Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. AGUST 1987 Minning: Guðmundur A. Ingólfs- son framkvæmdastfóri Fæddur 28. apríl 1929 Dáinn 13. ágúst 1987 Látinn er fyrir aldur fram Guð- mundur Ármann Ingólfsson fyrr- verandi sjúkrahúsráðsmaður í Keflavík. Hann lést í sjúkrahúsi í London 13. ágúst sl., eftir aðgerð sem ekki heppnaðist. Hann var fæddur í Reykjavík 28. apríl 1929, sonur hjónanna Ingólfs Þorsteins- sonar yfirlögreglumanns í Rann- sóknarlögreglunni í Reykjvík, og Helgu I. Guðmundsdóttur. Þau áttu ættir að rekja í sterkan ættstofn um ofanvert Árnesþing, eignuðust 4 syni, af þeim lifa nú 2, Om fram- kvæmdastjóri í Reykjavík og Þorsteinn sendiherra, nú forstöðu- maður Varnarmáladeildar utanrík- isráðuneytisins. Guðmundur var næstelstur bræðranna. Guðmundur lauk prófi frá Versl- unarskóla íslands 1948 og síðan prófi frá Iþróttakennaraskólanum að Laugarvatni 1950. Hann var íþróttamannlega vaxinn eins og forfeður hans, og hneigður til keppni og vel á sig kominn um allt atgervi en sérgrein hans var þó sundið. Hafði hann þá þegar hlotið frama í þeirri grein sem einn besti sundmaður landsins, íslandsmeist- ari 14 ára og einn þeirra sem þátt tóku í Ólympíuleikunum 1948. Verðlauna og heiðurspeninga átti hann marga þótt hann hefði þá lítið til sýnis síðar, því þótt hann hefði nokkurn metnað var hann laus við það sem kallað er að vera frama- gjam. Á þessum árum kynntist hann glæsilegri ungri stúlku á ísafirði, Guðrúnu Guðmundsdóttur, af vestfirskum traustum ættum. Þau gengu að eigast 1952, og bjuggu sér fallegt heimili, þar sem þau hafa búið síðan. Þau eignuðust 5 dætur, sem líkjast mjög foreldmm sínum um myndarskap og mann- kosti. Hafa þær þegar stofnað eigin heimili, að undantekinni þeirri yngstu. Þær heita: Helga Margrét gift Theodóri Magnússyni kerfis- fræðingi og eiga þau 2 dætur. Inga Lóa gift Skúla Þ. Skúlasyni skrif- stofustjóra, þau eiga 3 böm. Bryndís Björg býr með Arnari Þ. Siguijónssyni rafvirkja, þau eiga eina dóttur. Guðrún Birna Guð- mundsdóttir gift Sveini Ævarssyni, vélvirkja. Yngst er Guðbjörg Fríða, unnusti hennar er Einar Guðmunds- son, bílamálari. Til Keflavíkur fluttist Guðmund- ur árið 1950, og þá til að taka að sér forstöðu Sundlaugarinnar og sem kennari og hvatningsmaður ungra manna í þeirri grein íþrótta, sem hann hafði tileinkað sér sér- staklega, sundíþróttinni. Var sú ráðstöfun vel heppnuð, því á næstu árum kom fram á Suðumesjum hópur áhugasamra sundmanna, sem þreyttu keppni á sundmótum víðs vegar um landið við góðan orðstír. Guðmundur var dáður leið- beinandi og mjög hvetjandi, einkum þótti hinum yngri gott að njóta for- ystu hans. Hann var á þeim ámm líka félagslegur þátttakandi í íþrótt- alífmu hér um slóðir á fleiri sviðum. Þegar sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs tók til starfa síðari hluta árs 1954, þá í raun hálf- byggt, var hann ráðinn til að veita því forstöðu. Mun val hans til þess starfs hafa ráðist af því, að honum hafði tekist vel uppbygging og þró- un sundhallarmálanna, var m.ö.o. orðinn þekktur að traustri og far- sælli stjórnun. Ekki var það vandalaust verk. Félagslegur rekst- ur 7 aðila, sveitarfélaga og ríkis, átti ekki öðm að fagna en félagsleg- um áhuga nokkurra hugsjóna- manna, en þröngum fjárhag. Til stofnunarinnar völdust strax ágætir læknar og annað hjúkrunarfólk. Með allgóðu gengi þessarar stofn- unar þegar frá leið, var í raun lagður grunnur að því, sem skyldi koma síðar, stækkun sjúkrahússins og bygging heilsugæslu sem nú er orðin að raunveruleika, þýðingar- mikilli þjónustumiðstöð fyrir altnenning í framtíð. Eftir 16 ára farsælt brautryðj- andastarf við sjúkrahsið, tók Guðmundur að sér um eins árs skeið rekstur íslensks markaðar á Keflavíkurflugvelli, en það fyrir- tæki var þá nýstofnað og ekki fullmótað. Árið 1971 var Guðmundur ráðinn skrifstofustjóri útibús Samvinnu- bankans í Keflavík. I