Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 54
>54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Fjórtán árekstrar og óhöpp er Mansell vann Að valda níu bíla árekstri, sigra og rakna úr roti var meðal þess ^ sem Bretinn Nigel Mansell upplifði síðastliðinn sunnudag í austurríska kappakstrinum. Hann varð óvart valdur að mesta óhappi ársins í Formula 1-kappakstrinum í rásmarkinu ásamt Ayrton Senna, en eftir að keppnin hafði verið rœst á ný ók hann af öryggi til sigurs á Williams Honda-bflnum. Brasilíumaðurinn Nelson Piqu- et hjá Williams varð annar og landi hans Ayrton Senna á Lot- us þriðji. Símamynd/AP Blluð kúpllng í bil Mansell olll þvl að hann rétt hökti af stað I rásmarkinu. Þetta var útkoman, aðrir ökumenn reyndu aö sneiöa hjá hægfara bil hans, en fengu ekki neltt vlö ráðið. Níu bílar lentu i árekstri, þvi þaö reyndlst of lítið pláss á brautinni. Biluð kúpling í keppnisbíl Mans- ell reyndist öðrum keppendum afdrifarík þegar keppnin var ræst. Hökti bíll Mansell áfram á meðan aðrir keppnisbílar æddu af stað. Þeir sem voru fyrir aftan Mansell áttuðu sig of seint á seinagangi Mansell og Senna, sem einnig var í vandræðum. Eddie Cheever og Stefan Johansson rákust saman þegar þeir reyndu að forðast bíla Mansell og Senna. Eftir það fór allt í kös, níu bílar lentu saman og flest- ir urðu óökufærir á eftir en ökumenn höfðu varabfla til staðar. „Ástæðan fyrir óhappinu er sú að startkaflinn er alltof mjór,“ sagði ' Alain Prost sem venjulega er tals- maður ökumanna. „Menn reyndu að forðast árekstur en það var hreinlega ekkert pláss.“ Þetta var ekki eina atvikið. Önnur tilraun hafði verið gerð til að ræsa keppnina en þá missti Martin Brundle stjóm á bfl sínum og lenti á grindverki. í kjölfarið fylgdu Jon- athan Palmer, Philip Streiff og Piercarlo Ghinzani. Keppnin var því ræst að nýju, en ekki fór betur þá. í þriðju tilraun tókst allt farsællega og Piquet náði forystu, með Mans- ell í skottinu. Að tuttugu hringjum liðnum komst Mansell framúr Piqu- et en þeir eru í hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn þó þeir aki '** báðir Williams-bílum. Mansell hefur verið óheppinn í undanfömum mót- um. Eftir að Mansell fór framúr ók hann grimmt, setti brautarmet, ók brautina á 1;28,3 mínútum, sem þýðir 242 km meðalhraði. Mansell náði 32 sekúndna forskoti á Piquet sem saxaði á það og var á tímabili 7 sekúndum á eftir. Mansell lét þá skipta um öll dekk og ók enn hrað- ar og vann auðveldlega. Varð tæpri mínútu á undan í mark. Helstu keppinautar þeirra Mansell og Piquet um heimsmeistaratitilinn, þeir Ayrton Senna á Lotus og Ala- in Prost á McLaren áttu slæman dag. Bflar þeirra virkuðu illa og þeir náðu aðeins fimmta og sjötta sæti. ítalinn Teo Fabi og Belginn Thierry Boutsen á Benetton náðu þriðja og fjórða sæti og liðið virðist vera að komast á skrið, nokkuð sem beðið hefur verið eftir. Svíinn Stef- an Johansson átti ekki náðuga daga í Austurríki, var heppinn að sleppa ómeiddur frá árekstri við dádýr sem hljóp inn á brautina sem liggur við skóglendi. Johansson lenti á dádýr- inu á 240 km hraða og rifnaði