Morgunblaðið - 22.08.1987, Side 27

Morgunblaðið - 22.08.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 27 Efra borð flugvélarvængs er lengra en hið neðra og því er loftstraumurinn hraðari við efra borðið. Þar sem loftþrýst- ingurinn við efra borðið er lægri myndast lyftikraftur yfir vængnum. Flugmaðurinn getur breytt lögun vængsins með væng- börðunum. Þannig eykst loftstraumurinn við efra borðið og þar með lyftikrafturinn. y> Reuter Hugsanleg orsök flugslyssins í Detroit Sérfræðingar bandarísku flugmála- stofnunarinnar segja að svo virðist sem flugmönnum DC-9 þotunnar, sem fórst nærri flugvellinum í Detroit í Bandaríkjunum á mánu- dag, hafi láðst að setja vængbörð flugvélarinnar í rétta stöðu í flug- taki. Hafi þeir ekki sett vængbörð þotunnar niður en með því móti eykst ljrftikrafturinn í flugtaki. 154 fórust er farþegaþotan skall niður á hraðbraut skammt frá flugvellin- um og er þetta annað mesta flugslys í sögu Bandaríkjanna. STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Átta alsamhæfð tölvukerfi sem ganga á yfir 20 tölviitegundir. •FJÁRHAGSBÓKHALD •SKULDUNAUTAR • LÁNARDROTTNAR •LAUNAKERFI • BIRGÐAKERFI •VERKBÓKHALD • SÖLUNÓTUKERFI •TILBOÐSKERFI Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækiö án þess að eiga það á hættu að „sprengja" kerfin því við bjóðum: • LITLA STÓLPA fyrir minnstu fyrirtækin. •STÓLPA fyrir flest fyrirtæki. • STÓRA STÓLPA fyrir fjölnotendavinnslu. Látum aflt fylgja með í „pakka“ ef óskað er, s.s. tölvur, prent- ara, pappír, disklinga, húsgögn, kennsla og góða þjónustu. Sala Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 10é Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaður Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. Noregur: Krabbameinsvaldur í áfengi Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NÆR allt áfengi sem selt er í Noregi inniheldur krabba- meinsvaldandi efnið ethyl- carbamat. Magnið af efninu er mismunandi eftir áfengisteg- undum en hefur mælst mest í vínum frá norðurhluta Spánar og í bandarísku viskii. Norska Áfengisverslunin hefur undanfarið staðið fyrir rannsókn- um þar að lútandi og lítur málið mjög alvarlegum augum. Áfengis- verslunin hefur óskað eftir því frá heilbrigðisyfirvöldum að þau setji efri mörk á magn ethylcarbamats í áfengi. Svar hefur ekki borist en rætt hefur verið um að banna sölu á einstaka áfengistegundum. Efnið verður til við gerjun vínsins og ber mest á því í vínum af stein- ávöxtum eins og kirsuberjum og plómum. Einnig hefur mælst mik- ið af efninu í bandarísku bour- bon-viskíi. Um það bil 250 Norðmenn deyja árlega úr krabbameini vegna áfengisneyslu en ekki er ljóst hvort ethylcarbamat á sök á því. Rannsóknir hafa sýnt að ef- nið er mjög krabbameinsvaldandi. Prófessor Olav Hilmar Iversen sem rannsakað hefur virkan efnis- ins segir að það auki líkur á krabbameini í húð, lifur og eitlum. Hann vill ekki skelfa um of þá sem gaman hafa af því að fá sér í glas: „í flösku af rauðvíni eru jú 1500 ólík efni og enginn veit hve hættuleg sum þeirra eru.“ I Kanada er lögbundið hámark efnisins í léttvíni 30 ppb (míkrógrömm í lítra) og í sterku víni 400 ppb. í Svíþjóð er hámark- ið 400 ppb fyrir bæði létt og sterk vín. í Noregi hafa engin mörk verið sett en Áfengisverslunin miðar við 800 ppb. Ekkert hámark á * Islandi Morgunblaðið leitaði til Hö- skuldar Jónssonar forstjóra Áfengis- og tóbakverslunar ríkis- ins og spurði hann um reglur hér á íslandi varðandi ethylcarbamat í áfengi. Hann sagði ekkert hám- ark vera lögfest um magn efnisins í útseldu áfengi en fylgst væri vel með því hvað gerðist í þessum efnum erlendis. Hér væru yfirleitt til sölu sömu tegundir og_ í ná- grannalöndunum og tækju Islend- ingar þátt í samnorrænu rannsóknarstarfi varðandi hættu- leg efni í áfengi. Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkisins kvaðst ekkert hafa heyrt um skaðsemi ethylcarbamatsins en taldi rétt að vera á varðbergi vegna þessa. Að sögn Jóns Edwalds starfs- manns Áfengisverslunarinnar finnst efnið ekki í áfengi sem framleitt er úr hreinum vínanda svo sem eins og ákavíti og vodka. LAUGARAS= frumsýnir jStfiksæSS' Sýnd í sal Akl. 3 — 5 — 7 — 9og11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.