þessu starfi naut hann hæfileika sinna til glöggrar yfirsýnar og góðrar þekk- ingar og nákvæmni í bókhaldi, sem hann alla tíð hafði lagt rækt við, hvort heldur var í einkarekstri eða hjá fyrirtækjum. Þarna eins í öðmm störfum sem hann gegndi um ævina, reyndist hann hinn trausti og prúði maður, trúr sjálfum sér, og þá um leið trúr þeim verkefnum, sem hann þurfti að leysa hvetju sinni. En árið 1978 brá Guðmundur á það ráð að stofna með eiginkonu sinni og nokkmm öðmm nýtt þjón- ustufyrirtæki, Nesgarð hf. í Keflavík. Verkefni þess var að taka að sér bókhald og tölvuvinnslu, far- miðaafgreiðslu fyrir ferðaskrifstof- ur og tryggingar. Starfaði hann við það til dauðadags. Eins og jafnán þegar gerð er til- raun til að rekja ágrip af sögu, vill margt verða útundan, kannski sem síst skyldi, t.d. þátttaka í félagsmál- um ýmiskonar, og innri mál þeirra, umhyggja fyrir öldmðum foreldmm og góðu gengi fjölskyldunnar, hinna yngri sem eldri. Allir þesssir aðilar gera sér þetta ljóst. Þeir sem eftir lifa, geyma best minningar um traustan vin og félaga sjálfir. Skyndilegt fráfall manna á besta aldri, manna sem standa mitt í önn lífsins, kemur þeim sem eftir lifa, ævinlega á óvart. Þeir vita að margar óskir hins látna hafa þegar ræst í ríkum mæli, en uppsprettulindir lífsþrár- innar samt ekki tæmdar. Langt frá því. Þær lindir vom þmngnar eftir- væntingu augnabliks ókominna daga og ára, meðan þær streyma fram, en ástvinir horfa á sviðið autt og lokað, fallegir aldraðir for- eldrar, r'alleg eiginkona, fallegar dætur, falleg barnabörn, sakna hfns liðna og þess sem enn var ekki komið og þeim verður söknuðurinn sárastur. Guðmundur Ingólfsson er kvadd- ur með söknuði af öllum sem höfðu af honum kynni. Valtýr Guðjónsson Ég trúi því ekki að hann afi sé dáinn því ég og afi vomm alltaf bestu vinirnir. Eg sagði honum að koma lifandi heim og ég veit að hann reyndi allt. ' Það var alltaf gott að vera hjá afa og hann kenndi mér svo margt. Mér fannst hann oft lesa hugsan- ir mínar því hann þekkti mig best af öllum. Afi minn verður alltaf í huga mér þegar ég fer að gefa hestu/ium brauð og þegar ég fer í sund. Ég veit að hann lifir á sinn hátt á meðan ég hugsa um hann. Afi minn var besti vinur barn- anna og var alltaf svo góður við alla. Ég ætla aldrei að gleyma okkar góðu samvemstundum. Ég veit að elsku afi Gummi er nú höfðingi í Nangijala. Gunnhildur Erna Hve líflð er undarlegt. Það vom háleitar hugsanir sem flugu í gegnum hugi okkar þegar við fréttum lát hins góða vinar og félaga Guðmundar lngólfssonar þann 13. ágúst sl. Minningarnar fylltu hugann. Við kynntumst honum í gegnum sameiginlegan áhuga okkar á brids. Hann var einn af þeim mönnum sem okkur fannst auðvelt að kynnast, en það var ekki fyrr en síðar að við komumst að því hvem mann hann hafði í raun að geyma. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með manninn þann. Hann hafði marga kosti sem við tíundum ekki hér. Hann hafði áhrif á lífsskoðun okkar allra og var einn af þeim mönnum sem setti sér takmörk og fór eftir þeim. Við erum þakklátir fyrir að hafa kynnst Guðmundi. Þótt mannlíf hér sé fátækara eftir en áður erum við ríkir af góð- um minningum, sem við munum varðveita. Við vottum eiginkonu hans, Guð- rúnu Guðmundsdóttur, dætrum og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð og hluttekningu. Blessuð sé minningokkartrausta vinar. Jóhannes Sigurðsson, Gísli Torfason, Karl Hermannsson. Við hjónin kveðjum einn okkai bestu vina með trega. Guðmundur Ingólfsson var farsæll maður í starfi sem einkalífl. Ekki verður rakinn starfsferill Guðmundar í smáatrið- um, þar sem vitað er að aðrir verða til þess, en hann leysti öll störf af hendi með þeirri samviskusemi sem var honum einum lagið. Guðmundur var afrekssundmað- ur á sínum yngri árum, Olympíufari í London árið 1948 og methafi í baksundi eins og flestum er kunn- ugt og síðar á