Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 1

Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 1
/ 56 SÍÐUR 190. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sakamenn gera uppreisn á Elbu n i v nrnrn M mmmm Róm, Reuter. ÁTTA dæmdir sakamenn, vopnaðir byssum og hnífum, tóku 16 manns í gislingu í gær í fangelsi bæjarins Porto Azurro á eyjunni Elbu. Kallað var á lögreglulið frá Ítalíu og var enn setið um fangelsið er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Fangamir kreQast þess að þeim verði fengin þyrla til afnota en áður höfðu þeir krafíst báts til að flytja þá til meginlandsins. Að sögn embættismanna halda mennimir til í sjúkradeild fangels- isins en um 400 fangar veija dögum sínum innan múra þess. Talsmaður ítalska dómsmála- ráðuneytisins sagði sakamennina hafa tekið fangelsisstjórann og 16 starfsmenn í gíslingu. Fang- amir hótuðu að myrða gíslana væri ekki gengið að kröfum þeirra. Sjónarvottar sögðu að tveir gíslanna væra hlekkjaðir við rimla eins fangelsisgluggans og sæju umsátursmenn greinlega til þeirra. Giovanni Goria, forsætisráð- herra Ítalíu, átti tvívegis fund með ráðherram stjómar sinnar og yfír- mönnum lögregluliðs og var afráðið að fá dómara einn til að reyna að tala um fyrir föngunum. Fangamir átta afþlána allir langa fangelsisdóma. Leiðtogi þeirra er nýfasistinn Mario Tuti, sem dæmdur var í lífstíðar fang- elsi fyrir að hafa myrt tvo lög- regluþjóna. Félagar hans hafa einnig gerst sekir um hin verstu óhæfuverk. Verðandi geimfari Mae C. Jamison, sem er þritug að aldri og hefur starfað sem læknir í Los Angeles, hefur verið valin til að taka þátt í þjálfun geimfara á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna. Hún er fyrsta blökkukonan sem valin er til starfans og var myndin tekin í Johnson-geimferðastöðinni þar sem þjálfunin fer fram. Reuter Mesta rigning í París íheila öld Fótgangandi vegfarendur á Champs Elysees, aðalgötu Parísar, ganga með spenntar regn- hlífar í úrhellinu fram hjá auðum sætum útikaffihúss. Mikið rigndi um alla Evrópu í gær og fyrrinótt og létu sjö menn lífið í Belgiu, Sviss og á Ítalíu. Veðurfræðingar í París sögðu að aðfaranótt þriðjudags hefði mælst mesta rigning í heila öld í höfuðborg Frakklands. Sjá fréttir af óveðrinu á bls. 24 og 25. Afvopnunarviðræður risaveldanna í Genf: Bandaríkj astj órn kynnir nvjar tillögnr um eftirlit Meðal- og skammdrægar flaugar upprættar á þremur árum Genf, Washington, Reuter. SAMNINGAMENN risaveldanna í Genf komu saman til fundar í gær og lögðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar fram nýja tillögu varðandi eftirlit með því að ákvæði hugsanlegs afvopnunarsáttmála verði virt. Að sögn bandaríska dagblaðsins The Washington Post er í veigamikl- um atriðum komið til móts við kröfur Sovétstjómarinnar. í frétt The Washington Post sagði að bandarískir leyniþjónustu- menn og bandamenn stjómar Ronalds Reagan i Vestur-Evrópu hefðu lagst gegn því að sovéskir eftirlitsmenn fengju að rannsaka hemaðarlega mikilvæga staði vest- an Jámtjaldsins. Að sögn blaðsins hafa Bandaríkjamenn ákveðið að faila frá afdráttarlausri kröfu um að eftirlitsmenn megi hvenær sem er rannsaka verksmiðjur Sovét- manna þar sem meðaldrægar kjamorkuflaugar era smíðaðar. Talsmenn Bandaríkjastjómar í Genf og Washington staðfestu að lagðar hefðu verið fram breyttar tillögur en báru til baka að um ein- hliða tilslakanir væri að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Phyllis Oakley, talsmaður stjómarinnar í Washington, sagði að samkvæmt tillögunum væri gert ráð fyrir að öllum skammdrægum flaugum yrði eytt innan árs eftir undirritun samnings. Meðaldrægar