar og Peta frænka hennar. Nú síðast vann hún í Gamla bakaríinu á ísafírði, eða allt þar til heilsan leyfði ekki meir. í öllum veikindum Gunnu Betu, stóðu þau henni við hlið og vom hennar styrkur, faðir hennar og Peta frænka hennar, sem fylgi henni suður undir læknishendur og vék ekki frá henni fyrr en yfír lauk. Það er alltaf sárt að sjá á eftir sínum, ekki síst fólki í blóma lífsins. En í sámm söknuði er gott að geta yljað sér við minningar. Gunna Beta skildi eftir sig flársjóð fallegra minninga, sem verða með tímanum, huggun hennar nánustu. Eg vil að lokum senda_ mínar dýpstu samúðarkveðjur til Ágústs, föður hennar, og til Petrínu Georgs- dóttur og hennar fjölskyldu svo og allra annarra aðstandenda. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja í ykkar mikla missi. Gunnu Betu þakka ég samfylgd- ina og bið henni góðrar heimkomu. Dóttir í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Sb. 1945 - H. Pétursson) Sigrún Sigurgeirsdóttir Þar sem ég var á ferðalagi í fjar- lægu landi barst mér sú frétt að endir hefði verið bundinn á ævi ástkærrar frænku minnar, Gunnu Betu. Mitt í iðandi mannlífí stór- borgarinnar varð einmanaleikinn skyndilega algjör og ósjálfrátt leit- aði hugurinn aftur 'til æskuáranna. í þeim hafsjó af fögram minningum sem þar er að fínna er hlutverk frænku minnar stórt. Guðrún Elísabet eða Gunna Beta, eins og hún var alltaf kölluð, fædd- ist á Isafirði 15. janúar 1940 og var því aðeins 47 ára þegar hún lést. Hún var dóttir Ágústar Péturs- sonar fv. kaupmanns, sem nú syrgir dóttur sína 83 ára gamall og Kristínar Ásgeirsdóttur, sem fædd- ist árið 1900, en hún lést árið 1975. Frá árínu 1947 bjuggu þau í Aðal- stræti 25, þar sem foreldrar mínir hófu sinn búskap nokkmm áram áður og þar sem ég fyrst leit þenn- an heim. Þrátt fyrir flutning okkar til Reykjavíkur hélt Aðalstræti 25 áfram að vera mitt annað heimili, þar sem ég var öll mín æskuár send- ur til sumardvalar hjá föðurfólki mínu á ísafírði. Öllu jöfnu dvaldi ég þó í Sundstræti 15, þar sem faðir minn var alinn upp hjá ömmu sinni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, og syni hennar, Ágústi, föður Gunnu Betu, en við móðurmissi gengu þau föður mínum komungum í föður- stað. Þrátt fyrir að þau Ágúst, Kristín og Gunna Betu ættu sitt heimili í Aðalstræti 25, hélt Ágúst áfram að vera húsbóndinn í Sund- strætinu svo lengi sern ég fór mínar sumarferðir vestur. í Sundstrætinu bjuggu einnig systir Ágústar, Guð- björg, sem nú er látin, dóttir hennar, Petrína Georgsdóttir, og síðar eigin- maður hennar, Salomon Sigurðs- son, og synir þeirra, Ágúst og Ásgeir. Raunar vom fjölskyldu- böndin svo sterk að þessi tvö hús vom í raun eitt og sama heimilið. Þrátt fyrir að Gunna Beta hafí ver- ið einkabam foreldra sinna, er hennar nú sárt saknað sem systur föður míns, Jens Ragnarssonar og Petrínu, svo náin hafa þau þijú ávallt verið. Auk þess að vera tengd þessum sterku flölskylduböndum vom vináttuheit Gunnu Betu ákaf- lega sterk. Það duldist engum sem til þekktu hversu hún og æskuvin- kona hennar, Þórhildur Halldórs- dóttir, vom tengdar sterkum vináttuböndum. Það var einstök vinátta, sem aldrei rofnaði þrátt fyrir að Þórhildur hafí síðar eignast sína fjölskyldu í Stykkishólmi. Það var fyrir tveimur árum sem Gunna Beta kom til Reykjavíkur til þess að leita sér lækninga á sjúk- dómi sem fyrst leit sakleysislega út en undir niðri hafði búið um sig illkynja sjúkdómur sem síðar leiddi Gunnu Betu gegnum miklar þján- ingar. Þrátt fyrir allar tilraunir lækna á Landspítalanum og þá góðu umönnun sem hún fékk þar, urðu endalokin ekki umflúin. I sínum mörgu lækningaferðum til Reykjavíkur, síðustu tvö ár ævi sinnar, bjó Gunna Beta hjá foreldr- um mínum. Þrátt fyrir veikindi sín var hún þeim ávallt til mikillar ánægju. Með sinni glaðværð og lífsstyrk hafði hún góð áhrif á þau, sérstaklega þegar faðir minn átti við mikil veikindi að stríða. Þá var Gunna Beta honum mikill styrkur. Hún tók hann með sér í margar gönguferðir vestur á Granda og víðar um Vesturbæinn til þess að styrkja „stóra bróður“ eftir mikla aðgerð sem hann gekkst undir fyr- ir hálfu öðm ári. Áhyggjur hennar snemst fyrst og fremst um líðan og velferð föður míns. Þetta lýsir vel hvemig hún frænka mín var. Hún var alltaf boðin og búin til þess að hjálpa öðmm. Hennar mikla hæverska og hin einstaka fómfýsi vom henni eiginleg. Fjölskyldan og vinir vom henni meira virði en hún sjálf. Gunna Beta bjó alla tíð í föður- húsum og var foreldmm sínum allt. Hin síðari ár hefur hún annast aldr- aðan föður sinn af mikilli alúð, allt þar til hún lagðist banaleguna. Fyrr á ámm var frændi minn mikill at- hafnamaður á ísafirði, rak verslun, sláturhús, svínabú, fiskverslun, frystihús o.fl. Þar starfaði Gunna Beta við hlið föður síns í verslun hans, síðast að Hrannargötu 2. Eftir að hann hætti rekstri hélt hún áfram að starfa við verslun, lengst af í Gamla bakaríinu. Þrátt fyrir hinar miklu þjáningar sem frænka mín mátti þola í veik- indum sínum hélt hún alltaf ró sinni og styrk. Undir lokin þegar hún gerði sér grein fyrir að hveiju stefndi, var trúin henni mikill styrk- ur. Það er einnig mín trú að Guð hafí bundið endi á þjáningamar og hafí tekið hana til sín og veitt henni . ró. Ég bið Guð að blessa frænda minn, sem á við sárt að binda, svo og aðra ástvini Gunnu Betu sem nú er farin frá okkur en eftir lifír minning sem skín. Nú ertu leidd, min ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfid að hafa hðrmunga’ og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilif sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgrimur Pétursson) Sigurður Ágúst Jensson © NIPPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR,KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA Úrvals varahlutir AMERISKAN BIL. BiLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.