ævinni miðlaði hann þekkingu sinni öðrum. Lengi þjálf- aði hann sundmenn okkar Keflvík- inga með góðum árangri, en auk annars var hann íþróttakennari að mennt. Guðmundur iðkaði sund dag hvern og var sífellt að hvetja aðra til þess. Ekki er ofmælt að hann hafl kennt dætrum sínum fímm, Helgu Margréti, Ingu Lóu, Bryndísi, Guðrúnu og Guðbjörgu sundtökin og síðar dótturdætrum sínum. Þær voru öllum stundum með afa sínum sem var þeim kær. Guðmundur unni þeim og lagði sig allan fram þegar fjölskyldan var annars vegar. Guðmundur var glæsimenni á velli, vel geflnn, íhugull og flanaði ekki að neinu. Vinur var hann í raun og nutum við þess. Mjög náið samband var milli fjölskyldu Guð- mundar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, konu hans, og okkar í Miðtúni 8, Keflavík, síðustu 30 ár- in. Kynni þessi leiddu til vináttu sem ekki féll skuggi á. Við söknum nú vinar í stað. Góður drengur er fall- inn, en minningin lifír. Við hjónn og synir okkar kveðjum vin okkar og vottum Guðrúnu og íjölskyldu okkar innilegustu samúð. Þorbjörg Pálsdóttir, Eyjólfur Eysteinsson. Það voru glæsileg og glaðleg hjón þau Guðrún Guðmundsdóttir og Guðmundur Ingólfsson sem kvöddu okkur hjónin laugardaginn 8. ágúst eftir gleðistund með fjöl- skyldu og vinum. Eftirvæntingin um bætta heilsu Guðmundar mágs míns leyndi sér ekki þó fáir aðrir en við sem næst honum stóðu viss- um að eitthvað væri að, þá var hann að fara í „smá aðgerð" til London og eiginkonan með til styrktar bónda sínum. En lífið er nú einu sinni þannig að sem betur fer veit ekkert okkar hver næstur er kallaður á fund þess, sem öllu ræður. En þung var höndin og ein- hvem veginn svo undarlegt tóm yflr allri hugsun þegar símtólið var lagt á eftir þessa hörmulegu frétt sem ein dætra hans færði okkur. „Hann pabbi er dáinn.“ Minningamar em margar eftir rúm þijátíu ára kynni og samgang við þessa stóm og dugmiklu fjöl- skyldu. Það fyrsta sem ég man er hvað ég var innilega velkomin á heimili þeirra hjóna í Keflavík, þeg- ar Öm bróðir hans kom með mig þangað unga og feimna og hvað Guðmundur gaf sér mikinn tíma til að spjalla við mig, glettast og stríða ofurlítið eins og honum einum var lagið. Slíkt geymist en gleymist aldrei, enda gestrisni þeirra beggja svo einstök og veitingar slíkar að fágætt er og allir sem komið hafa á heimili þeirra geta borið vitni um. Síðan stækkaði fjölskyldan eftir því sem árin liðu og barnalánið mikið. Dætumar urðu fímm hver annarri myndarlegri og stolt for- eldra sinna. Seinna bættust svo í hópinn tengdasynimir og barna- bömin litlu, sem skipuðu svo stóran sess í Iífí afa síns og ömmu. Satt að segja skyldi maður nú halda að hjón sem sjálf em búin að ala upp fímm böm væm búin að fá nóg af öllu þessu smáfólki, en óteljandi sinnum heyrði ég hann Guðmund segja: „Mér flnnst lítil böm alveg dásamleg og ég veit ekkert betra en að vera með þeim.“ Þeirra er missirinn því mikill, mestur þó hjá eiginkonu, dætmm og öldmðum foreldmm, sem hann sinnti af svo mikilli alúð og fómfýsi. Orð em svo lítils megnug á sorgarstund sem þessari, en Dúnna mín, þrátt fyrir allt er ríkidæmi þitt svo mikið að ómetanlegt er, með þennan stóra föngulega hóp í kringum þig, sem ég veit að vemdar þig og umvefur um alla framtíð. Ég sendi ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur og bið góðan guð að styrkja ykkur um ókomin ár. Hjördís Því eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt -ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Ég horfi út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Söknuður kemur alltaf eftir þeim sem manni hefur liðið vel hjá. Ég mun verða ein af þeim sem á eftir að sakna Guðmundar sem ég kynnt- ist fyrst þegar ég sótti um atvinnu á skrifstofu hans í Nesgarði fyrir tveimur árum. Morgunkaffistundirnar sem við áttum saman voru stundum inni- haldsríkar af frásögnum úr lífí Guðmundar, þar sem hann sagði