Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 fclk í fréttum Var eins og gang- andi ferðaskrifstofa - segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður Friðrik Þór á fréttamannafundi i Locarno. Við hlið hans situr Gideon Bachmann, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Jú, þetta var auðvitað svolítið kikk, sagði Friðrik Þór Frið- riksson, sem er nýkominn heim eftir að kvikmynd hans, „Skytt- urnar", fékk sérstaka viðurkenn- ingu á kvikmyndahátíðinni í Locamo í Sviss. Friðrik sagðist ekki hafa gert sér neinar háar vonir áður en hann fór utan, hann hefði verið hæstánægður með það eitt að komast inn í hóp hinna 18 útvöldu kvikmynda. Fyrir verð- launafhendinguna var hins vegar kominn upp orðrómur um hvaða myndir þættu sigurstranglegar, svo að viðurkenningin kom ekki alveg flatt upp á Friðrik. Kvikmyndahátíðin í Locarno var nú haldin í 40. skipti, og er hún því jafngömul Cannes-hátíð- inni. Gífurlegur áhugi er á hátí- ðinni í Sviss - t.d. er sjónvarpað beint frá verðlaunaafhendingunni - ojg hún er einnig mjög vel þekkt á Italíu og í Þýskalandi, en vest- ur-þýska sjónvarpið gerði heim- ildamynd um hátíðina. Friðrik sagði að stemningin á Locarno- hátíðinni væri einstök, því myndirnar eru sýndar undir beru lofti og oft eru 7-8000 manns á einni sýningu. „Það er oft eins og maður sé á fótboltaleik, en ekki kvikmyndasýningu“, sagði Friðrik, „áhorfendur klappa, blístra og púa eftir því sem við á“. Eins og margir vita, þá fjalla „Skytturnar“ um tvo hvalveiði- menn, og sagðist Friðrik stöðugt hafa verið spurður um Island og hvalveiðar; „Eg var eins og gang- andi ferðaskrifstofa". Þessar umræður voru að langmestu leyti mjög jákvæðar, sagði Friðrik, enda væru Evrópubúar ekki eins mótfallnir hvalveiðum eins og Bandaríkjamenn virtust vera. Viðurkenningin sem „Skyttum- ar“ hlaut í Locarno er ekki aðeins mikill heiður, heldur getur hún líka hjálpað til við að koma mynd- inni á erlandan markað. Viðræður um dreifingu „Skyttnanna“ hóf- ust eftir að hún var sýnd utan keppni á Cannes-hátíðinni, og hefjast þær nú aftur. Þegar er búið að semja um sýningu mynd- arinnar á Norðurlöndum, en henni hefur verið sýndur áhugi af kaup- endum frá Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og Japan. Árangur myndarinnar í Locarno gerir „Skytturnar“ enn eftirsótt- ari en áður, en eins og Friðrik Þór sagði: „Nú vita 20 milljón manns að myndin er til“. Friðrik var spurður um af hverju hann teldi að hin dræma aðsókn á „Skytturnar" hér á landi hefði stafað, en innan við 10.000 Islendingar sáu myndina. Hann sagði að líklega hefðu margir samvirkandi þættir spilað inn í; Stöð 2 hefði tekið til starfa og sýnt margar góðar bíómyndir, ríkissjónvai'pið hefði sýnt íjölda íslenskra kvikmynda, og svo gæti það verið að fyrri myndir hans hefðu ekki höfðað til almennings, og því hrætt fólk frá. Friðrik nefndi einnig hina neikvæðu um- ræðu sem hefði fylgt í kjölfar síðustu úthlutunar Kvikmynda- sjóðs, sem hefði kannski orðið til þess að stuðningur almennings við íslenskar kvikmyndir hefði minnkað. Aðspurður sagði Friðrik að margir hefðu hringt í sig og beðið um endursýningu á „Skytt- unum“ í Ijósi árangursins í Locarno, og því gæti svo farið að myndin yrði sýnd aftur „vegna frjölda áskorana“. Friðrik er þegar farinn að huga að næstu mynd, en tökur á henni eru áætlaðar næsta sumar og haust. Hann vildi ekkert láta upp- skátt um efni myndarinnar, nema hvað hún yrði í svipuðum stíl og „Skytturnar". Þó að Friðrik eigi nú hugsanlega tækifæri á að fá erlent fjármagn til að kosta gerð JHBHK -SHKf: pPI )Mí « * m* tey vfííút'i m iinonwtiona! sUttöm A ■ C<v«;rr»' u:>c AU-ntian Kfiácjla .><;:;!«» I SKYTTURNAR I i;u :c:úi>arci;> fiidrik Thor fridrikvton, Kbrkk; 11 ."'oducíion Ir.cia'KÍ-*. i ;iti: Cvspntrtkm, keykjavix 40. festíval 1987 *....t/'ÁÚ.U/cí-' Viðurkenningaskjalið frá Locarno. Morgunbiaðið/EmarFalur næstu myndar, þá þarf innlent fjármagn einnig að koma til. Hann vinnur nú að lokafrágangi á hand- riti að nýju myndinni áður en hann sækir um styrk hjá Kvik- myndasjóði. „Sjóðurinn er undir- staða kvikmyndagerðar á íslandi, án hans væri ekki hægt að gera kvikmyndir", sagði Friðrik. Næsta mynd getur skipt sköp- um fyrir Friðrik, því þumalfing- ursreglan í kvikmyndaheiminum segir að mynd númer tvö sýni hvað í viðkomandi leikstjóra býr. Það er kannski fullsnemmt að bera Friðrik saman við leikstjóra á borð við Kubrick, Antonioni og Tarkowski - sem allir eiga það sameiginlegt að hafa fyrst vakið athygli á Locorno-kvikmyndahátí- ðinni - en engu að síður er full ástæða til að óska Friðriki til hamingju með glæsilegan árang- ur, og óska honum góðs gengis í framtíðinni. COSPER — Loksins, þegar ég framdi hinn fullkomna glæp, varð ég svo montinn að ég fór að gorta af því við „vjni“ mína. Harald Osnes siglir í höfn á 18.000 korktöppum. Flýtur eins og korktappi Fleytan hér á myndinni virðist í fljótu bragði ekki vera neitt sérstaklega óvenjuleg, en það er samt óhætt að fullyrða að hún sé einstök í sinni röð. Hún er nefnilega smíðuð nær eingöngu úr korktöppum úr vínflöskum. Þegar bátasmiðurinn, hinn 50 óra Harald Osnes, fékk fyrst hugmyndina að korkbátnum tóku vinnufélagar hans hjá Sterling Airways í Danmörku að koma með afgangs korktappa til vinnu í stað þess að fleygja þeim. „Það var auðvelt að safna töppunum", sagði Haraldur, „því Danir drekka svo fjandi rnikið". Það tók hann samt tvö ár að safna hinum 18.200 korktöppum sem þurfti í smíðina, og eitt ár í viðbót til að klambra henni saman. Það var svo á laugardaginn fyrir viku síðan að hinn 60 kílóa korkfleki „Grand Cru“ hélt í jómfrúrsiglingu sína yfir Eyrarsundið, frá Dragör í Danmörku til Limhamn í Svíþjóð. Siglingin tók 3 tíma og reyndist fleytan í alla staði vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.