hjól undan McLaren-bíl hans, sem skautaði út af brautinni. Þettagerð- ist á æfíngu en í keppninni varð hann sjöundi. Þegar Mansell og Piquet höfðu lok- ið síðasta hringnum héldu þeir áfram á fullu. Það gleymdist að flagga þá út þannig að þeir fóru einn aukahring! Ævintýrinu var ekki lokið. Jeppi sótti Mansell og flutti hann ásmat verðlaunahöfum, þeim Piquet og Fabi, á viðgerðar- svæðið. Mansell féll við er hann yfírgaf jeppann og rak höfuðið í grindverk og rotaðist. Hann rank- aði strax við sér þegar Fabi hellti úr vatnsfötu yfír hann. „Þetta er búin að vera hrikaleg helgi, en sig- urinn þýðir að ég á enn góða möguleika á titlinum," sagði Mans- ell, þreyttur og sæll á verðlauna- palli. Lokastaöan í austurríska kappakstrinum: 1. Nigei Mansell, Williams Honda 1:18;44,898 2. Nelson Piquet, Williams Honda 1:19;40,602 3. Teo Fabi, Benetton Ford 1 hring á eftir 4. Thierry Boutsen, Benetton Ford 1 hr. á eftir 5. Ayrton Senna, Lotus Honda 2 hr. á eftir 6. Alain Prost, McLaren Tag 2 hringjum á eftir 7. Stefan Johansson, McLaren Tag 2 hr. á eftir Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna: 1. Nelson Piquet, Brasilíu 54 2. Ayrton Senna, Brasilíu 43 3. Nigel Mansell, Bretlandi 39 4. Alain Prost, Frakklandi 31 5. Stefan Johansson, Svíþjóð 19 Kærkomin stund Kærkomin stund eftir lánleysi undan- farinna móta. Mansell hampar sigur- bikamum og getur enn náð í heimsmeistaratitilinn, en ekki án heppni, þ.e. ef illa gengur hjá Piquet. Símamynd/Reuter FORMULA 1 OKUMAÐURINN NIGELL MANSELL SKRIFAR Sigur sem byrjaði á tannpínu! Ameðan ég beið þess að flökin yrðu hreinsuð af brautinni var mér sagt að ég hefði ekki beinlínis valdið óhappinu. Ayrton Senna átti einnig í vandræðum fyrir aftan mig, öxull hafði brotn- að í bfl hans og þeir sem sluppu framhjá honum sáu skyndilega afturenda míns bíls og það olli auknum erfíðleikum. í þriðja skiptið sem keppnin var ræst, tókst allt vel. Ég var fjórði eftir fyrstu beygjuna, á eftir Piquet, Boutsen og Berger. Ég var viss um að ég væri jafnfljótur og þeir en ætlaði að spara dekkin og bensín. Berger hætti vegna bilun- ar og síðar Boutsen. í fimmtánda hring var ég því rétt fyrir aftan Piquet. Þegar við byrj- uðum að ná hægfara bílum komst ég alveg upp að Piquet og sá skyndilega færi á að komast fram- úr. Það var í 21. hring og stuttu síðar lét Piquet skipta um dekk. Ég ætlaði að nota tækifærið og ná góðu forskoti áður en ég færi sjálfur á viðgerðarverkstæðið og léti skipta um dekk. Þegar það gerðist gekk allt vel, dekkin fyög- ur voru komin undan og ný undir á 9,2 sekúndum. Ég fór aftur út á braut og var 7,7 sekúndum á undan Piquet. Ég vissi á því augnabliki að ég ynni. Á lokasprettinum byijaði kúpiing- in aftur að snuða. Eg skipti því oft á hæfílegum vélarsnúning án þess að nota kúplinguna. Ég kom fyrstur í mark, Ioksins. Þá sótti jeppi mig og við fórum að viðgerð- arsvæðinu þar sem verðlaunaaf- hendingin fór fram. Slengdi ég hausnum í handrið og rotaðist. Glæsileg aðferð við að fagna sigri! Hvflík helgi, sigur sem byijaði á tannpínu. Mig verkjar í höfuðið og líka í holuna þar sem