Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Maður slasaðist litillega i hörðum árekstri í Njarðvík í gær og eru tvær bifreiðar illa famar eftir,
þar af önnur ónýt.
Sá ekki bendingar lögreglu
HARÐUR árekstur tveggja bif-
reiða varð á mótum Reykjanes-
brautar og Grænásvegar í
Njarðvík siðdegis i gær. Einn
maður meiddist Iitillega og bif-
reiðarnar varð að draga á
brott.
Áreksturinn varð um kl. 17 í
gær. Lögreglumaður var við um-
ferðarstjórn á gatnamótunum
þegar tvær bifreiðar bar þar að.
Annar ökumaðurinn virðist ekki
hafa tekið eftir merkjum lögreglu-
mannsins heldur ekið viðstöðu-
laust áfram og því skullu
bifreiðarnar saman af miklu afli.
Annar ökumaðurinn slasaðist lítil-
lega, en bifreiðamar eru mjög illa
farnar og er önnur talin ónýt eftir.
VEÐURHORFUR í DAG, 26.08.87
YFIRLIT á hádegi í gœr: Um 600 km suður af Hornafirði er 1005
mb lægð á hreyfingu suðsuðaustur, en hæðarhryggur skammt
vestur af landinu þokast austur. Við Hvarf hefur myndast lægð sem
mun hreyfast norðaustur. Veður fer lítið eitt hlýnandi.
SPÁ: í dag verður suðvestan gola eða katdi og skýjað um mest
allt land. Rigning eða súld um vestanvert landið en þurrt að mestu
um landiö austanvert. Hiti 9—16 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
FIMMTUDAGUR ÖG FÖSTUDAGUR: Suðvestlæg átt og vætusamt
um sunnan og vestanvert landið en úrkomulítið norðaustanlands.
Fremur hlýtt, einkum á norðaustur og austurlandi.
TÁKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y. Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / r / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
— Þokumóða
», » Súld
CO Mistur
—Skafrenningur
jV Þrumuveður
t \
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hlti veður
Akureyri 9 alskýjað
Reykjavík 11 léttskýjað
Bergen 19 léttskýjað
Helsinki 13 léttskýjað
Jan Mayen 6 léttskýjað
Kaupmannah. 19 skýjað
Narssarssuaq 13 hálfskýjað
Nuuk 8 rlgning
Osló 15 skýjað
Stokkhólmur 15 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 23 heiðskfrt
Amsterdam 20 skýjað
Aþena 30 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Berlín 25 skýjað
Chicago 15 rigning
Feneyjar 25 þokumóða
Frankfurt 18 skýjað
Glasgow 18 skýjað
Hamborg 20 þokumóða
LasPalmas 28 léttskýjað
London 13 rignlng
LosAngeles 17 alskýjað
Lúxemborg 13 skúr
Madríd 25 léttskýjað
Malaga 30 helðskfrt
Mallorca 28 léttskýjað
Montreal 14 skýjað
NewYork 18 skýjað
París 13 rigning
Róm 28 léttskýjað
Vfn 27 léttskýjað
Washington 18 skýjað
Winnipeg 10 alskýjað
Hækkun líf-
eyris um 12%
Stór hluti lífeyrisþega nær lágmarkslaunum
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
ráðherra, Guðmundur Bjarna-
son, kynnti í gær hækkun á
bótum almannatrygginga.
Lífeyrir, tekjutrygging og heim-
ilisuppbót hækka um 12% frá og
með 1. september og er að því
stefnt að þessar greiðslur ásamt
öðrum tekjum verði ekki lægri
en lágmarkslaun i landinu.
Einstaklingar hafa frá 1. júní
1987 fengið 25.222 krónur í trygg-
ing;abætur frá Tryggingastofnun
ríkisins hafi þeir ekki haft önnur
laun en frá 1. september hækkar
þessi upphæð í 28.300 krónur.
Heildarlífeyrir einstaklinga hækkar
því um 3.078 krónur á mánuði sem
felst í hækkun á heimilisuppbót.
Heimilisuppbót er fyrir þá einstakl-
inga sem einir hugsa um heimilis-
reksturinn og njóta þar af leiðandi
ekki fjárhagslegs hagræðis af sam-
býli við aðra.
Heildarlífeyrir hjóna sem bæði
njóta fullra bóta hækkar úr 35.904
kr. á mánuði í 39.978 kr. á mán-
uði. Þessi hækkun felur í sér að
tekjutrygging hjóna er hækkuð til
jafns við tekjutryggingu tveggja
einstaklinga og er á þann hátt dreg-
ið úr því misræmi sem verið hefur
á milli einstaklinga og hjóna. Al-
mannatryggingalögin gera ráð fyrir
því að lífeyrir hjóna skuli nema 90%
af lífeyri tveggja einstaklinga.