flaugar skyldi á hinn bóginn uppræta innan þriggja ára. Staðfesti hún einnig að tillögum varðandi eftirlit hefði verið breytt á þann veg að fallið hefði verið frá ýmsum skilyrðum varðandi eftirlit með framleiðslu lqamorkuflauga Sovétstjómarinn- ar. Einnig kvað hún Bandaríkja- stjóm hafa lagt fram nýjar tillögur um eftirlit með þeim flaugum sem fyrir væra í vopnabúram stórveld- anna. Terry Shroedér, talsmaður sendi- nefndarinnar í Genf, sagði nýju tillögumar vera svar við tilkynningu Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga frá síðasta mánuði þess efnis að Kremlveijar væru reiðubúnir að fallast á algera upprætingu meðal- og skammdrægra flauga í Evrópu og Asíu. Shroeder sagði það lengi hafa verið skoðun bandarískra ráðamanna að allt eftirlit yrði mun auðveldara ef samið yrði um algera eyðingu þess háttar vopna. Tillög- umar sem lagðar hefðu verið fram í gær væru til þess fallnar að auð- velda og tryggja eftirlit. Mikhail Gorbachev lagði til í gær að efnt yrði til sérstaks fundar leið- toga þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem rædd yrðu afvopnunar- og efnahagsmál. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times kom þeim orð- rómi á kreik á mánudag að Gorbachev hygðist vera viðstaddur setningu Allshetjarþings Samein- uðu þjóðanna í New York í næsta mánuði og væri reiðubúinn að ræða við Reagan forseta að því loknu. Bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn hafa borið þessar fréttir til baka. N-Svíþjóð; Isaldar- loftslag ríkjandi ÍSALDARLOFTSLAG ríkir í norðurhluta Svíþjóðar. Frost er í jörðu, fuglar deyja og gróðurinn springur ekki út fyrr en í ágúst, að því er seg- ir í frétt í vestur-þýska dagblaðinu Die Welt. Að sögn Leifs Kullmann við háskólann í Umeá er veðurfarið nú einsdæmi á þessari öld. Þetta minnir helst á hina svokölluðu litlu ísöld frá 1150 e.K. til miðrar 19. aldar. Þá var vaxt- artími plantna tveimur mánuð- um skemmri en eðlilegt má teljast. Sumur voru köld og vot- viðrasöm og miklir fimbulvetur. Uppskerubrestur reið yfír Evrópu, milljónir manna sultu. Kollmann segir í viðtali sem birtist í Die Welt á sunnudag að mörg tré hafí fellt barr sitt nú í sumar og engir vaxtarsprot- ar séu á birkinu. í héraðinu Norrland bregst uppskeran þriðja árið í röð; komakrarnir hafa breyst í mýrarpytt. Dag- lega hringir fólk í sænska náttúrafræðisafnið og lýsir áhyggjum sínum vegna þess að gróðurinn blómstrar ekki. Fuglsungar fijósa í hel og nokkrar fuglategundir eru horfnar úr Norður-Svíþjóð. Veður- og skógræktarfræð- ingar telja að loftslag í norður- hluta Skandinavíu hafi versnað smám saman síðasta aldarfjórð- unginn og minniháttar ísöld sé skollin á. Tyrkland: 94 íranskir bylting- arverðir handteknir Ankara, Reuter. TYRKNESKIR embættismenn yfirheyrðu í gær 94 íranska byltingar- verði, sem handteknir voru innan landamæra Tyrklands á sunnudag. Að sögn tyrkneskra dagblaða hugðust íranirnir vinna skemmdar- verk á olíuleiðslum íraka nærri landamærunum. Tyrkneska dagblaðið Milliyet skýrði frá því í gær að byltingar- verðimir hefðu farið yfir landamæri Tyrklands á sunnudag og verið handteknir skömmu síðar. Sagði í frétt blaðsins að mennimir hefðu óskað eftir leyfí til að fara um þess- ar slóðir. Mennirnir vora færðir til yfirheyrslu í bænum Hakkari en samnefnt héráð liggur að landa- mæram Tyrklands og íraks. Undanfama mánuði hafa harðir bardagar verið háðir í norðurhluta íraks. Hafa stjórnarhermenn og skæruliðar kúrda, sem njóta stuðn- ings írana, tekist þar á. Tyrkneska dagblaðið sagði kúrda hafa verið í röðum þeirra sem handteknir voru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.