Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Utvarpsráðsf undur: Fréttaflutningur Sjónvarpsins með öllu óeðlilegur - segir Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri um fréttina af Svefneyjamálinu FRÉTT ríkissjónvarpsins tengd svonefndu Svefneyjamáli var rædd á fundi útvarpsráðs í gær og lýstu útvarpsráðsmenn sig furðu lostna yfir fréttaflutningi sjónvarpsins. Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri segir f réttaflutninginn með öllu óeðli- legan og hefur átalið vinnubrögð fréttastofunnar harðlega. Lækjartorg var þétt setið skákmönnum og áhorfendum í veðurblíðunni í gær. Útiskákmót á Lækjartorgi; Jón L. Arnason sigraði „Ég hef rætt þetta við frétta- stjórann og það eru viss atriði sem ég hef tjáð mig um skriflega við 'hann. En ég er ekki tilbúinn til að ræða það frekar við fjölmiðla né hvað okkur hefur farið á milli munnlega," sagði Markús Öm Antonsson eftir fundinn í gær. Þar kom fram að útvarpsstjóri telur ábyrgðina á fréttaflutningi ríkis- sjónvarpsins liggja hjá frétta- stjóra. Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri sagði það rétt að honum hefði borist bréf frá útvarpsstjóra en vildi ekkert segja um efni þess. „Þetta er innanhússmál og hér hefur átt sér stað alvarlegt innan- hússslys sem við munum koma í veg fyrir að endurtaki sig.“ JÓN L. Árnason vann útiskákmót sem haldið var á Lækjartorgi í Reykjavík í gær á vegum Skák- sambands íslands og Taflfélags Reykjavikur. Á mótinu, sem jafn- framt var firmakeppni, var keppt um Borgarbikarinn sem fyrst var keppt um á 200 ára afmæli Reykjavíkur í fyrra og að þessu sinni hlaut Hótel Loftleiðir bikar- inn. Alls tóku 58 skákmenn og fyrirtæki þátt í mótinu. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfí og að sex umferðum loknum hafði Jón L. unnið allar sínar skákir. í lokaumferðinni tapaði hann síðan fyrir Jóhannesi Gísla Jónssyni og urðu þá 4 skákmenn jafnir með 6 vinninga. Þegar reiknuð voru stig reyndist Jón L. hlutskarpastur. Helgi Ólafsson, sigurvegarinn í fyrra, tap- aði fyrir Andra Áss Grétarssyni snemma í mótinu oggerði síðan jafn- tefli í næstu umferð á eftir og var því aldrei með í baráttunni um efsta sætið. Lokastaða efstu manna og firma varð þessi: 1. Hótel Loftleiðir/Jón L. Ámason, 6 v.; 2. Radíóbúðin/ Jóhannes Gísli Jónsson, 6 v.; 3. Keflavíkurkaupstaður/Róbert Harð- arson, 6. v.; 4. Hampiðjan/Ágúst Karlsson, 6 v.; 5. Flugleiðir/Helgi Ólafsson, 5,5 v.; 6. Morgunblaðið/ Bragi Halldórsson, 5 v.; 7. Ölgerðin Egill Skallagrímsson/Ámi Á. Áma- son, 5 v.; 8. Sindrastál/Guðmundur Sigurjónsson, 5 v.; 9. Hópferðamið- stöðin/Dan Hanson, 5 v.; 10. Tommaborgarar/Benedikt Jónas- son, 5 v.; 11. Bílaborg/Stefán G. Þórisson, 5 v. Aflast vel umlaiidallt AFLABRÖGÐ hafa verið með betra móti að undanförnu og hefur svo raunar verið í allt sum- ar. Haraldur Böðvarsson AK kom til hafnar á fimmtudag með um 150 tonn eftir aðeins fimm daga veiðiferð. Aflinn sem var aðallega karfi og ufsi fékkst á Jökultungunni og suður á Fjöll- unum. Víðast hvar annars staðar á fiskimiðum í kringum landið hefur aflast vel að undanförnu. Ekki liggja fyrir aflatölur það sem af er ágústmánuði en sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lags íslands fyrir júlí bárust þá á land tæp 72 þúsund tonn. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiskifé- lagsins var heildarrækjuveiði fyrstu sjö mánuði ársins rúm 20 þúsund tonn, en var tæp 16 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Ekið á dreng FJÖGURRA ára gamall drengur slasaðist í gærmorgun þegar hann varð fyrir bifreið við Hall- veigarstíg í Reylgavík. Slysið varð um kl. 10.30. Dreng- urinn hljóp út á bflastæði við hús Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur og varð fyrir bifreið, sem ók yfír vinstri fót hans. Meiðsli drengsins munu ekki vera alvarleg. Hugmyndasamkeppni á Bú *87: Gestastofa fær fyrstu verðlaun Trú á ferðaþjónustu í sveitum Morgunblaðið/Einar Falur Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egilsstöðum hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Bú ’87 og Framleiðslusjóðs land- búnaðarins. VERÐLAUN í hugmyndasam- keppni Landbúnaðarsýningar- innar Bú ’87 og Framleiðslu- sjóðs voru afhent í gær. Tilgangur samkeppninnar var að stuðla að framkvæmdum sem skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf og byggð f sveitum, örva áhuga fólks á nýjungum, vekja umræður og auka fjölbreytni. Fyrstu verð- laun, 150 þúsund krónur, hlaut Vilhjálmur Einarsson skóla- meistari á Egilsstöðum, önnur verðlaun, 25 þúsund krónur, hlaut Guðmundur R. Guð- mundsson og þriðju verðlaun hlaut Ólöf Kristófersdóttir frá Útgörðum í Hvolhreppi. Þá veitti dómnefnd Ásgeiri Leifs- syni, Torfufelli 5, Reykjavík, sérstaka viðurkenningu fyrir hans framlag til keppninnar. „Ótrúlega margar tillögur bár- ust sem merktar voru ferðaþjón- ustu í sveitum, sem sýnir að fólk hefur trú á þeirri starfsemi," sagði Ágústa Þorkelsdóttir bóndi á Ref- stað formaður dómnefndar þegar hún lýsti niðurstöðum dómnefnd- ar. Hugmynd Vilhjálms Einars- sonar, „Gestastofa", sem hlaut fyrstu verðlaun, sameinar að mati dómnefndar flesta þá þætti sem óskað var eftir að hugmyndimar fælu í sér. Vilhjálmur sagðist hafa velt þessari hugmynd lengi fyrir sér, en eftir að hafa kynnt sér norskar „hyttur", sem hafa yfir sér þjóð- legan blæ, hafí hann farið að velta fyrir sér hvort íslendingar gætu ekki verið álíka þjóðlegir. Stofu sem þessa mætti reisa við bóndabæi um allt land og yrði vaxandi ferðaþjónustu bænda til góðs. „Fyrsta stofan verður vænt- anlega reist á Egilsstöðum í haust og önnur þá væntanlega í vor þegar endanlegar vinnuteikningar liggja fyrir, en það tekur þtjú ár að kynna nýjungar í ferðaþjón- ustu,“ sagði Vilhjálmur. „Gestastofan" er burstabygg- ing, um 3x6 metrar á lengd. Suðurþilið er hlaðburst í hefð- bundnum baðstofustfl og þjóðlegt mynstur á myndskeiðum, gluggi og hurð. Inni er allt svipað og í baðstofunum gömlu. Áætlaður kostnaður við byggingu stofunnar Morgunblaðið/Þorkell Eitt af söluhrossunum á hesta- markaðnum er Búbbi frá Norður-Vík. Hann er fimm vetra gamall alhliða gæðingur og var hann í 6.-7. sæti á Stór- mótí sunnlenskra hestamanna á Heliu á dögunum. er um 400.000 krónur á núvirði. Dómnefnd skipuðu, auk Ágústu Þorkelsdóttur, Leifur Kr. Jóhann- esson framkvæmdastjóri Stofn- Öllum landshlutadeildum Fé- lags hrossabænda var gefínn kostur á að senda tvö hross á markaðinn. Það skilyrði var sett að aðeins yrði tekið við úrvals- hrossum. Meðal hestanna sem komu fram á sýningunni í gær voru nokkrir sem stóðu ofarlega á hestamótum í sumar. Hestamarkaðurinn fer þannig fram að hestamir eru til sýnis í hesthúsi á sýningarsvæðinu. Einu sinni á dag eru þeir sýndir á Hvammsvelli eftir sérstakri sýningarskrá sem gefin hefur verið út. Þeir sem hafa hug á að kaupa hrossin verða að skila tilboðum í innsiglaðan kassa sem staðsettur er í sama húsi og hrossin. Tilboðin verða svo lánadeildar landbúnaðarins og Sigurður Guðmundsson forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofn- unar. opnuð á morgun, síðasta sýning- ardaginn, kl. 21.30, en seljendur eru skuldbundnir til að taka einu af þremur hæstu tilboðunum. Lágmarksverð fyrir hvem hest er 100.000 krónur. Hér er um að ræða fyrsta markaðinn með því sniði sem Félag hrossabænda hafa gert sér vonir um að verði starfrækt- ur í sambandi við Reiðhöllina í framtíðinni. Fyrsta sýningin var í gær- kveldi eins og áður sagði, en hrossin verða aftur sýnd kl. 14.00 og 18.00 í dag og kl. 13.00 og 18.00 á morgun. Góð- hesta- og kynbótasýningar verða kl. 13.00 og 17.30 í dag og kl. 12.00 og 17.00 á morgun. Hestamarkaður á Bú *87: Þrettán úrvals- hross á boðstólum FÉLAG hrossabænda stendur fyrir hestamarkaði í tengslum við landbúnaðarsýninguna Bú ’87 og voru sölu- hrossin sýnd í fyrsta sinn í gærkveldi. Sýningin fór fram á Hvammsvellinum skammt frá Reiðhöllinni og komu fram 13 hross víða af landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.