vísdómstönnin mín var áður til staðar. Það gerð- ist margt á Zeltweg-kappaksturs- brautinni í Austurriki en í þetta skipti var lukkan mér hliðholl og tími til kominn. Ég fór fyrstur yfír endamarkslínuna. Náunginn sem átti að flagga gleymdi því og ég fór aukahring en það breytti ekki neinu. Margt annað var miklu verra og einn aukahringur hjá mér var það minnsta sem ég gat lagt á mig miðað við ólán annarra í keppninni. Eftir ungverska kappaksturinn flaug ég með íjölskyldu minni á afvikinn stað í fjöllunum í Aust- urríki, þar sem ég hafði gott næði til hvíldar. Loftið er hreint, fólkið vingjamlegt og maður slappar vel af. Ég náði meira að segja að leika nokkrar holur í golfí á þarlendu golfmóti — og vann. Það hlaut að vera góðs viti fyrir hundraðasta Formula 1-mótið, sem ég tæki þátt í á Zeltweg. Ferill minn byijaði einn- ig á þessari braut árið 1980, sem var skemmtileg tilviljun. Það sem meira var, dóttir mín yrði fimm ára á keppnisdaginn. Ég varð að vinna fyrir hana. Á fimmtudagskvöld fyrir keppni fékk ég hræðilega tannpínu. Ég var hreinlega að sálast úr verkj- um. Þetta gat ekki gerst á verri tíma, kvöldið fyrir fyrstu æfíng- una. Ég hringdi á tannlækni, sem ákvað strax að fjarlægja tönnina. Ég svaf nánast ekkert nóttina eftir og reyndi að hugsa eingöngu um kappakstur og æfinguna dag- inn eftir. Bfllinn var góður á æfingunni. Brautin var skemmtileg og um- vafín Qöljum, andrúmsloftið var frábært. Ég var fljótastur og náði besta tíma. Eftir það einbeittum við okkur að því að stilla bílinn fyrir keppnina, bæði vél, bremsur og fjöðrun. Á meðan náði Nelson Piquet betri tíma. Það rigndi á æfíngunni á laugardag, þannig að ég átti ekki möguleika á að skáka tíma Piquet og fannst það leitt. Ég var engu að síður fljótast- ur á laugardag, fjórum sekúndum, en 10 sekúndum frá besta tíma vegna hállar brautarinnar. Enn vandamál á keppnisdag. Kúplingin snuðaði í upphitun fyrir keppnina og viðgerðarmenn mínir sannfærðu mig um að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa af því. Ég hafði víst alltaf unnið eftir álíka vandamál. Ræsing keppn- innar varð hrein hörmung. Brautin er þröng og hvergi undan- komu auðið. Ég náði góðu starti, komst að hlið Piquet í innanverðri beygjunni, en hann gaf sig hvergi. Ég bremsaði stíft. Það var engin ástæða til að láta kylfu ráða kasti svo fljótt og Piquet var á undan út úr fyrstu beygjunni. Þá birtust rauðu flöggin sem þýða að óhapp hefur orðið. Árekstur hafði orðið í rásmarkinu. Við röð- uðum bflunum upp að nýju og biðum. Það cr ekki auðvelt að byija upp á nýtt og slökkva skyndilega á einbeitingunni og kveikja aftur. Ræsingin tókst aft- ur illa. Ég náði ekki að skipta í annan gír, kúplingin snuðaði. Það fór allt í kaos í kringum mig en ég slapp við árekstur og kúplingin hætti að snuða eftir að ég hafði kúplað nokkrum sinnum. Eg var orðinn aftarlega en var byijaður að keppa. Þá birtist rauða flaggið aftur. Keppnisstjóri Williams-liðsins vildi að ég skipti um bíl en ég var ekki á því. Bfllinn var í góðu formi þrátt fyrir kúplingsvandamálið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.