Fram kom hjá ráðherra að vitað
væri um einstaklinga sem búa við
erfið kjör og munu áfram verða
með lífeyri undir lágmarkslaunum,
en það er sá hópur einstaklinga sem
er í sambýli við aðra og fær því
ekki greidda heimilisuppbót. Sagð-
ist ráðherra hafa farið fram á það
við Tryggingastofnun ríkisins að
hún greiddi uppbót á lífeyri þeirra
einstaklinga sem enn eru undir lág-
markslaunum og sýnt er að ekki
komast af án frekari aðstoðar. Sérs-
taklega þarf að sækja um frekari
aðstoð til Tryggingastofnunar ríkis-
ins.
Þær hækkanir á bótum almanna-
trygginga sem gildi taka um næstu
mánaðamót kosta ríkissjóð 74 millj-
ónir króna sem er 16 milljónum
minna en ráð var fyrir gert. Þær
ná til til um 1000 bótaþega, en allt
að 2000 kunna að eiga rétt á hækk-
un bóta.
Fiskmarkaðir:
Gott verð á gáma-
fiski í Bretlandi
Meðalverð á þorski yfir 41 krónu
á markaðnum í Hafnarfirði
MJÖG gott verð fékkst fyrir
gámafisk á uppboðsmörkuðum í
Bretlandi í gær, en þá voru seld
um 317 tonn á samtals 22,3 millj-
ónir króna eða 70,47 krónur á
kílóið að meðalverði. Þar af voru
um 204 tonn þorskur og var
meðalverð 67,19 krónur á kílóið,
56 tonn af ýsu á 79,02 krónur
að meðalverði og fyrir 37 tonn
af kola fengust 73,83 krónur að
meðalverði. Gott verð fékkst
einnig fyrir þorsk á íslensku fisk-
mörkuðunum í gær, í Hafnarfirði
voru seld 18,5 tonn fyrir 41,46
krónur að meðalverði og Engey
RE seldi 117,5 tonn á Faxamark-
aði í gær og fékkst 37,07 krónur
fyrir kílóið að meðalverði.
Ottó N. Þorláksson RE seldi
187,5 tonn af þorski í Hull á mánu-
dag fyrir samtals 9,4 milljónir króna
og var meðalverð 50,13 krónur á
kílóið, sem er heldur lítið, og að
öllu jöfnu minna í skilaverði en það
verð sem fékkst fyrir þorskinn á
ístensku fiskmörkuðunum í gær.
Þá voru seld um 248 tonn af
gámafíski á Bretlandsmarkaði á
mánudag fyrir 15,4 milljónir króna,
eða 62,09 krónur að meðalverði.
Af aflanum voru um 152 tonn
þorskur á 53,61 að meðalverði, 45
tonn ýsa á 80,99 krónur að meðal-
verði og 37 tonn karfi á 74,01 krónu
að meðalverði.
Loðnuverð í yfimefnd
EKKI tókst samkomulag um
loðnuverð á fundi Verðlagsráðs
sjávarútvegsins í gær og var
ákveðið að vísa málinu til yfir-
nefndar. Yfirnefnd skipa tveir
fulltrúar frá hvorum aðila, selj-
endum og kaupendum, og einn
oddamaður, sem verður Bene-
dikt Valsson, hagfræðingur hjá
Þjóðhagsstofnun. Fundur hefur
verið boðaður í yfirnefnd á
morgun, fimmtudag.
Tvö loðnuskip eru nú komin á
miðin norður af Húnaflóa, Huginn
VE og Gullberg VE, en samkvæmt
upplýsingum loðnunefndar hafa
þau ekki orðið vör. Mun það vera
ætlun þeirra að sigla norður undir
70 breiddargráðu þar sem færeysk
loðnuskip hafa haldið sig að undanf-
ömu. Tvö önnur loðnuskip, Öm KE
og Jón Kjartansson SU em á leið
á miðin og er reiknað með að um
tíu skip verði komin á miðin í lok
þessarar viku.
Loðnuverksmiðjan á Þórshöfn
hefur auglýst móttöku á loðnu og
er þar laust pláss fyrir um 2.000
tonn. Verksmiðjan tók til starfa í
fyrrahaust og bræddi um 25 þúsund
tonn á síðustu loðnuvertíð. Að-
spurður um hvaða verð verksmiðjan
hyggðist greiða fyrir loðnuna sagði
Jóhann A. Jónsson framkvæmda-
stjóri að ákvörðun þar að lútandi
færi eftir niðurstöðu yfirnefndar
varðandi loðnuverð.
Leiðrétting
í viðtall við Sigrúnu Bjarna-
dóttur frá Hesteyri í síðasta
sunnudagsblaði ruglaði undirrit-
aður blaðamaður saman nöfnum
tveggja bræðra.
Guðmundur Albertsson er látinn
fyrir mörgum ámm, en það var
yngsti bróðir hans, Ólafur Alberts-
son, sem jarðsettur var í Hesteyrar-
kirkjugarði skömmu áður en
viðtalið fór fram. Eru viðkomandi
beðnir velvirðingar á því.
- E.Pá.