Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Helgi Hálfdanarson: Hvað er klukkan? Ekki veit ég hve oft ég hef heyrt umsjónarmenn útvarps- þáttarins um daglegt mál finna að þeirri hlálegu málbeitingu, að klukkan sé svo eða svo marg- ar mínútur í eitthvað; en þau skipti eru áreiðanlega fleiri en eitt og fleiri en tvö. Þegar svo er til orða tekið, þykir að vonum óljóst, hvort „í“ eigi að merkja „fyrir" eða „yfir“ einhver tiltekin stundamörk; enda hefur tíðkazt að orða slíkt á annan og gleggri veg: „klukkuna vantar í“ og „klukkan er gengin í“. Og viti menn! nú er orðið býsna langt síðan ég hef heyrt eða séð, að klukkan sé í. En það vil ég mega hafa til marks, að kergja málfræðinganna sé ekki alltaf til einskis, þó að stundum virðist svo. Þess má minnast, að eigi „fellur tré við fyrsta högg.“ Ur því klukkuna ber á góma, mætti kannski minnast á þann sið, sem mjög færðist í aukana með tilkomu útvarpsins á sínum tíma, að telja stundir sólar- hringsins tuttugu og fjórar en ekki tvisvar tólf, eins og heita mátti alsiða meðan veröldin var og hét. En þó að útvarpið og síðar sjónvarpið hafí nuddað á þessari tímatalningu dag eftir dag og ár eftir ár, hefur þjóðin ekki meðtekið hana betur en svo, að reglunni þykir ekki treystandi, þegar mikið liggur við. Ef eitt- hvað markvert á að gerast „klukkan fimmtán", er gjarna bætt við, eins og innan sviga til vonar og vara, „klukkan þrjú“. Þessi tregða mun að einhverju leyti stafa að mynd klukkuskíf- unnar, því hún neitar að telja lengur en i tólf. Við rennum augum að henni, og af stöðu vísanna skynjum við á svip- stundu hvað tímanum líður, raunar án þess að lesa nokkra tölu. Gangur klukkuvísanna er flestum svo hugstæður, að minnsta kosti enn sem komið er, að þegar við heyrum sagt „klukkan þrjú“, sjáum við fyrir okkur klukkuskífu með vísana í rétt horn. Áreksturinn við útvarps- klukkuna verður harkalegastur fyrir það, að tuttugu og íjögurra stunda talningin hefst á mið- nætti en ekki á hádegi,því það eru einmitt stundimar frá há- degi til miðnættis, sem oftast þarf að nefna, þ.e. frá klukkan 12 til 24. Þess vegna hafa ýms- ir, sem reynt hafa að nota svokölluð „tölvuúr", hreinlega gefízt upp á því og gripið aftur til gamla góða skífuúrsins, sem byijar talninguna að nýju á há- degi; því þrátt fyrir allt vilja menn vita, hvað einmitt sú klukka er hveiju sinni, og leiðist mönnum þá að standa í flóknum útreikningum til að komast að hinu sanna í því efni. Svei mér ef ég held ekki að útvarpið og sjónvarpið gerðu miklum hluta þjóðarinnar greiða með því að segja, að Derrick komi á skjáinn klukkan níu og Kastljós byiji klukkan hálfellefu, svo við þurf- um ekki sí og æ að beita æðri stærðfræði til að komast að þessu. En útvarpið á það til að leggja líkn með þraut. Því stundum heyrist sagt, að hitinn hafi verið svo eða svo hár um rismál, sem sé klukkan sex að morgni. Þó eru þeir til, sem þykir far- ið úr ösku í eld með því að vitna til eyktatals; ekki sé auðveldara að átta sig á því. Auk þess hljóti að mega um það deila, hvenær teljast skuli rismál, það er að segja mál að rísa úr rekkju, ekki víst að öllum þyki við hæfí að rífa sig upp á rófunni svo löngu fyrir allar aldir. Og þó að rismál heiti öðru nafni mið- morgunn, er ekki auðséð að það hljóti að vera klukkan sex. Samt er það einmitt auðséð, þegar allar eyktir eru hafðar í huga. Ef sólarhringnum er skipt í fjóra jafna hluta: dag, kvöld, nótt og morgun, hljóta skilin að verða á sex stunda fresti. Teljist miður dagur vera kl. 12 á há- degi, hlýtur hann að hefjast kl. 9 f.h., enda heita þá dagmál, og honum lýkur kl. 3 e.h., sem kallast nón; þá byijar kvöld og varir til kl. 9 e.h.; þau stunda- mörk nefnast náttmál, því þá hefst nóttin, sem hálfnuð er kl. 12 á miðnætti og er á enda kl. 3 f.h., en þau mörk kallast ótta; þaðan í frá er svo morgunn til dagmála, kl. 9 f.h., þegar nýr dagur hefst. Miðja morgunsins verður þá kl. 6 f.h. og nefnist miðmorgunn; en miðja kvölds- ins, sem hlýtur að vera kl. 6 e.h., kallast miðaftann. Auk alls þessa heitir miðmund (eða miðmundi) mitt á milli hádegis og nóns, þ.e. klukkan hálftvö e.h. Eyktatalning er vissulega rammþjóðleg og bráðskemmti- legt að bregða henni fyrir sig, þegar vel gegnir. En þó að ég sé svona rækalli slyngur í þess- um útreikningum, er ekki víst að allir þykist miklu betur komn- ir að þurfa að leggja stund á svo háfleyga stjömufræði til þess að geta komist að því hvað klukkan er. Svo ef til vill kæmi gamla gufuklukkan að jafnaði öllum bezt. Hluti hópsins sem stendur að samsýningunni í Gallerí grjóti. Samsýning í Gallerí grjóti SAMSÝNING var opnuð i Gallerí gijóti föstudaginn 21. ágúst. Samsýning þessi er hald- in í tilefni 4 ára starfsafmælis gallerísins, en það var opnað í júlí 1983. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ofeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórarins- dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Om Þorsteinsson. Sýningin er opin frá kl. 12.00- 18.00 virka daga. Aiiar pottaplöntur Nú seljum við atlar pottaplöntur með 20-50% afslaeth. Það er enginn svikinn á útsölu Góto vSur á mjög hagstæðu verði. Keramik pottahlífar Dæm,: 540^ 270,- Burknar 245,- Burknar Jukkur45sm | Oisdunnar bjtóutr við Fíkjutré -^20’ ’ hvítar keramik pottahliiar .i m/ _ _ — II ©i» %■ Blómum ■jSL viöaverokl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.