svo skemmtilega frá. Hann sagði mér oft hve honum þætti börn sér- stök og að hann finndi sig vel með þeim vegna þess að þau væru svo mikið þau sjálf. Hann gerði ekki neitt sérstakt til að laða þau að sér. En ef hann vissi að eitthvert bam vildi eiga hann fyrir vin þá varð hann vinur þess. Ég sá oft hversu hann naut að vera faðir og afi, á fótboltaleikjum, í sundi og á öðrum skemmtunum. Heimili hans ber }íka vott um það. Stundum fékk ég að njóta þessarar föðurumhyggju, t.d. þegar hann var að leiðbeina mér. Þegar ég bað um hjálp hjá Guð- mundi þá var hann tilbúinn að veita hana ef það var í hans hendi, hven- ær sem var. Þetta gilti líka fýrir aðra. Stundvísi hans var alveg sér- stök, ef hann sagði að hann ætlaði að vera kominn eða gera eitthvað á þessum og þessum tíma þá stóðst það. Ég hef lært mikið af Guð- mundi og minnist hans með gleði og þakklæti til Guðs að hafa leyft mér að njóta hans og segi í sorg- inni: „Ég skil þig ekki en ég treysti þér Drottinn rninn." Magnea í dag kveðjum við hinztu kveðju ástkæran afa dætra minna, elskað- an föður konu minnar og mikilsvirt- an tengdaföður. Ég kynntist Guðmundi fyrir hart- nær 14 árum er ég kom inn á heimili hans í Keflavík, sem sérlegur vinur dóttur hans. Ég var harla upp- burðarlítill enda undir nákvæmri rannsókn af fjórum yngri dætrum. Ég man enn hve vel hann tók mér og reyndi að létta mér álagið sem hin nákvæma rannsókn systranna olli. Guðmundur var kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá ísaflrði. Þau byggðu heimili sitt í Lyngholti 22 í Keflavík. Þau hjónin voru höfð-' ingjar heim að sækja — eins og allir vita sem sótt hafa þau hjón heim. Guðmundi var mikið í mun að fjölskyldan stæði saman. Hann vildi hafa alla fjölskylduna nálægt sér og þá sérstaklega börnin. Þegar barnabörnunum fjölgaði var oft glatt á hjalla í Lyngholtinu enda hændi Guðmundur öll börn að sér og það voru fleiri börn en bama- börnin sem kölluðu hann afa Gumma. Einlægni Guðmundar og mann- gæska hans sérstaklega við böm var það sem einkenndi skapgerð hans öðm fremur. Aldrei heyrðist af hans vömm styggðaryrði í garð barnanna þótt sumum þætti oft miklu meira en nóg um ærslin og hamaganginn í þeim. Guðmundur var mikill áhuga- maður um íþróttir og útilíf enda fyrrnrn íslandsmeistari í sundi. Til- vera hans hafði mikil áhrif á heimilislíf okkar hjóna. Afí Gummi tók bömin oft með í bíltúr og alltaf gátu þau leitað til hans ef eitthvað bjátaði á. Barnabömin fóm mjög oft með afa í sund og fjögur elstu barnabörnin em þegar orðin synd, þó ung séu. Það er erfítt að sjá á bak slíku valmenni sem Guðmundi Ingólfs- syni svo snögglega, enda eiga nú margir um sárt að binda. Aldraðir foreldrar, eiginkona og dætur sakna hans sárt. Sárast þykir mér þó að barnabömin ungu og þá einnig hin ófæddu geti ekki notið nálægðar hans hér á þessari jörð, því það væri þeim það besta veganesti sem þau gætu fengið á lífsleiðinni. Ég kveð tengdaföður minn með innilegu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefí dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Theódór Magnússon í dag er kvaddur hinstu kveðju góður félagi og vinur. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir rúmlega 20 ámm, kynni okkar áttu eftir að aukast mikið síðar þegar við urðum nánir samstarfsmenn og áttum jafnframt samleið í okkar tóm- stundum. Það væri því hægt að skrifa margar blaðsíður um þær stundir sem hann gerði manni ógleymanlegar. Svo verður þó ekki gert hér. Guðmundur sýndi í öllu sínu starfi að hann var af þeirri manngerð sem leggur sig alla fram hver sem í hlut á. Hann var í for- svari fyrir Sjúkrahús Keflavíkur um árabil og gegndi þar yfirgripsmiklu starfí og sýndi sérstaka ráðdeild og útsjónarsemi í þeim rekstri. Hann gekk þar meira og minna í hin margvíslegustu störf, svo sem sjúkraflutninga, röntgenmyndatök-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.